Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Blaðsíða 16
LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 J J\T Fræknir KR-ingar í knattspyrnu koma reglulega saman í Kópavoginum: - mest leikaraskapur, segir Þorgeir Guðmundsson, landsliðsmaður í pílukasti og bílskúrseigandi - en alvörumót einnig haldin í bílskúr emum í Kópa- vogi koma reglulega saman fræknir KR- ingar sem flestir státa af íslandsmeistaratitl- um í knattspymu á sjötta og sjöunda áratugnum, þ.e. síð- ustu íslandsmeistarar félags- ins í íþróttinni! Flestir myndu halda að þeir kæmu saman til að horfa á beinar knattspymuútsendingar í sjónvarpi en svo er aldeilis ekki. Þeir koma fyrst og fremst saman til að spila í pílukasti og stundum bregða þeir sér á leik 1 billjarði. KR-ingamir em allir með- limir í Píluvinafélagi KR sem stofnað var fyrir 10 ámm af Heimi Guðjónssyni og Þor- steini Kristjánssyni, betur þekktum sem Steina klaka. Félagið, sem telur inn 90 meðlimi, stendur reglulega fyrir mótirni sem stundum era haldin í félagsheimili KR í Frostaskjóli en oftast í bíl- skúmum í Kópavogi hjá Þor- geiri Guðmvmdssyni, fyrrum fótboltahetju úr KR. Þorgeir hefur innréttað bílskúrinn sérstaklega til að iðka pílu- kast og stækkað hann að auki. Þorgeir notar bílskúr- inn engu að síður áfram und- Nokkrir meölima Píluvinafélags KR samankomnir í bílskúrnum hjá Þorgeiri Guðmundssyni í Kópavogi. Þorgeir er lengst til vinstri í neðri röð og síöan koma Guðmundur Gíslason, Haukur Geirmundsson, Valgarður Bjarnason, Guðmundur Kr. Jóhannesson og Sigmundur Hannesson. í efri röö eru, frá vinstri, Jakob Pétursson, Karl Harðarson, Kristján Ingi Einarsson, Guðmundur Péturs- son, Þórður Jónsson, Ársæll Kjartansson, Þorsteinn Kristjánsson, Einar Sæmundsson, Halldór Pálsson, Óskar Þorkelsson, Heimir Guðjónsson, Páll Sævar Guöjónsson, Þorvaldur Björnsson, Guömundur Elíasson og Sigurður Sævar Sigurðsson. DV-myndir Sveinn Þormóðsson kastarar frá Suðurnesjum sem em mjög duglegir að stunda íþróttina. Meðal ann- ars var haldið opið mót sl. sumar sem kallað var Skúr- Open! Þangað mættu 20 manns, þar af margir af Suð- umesjunum og meðlimir í íslenska pílufélaginu. Félag- ið er er nokkurs konar landssamband pílukastara og stendur fyrir vali á lands- liði. í því skyni eru haldin stigamót og er Þorgeir lang- stigahæstur um þessar mundir. Ljósmyndari DV átti ný- lega leið um Kópavoginn, nánar tiltekið á bóndadegi, og kom við í bílskúrnum hjá Þorgeiri. Þá var mót í gangi og mæting góð, enda hafði spurst út að kannski væri von á útsendara DV á stað- inn. Sumir höfðu meira að segja fórnað bóndadags- kvöldverði í boði frúarinnar. Móttökumar voru góðar enda léttur andi sem sveif yfir vötnum, eins og með- fylgjandi myndir bera með sér. -bjb Feögarnir Kristján Þorsteinsson, til vinstri, og Þorsteinn Kristjáns- son (Steini klaki) hafa saman unnið marga titla í pílukasti enda stunda þeir íþróttina af kappi. Þorsteinn fór t.d. ásamt Þorgeiri Guð- mundssyni 29 miövikudaga í röö á mót í Keflavík á síöasta ári. Þorgeir ásamt Einari Sæmundssyni, fyrrum formanni KR, og eina heiöursfélaga Píluvinafélagsins. Þeir halda á verðlaunum sem þeir unnu saman f tvímenningi nýlega, Einar með sinn fyrsta verðiauna- bikar í pílukasti. ir fjölskyldubilinn og er með tiltækt teppi sem hann rúllar út þegar félagarnir mæta í pílima. Fimm pílu- borð eru til staðar og eitt billjarðborð. Eftir að Þorgeir kom heim frá Banda- ríkjunum 1989, eftir ellefu ára dvöl þar vestra, hafa KR-ing- amir hist í bílskúrn- um hjá honum. Fram að þeim tíma hafði Þorgeir ekki snert á pílu. „Þetta er auð- vitað fyrst og fremst leik- araskapur hjá okk- ur en við höldum reglu- lega al- vöru mót og hef ég þá útvegað margvisleg verðlaun frá fyrir- tækjum eins og Hard Rock, Seglagerðinni Ægi, Segli, Rafbúðinni og fleirum. Mótin verða meira spennandi þegar menn vita að til ein- hvers er að vinna,“ seg- ir Þorgeir. Mikil gróska er í Piluvinafélaginu. Auk pílumóta hefur það staðið fyrir utanlands- ferðum annað hvert ár, árlegum kúttmaga- kvöldum, grillveislum og fleiri uppákomum, bæði með og án maka. Þá hafa erlendir at- vinnumenn í pílukasti heimsótt bílskúrinn við Bjarnhólastíg í Kópavogi. Starfsemin hefur skilað mörgum góðum pílukösturum. Þorgeir er þeirra fremstur og hefur nýlega náð lands- liðssæti, hvorki meira né minna, fyrsti KR- ingurinn sem nær þeim merka áfanga. Margir kunnir kappar úr boltanum eru í fé- laginu, m.a. Atli Eðvalds- son, Ell- ert B. Schram, Gunnar Felixson, Sveinn Jóns- son, Þórður Jóns- son og Guðmundur Pét- ursson. Aðspurður hvort gömlu góðu dagana í boltanum beri ekki á góma á meðan pílunum er kastað segist Þorgeir ekki getað neitað því. Ljómi færist yfir andlit kappanna um leið og skoðanir eru viðraðar á gengi KR- liðsins í dag. Sýnist þar sitt hverjum, eins og gengur. En það eru ekki bara KR-ingar sem kíkja í heimsókn í skúrinn hjá Þorgeiri. Eiúnig vinnu- félagar hans og pílu- ■ j - l\ v r Z* ; *'■! 1 \\ " I ÍH m i - hhu k 1 | Gamlir markverðir KR eru í sérstöku félagi innan félagsins og koma saman einu sinni á ári. Flestir eru þeir einnig í Píluvinafélaginu og hér eru Guömundur Pétursson, Halldór Pálsson og Heimir Guðjónsson. Aöeins tveir hafa gegnt formannsembætti í Píluvinafélaginu og hér eru þeir saman á góðri stund, Valgarður Bjarnason, núverandi for- maður, og Heimir Guðjónsson, sem var formaður þar til í fyrra. Ásamt Heimi hefur Hörður Sófusson einnig veriö mjög ötull í starfi félagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.