Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐYIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 Viðskipti DV Skattframtal tölvu- tækt: Auðveldar vinnuna Viöskiptablaðið og EJS hafa í sameiningu gefið út skattframtal einstaklinga 1997, ásamt öUum helstu fylgiblöðum fyrir PC-tölv- ur. Hér er um nýjung að ræða sem nýtist öUum þeim er ráða yfir Microsoft Excel 5.0 eða nýrra. Lesendur Viðskiptablaðsins geta framvísaö blaðinu í verslun EJS á Grensásvegi eða á skrif- stofu Viðskiptablaðsins í Þver- holti 9 og fengið disklinginn sér að kostnaðarlausu. Einnig er hægt að nálgast skattframtalið á heimasíöu EJS og er netfangiö www.ejs.is. Þetta tölvutæka framtal auðveidar fólki vinnuna því það reiknar út og færir nið- urstöður í viðeigandi reiti á framtalinu. Fylgiblöð framtals- ins eru tengd framtalsblaðinu þannig aö allar upplýsingar fæ- rast sjálfkrafa á milli. Alþjóöleg heimilisvið- skipti iboðsaðili hef Nýr umboðsaðili hefur nú tek- ið tU starfa fyrir HomeLink á ís- landi, Alþjóðleg heimUisskipti, en þaö eru alþjóðleg félagasam- tök sem starfrækt hafa verið síð- an 1953 og hafa það að markmiði að gefa félögum shium kost á að eiga heimilisskipti innbyrðis. Félagar eru yfir 11.000 í u.þ.b. 25 löndum. Starfsemin gengur þannig fyrir sig að félagar greiða árgjald og skrá sig, heimUi sitt og óskfr um tímabil, áfangastað og annað sem skiptir máli. Upp- lýsingunum er safnað saman af umboðsmönnum HomeLink um áUan heim og á hverju ári eru gefhar út 5 bækur með upplýs- ingunum. Árgjaldið er 6.000 kr. og því fylgja aUar upplýsingar. Sölumiðstöðin: Nýtt skipurit í kjolfar breytingar Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna í hlutafélag nú um áramótin hefur verið gert nýtt skipurit fyrir fyr- irtækið. Skipuritiö hefur þegar verið kynnt fyrir starfsmönnum. Gylfi Þór Magnússon gegndi stöðu framkvæmdastjóra mark- aðsmála, verður framkvæmda- stjóri erlendra verkefna. Hann er jafnframt forstöðumaður skrifstofu SH á Akureyri. Krist- ján Hjaltason, sem stýrt hefur söluskrifstofu SH í Hamborg sL 5 ár, tekur að sér starf fram- kvæmdastjóra þjónustu- og markaðsmála. Sturlaugur Daða- son, sem gegnt hefur stöðu fram- kvæmdastjóra, mun koma í stað Kristjáns. Bjarni Lúðvíksson mun áfram gegna stöðu fram- kvæmdastjóra fjármála en verð- ur að auki staðgengill forstjóra. Skipuritið tók gildi frá og með 1. febrúar sl. 1995 og 1996: Aukinn útflutningur Nokkur aukning var í útílutn- ingi vara á milli áranna 1995 og 1996, fór úr 116,6 milijörðum ’95 og í 126,2 milljaröa ’96. Mest varð aukingin í útflutningi sjávaraf- urða, eða sem nemur um 10,5 milljörðum króna. Innflutningur jókst að sama skapi nokkuð, fór úr 103,5 milljörðum ’95 í 124,8 milljarða 1996. Vöruskiptajöfn- uðurinn var hagstæður bæði árin, um 13 milljaröa ’95 og 1,3 milljarða ’96. Ef vöruskiptajöfnuðurinn er skoðaður án viðskipta íslenska álfélagsins er hann hagstæður um 6,7 milljarða ’95 en óhagstæð- ur um rúma 3 milljarða ’96. -sv Fimm stórar verslanakeðjur á höfuðborgarsvæðinu: Óljóst hvort markaðurinn þoli aukna samkeppni - segir Stóraukin samkeppni er nú á meðal stóru verslcmakeðjanna á höfuðborgarsvæðinu. Miklar hræringar hafa að undanfórnu verið á dagvörumarkaðnum og nýjasta dæmið eru kaup 10-11 verslanakeðjunnar á Rimavali í Grafarvogi. Hagkaup og Bónus eru einnig að undirbúa flutning í Graf- arvog og ætla báðir aðilar að vera til húsa í Borgarholti. Hagkaup er sem fyrr stærsta veldið á markaðnum og rekur nú 8 verslanir á höfuðborgarsvæðinu og ein önnur er á leiðinni. Önnur verslanankeðjuveldi á höfuðborg- arsvæðinu eru Bónus, sem rekur 7 verslanir sem stendur, en auk þess eru 3 nýjar á leiðinni. 10-11 versl- anakeðjan hefur stækkað mjög við sig en hún rekur 6 verslanir sem stendur á höfuðborgarsvæðinu og 4 nýjar eru á leiðinni. Nóatún rek- ur nú 8 verslanir og 11-11 er með 5 verslanir. „Þetta er orðin hörð samkeppni og hún harðnar stöðugt með fiölg- un búða í verslanakeðjunum. Minni kaupmennirnir eru stöðugt aö detta út og 10-11 búðum hefur fiölgað mjög og sérstaklega sem meiri hverfisbúðum. Það er ekki ljóst hvort markaðurinn er í raun nógu stór til að þola þessa miklu fiölgun og auknu samkeppni. Það verður tíminn auðvitað að leiða i ljós. Lykilatriði í þessu er að hafa trausta innbyrðis uppbyggingu í fyrirtækinu," segir Óskar Magnús- son, framkvæmdastjóri Hagkaups. Óskar segir að Hagkaup hafi tekið þá stefnu að opna ekki of margar verslanir heldur halda sig við færri en stærri verslanir. -RR Bréfin í kerfi Töluverð hreyfing var á hluta- bréfamarkaðnum hjá Verðbréfa- þingi íslands og Opna tilboðs- markaðnum, rétt rúmar 200 millj- ónir. Mestu viðskiptin urðu með hlutabréf í Vaka - fiskeldiskerfi hf., en alls skiptu bréf fyrir 45,5 milljónir um eigendur. Hlutabréf í SUdarvinnslunni seldust fyrir tæp- ar 26,6 milljónir og síðan voru bréf í Haraldi Böðvarssyni seld fyrir rúmar 13 milljónir, bréf fyrir 11,6 miUjónir seldust í Þróunarfélagi Óskar Magnússon, framkvæmdastjóri Hagkaups Fimm stórar verslanakeðjur í samkeppni á höfuðborgarsvæðinu LS 10-11 Hagkaup Bónus o 11-11 o Nóatún o í byggingu Veröbréfaviöskipti: Vaka - fiskeldis- hf. vinsælust íslands og í Þormóði ramma fyrir 10,2 miUjónir. Hlutabréf í stóru félögunum skiptu um eigendur fyrir 4,5 mUlj- ónir í Flugleiðum og 7,9 milljónir í Eimskip. LítU hreyfing var á bréf- um olíufélaganna. Þingvísitala hlutabréfa hækkaði um 0,06% en vísitala verslunar um 3%_ Álverðið hefur verið á uppleið síðustu vikurnar og hefur tonniö hækkað um tæpa 100 doUara frá því um miðjan janúar. Örlítið sig varð á verðinu í síðustu viku en þá fór það niður fyrir 1.600 doUara tonnið. Nú er það komið upp í 1.609 doUara. Gengi doUars hefur lækkað lítU- lega frá því á mánudag en pundið tekur gott stökk upp á við, fer úr 111,9 kr. í 113,36 kr. Þýska markið sígur lítiUega og sömu sögu má segja um japanska jenið. -sv Martel ehf.: Boatrics-þjón- ustukerfið Martel ehf. kynnir þessa vikuna Boatracs-þjónustukerfiö í fyrsta sinn á íslandi. Um er að ræða sam- skipta- og gagnaflutningskerfi sem býður heUdarþjónustu, hugbúnað, fiarskiptabúnað í farartæki, gagna- sendingar um gervihnetti, tU og frá t.d. skrifstofum útgerðar- eða flutn- ingsfyrirtækja í skip eða flutnings- bUa. Boatracs-þjónustan byggist á Omnitracs/Euteltracs-gervUinatta- fiarskiptakerfinu sem er það stærsta sinnar tegundar í heimin- um með um 186 þúsund notendur og hefur verið í notkun í yfír 8 ár. Hér á landi hefur kerfið verið í notkun frá 1996, meðal annars hjá Landhelgisgæslunni. -sv Stldarvinnslan Flugleiðir Marel Skeijungur Olíufélagið Haraldur Böðv. PVl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.