Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Blaðsíða 20
LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 DV Þrátt fyrir kyrrstöðu í kjara- samningunum, á yfirborðinu, virð- ast þeir komnir á mjög viðkvæmt stig. Ástæðan er sú að verkalýðs- leiðtogamir eru að missa þolinmæð- ina og undirbúa sig fyrir verkfoll. Að sjálfsögöu hefur mikið verið unnið bak við tjöldin í þessari kjaradeilu eins og alltaf er gert í kjaradeilum. Það eru slíkar einka- viðræður manna sem oft leysa fasta hnúta. Svo gæti einnig verið nú. Alla vega er ijóst að vinnuveitendur eru að byrja að hreyfa sig. Lausnin á næsta leiti? Eins og skýrt var frá í DV á fimmtudag und- irbúa þeir nú tilboð sem á að koma til móts við kröfu verkalýðshreyf- ingarinnar um 70 þús- und króna lágmarks- laun. Ef þama verður eitthvað sem verkalýðs- hreyfingunni þykir bitastætt gæti farið að styttast i kjarasamn- inga. En ef nú slitnar upp úr þá gæti færst ómæld harka í samn- ingaviðræðumar. Og þá aukast líkur á verkföll- um vegna þess að verkalýðsleiðtogamir margir hverjir era að missa þolinmæðina. Vegna þessa alls era kjarasamningaviðræð- urnar nú á svo við- kvæmu stigi Ríkisstjómin fylgist grannt með gangi mála enda hafa menn þar á bæ miklar áhyggjur af verkföllum. Þaö kom fram á Alþingi á dögun- um þegar kjarasamn- ingamálin vora rædd utan dagskrár. Talið er víst að fyrsta útspil ríkisstjómar- innar til samningamálanna verði að bjóðast til að lækka svokallaða jaðarskatta. Það myndi fyrst og fremst koma til góöa ungu fólki sem er að koma sér fyrir, vinnur mikið og hefúr dijúgar tekjur. Þá vantar eitthvað frá ríkinu til hinna sem lægri hafa launin og njóta því ekki skattalækkana sem og ellilífeyris- þega og öryrkja. Hvað það verður veit enginn en margt getur komið til greina. Þolinmæði á þrotum í samtölum við verkalýðsleiðtoga í vikunni sem nú er að líða kom fram að þolinmæöi þeirra margra er á þrotum. Sigurður T. Sigurðs- son, formaður Hlífar í Hafnarfirði, sagði í samtali við DV að hann gerði sér ekki lengur neinar vonir um að samningar tækjust án átaka. Hann segist vera farinn að undirbúa sig fyrir átök. Halldór Bjömsson, formaður Dagsbrúnar, sagöi að kjömefnd og aðgerðanefnd félagsins hefðu þegar haldið fund og rætt hvemig staðið skyldi að vinnustöðvun. Guðmundur Gunn£u:sson, formað- ur Rafiðnaöarsambandsins, sagði opinberlega í vikunni að hann væri farinn að huga að undirbúningi vinnustöðvunar. Af þessu er ijóst að þolinmæði verkalýðsleiðtoga er á þrotrnn. Samningamir voru lausir um ára- mót og ýmis undirbúningur fyrir þá hafinn í haust er leiö, samkvæmt hinum umdeildu lögum um stéttar- félög og vinnudeilur frá því í vor. Þau lög eru einnig þannig að nú leita verkalýðsfélögin ekki eftir verkfallsheimild sem ekki þarf að Fréttaljós á laugardegi Sigurdór Sigurdórsson nota frekar en verkast vUl. Nú er beinlínis kosið um það hvort fariö skuli í verkfall. Sé það samþykkt í verkalýösfélagi verður ekki aftur snúið með það né verkfalli frestað fyrr en samningar hafa tekist. Kyrrstaðan Þegar spurt er um hvers vegna þessi kyrrstaða hafi verið i kjara- samningunum í haust og vetur benda verkalýðsleiðtogar á að vinnuveitendur hafi ekki fengist til þess að hreyfa sig hið minnsta hvaö varðar launaliðinn. Þeir hafi bara boðið hækkun um tíkall á tímann. Minniháttar sérkjarasamningar hafi að vísu verið gerðir en annað ekki. Þeir segja ljóst að vinnustöðv- un þurfi til að fá vinnuveitendur til að hreyfa sig. En þegar spurt er: Hvers vegna er þá ekki farið í verk- fall? er svarið hjá sumum að málið sé ekki fúllþæft hjá sáttasemjara eins og beri að gera samkvæmt lög- unum um stéttarfélög og vinnudeil- ur. Hjá öörum verður fátt um svör. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambands íslands, segir þennan árstíma slæm- an fyrir verkalýðshreyfinguna til kjarabaráttu. Hann segir að það þurfi ekki aö nefna fleira en að fólk er ekki enn komið út úr greiöslu- kortaskuldum jólanna og sé því ekki tilbúið í nein átök. Málaferlin tefja Þórarinn V. Þórarinsson bendir á önnur atriði. Hann segir verkalýðs- hreyfinguna sundraða í þessum samningum. Það geri allt erfiðara og þyngra í vöfum. Þá segir hann ennfremur að viðræðumar hafi ekki fengið að þroskast eðlilega. Ástæöa þess séu málaferli milli ASÍ og VSÍ sem staðið hafa undanfarið um það hvort lækka megi yfirborg- anir eða aukagreiðslur sem nemur taxtahækkun í kjarasamningum. Dómur féll í þessu máli í héraði fyr- ir fáum dögum og VSÍ tapaði mál- inu þar. Þórarinn segir ekki hægt að vera að ræða um að færa taxtakaup að greiddu kaupi, eins og verkalýðs- hreyfingin hefúr viljað, á meðan málaferli um það standa yfir. Hann segir ennfremur að kyrr- staðan, sem verið hefur, sé liður í ákveðnu taugastríði milli samnings- aðila. Þannig hafi það alltaf verið í þeim samningum sem hann hefúr komið nálægt og þeir eru orðnir margir. Ég get ekki fært á það sönnur, enda er slíkt aldrei hægt, en mig granar að leynilegar viðræður deiluaðila hafi staðið lengur en margur heldur. Það tel ég vera skýringuna á því hvað menn hafa í raun verið rólegir. Sé þessi tilgáta mín rétt þá spái ég því að styttra gæti verið í gerð nýrra kjarasamn- inga en virðist í fljótu bragði. Hins vegar spái ég því líka að mistakist þetta og ekki verði samið á þeim nótum sem menn era nú að ræða komi til víðtækra verkfalla á næstu vikum. Eitt annaö getur líka haft mikið að segja um hvort aðalkjarasamn- ingar takast á næsúmni en það era loðnuverksmiðjusamningamir fyrir austan. Þegar þetta er skrifað er ekki vitað hvemig kosning um þá fer. Verði þeir samþykktir eykur það líkur á samningum en verði þeir felldir getur það tafið fyrir gerð aðalkjarasamnings. Það myndi hleypa mikilli hörku í kjaraviðræð- umar og hafa alvarlegar afleiðing- ar. Ríkisstjárnin og verkfall Vinnuveitendur og ráðherrar full- yrða að ef verkalýðshreyfingin fer í átök og knýr fram 20 til 30 prósenta launahækkun fari verðbólgan af stað og efiiahagslífið úr bönd- unum. Það kom fram í ræðum Davíðs Odds- sonar forsætisráð- herra í utandag- skrárumræðunum á Alþingi i vikunni um kjarasamningana að hann óttast mjög af- leiðingar verkfalla. Það mátti heyra á honum að ríkisstjórn- in væri tilbúin að teygja sig býsna langt til að koma í veg fyrir það. Því er jafnvel hald- ið fram að ef til verk- falla kemur, sem setji allt efiiahagslífið úr skorðum, að dómi ríkisstjómarinnar, sé hún tilbúin að grípa til örþrifaráða til að koma í veg fyrir verð- bólgubál. Það sem ríkisstjóm gæti gert væri að ijúfa þing, setja bráðabirgðalög á samningana og efna síðan til þingkosn- inga. Þar yrði þjóðin spurð hvort hún vildi stöðugleika áfram eða verðbólgu vegna nýgerðra kjarasamn- inga. Það var Steingrím- ur Hermannsson, þá- verandi forsætisráð- herra, Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi fiármálaráðherra, og Jón Baldvin Hannibalsson, þáver- andi utanríkisráðherra, í sam- vinnu við aðila vinnumarkaðarins sem náðu tökum á verðbólgunni áriö 1990 eftir 30 ára stríð ýmissa ríkisstjóma við hana með litlum sem engum árangri. Davíð Odds- son er því sagður tilbúinn að leggja ýmislegt undir til að koma í veg fyrir að skráð verði í íslands- söguna að það hafi verið ríkis- stjórn undir hans forsæti sem missti verðbólguna aftur úr bönd- unum aðeins 7 árum síðar. Án efa vill Halldór Ásgrímsson líka losna við slíka skráningu. Einmitt vegna þessa má gera ráð fyrir að ríkisstjómin vilji mikið til vinna að hér fari ekki allt úr bönd- unum. Það má líka gera ráð fyrir að hún sé tilbúin til að sýna fyrr á spil- in og spila fyrr út en ríkisstjómir gera venjulega í kjarasamningum. Þetta gæti vissulega aukið likumar á að kjarasamningar takist án stór- átaka. Á ríkissáttasemjara og hans fólki mæ&ir mikió í þeim kjarasamningavi&ræ&um sem standa yfir. Sumir segja a& nýju lögin um stéttarfélög og vinnudeilur leggi of mikiö á embættiö. Hér er Þórir Einarsson rikissáttasemjari, Jóngeir Hlinason, framkvæmdastjóri Vinnumálasambandsins, og Geir Gunnarssonar a&sto&arsáttasemjari f stundarhléi f Karphúsinu. DV-mynd Hilmar Þór Kjarasamningarnir á viðkvæmu stigi þrátt fyrir kyrrstöðu á yfirborðinu: Samningamenn eru að komast í tímaþröng - verði ekki samið innan tveggja vikna lendir allt í verkföllum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.