Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1997, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1997, Blaðsíða 24
40 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 Sviðsljós Jamie Lee í við- eigandi fatnaði Jamie Lee Curtis klæddist viðeigandi fatnaði þegar hún kom til frumsýningar í Hollywood á myndinni Fierce Creatures ásamt Annie, tíu ára gamalli dóttur sinni. Kvikmynd- in Fierce Creatures er framhald á myndinni A Fish Called Wanda sem var gríðarlega vin- sæl. Jamie Lee leikur í nýju myndinni eins og flestir hinna leikaranna sem léku í þeirri fyrri. Og það var auðvitað John Cleese sem leikstýrði eins og fyrri daginn. Súperfyrirsætan Iman, sem hér skrýöist fötum hönnuðarins Donna Karan, kemur ásamt eiginmanni sínum David Bowie á hátfð tfskuhönnuða sem haldin var í New York á mánudaginn. Slmamynd Reuter Tom Cruise. Tom Cruise hrif- inn af Brimbroti Tom Cruise, sem er nýbýinn að fá Golden Globe verðlaunin fyrir leik sinn í Jerry Maguire, er yfir sig hrifinn af kvikmyndinni Brimbrot. „Myndin er alveg einstök og leikur- inn frábær. Hver sena rannsakar gæsku og sannleika á nýjan hátt. Ég hugsaði um myndina í marga daga eftir að ég sá hana,“ sagði Tom með- al annars í viðtali við bandarískt blað. Jonathyn Pryce. Pryce næsti óvinur Bonds Jonathyn Pryce verður ef til vill skúrkurinn í næstu James Bond myndinni. Tímaritið Variety segir að Pryce standi nú í lokaviðræðum um að leika grimman fjölmiðlakóng sem ergir James Bond er Pierce Brosnan leikur. Kvikmyndin hefur enn ekki feng- ið neitt heiti en áætlað er að tökur hefjist 1. apríl. Pryce lék Juan Peron I kvikmyndinni Evitu. Fyrir leik sinn í myndinni Carrington hlaut hann verðlaun í Cannes. Hann er sennilega þekktastur i Bandaríkjun- um fyrir leik í sjónvarpsauglýsing- um. Jerry yfirbugaðist af skelfingu í tískuverslun Jerry Hall skortir ekki fé, svo mikið er víst. Það kom því nær- stöddum á óvart þegar krítarkort- inu hennar var hafhað í verslun tískuhönnuðarins Vivienne Westwood í London. Aumingja Jerry, sem er gift rokk- stjörnunni Mick Jagger, varð eldrauð í framan þegar American Express gullkortinu hennar var hafnað. Jerry, sem sýnir stundum föt fyrir Westwood, ætlaði að greiða fyrir jakka og hatt sem kostuðu um 100 þúsund íslenskar krónur, þegar posavél verslunarinnar sýndi mót- þróa. Að sögn viðstaddra varð Jerry gjörsamlega miður sín. „Hún fer nú yfirleitt ekki hjá sér en í þetta skipt- ið roðnaði hún niður í tær,“ er haft eftir sjónarvotti. Verslunin var full ■ Grænt Ijós kom á krítarkort Jerry þremur dögum eftir innkaupaferðina. af fólki og allir sáu Jerry yfirbugast af skelfingu. Hún trúði ekki því sem var að gerast og það gerði ekki held- ur afgreiðslustúlkan. En þar sem Jerry var fastur við- skiptavinur verslunarinnar og eng- inn efaðist um aö einhver mistök hefðu átt sér stað fékk hún að fara með fötin heim. Reikningurinn var svo greiddur þegar grænt ljós kom á kortið þremur dögum síðar. Viðskiptavinimir veltu því hins vegar fyrir sér hvemig stæði á því að kortinu hefði verið hafnað. „Jerry Hall hlýtur að eiga tugi milljóna í bankaninn," sagði einn þeirra. Að minnsta kosti á eiginmaður- inn Mick eignir fyrir milljarða þannig að hann hefði að minnsta kosti getað hlaupið undir bagga. DV-BILAR 1997 DV gefur út sérstakt, stórt bílablað 12. febrúar nk. með líku sniði og verið hefur undanfarin ár. Markmiðið er að gefa heildstætt yfirlit yfir þá fólksbíla og jeppa, sem bílaumboðin ætla að hafa á boðstólum á árinu 1997, en auk þess greina frá ýmsu því sem á döfinni er í íslenskum bílamálum um þessar mundir. Upplýsingar um bílaframboðið verða settar fram í töflu með líkum hætti og verið hefur undanfarin ár. Umsjón efnis er í höndum Jóhannesar Reykdal og Siguröar Hreiðars. Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði vinsamlegast hafi samband við Guöna Geir Einarsson, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 550-5722. Vinsamlegast athugið að panta þarf auglýsingar í þetta blað fyrir fimmtudaginn 6. febrúar nk. Auglýsingar Sími 550 5000, bréfasími 550 5727.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.