Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Blaðsíða 12
12 m LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR 1997 Barnabarn Stefáns íslandi stígur sín fyrstu skref í Óperunni: Líffræðilega hafa íslendingar gott vaxtarlag til söng „Ég mun helga mig tónlist hvort sem ég laga hárkollur fyrir söngvar- ana eöa verð sjálfur á sviðinu. Upp úr þrítugu langar mig til þess að vera kominn í lítið fallegt hús og syngja í einhverju góðu óperuhúsi," segir Stefán H. Stefánsson óperu- söngvari sem stígur sín fyrstu skref í íslensku óperunni í næstu viku. Stefán mun syngja hlutverk i Kátu ekkjunni, óperettu eftir Franz Lehár sem frumsýnd verður 8. febrúar. Stefán er 24 ára gamall sonarson- ur stórsöngvarans Stefáns íslandi. Hann hafði þó ekki mikil kynni af afa sínum. Þeir hittust einungis einu sinni, veturinn sem afmn dó. Þótt ótrúlegt megi virðast ólst Stef- án ekki upp við mikinn söng á sinu heimili en faðir hans er þó liðtækur söngmaður. Stefán er alinn upp í Kópavogin- um, Svíþjóð og Breiðholti. Foreldrar hans eru Stefán Óskar Stefánsson húsasmíðameistari og Margrét Elín Ragnheiðardóttir fóstra. Stefán á tvo yngri bræður, flmmt- án og ellefu ára, en sá yngri er ákveðinn í að verða söngvari eins og Stefán sem er fyrirmynd yngri bræðra sinna. Heitkona Stefáns heitir Guðrún Guðmundsdóttir, sál- fræöinemi í Háskóla íslands. Þau búa í vesturbænum og hafa búið saman í þrjú ár. Byrjaði í læknisfræði „Ég stefndi alltaf á læknisfræði í ’lend bóksjá Háskólanum og miðaði framhalds- námið við það. Ég byrjaði á kvöld- námskeiði hjá Söngsmiðjunni fyrir tilstilli mömmu þar sem ég var alltaf að gaula eitthvað í sturtunni," segir Stefán. Stefán fór í inntökupróf í Söng- skólann og kennurunum leist svo vel á hann að hann hóf nám í dag- skólanum þar sem hann tók tvö söngstig til að byrja með. Veturinn á eftir kláraði hann fyrsta árið í læknisfræði í Háskólanum. Þá fannst honum kominn tími til þess að velja á milli söngsins og lækna- námsins. Söngurinn varð ofan á en Stefáni fannst hann ópraktískur og skellti sér í Kennaraháskólann. Þar neyddist hann aftur til að velja á milli og smátt og smátt sigraði söng- urinn. Stefán er á sjöunda stigi og ætlar að vera einn vetur enn í Söng- skólanum. - segir Stefán H. Stefánsson nemandi Guðmundar Jónssonar söngvara og líkar það mjög vel. Hann segir Guð mund hafa svo mikið að miðla honum ennþá og þar af leið- andi liggi hon- um ekki á í framhaldsnám. án hefur ákveðna kenningu um það hvers vegna svo margir íslendingar eru góðir söngvarar. Gott vaxt- Guðmund- ur er fjár- sjáður Ekki skynsamlegt „Á tímabili var ákvörðunin um að láta sönginn ráða mjög erfið. Fólki fannst þaö yfirleitt ekki mjög skynsamlegt af mér. Foreldrar mín- ir veita mér ómetanlegan stuðning í söngnum og það er mér mjög mikils virði,“ segir Stefán. Hann hefur allan timann verið „Guðmundur er alveg dásam- legur, hann er fjársjóður ásamt Ólafi Vigni Al- bertssyni. Á meðan ég er ennþá að ná árangri liggur mér ekkert á að fara. Ann- ars ætla ég að fara utan eftir næsta vetur en ég er ekki búinn að ákveða hvert ég fer,“ seg- ir Stef- „Líffræði- lega höfum við ís- lending- ar svo gott vaxtar- lag. Þessir stuttu Stef- „Ég mun helga mig tónlist hvort sem ég laga hárkollur fyrir söngvarana eöa verö sjálfur á sviöinu," segir Stefán. DV-mynd Hilmar Þór menn reynast oft góðir tenórar en það eru hærri raddir. Bassarnir eru aftur á móti hávaxn- ari,“ segir Stefán. Að sögn Stefáns gerði fr Kristjáns Jóhannssonar það verkum að hugmyndin um að v frægur óperusöngvari erlendis ist ekki jafn fjarlæg. Fyrsti óp diskurinn sem Stefán eignaðist með Kristjáni. Það er ennfre hvetjandi fyrir unga söngvarr fylgjast með skjótmn frama C Árna Bjamasonar sem er rís: stjama. Stefán segist líta mjög til hans þó svo sprellið hjá hoi fari misjafnlega vel í landann. Ljóma af sjálfstrausti „Þegar maður stendur á svið fær tækifæri til þess að syngja f fólk verður maður að ljóma af sj trausti. Ef maður er taugaóstyi á sviðinu fær maður hálfgert I eisisklapp fyrir að reyna. Þ sjálfstraust á sviðinu yfirfa smátt og smátt á hið eiginlega söngvarans sem margir sjá mont. Maður gengur reistur í s stöðu og fólk segir að það rigni í nefið á manni. Kristján Jóha son hefur mótast af þeim hlutv um sem hann hefur leikið á inum. Ég hef sjáifur breyst m frá því ég byrjaöi að syngja. „Þetta era breytingar til batn; finnst henni þó svo ég hafi bæ mig nokkram kílóum. Það er þr og verður meira fyrir hana elska,“ segir Stefán. Metsölukiljur ••••••••••#«#♦« Bretland Skáldsögur: 1. Nlck Hornby: High Fidelity. 2. Nicholas Evans: The Horse Whisperer. 3. Colln Forbes: Preclplce. 4. Marlan Keyes: Lucy Sullivan Is Gettlng Marrled. 5. Dick Francis: Come to Grlef. 6. Bernard Cornwell: The Bloody Ground. 7. Danlelle Steel: Flve Days In Parls. 8. Josteln Gaarder: Sophie's Cholce. 9. Robert Goddard: Out of the Sun. 10. Sally Beauman: Danger Zones. Rit almenns eölis: 1. Blll Bryson: Notes from a Small Island. 2. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. (kvlkmyndaútgáfa) 3. John Gray: Men Are From Mars, Women Are From Venus. 4. Fergal Keane: Letter to Danlel. 5. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 6. Andy McNab: Immediate Actlon. 7. Grlff Rhys rltstjóri: The Natlon’s Favourlte Poems. 8. Paul Wilson: A Llttle Book of Calm. 9. Bill Bryson: The Lost Contlnent. 10. Bill Bryson: Made in America. Innbundnar skáldsögur: 1. Patrlcia D. Cornwell: Cause of Death. 2. Patrlck O’Brian: The Yellow Admlral. 3. Penny Vlncenzl: The Dilemma. 4. Gerald Seymour: Kllllng Ground. 5. Colln Forbes: The Cauldron. Innbundln rit almenns eðlls: 1. Dava Sobel: Longitute. 2. Nicholas Falth: Black Box. 3. Scott Adams: The Dllbert Prlnclple. 4. V. Reeves & B. Mortlmer: Shootlng Stars. 5. Matt Groenlng: Bart Slmpson's Guide to Llfe. (Byggt á The Sunday Tlmes) Arthur C. Clarke skrifar Metsölukiljur Bandaríkin „3001 :The Final Odyssey" Arthur C. Clarke er vafalaust kunnastur núlifandi höfunda vísindaskáldsagna í heiminum. Hann hefúr sent frá sér um sjö- tíu bækur af ýmsu tagi, þar af margar skáldsögur sem notið hafa mikilla vinsælda og vakið athygli fyrir framsýni á sviði tækniþróunar. Nú hefur hann lokið við nýja skáldsögu sem margir telja að verði sú síðasta sem frá honum komi - en hann er að verða átt- ræður. Nýja sagan nefnist „3001: The Final Odyssey" og er sú fjórða i röð skáldsagna sem allar draga nafn sitt af ártali í framtíðinni. Upphafið 1968 Þessi skáldsagnaröð á rætur Arthur C. Clarke. að rekja til handrits að kvik- myndinni frægu „2001: A Space Odyssey“ frá árinu 1968 - en Clarke samdi það í samvinnu við leikstjór- ann Stanley Kubric og sótti hug- myndina i eina af smásögum sínum. Hann skrifaði skáldsögu eftir kvik- myndinni og bætti síðan tveimur öðram við mörgum árum síðar: „2010: Odyssey Two“ og „2061: Odyssey Three.” Og nú er sú flórða væntanleg í næsta mánuði. Kvikmyndaframleiðendur hafa að sjálfsögðu sýnt nýju sögunni mik- inn áhuga. Frá því var skýrt fyrir nokkru að borist hefðu um 80 tilboð í kvikmyndaréttinn. Clarke tók það fram að Kubric fengi fyrstur tæki- færi - ef hann hefði áhuga. Clarke er breskur að ætt og upp- runa en hefur átt heima á eyjunni Umsjón Elías Snæland Jánsson Sri Lanka í Indlandshafi frá árinu 1952 - er reyndar núna eini heiðurs- ríkisborgari landsins. Þar skrifar hann bækur sínar en er um leið í sambandi við vísindamenn og vini um allan heim á Internetinu. „Ég ætlaði aldrei að skrifa fram- hald af skáldsögunni um „2001“ - hvað þá aö ég hefði í hyggju fjög- urra binda sagnaröð,” sagði Clark í viðtali um nýju söguna. „En núna virðist það allt saman hafa verið ráðið fyrir fram.“ Gerist á Ganymede Hann er af eðlilegum ástæð- um tregur til að ræða um efni skáldsögunnar áður en hún kemur út en hefur þó staðfest að hún gerist nálægt risanum í sól- kerfi okkar - Júpiter. Nánar til- tekið á stærsta tungli reiki- stjömunnar, Ganymede. Nokkr- ar sögupersónur úr upphaflegu sögunni, „2001“, koma enn á ný við sögu í „3001“ - einkum þó geimfarinn Dave Bowman og HAL, frægasta tölva bókmennt- anna. Clarke samdi bókina síðast- liðið sumar. Þá lokaði hann sig af ásamt þjónustufólki sínu í sögufrægu hóteli í höfuðborg Sri Lanka og skrifaði frá morgni til kvölds - nema hvað hann varð að hvíla sig um miðjan daginn að læknisráði. Hann er ekki aðeins frægur fyrir bækur sínar og sjónvarpsþætti held- ur einnig fyrir að hafa séð fyrir ýmsar tækninýjungar. Þannig spáði hann því fyrir meira en hálfri öld að í framtíðinni yrði gervihnöttum komið fyrir á föstum stöðum yfir jörðinni til að flytja símtöl og sjón- varpsefni á milli heimshluta. Þetta var löngu áður en vísindamenn fóru að huga að gervihnöttum af þessu tagi sem nú hafa sem kunnugt er gjörbreytt samskiptum jarðarbúa. Skáldsögur: 1. Danlelle Steel: Five Days in Paris. 2. Michael Ondaatje: The English Patient. 3. Jane Hamilton: The Book of Ruth. 4. Rlchard North Patterson: The Rnal Judgment. 5. Nlcholas Evans: The Horse Whisperer. 6. Iris Johansen: The Ugly Duckling. 7. Taml Hoag: Gullty as Sln. 8. Davld Guterson: Snow Falllng on Cedars. 9. Mlchael Coneliy: The Poet. 10. Nora Roberts: Holdlng the Dream. 11. Mlchael Crlchton: The Lost World. 12. Toni Morrison: Song of Solomon. 13. Amy Tan: The Hundred Secret Senses. 14. Davld Baldacci: Absolute Power. 15 James Patterson: Hide and Seek. Rit almenns eðlis: 1. Jonathan Harr: A Clvil Actlon. 2. Mary Plpher: Revlving Ophella. 3. Dava Sobel: Longitude. 4. Thomas Cahill: How the Irlsh Saved Clvlllzatlon. 5. Andrew Well: Spontaneous Healing. 6. Mary Karr: The Liar’s Club. 7. Clarlssa Plnkola Estés: Women Who Run With the Wolve 8. B. Gates, Myhrvold & Rlnearson: The Road Ahead. 9. Barbara Klngsolver: Hlgh Tlde in Tucson. 10. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 11. M. Scott Peck: The Road Less Traveied. 12. John Felnsteln: A Good Walk Spoiled. 13. Isabel Fonseca: Bury Me Standing. 14. Al Franken: Rush Llmbaugh Is a Blg Fat Idlot 15. B.J. Eadle & C. Taylor: Embraced by the Llght. (Byggt á New York Times Book Reviov
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.