Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Blaðsíða 46
54 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 Svanhildur Bjarnadóttir Svanhildur Bjamadóttir sölumað- ur, Hringbraut 67, Reykjavík, er sextug i dag. Starfsferill Svanhildur fæddist í Reykjavík. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagn- fræðaskóla Austurbæjar 1953 og var síðan eitt ár í Blackpool í Englandi við nám í ensku, hraðritun og vél- ritun. Svanhildur vann sex ár hjá Skip- aútgerð ríkisins, stundaði síðan ýmis störf við ferðaþjónustu, lengst af hjá Flugleiðum, eða í fimmtán ár, en þar starfar hún enn. Fjölskylda Svanhildur giftist 1956 Þórarni Guðmundssyni húsgagnabólstrara. Þau skildu 1961. Svanhildur giftist 1963 Sigurði A. Magnússyni rithöfundi. Þau skildu 1981. Böm Svanhildar eru Bjarni Þór- arinsson, f. 4.3. 1957, nemi í Englandi, kvæntur Ásdísi Magneu IngólfsdóttUr; Guðmundur Þórar- insson, f. 19.7.1958, kvikmyndagerð- armaður en sambýliskona hans er Marsibil Sæmundsdóttir og á Guð- mundur fjögur börn; Ragnar Þórarinsson, f. 16.2. 1961, fiskisjúkdóma- fræðingur í Bergen, kvæntur Elisabet Jacob- sen; Magnús Aðalsteinn Sigurðsson, f. 23.6. 1964, fornleifafræðingur í Kaupmannahöfn, en sam- býliskona hans er Ragn- heiður Valdimarsdóttir; Sigurður Páli Sigurðsson, svanhildur f. 16.12. 1968, nemi við KHÍ, en sambýliskona hans er Hulda Magnúsdóttir. Bræður Svanhildar eru Jónas, f. 23.6. 1938, efnaverkfræðingur, kvæntur Kristínu Hjartardóttur og eiga þau einn son; Svavar, f. 26.7. 1943, tæknifræðingur, kvæntur Brynju Halldórsdóttur og eiga þau íjögur böm. Foreldrar Svanhildar: Bjarni Pálsson, f. 27.7. 1906, d. 1967, vél- stjóri og framkvæmdastjóri, og Ásta Jónasdóttir, f. 9.11.1911, húsmóðir. Bjarna- Ætt Meðal föðursystkina Svanhildar vora Eva, móðir Haralds Kröyer sendiherra; Hreinn, söngvari og for- stjóri Olíuverslunar íslands; Gestur leikari; Guðrún, kona Héðins Valdi- marssonar alþm.; Gunn- ar, skrifstofustjóri í Reykjavík; Jörundur arkitekt; Margrét, kona Jóhannesar Halldórsson- ar, skipstjóra á Akur- eyri; Bergur, skipstjóri á Akureyri, og Svavar, for- stjóri Sementsverk- smiðju rikisins. Bjami var sonur Páls Bergssonar, útgerðar- manns í Ólafsfirði, frá Hæringsstöðum í Svarf- aðardal, bróður Jóns kennara, afa Anders Hansen. Móðir Bjarna var Svanhildur, dóttir Hákarla-Jörundar 1 Hrísey, Jónssonar. Móðurbróðir Svanhildar var Kristján læknir, faðir Jónasar ritstjóra. Ásta er dóttir Jónasar, læknis í Reykjavík, Kristjánssonar, b. á Snæringsstöðum í Svínada.l Kristjánssonar, b. í Stóradal, sem rak sauðina suður Kjöl, Jónssonar, b. á Snæringsstöðum, bróður Pét- urs, afa Þórðar, læknis á Kleppi, afa Hrafns Gunnlaugssonar. Jón var sonur Jóns, b. á Balaskarði, Jóns- sonar, harðabónda á Mörk i Laxár- dal, Jónssonar. Móðir Jónasar læknis var Steinunn, systir Jóhann- esar, föður Sigurðar Nordals. Stein- unn var dóttir Guðmundar, b. í Kirkjubæ í Norðurárdal, Ólafsson- ar, bróður Frímanns, afa Valtýs Stefánssonar ritstjóra og hálfbróður Páls, langafa Ólafs Ólafssonar land- læknis. Móðir Guðmundar var Sig- ríður, systir Vatnsenda-Rósu. Sig- ríður var dóttir Guðmundar, b. í Fornhaga, Rögnvaldssonar og Guð- rúnar, systur Rósu, langömmu Frið- riks Friðrikssonar æskulýðsleið- toga. Bróðir Guðrúnar var Jón, langafi Kristínar, móður Þuríðar Pálsdóttur ópemsöngvara. Guðrún var dóttir Guðmundar, b. í Löngu- hlíð ívarssonar, bróður Björns, langafa Stefáns, afa Davíðs Stefáns- sonar frá Fagraskógi. Móðir Ástu var Hansína Bene- diktsdóttir, prófasts á Grenjaðar- stað, Kristjánssonar, hálfbróður, samfeðra, Kristjáns á Snæringsstöð- um. Móðir Hansínu var Regína Magdalena Hansdóttir Sívertsen, verslunarstjóra í Reykjavík, Sig- urðssonar Sívertsens, kaupmanns í Reykjavík, Bjarnasonar Sívertsen, riddara og kaupmanns i Hafnar- firði. Móðir Regine var Christiane Hansdóttir Linnet, verslunarstjóra í Hafnarfirði. Móðir Hans Linnet var Regine Seemp. Gunnar Hermann Grímsson Gunnar Hermanns Grímsson, fyrrv. kaupfélagsstjóri, Fannborg 9, Kópavogi, verður níræður á morg- Starfsferill Gunnar fæddist í Húsavík við Steingrímsfjörð og ólst upp við al- menn landbúnaðarstörf. Hann stundaði nám við unglingaskóla að Heydalsá, lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1925 og stundaði siðan nám í bréfaskóla og einkatímum, einkum í bókfærslu og öðram verslunargreinum. Gunnar var kennari við barna- skóla á Heydalsá 1928-32, sýsluskrif- ari á Borðeyri 1933, bankaritari á Eskifirði 1934-37, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagstrendinga í Höfða- kaupstað 1937-55, kennari við Sam- t Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við fráfall elskulegs eigin- manns, föður, tengdaföður, afa, bróður og frænda, Sigurðar Borgþórs Magnússonar húsasamíðameistara Tunguvegi 23, Reykjavík Af alhug biðjum við góðan guð að blessa ykkur. Þakkir sendum við Kjartani Magnússyni og hjúkrunarfólki á deild 11-E Landspítalanum, Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins svo og öðrum þeim sem önnuðust hann í veikindum hans. Lifið heil. Sesselja Ásgeirsdóttír Guðrún Siguröardóttir Ásmundur R. Richardsson Ásgeir Sigurösson Gabriela E. Pitterl Magnús Sigurösson Valborg H. Gestsdóttir Ingunn Siguröardóttir Þorkell Ágústsson Helga Siguröardóttir Jóhannes Hr. Símonarson og barnabörn. Hulda Magnúsdóttir Magnús R. Ástþórsson Elfa B. Benediktsdóttir og börn. vinnuskólann á Bifröst 1955-62 en hóf þá störf hjá SÍS þar sem hann vann til starfsloka, fyrst sem skrifstofumaður, síðan starfsmannastjóri 1963-75 en var svo síð- ustu árin í hlutastarfi á skjalasafni SÍS. Gunnar sat í stjórn Kaupfélags Steingríms- fjarðar, var formaður Ungmennasambands Strandamanna, formað- ur Framsóknarfélags Strandamanna 1932-34, sat í stjórn Kaupfélagsins Bjarkar á Eskifirði 1935-37, sat í hreppsnefnd á Eski- firði og Höfðakaupstað, í sýslunefnd Austur-Húnvatnssýslu 1939-55, var formaður Framsóknarfélags Aust- ur- Húnvetninga 1947-55, í mið- stjóm Framsóknarflokksins 1947-55 og formaður kjördæmisráðs Vestur- landskjördæmis 1960-62. Gunnar Hermanns Grímsson. Fjölskylda Gunnar kvæntist 24.10 1934 Sigurlaugu Helgadótt ur, f. 24.3. 1916, húsmóður Hún er dóttir Helga Þórðar sonar og Ingibjargar Skarp héðinsdóttur. Sonur Gunnars og Sigur- laugar er Gunnar Gauti Gunnarsson, f. 6.1. 1952, dýralæknir í Borgarnesi Dætur hans og fyrri konu hans, Jónínu Halldórsdótt ur, eru Guðbjörg Lilja, 12.11.1975 og Sigurlaug Tanja, f. 10.6 1978. Seinni kona Gunnars dýralækn- is er Steinunn Ámadóttir, f. 9.4. 1965 og eru böm þeirra Ámi, f. 30.9. 1985 og Sólveig, f. 26.6. 1996. Systkini Gunnars: Jón Grímsson, f. 2.9. 1896; Stefanía Guðrún, f. 6.9. 1899. Foreldrar Gunnars voru Grímur Stefánsson, b. í Húsavík, og Ragn- heiður Kristín Jónsdóttir, húsfreyja þar. AijLtsing um sbjÆki úr Hse>áliHjó>i taruramla i samræmi við reglugerð nr. 138/1993, skv. 24 gr. laga nr. 41/1992, er hér með auglýst eftir umsóknum um styrki úr Fræðslu- sjóði brunamála. Fræðslusjóður brunamála starfar innan Brunamálastofnunar ríkis- ins. Markmið sjóðsins er að veita þeim sem starfa að brunamálum styrki til náms á sviði brunamála. Sjóðurinn greiðir styrki til rannsókna- og þróunarverkefiia, námskeiðsgjöld, feröa- og dvalarstyrki, laun á námsleyfistíma og styrki vegna námskeiða og endurmenntunar. Auk styrkja til stakra verkefna mun sjóðurinn á þessu ári styrkja yf- irmenn slökkviliða til að sækja námskeið sem Brunamálastofnun skipuleggur í samvinnu við þjálfunarmiðstöðvar slökkviliða erlendis. Styrkir til námskeiðanna verða veittir viðkomandi slökkviliðum og skulu slökkviliösstjórar sækja um fyrir hönd þeirra manna sem þeir hyggjast senda á námskeiðin.Umsóknir um styrki skal senda Bruna- málastofnun ríkisins, Laugavegi 59,101 Reykjavík, fyrir 7. mars 1997. Nánari upplýsingar um styrkveitingar og starfsemi sjóðisins veitir Árni Árnason verkfræðingur. Upplýsingar um yfirmannanámskeiðin veitir Guðmundur Haraldsson skólastjóri. Sími Brunamálastofnunar er 552-5350. Grænt númer 800-6350. Reykjavík, 7. febrúar 1997. Stjórn Brunamálastofnunar ríkisins. Þórður Magnús Hinriksson Þórður Magnús Hinriksson pípulagning- armeistari, Strandgötu 33, Akur- eyri, verður fimmtugur á morgun. Fjöl- skylda Þórður fæddist á Sigluflrði en ólst upp á Akureyri frá þriggja ára aldri. Hann kvæntist 24.9. 1966 Rannveigu Ágústsdóttur, f. 17.6. 1947, húsmóð- ur og gangaverði. Hún er dóttir Ágústs Ólafssonar, f. 24.5. 1924, hús- gagnasmiðs, og Lilju Sigurðardótt- ur, f. 2.4. 1923, d. 1990, húsmóður. Börn Þórðar og Rannveigar eru Guðrún Þórðardóttir, f. 1966, búsett í Danmörku, gift Jóni Heiðari Áma- Þórður Magnús Hinriksson. syni og eru börn þeirra Gerður og Óttar; Hinrik Þórðarson, f. 1970, pípulagningarmaður á Akureyri; Þorbjörg, f. 28.6. 1978, d. 29.6. 1978. Foreldrar Þórðar: Hinrik Hinriks- son, f. 29.12. 1925, bólstrari á Akur- eyri, og Fanney Magnúsdóttir, f. 2.4. 1929, d. 14.3. 1994, húsmóðir. Rannveig, kona Þórðar, verður fimmtug i júní nk.. í tilefni afmæl- anna dvelja þau hjónin á Kanaríeyj- um um þessar mundir. Til hamingju með afmælið 8. febrúar 85 ára Óskar B. Bjamason, Hörðalandi 6, Reykjavík. 80 ára Sveinn Jónsson, Breiðagerði 7, Reykjavík. 75 ára Helgi Jónasson, Grænavatni I, Skútustaða- hreppi. 70 ára Friðrik Hafsteinn Guðjóns- son, Miðleiti 7, Reykjavík. Kristján Óskarsson, fyrrv. bóndi og verslunar- maður, Steinhólum, Eyjafjarðarsveit. Kristján tekur á móti gestum í Steinhólaskála í dag frá kl. 15.00. 60 ára Björg Loftsdóttir, Jaðarsbraut 27, Akxanesi. Sigríður Sólveig Ágústs- dóttir, írabakka 2, Reykjavík. Skúli Elmar B. Nielsen, Köldukinn 7, Hafnarfirði. Guðmundur Ingi Eyjólfs- son, Lálandi 17, Reykjavík. 50 ára Ágúst Þorgeirsson, Brekkutúni 5, Kópavogi. Sigríður Sigurðardóttir, Brunnum 6, Vesturbyggð. Kristín Þorsteinsdóttir, Byggðarholti 17, Mosfellsbæ. Gísli Guðmundsson, Álfaskeiði 35, Hafnarfirði. Marla K. Sigurðardóttir, Breiðvangi 33, Hafnarfirði. Kristján E. Yngvason, Skútustöðum 2C, Skútustaða- hreppi. Áslaug Björnsdóttir, Hraunbæ 74, Reykjavík. 40 ára Hörður Sigurðsson, Þvervegi 6, Stykkishólmi. Magnús G. Kristbergsson, Eskihlíð 10A, Reykjavík. Geir Árdal, Dæli, Hálshreppi. Friðrik Friðriksson, Skólagerði 45, Kópavogi. Ragnar Mikael Sverrisson, Gilsbakka 5, Neskaupstað. Gunnar Rúnar Þorsteins- son, Lyngbergi 17, Þorlákshöfn. Steinunn Sveinsdóttir, Blómahæð 4, Garðabæ. Þórunn Rannveig Þórar- insdóttir, Hofteigi 28, Reykjavík. Helga Sóley Halldórsdóttir, Holtsgötu 9, Sandgerði. Elín Albertsdóttir, Ölduslóð 13, Hafharfirði. staögreiöslu- og greiöslukortaafsláttur oM mill) hlmfa' _ og stighœkkandi birtingarafsláttur Smáauglýsingar 550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.