Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1997, Blaðsíða 10
10 enning MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 JO'W Að koma listinni til fólksins - Hvernig hafði safnið gengið árin á undan? „Þegar ég kom að því var hallarekstur, en undanfarin ár hefur verið rekstrarafgangur upp á rúmar þrjár milljónir á ári.“ kvæmdum í húsinu eða ekki, en nú var þeim lokið og vel til alls vandað en öllu í hóf stillt. Listráðið hafði staðið þétt við bakið á mér allan tímann, en enginn miðstjómarmanna hafði látið svo lítið að koma í húsið eftir að framkvæmdum lauk í haust að undanskildum forseta, enda hafa miðstjórn- armenn yfirleitt ekki sótt sýn- ingar safnsins. Það hefur verið viðvarandi ágreiningur um starf og fram- tíð safhins og hvort það fengi að vera sjálfstæð eining og fara sínu fram án afskipta miðstjórnar ASÍ, og á þessum tímamótum klippti miðstjóm- in á ágreininginn, tók þá ákvörðun að halda húsinu en sleppa mér.“ Ólafur Jónsson, fyrrverandi forstööumaður Listasafns ASÍ. DV-mynd GVA Halli varð hagnaður Að sinna því sem aðrir sinna ekki - Hvemig snerirðu dæminu við? „Það var vísir að þessum vinnustaðasýning- um þegar ég tók við safninu, en verkin höfðu ekki fengið neitt viðhald í þrjátíu ár og ramm- ar voru orðnir lélegir og farið að brotna upp úr myndum. Ég kom safninu í það stand að það þyldi yfirleitt að vera til sýnis. Kostnaður við viðgerðir mældist í milljónum króna, en um leið og safnið varð meðfærilegra mátti hafa meiri tekjur af útleigu mynda. Herslumuninn gerði þó að ég samdi við sam- tök myndlistarmanna og tók á leigu nokkur hundruð verk frá núlifandi listamönnum, blandaði þeim við eign safnsins og leigði fyrir- tækjum og stofnunum. Eftirspurnin varð meiri eftir því sem safninu óx fiskur um hrygg, myndir í betra standi og ferskt blóð, og tekjur jukust úr einni og hálfri upp í um flmm milljónir á ári. Heildarvelta safn- ins er um 10 milljónir á ári. Það efaðist enginn um að safni var á fljúgandi fart, og með Ás- mundarsal var kominn nýr vett- vangur í þjóðbraut, enda fóru strax að hrúgast inn umsóknir frá framsæknu og góðu lista- fólki. Árið 1997 bókaðist fljótt og mikið af bókunum er komið fyrir 1998. Það var ljóst að safn- ið kæmist vel af rekstrarlega og auk þess var það loksins komið í eigið húsnæði. Menn hafði einu sinni dreymt um að byggja yfir safnið, þegar mið- stjómin var stórhuga og listin átti að vera númer eitt við hliðina á kjarabaráttunni. Það var á tímum Hannibals, en nú er lífið væntanlega bara saltfiskur að mati hreyfingarinn- ar. Það var bjart yfir safninu í Ásmundar- Ragnar Jónsson sal í desember. í janúar átti að opna íSmára. fyrstu sýninguna. Ágreiningur hafði ver- ið í loftinu um hvort ljúka ætti fram- - Hvernig sástu stöðu Lista- safns ASÍ fyrir þér meðal listastofnana í landinu? „Framtiðarsýnin hefur ver- ið sú að safnið væri í fyrsta lagi á öraggum stað, í heppi- legu húsnæði fyrir almenna sýningarstarfsemi, eins og hafin er nú í Ásmundarsal, og svo hitt að safnið geti farið með list um landið, sem var eitt af höfuðmarkmiðum Ragnars: Að koma listinni til fólksins, setja upp sýningar úti um land í samráði við verkalýðsforustu og bæjar- stjórnir á hverjum stað. Þetta gera ekki önnur söfh, en við vorum með einar fimm slíkar sýningar á síðasta ári, bæði á okkar eigin myndum og aðrar sýningar sem við stöndum fýrir. Þetta var gert áður en ég kom að safninu en í litlum mæli. Skömmu eftir að ég hóf störf fóram við með allstóra sýningu í tveggja ára ferðalag um öll Norðurlönd. Þetta var ahnenn kynning á íslenskri myndlist sem fékk prýðilegar við- tökur. Ég hannaði sérstakar kistur sem gerðu auðveldara að senda myndir milli landa og héraða án þess að tjón hlytist af þannig aö safnið er vel í stakk búið til að sinna verkefn- um sínum á þessu sviði.“ - Saknarðu þess ekki að vera hættur núna þegar safnið getur loksins sinnt verkefni sínu til fulls? „Jú, það hefði verið gaman að fylgja því eft- ir. En ég lít afskaplega glaður um öxl. Safiiið hefur eflst þessi ár, það hefur fengið vængi og er að verða hluti af myndlistaramhverfinu á íslandi. Það er góð von til þess að það eigi eft- ir að blómstra á næstu áram. Ekki sist vegna þess að það er komið í eigið húsnæði, myndlistarhúsnæði sem á sér langa sögu allt frá því að Ásmundur Sveinsson byggði það 1935. Safiiið hefur verið í hraðri uppbyggingu og er í góðu ástandi. Það hefur eflst að gjöfum - og safni er ekki gefið neitt ef það er ekki HfortHi TSorS Viöf'nr* oflof lifandi. Það hefur eflst fjár- hagslega og er komið á góð- an grundvöll til að afla sér tekna. Ég sé hlutverk þess í framtíðinni að koma listinni til fólksins og efla unga list, sýna það sem er framsækið i myndlist i núinu með því að bjóða listamönnum skynsam- leg leigukjör.“ - Nokkur orð að lokum til Listasafns ASÍ? „Ég vona að sá grunnur sem hefur verið lagður að starfsemi þess verði því lyftistöng í framtíð- inni; að það eigi eftir að marka sér stað meðal safnanna sem framsækið og gott safn sem tekst á við verkefni sem hin eru ekki endilega að glíma við á sama tíma.“ Listasafn Alþýðusam- bands íslands var stofnað 1961 þegar Ragnar Jónsson í Smára gaf ASÍ 120 málverk sem þóttu gefa góða mynd af íslenskri myndlist frá 1930 til 1960. Seinna gaf Ragnar fleiri verk auk þess sem safnið eignaðist málverka- safn Þórbergs Þórðarsonar. Undanfarin tvö ár hefur ver- ið hljótt um Listasafn ASí þar til fyrir tæpum tveim vikum þegar það opnaði nýtt húsnæði í Ásmundarsal. Það er í fyrsta sinn sem safnið kemst í eigið húsnæði, sem var eitt af skilyrðum Ragn- ars þegar hann gaf sína merku listaverkagjöf. En þó að ekki hafi verið opinberar sýningar hefur starfsemin ekki legið niðri. Einn listfræðingur í borg- inni hafði þau orð um Lista- safn ASÍ að það væri „aktí- vasta safnið á landinu". Undanfarin ár hefur það haft í gangi um 40 stofnana- og vinnustaðasýningar í einu, bæði í Reykjavík og úti um land, þannig að mynd- imar sem Ragnar gaf eru stöðugt fyrir sjónum al- mennings einhvers staðar. Ólafur Jónsson hefur stýrt safninu frá því í ársbyrjun 1990, en lét af störfum nú um áramótin að ósk miðstjómar ASÍ. Hann var spurður að þvi fyrst hvers vegna engar opinberar sýningar hefðu verið í Reykjavík undanfar- ið á vegum safnsins. Sýningarsalnum lokað „Fyrir einu og hálfu ári var ákveðið að breyta sýn- ingarsalnum á Grensásvegi í fundarsal og kennslustofur" segir Ólafur. „Alþýðusam- bandið þurfti aukið rými undir starfsemi sína og þá varð að finna nýjan stað fyrir safnið. Fyrst átti að finna geymsluhúsnæði þar sem hægt væri að sinna þessum vinnustaðasýning- um sem hafði fjölgað frá þvi að ég hóf þama störf. Þá losnaði Ásmundarsalur, og stjóm ASÍ sá að þar gæti bæði verið miðstöð fyrir vinnu- staðasýningamar og sýningarsalur, því stofn- skrá safnsins segir að það eigi að sýna verkin sem safnið á reglulega og reka sýningarsal á vegum þess fyrir aðrar sýningar. Þáverandi miðstjóm tók ákvörðun um að kaupa Ásmund- arsal án formlegs samráðs við rekstrarstjóm og listráð safnsins. Deildar meiningar vora í rekstrarstjóm en listráðið tók ákvörðuninni fagnandi. Forasta ASÍ spurði aðeins hvað þyrfti að gera til að hægt væri að flytja í hús- næðið en ekki hverju þyrfti að kosta til áður en það væri fullbúið til notkunar - og þá að sjáifsögðu til almennrar sýningarstarfsemi. Þegar ljóst var að húsið yrði keypt vora utan- aðkomandi aðilar fengnir til að gera kostnað- aráætlun varðandi endurbætur á húsinu, en hún var götótt og það vantaði í hana veiga- mikla þætti. Þegar hafist var handa kom í ljós að það þurfti nánast að umbylta húsinu. í upphafi var ætlunin að láta í þetta aðeins fé safnsins sjálfs sem hafði safnast undanfarin ár. Ég átti að sjá um þessar framkvæmdir og taldi þann kost vænstan að ganga frá því sem þurfti að ganga frá, bæði að utan og innan. Þegar kostnaðurinn varð meiri en áætlað var þá kom upp óánægja hjá miðstjórninni, og þó hækkaði branabótamat mun meira en nam viðgerðarkostnaði." Margrét fyrsta Á annan í jólum var opnuð í Þjóðminja- safninu danska sýning sem hefur vakið feikna athygli og fengið metaðsókn þessar vikur. Þetta er sérstök sýning um Mar- gréti drottningu fyrstu „sem fyrir sex hundrað árum safnaði öllum Norðurlönd- um í eitt bandalag, Kalmarsambandið", eins og segir í auglýsingu frá safhinu. Sýn- ingin stendur þama til 1. apríl en verður þá flutt í Kalmarhöll. Þar verður svo 17, júní í sumar haldið sérstaklega upp á að þá verða 600 ár liðin síðan Eiríkur af Pommem var krýndur konungur Norður- landa. Sýningin fer einnig til Finnlands og Noregs en ekki er vitað til þess að hún komi hingað til lands. Vinsælasta sýning Þjóðminjasafnsins danska fram til þessa er stóra víkingasýn- ingin sem dró að sér 220 þúsund gesti á þremur mánuðum 1993 og veröur spenn- andi að vita hvort Margrét sigrar víking- ana. Safiiið er við Ny Vestergade 10 í mið- borg Kaupmannahafhar og er opið kl. 10-17, nema mánudaga, og sérsýningin er opin alveg til klukkan 21 á miðvikudögum. Margrét líka á bók Nýlega var endurútgefin hjá Gyldendal bókin Dronning Margarete den Forste. En regent og hendes samtid, eftir Vivian Ett- ing, og segir í ritdómi í Jyllands-Posten að það sé krafta- verki lík- ast að skrifa 300 síðna bók um per- sónu sem svo lítið sé vitað um. En bæði er bókin ríkulega mynd- skreytt og freistar þess líka fyrst og fremst að draga upp mynd af samtíð drottning- ar. Þetta er eins konar evr- ópsk hug- mynda- saga 14. og 15. aldar, segir þar, og þó stígur hún sterkt fram í dagsljósiö, unga og gáfaöa konan sem safnaði Norðurlöndum saman löngu áður en nokkum dreymdi um Norður- landaráð. Styrkur úr sagnfræðisjóði Stjóm Sagnfræðisjóðs dr. Bjöms Þor- steinssonar auglýsir eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum og skulu umsóknir send- ar Skrifstofu heimspekideildar í Áma- garði við Suðurgötu i Reykjavik fyrir 5. mars næstkomandi. Tilgangur sjóðsins er að styrkja stúd- enta við nám undir kandídatspróf í sagn- fræði og kandídata í sömu grein til að rannsaka og vinna að ritum um sérstök verkefhi sem varða sögu íslands eða ná- tengt efni. Veita má manni styrk þó að hann hafi ekki verið við Háskóla íslands ef sérstakar ástæöur mæla með því og öll stjómin er sammála þar um. Styrkurinn nemur 300 þúsund krónum. Átta sóttu um Listasafn íslands í fréttatilkynningu frá menntamálaráðu- neytinu kemur fram að átta manns sækja um starf forstöðumanns Listasafhs ís- lands, en Bera Nordal hefur veriö ráðin að Malmö Konsthall í Svíþjóð eins og kunn- ugt er. Einn myndlistarmaður er meðal umsækjenda, Guðmundur Rúnar Lúðvíks- son, hin sjö era listfræðingamir Hrafn- hildur Schram, Ólafur Kvaran, Þorgeir Ólafsson, Aðalsteinn Ingólfsson, Sigríður Gunnarsdóttir, Halldór Bjöm Runólfsson, Guðbjörg Kristjánsdóttir og Guðrún Helga Jónasdóttir. Talið er að enn fleiri muni sækja rnn starf forstöðumanns Kjarvalsstaða sem enn hefur ekki veriö auglýst. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.