Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1997, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 11 Fréttir Hertar reglur Dana um innflutning á matvörum frá íslandi: Þorramaturinn í sumum tilvikum fram hjá dönskum tollayfirvöldum - óvíst hvort þorramatur veröur á borðum íslendinga í Kaupmannahöfn Danir hafa hert mjög reglur sem varða innflutning á matvöru til Danmerkur og bera við reglugerð- um Evrópusambandsins. Þessi aukna harka hefur komið mjög hart niður á innflutningi á kjöti og mat- vöru frá íslandi til Danmerkur og sjá íslendingar í Kaupmannahöfh jafnvel fram á þorrablót án þorramatar. „Það er búið að tímasetja þorra- blótið og það verður haldið 15. febr- úar hvað sem þessu máli líður. Það er búið að ráða kokka frá íslandi en það er hins vegar enn spuming hversu fjölbreyttur matseðilinn verður. Okkur hefúr verið lofað skýrum svörrnn í dag, mánudag, hvort við fáum að flytja inn þorramatinn eða ekki,“ segir Ómar Jósafatsson, einn umsjónarmanna þorrablóts íslendingafélaganna í Kaupmannahöfn. Hann segir að miðasala á þorrablótið sé þegar haf- in og búist sé við að á fjórða hund- rað manns sæki samkomuna sem haldin verður á veislusal á Amager- eyju. Uppselt hafi veriö undanfarin ár og af undirtektum nú stefni í það sama. Þessar hertu reglur Dana hafa m.a. valdið því að vörur, sem versl- anakeðjan Super Brugsen hugðist flytja inn frá íslandi í tengslum við opinbera heimsókn forseta íslands sl. haust, voru ýmist sendar til baka til íslands, eins og gert var við nokkurt magn íslenskra osta, eða þeim brennt, eins og raunin varð með innihald gáms sem var fúllur af hangikjöti og ýmsum öðrum kjöt- vörum. Þorramatur fyrir þorrablót ís- lendingafélaga á Norðurlöndum og víðar hefur undanfarin ár verið fluttur inn í viðkomandi lönd í gegn um íslensku sendiráðin og að sögn Ómars Jósafatssonar er nú nefnd á vegum íslenska utanríkisráðuneyt- isins í málinu að ræða við Dani um að sleppa þorramatnum í gegn um nálaraugað. DV hefur heimildir fyrir því að íslendingafélög á Jótlandi og viðar í Danmörku utan Kaupmannahafnar hafi misst þolinmæðina gagnvart andúö danskra tollayfirvalda á ís- lenska þorramatnum og hreinlega fengiö matinn um borð í skip sem kost og tekið hann síöan í land framhjá tollayfirvöldum og haldið síðan sitt þorrablót. Eitt félagiö á samkvæmt heimildum DV sinn þorramat á leiðinni til sín með þess- um hætti og er hans vænst í lok vik- unnar ef allt fer að óskum. -SÁ Ágæt loönuveiöi hefur verlö á miöunum út af Austurlandi aö undanförnu. Mörg skipanna hafa fengiö ágætis köst og loönan hefur staöiö grunnt. Veiöisvæö- in voru út af Eystra-Horni og í Lónsvfk. I gær nam heildarveiöi íslenskra skipa á vertföinni 555 þúsund tonnum og þar af höföu 81 þúsund tonn velöst frá áramótum. Frá áramótum haföi mestu veriö landaö á Eskifiröi, eöa um 20 þúsund tonnum. Myndin er tekin um borö f Jóni Sigurössyni GK og má sjá loönu- skipið Guömund Ólaf ÓF meö nótina á sföunnl. DV-mynd Porsteinn Gunnar Akureyri: Átök í skólanefnd vegna skólanna sunnan Glerár Steramálið að fullu upplýst Mál mannsins sem var handtek- inn fyrir að flytja 32 þúsund stera- töflur til landsins fyrir tæpum tveimur vikum er að fúllu upplýst hjá RLR. Maðurinn mun hafa borið í yfir- heyrslum að hann hafi flutt efnið inn til eigin nota. Þetta er mesta magn stera sem fundist hefur á Keflavíkurflugvelli í einu lagi. Mað- urinn er framkvæmdastjóri þjálfun- arstöðvar fyrir lyftingar á höfuð- borgarsvæðinu. -RR Snæfellsbær: Nýtt vatns- tökusvæði í skoðun DV.Vesturlandi: „Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar verður lögð fram 13. febrúar næst- komandi og megináhersla verður þá lögð á vatnsveitumálin og á fegrun svæðisins - það er þéttbýlissvæð- anna - hreinsunarstörf,“ sagði Guð- jón Petersen, bæjarstjóri í Snæfells- bæ, í samtali við DV. „Við gerðum átak í gatnagerð á síðasta ári í Ólafsvík. Þá var mal- bikað allt sem eftir var og reikna ég með að lögð verði áhersla nú á frá- gang á götum og gangstéttum og al- menna snyrtingu, hreinsun og end- urbætur á vatnstökusvæðimu. í vatnsveitumálum er verið að skoða nýtt vatnstökusvæði og einnig i athugun endurbætur á nú- verandi svæði og að koma fyrir nýj- um miðlunartanki fyrir Ólafsvík," sagði Guðjón Petersen. -DVÓ Skákþing íslands: Landsliðs- flokkurinn á Akureyri DV, Akureyri: Ákveðið hefur verið aö keppni I landsliðsflokki á Skákþingi ísland 1977 fari fram á Akureyri í haust og er reiknað með þátttöku allra bestu skákmanna landsins. Bæjarráð Akureyrar hefúr sam- þykkt beiðni frá Skáksambandi ís- lands um að annast greiðslu verð- launafjár á mótinu og kostnað vegna lokahófs. Verðlaunaféð nem- ur alls 410 þúsund krónum. -gk DV, Akureyri: Nokkur átök hafa orðið í skóla- nefnd Akureyrarbæjar í kjölfar kynningar á vinnu starfshópa í grunnskólunum sunnan Glerár en þar var fjallað um skólaskipan og húsnæðismál skólanna sem eru sunnan Glerár. Á fundi skólanefhdar var lögð fram og samþykkt tillaga sem stefn- ir að því að 3 hverfisskólar verði á svæðinu með 1,—10. bekk og sú breyting verði gerð að sameina Barnaskóla Akureyrar og Gagn- fræðaskóla Akureyrar í eina stofii- un, Brekkuskóla. Einn skólastjóri verði og tveir aðstoðarskólastjófar þar sem kennsla fari fram á tveim- ur stöðum. Foreldrafélag Gagnfræðaskóla Akureyrar hefur mótmælt því að skólanefhdin taki ákvarðanir um þetta mál án frekari kynningar og umfjöllunar. Starfshópurinn sem starfaði í Gagnfræðaskólanum hef- ur einnig gagnrýnt vinnubrögð skólanefndar í þessu máli. Á fundi skólanefndarinnar lagði Magnús Aðalbjömsson, aðstoðar- skólastjóri Gagnfræðaskóla Akur- eyrar, fram tillögu þar sem segir að nefndin láti fara fram viðhorfskönn- un á vilja foreldra simnan Glerár til breyttrar skólaskipunar. Tillagan hlaut ekki atkvæði í skólanefnd- inni. Á fundi bæjarstjómar Akur- eyrar í dag á hins vegar að ræða til- lögu skólanefhdarinnar um breytta skólaskipan sunnan Glerár og ekki við öðru að búast en hún verði sam- þykkt. -gk Alþýðusamband Vestfjarða: Lægstu laun verði 100 þúsund á mánuði Alþýðusamband Vestfjaröa lagöi fram tillögur sínar að aðal- kjarasamningi með vinnuveit- endum 30. janúar. Þar er þess krafist að lægstu laun hækki í 100 þúsund krónur á mánuði á tveimur árum. Lagt er til að frá 1. janúar síö- astliönum hækki lægstu laun í 60.000 krónur á mánuði, 1. júlí hækki þau í 70.000 krónur, 1. jan- úar 1998 hækki þau í 80.000 krón- ur, 1. júlí 1998 hækki þau í 90 þúsund krónur og 1. janúar 1999 í 100.000 krónur á mánuði. Þá er tekið fram að ef laun sem em yfir 90.000 krónur á mánuði við undirskrift samninga hækka meira en ASV leggur til séu samningar lausir með eins mán- aðar uppsagnarfresti. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.