Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Blaðsíða 44
52 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 TIV Skákþing Reykjavíkur: Þröstur Þórhallsson stórmeistari haföi tryggt sér sigurinn á skák- þingi Reykjavíkur áður en síðasta umferðin hófst. Hann var því ekkert að reyna of mikið á kraftana - gerði örstutt jafntefli við ungan Kópa- vogsbúa, Einar Hjalta Jensson. Þetta var þriðja jafntefli Þrastar í mótinu en átta andstæðinga sína lagði hann að velli. Þar með var sig- urinn ótvírætt orðinn hans. Þröstur hlaut 9,5 v. af 11 mögulegum, hálf- um öðrum vinningi meira en Jón G. Viðarsson og Bragi Þorfinnsson, sem skiptu með sér 2. og 3. sæti. í 4.-10. sæti komu Einar Hjalti Umsjón JónLÁmason Jensson, Tómas Björnsson, Björg- vin Víglundsson, Jón Viktor Gunn- arsson, Bergsteinn Einarsson, Sverrir Norðfjörö og Páll Agnar Þórarinsson, Mutu allir 7,5 vinn- inga. Næstir í röðinni, í 11.-15. sæti, urðu Krisfján Öm Elíasson, Bjöm Þorfinnsson, Leifur I. Vilmundar- son, Guðmundur Sverrir Jónsson og Sævar Bjamason, allir með 7 v. Þeir sem fengu 6,5 v. vom Haraldur Baldursson, Halldór Garðarsson, Sigurjón Sigurbjömsson, Torfi Le- ósson, Halldór Pálsson, Davið Kjart- ansson og Stefán Kristjánsson. Tveir þeir síðastnefndu, Davíð og Stefán, háðu jafnframt harða bar- áttu um titilinn „unglingameistari Reykjavíkur 1997“, sem lauk með því að Davíð sigraði 2-1 í bráðabana. Tefldar vom 7 umferðir og hlutu Davíð og Stefán 6 vinninga. Sigurö- ur Páll Steindórsson og Sveinn Þór Wilhelmsson fengu 5 v. og deildu 3. og 4. sæti. Sigur Þrastar á mótinu var áreynslulaus og svo virðist sem fé- lagsstörfin hafi ekki íþyngt honum um of. Þröstur er nýtekinn við sem formaður Taflfélags Reykjavikur en undir hans stjóm virðist starfsemi félagsins vera að vakna úr dvala. Svo er um fimmtudagsæfingamar, þar sem tefldar em 10 mínútuna skákir, sem áttu miklum vinsæld- um að fagna hér í eina tíð. Þessar æfingar hafa nú verið endurvaktar og mættu yfir 20 skákmenn á þá fyrstu, sl. fimmtudagskvöld. Auk hraðskákmóts Reykjavíkur, sem fram fer á morgun, sunnudag og hefst kl. 14, mun TR standa fyrir skákkeppni stofnana og fyrirtækja í febrúar og mars. Keppnin hefst þriðjudagskvöldið 19. febrúar í A- flokki en 20. febrúar í B-flokki. Teflt er í fjögurra manna sveitum og er hverju fyrirtæki heimilt að hafa einn lánsmann innan sinna vé- banda. En víkjum aftur að skákþingi Reykjavíkur. Þröstur tryggði sér sigurinn með sigri gegn hinum bráðefnilega Jóni Viktor Gunnars- syni í 10. umferð, sem átti í fullu tré við stórmeistarann lengi fram eftir tafli. Hvítt: Jón Viktor Gunnarsson Svart: Þröstur Þórhallsson Skandinavíski leikurinn. 1. e4 d5 2. exd5 Rf6 3. d4 Rxd5 4. c4 Rb6 5. Rc3 g6 6. Be3 Bg7 7. h3 Rc6 8. Rf3 e5 9. d5 Re7 10. Be2 0-0 11. 0-0 Rf5 12. Bg5 f6 13. Bcl! c6 14. g4!? Þrettándi leikur hvits er endur- bót á skák Björgvins Víglundssonar við Þröst á haustmóti TR 1996, sem lék biskupnum á d2. Nú er svartur knúinn til þess að fóma peði (ef 14. - Re7? 15. d6) en vonast til þess að færa sér veikleika í hvítu kóngs- stöðimni í nyt. 14. - Rd4 15. Rxd4 exd4 16. Dxd4 f5 17. Dd3 fxg4 18. hxg4 Dh4 19. c5!? Rxd5 Hér kemur sterklega til greina að leika 19. - Be5 20. f4 Bxc3 o.s.frv. með óljósum afleiðingum' 20. Rxd5 Hd8 21. Bf4 cxd5 22. Bd6? Rétt er 22. Bc7! og svartur gerir trúlega best með því að fóma skiptamun með 22. - Bxg4. Nú nær svartur yfirhöndinni. 22. - Be6 23. f4?! Veikir kóngsstöðuna enn frekar. 23. - Bxg4! 24. Dxd5+ Kh8 25. Bf3 He8! Vel leikið. Hrókar eiga heima á opnum línum! 26. Bg2 He2 27. Hadl Hae8 28. Be5 Bxe5 29. fxe5 Bh3 30. Bxh3 Dxh3 31. Hf7 Dg3+ 32. Kfl H2xe5 33. Dd2 33. - Dh3+ 34. Kgl Ef 34. Dg2 Hel+ 35. Hxel Hxel+ 36. Kf2 He2+ og vinnur drottning- una. 34. - Dg4+ 35. Kfl Dc4+! - Og hvítur gafst upp. Hrókurinn er fallinn. Torfengin úrslit Treglega gekk að fá úr því skorið hvort Helgi Ólafsson eða Hannes Bridgehátíd Flugleiða, BR og BSÍ1997: Zia kemur ekki! Bridgehátíð ’97 hefst nk. fostu- dagskvöld með 120 para tvímenn- ingskeppni med Monrad-röðun, sem dregur verulega úr heppnisþættin- um. Tvímenningskeppninni lýkur síðan á laugardeginum, en á sunnu- dag hefst sveitakeppnin sem lýkur á mánudag. Eins og alltaf era erlendir gestir ekki af verri endanum, þótt vissu- lega sé skarð fyrir skildi að Pakistaninn Zia Mahmood kemur Umsjón Stefán Guðjohnsen ekki. Bæði er að hann er frábær persónuleiki, bridgemeistari í fremstu röð í heiminum og svo fylgja honum ætíð frábærir bridgemeistarar. En snúum okkur að þeim gestum sem koma. Nýbakaðir ólympíumeistarar Frakka, Szwarc, Cronier, Lebel og Mari, era áreiðanlega líklegir verð- launahafar og enginn skyldi van- meta andstæðinga þeirra í úrslita- leiknum, Indónesa, sem senda Sawiradin, Waradia, Penelewan og Karwur. Einnig koma nýbakaðir heims- meistarar í parasveitakeppni, Heat- her Dhondy og Liz McGowan. Síðan koma á eigin vegum pör frá Færeyjum, Belgíu og Bandaríkjun- um. Pörin frá Bandaríkjunum, sem Ferðaskrifstofa Goren hefur séð um, hafa verið íslenskum bridgespilur- um auðveld bráð, enda verið meira og minna um skemmtiferð að ræöa hjá þeim. Ekki er víst að þau verði öll auðveld bráð í þetta sinn, því meðal þeirra era tveir heimsfrægir bridgemeistarar, Alan Sontag og Mark Feldman. Sontag er fyrrver- andi heimsmeistari auk þess að hafa fjölda Bandaríkjatitla undir beltinu. Auk ofangreindra koma hjónin, Hjördís Eyþórsdóttir og Curtis Che- ek, en þau era bæði atvinnumenn í spilinu. Af viðskiptalegum sjónar- SNJÓMOKSTUR Tek að mér snjómokstur fyrir: Fyrírtæki - húsfélög og einstaklinga Vélaleiga Auberts Símar: 892-1663 & 898-1669 Hlífar Stefánsson myndi hampa ís- landsmeistarabikarnum í atskák 1997. Úrslitaeinvígi þeirra um titil- inn var sjónvarpað sl. sunnudag og fengust ekki úrslit fyrr en eftir sjö skákir. Fyrst voru tefldar tvær atskákir og sigraði Helgi í þeirri fyrri en Hannes jafhaði metin snarlega með snarpri sókn er þeir hófú leik að nýju. Þá var tefldur bráðabani og hafði þá hvor keppenda aðeins 7 mínútur til umhugsuncir og síðar 5 mínútur. Hraðskákimar urðu fjór- ar, sem lyktaði með jafntefli og gekk á ýmsu þótt Helgi væri nær sigri. Loks í fimmtu hraðskákinni fengust úrslit þegar Hannes lék af sér peði í jafnteflislegu tafli og Helgi innbyrti vinninginn af miklu öryggi. Helgi átti titil að verja frá því í fyrra. Hann hefur þvl orðið íslands- meistari í atskák 2 ár í röð og er einnig handhafi íslandsmeistaratit- ilsins í kappskák. Á dögunum v£n einmitt tilkynnt um það að keppni i landsliðsflokki á skákþingi íslands 1997 færi fram á Akureyri í septem- ber og verður gaman að vita hvort Helgi freistar þess að verja titilinn og reyna að ná þeim einstæða ár- angri að verða fjórfaldur íslands- meistari í skák á tveimur áram. Jóhann vinnur undrabarn 2. umferð mótsins. Andstæðingur hans er bandaríska undrabamið Joshua Waitzkin sem kvikmyndin „Leitin að Bobby Fischer" fiallar um. Waitzkin er öflugur skákmaður en hefúr þó ekki enn náð að upp- fylla þær vonir sem við hann eru bundnar. Hann fer illa með mið- borðspeð sín gegn Jóhanni og fær „strategískt" lakari stöðu með hvítu. í 23. leik leikur hann síðan illilega af sér og þá er ekki að sök- um að spyrja. Hvítt: Joshua Waitzkin Svart: Jóhann Hjartarson Sikileyjarvöm. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Bd3 Rf6 6. Rc3 d6 7. Be3 b5 8. a4 b4 9. Ra2 Bb7 10. f3 Rbd7 11. Rxb4 d5 12. c3 dxe4 13. fxe4 Re5 14. Bc2 Rc4 15. De2 Rxe3 16. Dxe3 Bxb4 17. cxb4 Db6 18. 0- 0-0 Dxb4 19. e5 Rd5 20. Dh3 Hc8 21. Hhfl De7 22. Kbl Rb4 23. Bxh7? Sveit Evrópumeistara ítala var sigursæl á síöustu bridgehátíö. DV-mynd ÍS Jóhann Hjartarson stórmeistari situr nú að tafli á eyjunni Bermuda, þar sem fram fara tvö alþjóðleg mót, annað lokað og hitt opið. Á fyrra mótinu, sem er u.þ.b. að ljúka, hef- ur Jóhanni ekki vegnað sem best - hafði tapað skákum sínum fyrir stórmeishnunum Julian Hodgson (Englandi) og Nick de Firmian (Bandaríkjunum). Vonir hans um sigur á mótinu voru því daufar. Eftirfarandi skák tefldi Jóhann í 23. - Be4+ 24. Bxe4 Hxh3 25. gxh3 Dh4 26. Hfel Hc4 27. He2 Df4 - Og hvítur gafst upp. '* * miðum spila þau sjaldan saman sjálf, heldur leigja hæfileika sína öðrum. Fyrrverandi heimsmeistarar okk- ar era að sjálfsögðu með ásamt öðr- um bestu bridgemeisturam lands- Zia reið ekki feitmn hesti frá síð- ustu bridgehátíð (kannski kemur hann ekki þess vegna), en ítalir komu, sáu og sigraðu. Þeir áttu tvö efstu pörin í tvímenningskeppninni og imnu sveitakeppnina einnig. Við skulum sjá einn af ítölunum leika listir sínar. 4 8 *973 •f 1087542 4 D92 4 ÁDG7654 «4 62 •+ D 4 G103 4 K1032 4» Á1084 4 ÁK3 4 Á4 V/allir Vestur opnaði á þremur spöðum, Buratti í norður sagði pass, austur passaði einnig og Massimo Lanz- arotti i suður sagði þrjú grönd. Vestin spilaöi út spaðadrottningu og Lanzarotti beið spenntur eftir að blindur legði upp. Allt virtist velta á tígullegmmi og Lanzarotti tók tvo hæstu í tígli og fékk vondu fréttim- ar. Það var lítið annað að gera en spila meiri tígli og austm- átti slag- inn á gosann. Hann skipti yfir í hjartakóng og Lanzarotti var meö stöðuna á hreinu. Hann lét vand- virknislega áttuna.Hjartadrottning fylgdi í kjölfarið og nú drap sagn- hafi á ásinn og spilaði tíunni. Aust- ur drap með gosa, spilaði hjartafimmu, en nú kom fjarkinn frá sagnhafa. Austur varð nú að spila frá laufakóng og þar með var komin innkoma á frítíglana. Frá- bært spil hjá sönnum bridgemeist- ara. JL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.