Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 JLlV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjóm: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgartjlað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Falskar vonir vakna Dómsmálaráöherra, borgarstjóri Reykjavíkur og fram- kvæmdastjóri evrópskra samtaka, sem berjast gegn því að þau fíkniefni sem almennt eru bönnuö í flestum borg- um Evrópu veröi gerð lögleg, undirrituðu í vikunni samning um áætlun sem felur í nafni sínu ótrúlegt lof- orð til þjóðarinnar. Heiti hennar er hvorki meira né minna en „ísland án eiturlyfía 2002“. Hætt er við að þeir sem með þessum hætti boða út- rýmingu „eiturlyfja“ á íslandi eftir aðeins fímm ár séu að vekja falskar vonir meðal landsmanna. í það minnsta gefur ekkert sem fram hefur komið um framkvæmd þessarar áætlunar nokkra ástæðu til að ætla að hún muni leiða til þeirra stórfelldu breytinga á íslensku þjóð- félagi sem felast í nafngiftinni. Það vekur auðvitað strax athygli að samningur þess- ara aðila virðist ekki gera ráð fyrir að áfengi sé talið til „eiturlyfja“ enda kom fram í blaðaviðtali við fram- kvæmdastjóra evrópsku samtakanna að hann teldi að áfengi hefði fyrir löngu öðlast slíkan sess í evrópskum þjóðfélögum að vonlaust væri að útrýma því. Samt fer ekki á milli mála að ofneysla áfengis er eitt alvarlegasta heilbrigðisvandamál þjóðarinnar og kostar landsmenn vafalaust ekki minna en ríkisvaldið græðir á áfengissöl- unni. Áfengi, löglegt og ólöglegt, er einnig upphaf ógæfu flestra ef ekki allra þeirra ungmenna sem leiðast út í neyslu þeirra fíkniefna sem ólögleg eru en flæða samt sem áður yfir landið. Ríkisvaldið hefur boðað breyttar áherslur í fikniefna- málum og lofað í því skyni auknum fjárveitingum til tollgæslu og löggæslu. Á sama tíma eru uppi áætlanir um að leggja niður sólarhringsvaktir við tollgæslu í höfnum síðar í þessum mánuði - en eins og fréttir síð- ustu vikna um stórfellt áfengissmygl bera með sér eru skipin enn vinsælt flutningstæki smyglara. Ljóst er að tollgæsla og lögregla leggur einungis hald á örlítið magn af þeim „eiturlyíjum“ sem reynt er að smygla til landsins. Þeir sem fylgjast vel með þessum málum virðast sammála um að mikið sé af alls konar fíkniefnum í umferð og auðvelt fyrir ungt fólk að nálgast þau, ekki síst amfetamín sem virðist í mikilli sókn með- al fíkniefnaneytenda. Þetta kemur heim og saman við reynslu þeirra aðila sem fá unga áfengis- og fíkniefnaneytendur til meðferð- ar. Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir skýrði frá því í vik- unni að á síðasta ári hefði mun fleira ungt fólk komið í meðferð á sjúkrahúsið Vog en nokkru sinni fyrr. Yfír- gnæfandi meirihluti þessara ungmenna heföi notað áfengi og ólögleg vimuefni samhliða. Ef landsmenn ætla að ná raunverulegum árangri í baráttunni við áfengið og önnur fíkniefni þarf að sækja fram samhliða á öllum vígstöðvum. Efla þarf í senn for- varnarstarf meðal unga fólksins, tollgæslu við hafnir og á Keflavíkurflugvelli og aðgerðir lögreglu gegn fiknieöia- sölum, auk þess sem herða þarf refsingar þeirra kaupa- héðna dauðans sem skipuleggja, fjármagna eða annast á annan hátt innflutning fíknieöia. Það krefst sam- ræmdra, skipulegra aðgerða sem kosta mun meiri fjár- muni en nú er varið til þessara mála. Með þetta í huga virkar nafngiftin „ísland án eitur- lyfía 2002“ og yfirlýsingar um gerð þessa samnings sem „merkisdag í sögu íslands“ eins og orðin komi beint úr munni Jóns sterka. í þessum málum er vænlegra til ár- angurs að tala minna og gera meira. Elías Snæland Jónsson Peðsfórn Milosevics í flóknu valdatafli Þótt forystumenn Zajedno, sam- einaðrar fylkingar stjómarand- stæðinga í Serbíu, hafi ríka ástæðu til að vantreysta yfirlýs- ingum harðstjórans í Belgrad, Slobodans Milosevics forseta, bendir allt til þess að í næstu viku geti lýðræðislega kjömir fulltrúar þeirra tekið við völdum í öllum þeim 14 bæjarfélögum þar sem þeir fengu meirihluta í kosning- unum 17. nóvember 1996. Forsetinn sneri við blaðinu tveimur dögum eftir að hann sig- aði lögreglunni á mótmælendur. Fjölmargir slösuðust í árásinni um helgina. Hún vákti mikla reiði bæði í röðum stjórnarandstæð- inga og meðal erlendra ráða- manna. í kjölfar þeirra hörðu við- bragða fyrirskipaði Miiosevic rík- isstjórn sinni að láta lögfesta sig- ur stjómarandstæðinga í borgun- um íjórtán. Sérstakt lagafrumvarp verður lagt fyrir þing landsins á þriðjudag og væntanlega sam- þykkt snarlega. Þessi gjörð er auðvitað gerræð- isleg, eins og annað sem Milosevic tekur sér fyrir hendur. Lög- skýrendur virðast sammála um að lagasetning af þessu tagi sé í engu samræmi við stjómarskrá lands- ins - frekar en ógildingin á kosn- ingaúrslitunum i nóvember. Of lítið of seint Ljóst er að árás lögreglunnar um síðustu helgi snerist gjörsam- lega í höndum Milosevics. Hún magnaði enn frekar andstöðu gegn forsetanum, ekki síst eftir að sjónvarpsstöð, sem nær til vem- legs hluta landsins, sýndi myndir af atburðinum - en fram til þessa hafa sjónvarpsstöðvar látið sem mótmælendur, sem fyllt hafa göt- ur Belgrad dag hvern síðan 21. nóvember, séu ekki til. Viðbrögð erlendra ríkja vom einnig óvenju ákveöin; jafnvel rússneskir ráðamenn gagnrýndu árásina en þeir hafa gjaman verið í hópi áköfustu vemdara Milos- evics. Spumingin er hins vegar hvort tilslökun forsetans er ekki dæmi um „of lítið of seint“. Stjómarand- stæðingar sætta sig ekki lengur við það eitt að komast í löglega kjörin embætti í stjómum fjórtán borga og bæja; þeir krefjast einnig verulegra breytinga á stjómar- háttum í landinu. Tekið var undir kröfumar um lýðræðislegra stjómarfar í tillögum svokallaðrar Gonzalez-nefndar sem Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, hefur lagt áherslu á að Milosevic verði að framkvæma í heild. Því má telja víst að mótmælin á Erlend tíðindi Elías Snæland Jónsson götum Belgrad muni halda áfram þótt réttmæt úrslit kosninganna verði loks virt í verki í næstu viku. Forsetakosningar Líta verður á tilslökun Milos- evics sem eins konar peðsfóm í flóknu valdatafli. Væntanlega er hann að reyna að slá tvær flugur í einu höggi. Annars vegar að draga úr erlendum þrýstingi sem hefur hindrað fjármagnsstreymi til landsins. Hins vegar að draga úr slagkrafti og hugsanlega líka úr samstöðu stjórnarandstæðinga með því að koma til móts við meg- inkröfu þeirra og afhenda þeim völdin i bæjarstjómunum fjórtán. Milosevic er mikið í mun að halda völdum á landsvísu. Þótt rétttrúnaðarkirkjan hafi snúið við honum baki vegna friðarsamning- anna i Bosníu, og herinn hafi í reynd lýst yfir hlutleysi í stjóm- máladeilunum, hefur hann enn traust tök á fjölmennu lögreglu- liði, líklega um 100 þúsund manns. Hann ræður líka enn yfir sfjómkerfi ríkisins og þar með þeim fjölmiðlum sem ná til lands- ins alls. Forsetakosningar eiga að fara fram í Serbíu fyrir lok ársins. Stjómarskrá landsins bannar for- seta að gegna embættinu þriðja kjörtímabilið í röð en Milosevic er líklegur til að beita brögðum til að yfirstíga þá hindrun og fara í framboð á ný. Þrjú að ýmsu leyti ólík stjórn- málasamtök standa að Zajedno- hreyfingunni. Andstaðan við Milosevic og krafan um lýðræðis- lega stjómarhætti sameinar þessa flokka um sinn en þeir hafa ekki enn komið sér saman um forseta- frambjóðanda. Stjómmálaskýrendur telja að sá sem verði fyrir valinu eigi litla möguleika á að sigra Milosevic að óbreyttu, m.a. vegna heljartaka forsetans á öllum helstu fjölmiðl- unum. Stjómarandstæðingar munu því áfram ganga um götur í Belgrad til að knýja fram frekari tilslakanir af hálfú Milosevics sem mun béita öllum brögðum til að halda í völdin. Mótmælin halda áfram á götum Belgrad. Reuter l^koðanir annarra____________________ ! Ánægjuleg ákvöríun „17 árum eftir aö þjóðaratkvæöagreiðsluna í Sví- ! þjóð um að draga úr notkun kjamorku þorum við ^ nú loksins vona aö ákvörðuninni verði fylgt eftir. Og það sem er enn betra: Barsebáck-kjamorkuver- inu, sem er í um 20 km fjarlægð frá miðborg Kaup- : mannahafnar, verður lokað fyrst. Annar : kjamakljúfurinn fyrir kosningarnar í Svíþjóð í september á næsta ári og síðan hinn eins fljótt og hægt er. Þetta er ánægjuleg ákvörðun sem taka hefði átt fyrir löngu þvi að jafnvel sannfærðir stuðningsmenn kjamorku ættu aö geta séö að stað- setning Barsebácks er algjörlega óviðunandi." Úr forystugrein Politiken 4. febrúar. Sannleikurínn í S-Afríku „Þegar Sannleiks- og sáttanefnd S-Afríku hóf störf í apríl óttaðist ekkja Steves Bikos að hún myndi náða þá sem myrtu eiginmann hennar 1977. í síðustu viku játuðu fimm lögreglumenn að hafa myrt Biko og verða líklega náðaðir í staðinn. En ekkja Bikos fékk svolítið sem henni hafði lengi ver- ið neitað um - sannleikann. í áratugi hafði ríkis- stjóm kynþáttaaðskilnaðarstefnunnar haldiö því fram að eiginmaður hennar hefði framið sjálfsmorð eöa látið lífið af slysni í átökum við lögregluna.“ Úr forystugrein New York Times 5. febrúar. Hugrekki og viska „Fyrstu vikur ársins 1997 færðu heim sanninn um það að stjómmálaleiðtogar og almenningm- í ísrael em reiöubúnir að vinna að friði í Miðaustur- löndum. Það em einnig Paiestínumenn og leiðtogi þeirra, Yasser Arafat. Spumingin er núna hvort Eg- yptaland og Sýrland hafa hugrekki og visku til að taka þátt í ffiðarumleitununum með þeim.“ Úr forystugrein New York Times 4. febrúar. < < < ! < ( j < < I < I < < ! < < < < M

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.