Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Blaðsíða 51
TXV LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997
[
KV1KMYM.DA
fJ
Laugarásbíó/Regnboginn -
Koss dauðans
Bamakennari og atvinnumorðingi ★★★
Finnski leikstjórinn Renny Harlin (Die Hard: Die Harder, Cliffhanger) hefur
nú gert tvær tilraunir með að láta eiginkonu sína, Geenu Davis, bera uppi
spennumynd. Fyrra tiifellið, Cutthroat Island, var ekki burðugt og má segja aö
hvorki Harlin né Davis hafi haft erindi sem erfiði á sjóræningjaslóðir. Harlin er
aftur á móti á heimavelli í Koss dauðans (The Long Kiss Goodnight), sem er
spennandi nútíma hasarmynd og mikið sjónarspil. Um leið nær hann miklu
meira út úr Davis þótt ekki sé persónan sem hún leikur beint trúverðug.
Sagan um bamakennarann og húsmóðurina, sem hefur misst minnið en fær
það aftur smátt og smátt og kemst að því að hún hefur verið atvinnumorðingi á
vegum bandarisku leyniþjónustunnar, er skemmtilega óraunsæ, vel skrifuð og
býöur upp á drama og húmor. Samantha/Charly, sem Geena Davis leikur, er
beint afsprengi ofurhetjanna sem Stallone, Schwarzenegger og fleiri töffarar í
Hollywood hafa gaman af aö fást við og er ekki laust viö að þegar Charly er kom-
in í ham minni aöferðir hennar á sjálfan James Bond.
Úr þessum eftiivið vinnur Renny Harlin einkar vel, skapar mikinn hraða og
mikla spennu í atburðarásina sem skilar sér í heilsteyptri mynd sem er kjörin
afþreying fyrir alla spennufíkla.
Geena Davis og Samuel L. Jackson eiga bæöi góða spretti og er samleikur
þeirra meö miklum ágætum. Jackson, sem leikur einkalöggu, sem Sam-
antha/Charly fær til að komast að því hver hún er í rauninni, er sá sem sér um
húmorinn og má segja að hann steli stundum senunni frá Davis, sem nær samt
ágætum tökum á sínu hlutverki þegar miöað er við það hve persónan er mót-
sagnakennd.
Leikstjóri: Renny Harlin. Handrit: Shane Black. Kvikmyndataka: Guilermo
Navarao. Tónlist: Alan Silvestri.
Aðalleikarar: Geena Davis, Samuel L. Jackson, Patrick Malahaid, Craig
Bierko, Brian Cox og David Morse.
Bönnuð börnum innan 16 ára. Hilmar KarlSSOIl
Stjörnubíó: Tvö andlit spegils
Skynsemi fram yfir tilfinningar ★★
Barbra Streisand hefur í gegnum tíðina verið
þekkt fyrir að viija hafa hlutina eins hún ein sér þá
og oft verið leikstjórum erfiður ljár í þúfú. Hún hef-
ur greinilega rekist á bestu lausina fyrir sig, það er
að framleiða, leikstýra og leika í eigin mynd. Hún
gerði þetta með ágætum árangri í Yentl og Prince of
Tides sem báðar voru dramatískar kvikmyndir með
mikiili sögu. Streisand slær aftur á móti á léttari
strengi í Tveim andlitum spegils og býr til ösku-
buskuævintýri sem gerist í New York um tvo há-
skólaprófessora og hefur leitað í smiðju Frakka eftir efniviöi en myndin er gerð
eftir frönsku myndinni Le Miroir a deux faces.
Börbru Streisand tekst ailvel upp sem leikstjóri og framieiðandi, býr til ágæta
skemmtun upp úr lítilli og einfaldri sögu en gallinn er að Barbra Streisand er
engin öskubuska. Þessi hæfileikamikla listakona hefúr aldrei þótt snoppufríð og
þótt hún fari um miðja mynd i andlitslyftingu þá skánar hún lítið.
Sagan um stærðfræðiprófessorinn, sem auglýsir eftir sambýliskonu sem verð-
ur að hafa doktorgráðu, vera eldri en 35 ára og útlit skiptir ekki máli, er
skemmtileg sem slík og það er gaman að fylgjast með tilburðum kennaranna til
að halda sambandinu án kynlífs en mikið er um persónur sem eru klisjukennd-
ar. Má þar nefna systurina, móðurina, sem Laureen Bacall leikur mjög vel, eig-
inmann systurinnar og svo alla nemenduma sem er eins og klipptir út úr heil-
mörgum kvikmyndum.
Samt er það nú svo að Streisand tekst bæriiega að halda þessu öllu saman og
myndin er að mestu laus við væmni, húmorinn er stundum góður. Bæði Jeff
Bridges og Pierce Brosnan eru í hálfgerðum kjánahlutverkum en Bridges nær þó
miklu út úr sinu hlutverki.
Leikstjóri:Barbra Streisand. Handrit: Richard Lagravenese. Kvikmyndataka:
Dante Spinotti og Andrzej Bartkowiak. Tónlist: Marvin Hamlisch.
Aðalhlutverk: Barbra Streisand, Jeff Bridges, Pierce Brosnan, George Segal,
Mimi Rogers, Brenda Vaccaro og Laureen Bacail. Hilmar Karlsson
Bíóhöllin — Að lifa
Picasso og konumar hans
Heimurinn þekkir málverk Pablos Picassos,
en hvemig maður var hann? í Að lifa Picasso
(Surviving Picasso) er þessu svarað að miklu
leyti og það að kynnast þessum mesta málara
tuttugustu aldarinnar er bíóferðarinnar virði,
svo er það bónus að sjá túlkun Anthonys Hop-
kins á þessum óútreiknanlega snillingi. Hopk-
ins er að vísu misgóður í hlutverkinu, sýnir
snilldartakta þegar hann er að vinna við og að
lýsa málverkum sínum og persónum sem hann
umgengst, en er síðri í beinum mannlegum
samskiptum. Picasso lifði í rúm níutíu ár. Að
lifa Picasso gerist á tiu ára tímabili í lífi hans
með smáskotum til hans yngri ára. Sögumaður er Frangoise Gilot sem bjó
með honum í tíu ár, ól honum tvö böm og var eina konan sem gat yfirgef-
ið hann. í myndinni er gerður samanburður á henni og öðrum konum í lífi
Picassos sem fóru heldur illa út úr viðskiptum við snillinginn, það á raun-
ar við um flesta sem unnu fyrir hann eða voru í vinfengi við hann. Við laun-
þega sína var Picasso einstaklega fastheldinn á peninga og ætlaðist til að all-
ir fómuðu sér fyrir hann sem og allir gerðu, meira að segja Francoise þar
til hún yfirgefúr hann.
Að lifa Picasso er ákaflega áferðarfalleg kvikmynd, eins og allar kvik-
myndir sem James Ivory hefur leikstýrt. Hann vinnur ávallt með sömu
tæknimönnum og sama tónskáldi og hver svo sem gæði myndarinnar eru
þá er alltaf hægt að ganga að því vísu að frásagnarmátinn í myndmálinu er
ljóðrænn og stílhreinn. Að lifa Picasso gengur upp að mestu leyti, það er að-
eins í lokin sem hún verður langdregin. Nýliðinn Natascha McElhone er
glæsileg en samleikur hennar og Hopkins hefði mátt vera kröftugri og til-
fmningameiri. Ef miðað er við siðustu myndir James Ivory þá er Að lifa
Picasso ekki eins góð og Howard’s End og Remains of the Day en mun betri
en Jefferson in Paris.
Leikstjóri: James Ivory. Handrit: Ruth Prawer Jhabvala. Kvikmyndataka:
Tony Pierce- Roberts. Tónlist: Richards Robbins.
Aðalhlutverk: Anthony Hopkins, Natascha McElhone, Julianne Moore og
Joan Plowright. Hilmar Karlsson
kvikmyndir ® -
Meðeigandinn í Háskólabíni:
Kona reynir fyrír sér í karlaveröld
Meðeigandinn (The Associate), sem
Háskólabíó frumsýndi í gær, er gaman-
mynd með Whoopi Goldberg í aðalhlut-
verki. Golberg leikur hina bráðgreindu
Laurel Ayres sem er fjármálaráðgjafi
hjá fyrirtæki í Wall Street. Hún hefur
lengi gert sér vonir um stöðuhækkun
og þegar ein staða losnar telur hún sig
eiga rétt á henni en keppinautur henn-
ar, sem er karlmaður, fær stöðuna. Við
þessi tímamót gerir Laurel sér grein
fyrir því að hún muni aldrei fá stöðu-
hækkun innan fýrirtækisins þar sem
hún er kona. Hún verður því að beita
brögðum til að komast áfram í hinum
harða heimi fjármálanna og það gerir
hún svo sannarlega á mjög eftirminni-
legan hátt.
Auk Whoopi Goldberg leika margir
þekktir leikarar i myndinni. Má nefna
Dianne Wiest, Eli Wallach, Tim Daly,
Bebe Neuwirth, Austin Pendleton og
Lainie Kazan.
Leikstjóri er Donald Petrie sem hef-
ur alið aldur sinn í Hollywood og hóf
snemma afskipti af kvikmyndum enda
var faðir hans þekktur leikstjóri. Don-
ald Petrie var alltaf ákveðinn í að feta
í fótspor fóður síns og gekk í hinn virta
kvikmyndaskóla American Film
Institute og það má segja að strax með
sinni fyrstu kvikmynd, Mystic Pizza,
hafi hann slegið í gegn þótt ekki hafi
hann orðið eins frægur og Julia Ro-
berts sem lék sitt fyrsta stóra hlutverk
í þessari mynd. Einnig háði Lili Taylor
frumraun sína í Mystic Pizza. Aðrar
kvikmyndir, sem Donald Petrie hefur
leikstýrt, eru meðal annars Grumpy
Old Men, Ritchie Ritch og The Favor.
Áður en hann fór að leika í kvikmynd-
mn hafði Steven Spielberg fengið hann
til að leikstýra með öðrum þáttaröð-
inni Amazing Stories.
-HK
Líkamsmeðferðir:
• Cellolite meðferð, grenning,
styrking
• Slökunarnudd
• Ristilvandamál - magaspenna
• Gigtarmeðferð - vöðvabólga
• Sogæða- eitlanudd
• Mótun og brjóstlyfting
• Grindarbotnsmeðferð
• Bjúglosun
• Nýrnahreinsun - þvagleki
• Taugaklemma
• Slæm blóðrós í fótum
• Ljúf slökunarmeðferð fyrir
barnshafandi konur
Andlitsmeðferðir:
• Grenning
• Lyfting
• Bjúglosun
• Sogæðanudd
• Djúphreinsun fyrir óhreina húð
• Stresslosun, vöðvabólgumeðferð
• Mígreni - gigtarmeðferð
• Hrukkumeðferð
• Slökunarnudd
o.m.fl.
Snyrtistofa Díu Bergþóru!
Snyrtistofan Paradís Laugarne:
Sólbaöstofa Grafarvogs Hverafold
Heilsa og fegurð Síðumúla
Nudd höndin Kirkjulund
Strata stofan Klettagöti
Sólhúsið Vatnsvegi
Nuddstofa Elínar Fálkakletti
Betri líðan Kaupvang
Farðinn Skólavegi
Nudd og Stratastofan Smáragru
Líkamsmótun Önnu Gunnars. Hverfisgöi
Mótun og grenning Kirkjubrai
Reykjavík
Hafnarf jörður
Keflavík
Borgarnes
Akureyri
Vestmannaeyjar
Sauðarkrókur
Siglufjöróur
Akranes
Umboðsaðilar STRATA
Síðumúla 34
Sími 568 8850
í rafnuddi
T/
: