Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Blaðsíða 18
LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1997 I lV * n * * gur í lífi Dagur í lífi Ögmundar Jónassonar, þingmanns og formanns BSRB: Furðulegt hvað stjórnmálamenn geta... „Mánudagur. Ég vaknaði klukk- an sjö að venju við fréttir í útvarp- inu. Útvarpsklukkan er þarfaþing. Ég dreif mig í sturtu, allt sam- kvæmt hefð. Allir á heimilinu á leið í vinnu eða skóla klukkan átta. Sjálfúr reyni ég að vera mættur á skrifstofú BSRB á þeim tíma. Klukkutíminn á milli átta og níu er oftast notadrjúgur. Klukkan níu er starfsmannafúndur sem sveiflast á milli þess að vera markviss og skipulegur yfir í þægilegt rabb. Þennan morgun hafði enginn tíma til að spjalla. Við lukrnn fundinum á kortéri og höfðu menn þá gert grein fyrir viðfangsefnum sínum þann daginn og lagt sameiginlega á ráðin. Kjaramálaumræða Frá hálftíu til tíu aflaði ég ým- issa gagna um kjaramál til undir- búnings kjaramálaumræðu sem fram átti að fara á alþingi síðar um daginn. Klukkan tíu var fundur með trúnaðarmönnum af stórum vinnustað þar sem komin voru upp alvarleg ágreiningsmál. Farið var yfir stöðu mála og gerð áætlun um framhald og vonandi lausn. Frá hálfellefu var sinnt fyrirspumum og málaleitan frá einstaklingum og félögum um aðskiljanleg málefni. Á baráttufundi með for- mönnum Klukkan ellefu var fundur for- manna ýmissa aðildarfélaga innan BSRB um stöðuna í kjaraviðræð- um. Viðsemjendur okkar sækja hart að breyta launakerfinu á þann veg að forstjórar fái meiru ráðið um launamyndunina en verið hef- ur. Sá böggull fylgir skammrifi að launauppbót forstjórans er á kostn- að almennra grunnkaupshækkana og þannig ávísun á kjararýmun fyrir þorra fólks. Innan okkar raða finnst fólki þetta vera skref aftur í tímann og það meira að segja nokkuð langt aft- ur. Við ætlum að sjálf- sögðu ekki að láta þessu ósvarað. Og fimd- urinn snerist um að ræða hvemig okkar svari skyldi komið á framfæri. Klukkan tólf átti ég síðan fund með fjár- málasfjóra BSRB og gjaldkera bandalagsins. Við hittumst í hverri viku og förum yfir fjár- málin, staðráðin í því að passa vel upp á þá fjármuni sem okkur er treyst fyrir. Upp úr klukkan eitt var haldið niður í þing en þar hófst þingflokksfundur hjá Alþýðubandalagi og óháðum klukkan hálf- tvö. Batnandi mönnum er best að lifa Klukkan þrjú hófst síðan þingfundur, fyrst fyrirspumir til ráð- herra. Að fyrirspumar- tíma loknum hófst ut- andagskrárumræða um kjaramál. Kratamir áttu fmmkvæðið. Stundum furða ég mig á því hve stjómmála- menn virðast geta vent sínu kvæði í kross eftir því hvort þeir eru í stjóm eða utan stjóm- ar. Viðfangsefni utan- dagskrámmræðunnar vom kjaraviðræður og skattabreytingar síðustu ára. Krat- amir vom mjög reiðir yfir því hve mikið hefði verið gert á hlut launa- fólks á síðustu árum. Batnandi mönnum er best að lifa! Látinn það nægja. Samstaða sem lyftir andanum Umræðunni lauk rétt fyrir sex. Ég fór með hraði upp í Ríkisútvarp þar sem ég átti að standa vaktina á þjóðarsálinni ásamt Grétari Þor- steinssyni, forseta ASÍ. Inn hringdi greinargott fólk og hvetjandi. Það lyftir andanum að fmna til sam- stöðu með jákvæðu fólki. Sumir leita stöðugt fjandmanna í eigin röðum í stað þess að beina spjótum sínum að hinum rétta andstæðingi, þeim sem hafa völdin á hendi og nota þau til að skerða kjör almenn- ings; þeim sem skammta launin - úr hnefa. Þetta var ágæt þjóðarsál. Á hestbaki í Mosfellsdal Ég borðaði kvöldmat heima í faðmi fjölskyldunnar og hlustaði á allan fréttapakkann til klukkan háifiiíu, fór þá á hestbak í Mosfells- dal ásamt eldri dóttur minni, Guð- rúnu; ég á Frosta, hún á Mekki. Við komum við hjá tveimur félög- um og vinum á leiðinni heim, Svavari hinum háða og Svanhildi Kaaber hinni óháðu. Heim vorum við komin klukkan hálfellefu. Átti ég þá eftir að skrifa grein í blað starfsmannafélags nokkurs, hafði gleymt nauðsynlegum gögnum á BSRB. Þangað fór ég í snarhasti og var búinn að skrifa greinina upp úr klukkan hálfeitt og síðan þessa sem hér er á blaði klukkan eitt. Og það er klukkan nú, eða tíu mínútur yfir. Það eru sex tímar tæpir í sjöfréttir." Ögmundur Jónasson á ekki marga frídaga sem þingma&ur Alþý&ubandalagsins og óhá&ra og forma&ur Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, BSRB. Hann lýsir hér einum annasömum degi í sfnu lífi. DV-mynd GVA Myndimar tvær virðast viö fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í Ijós að á myndinni til hægri hefúr fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfii sigurvegar- anna. 1. verðlaun: SHARP vasadiskó með útvarpi, að verðmæti kr. 3.950, frá Bræðrunum Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík. Ég er ekkert sérlega gó&ur f samræ&ulist heldur. Hefur&u nokkuö á móti því a& ég kfkl? Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrir þrjú hundruð nítugustu og þriðju getraun reyndust vera: Kristín Ingunnardóttir ívar Már Ottason Prestbakka 13 Valhúsabraut 11 109 Reykjavík 170 Seltjamamesi 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1790 - Ógnarást eftir Lindu Randall Wisdon og Sinnaskipti eftir Lyndu Kay Carpenter. Vinningamir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 397 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.