Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Blaðsíða 30
LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 %igíingar Kvikmyndin Saturday Night Fever sett upp sem söngleikur í Loftkastalanum: Tólf ára krakkar: hin hliðin Úr hópdansatriði i Saturday Night Fever. Aöalleikarinn, Bjartmar Pórðarson, erfyrir miðri mynd í léttri sveiflu og hon- um á hægri hönd í fremstu röö er Hildur Hallgrímsdóttir. um 100 manns þátt í sýningunni, þar af er um helmingur sem fer á svið og sýnir leik-, söng- og danshæfileika sína. Nemendur og kennarar Versló fengu að sjá forsmekkinn á nemenda- móti skólans í fyrrakvöld, því 65. í röðinni. sókn leyfir. „Ég hef reynt að leita leiða til að koma sönglögunum að í beinu fram- haldi af leiknum atriðum. Allir söng- textar hafa verið þýddir yfir á ís- lensku og við höfum tekið fleiri lög en voru í kvikmyndinni. Einnig höf- niður í rúman sólarhring. Nokkrir ástarþríhymingar skarast og skiptast á skin og skúrir í þeim samböndum. Tvær stelpur, Annette og Step- hanie, sem leiknar eru af írisi Mariu Stefánsdóttur og Hildi Hallgrímsdótt- ur, bítast um hylli eins gæans á diskótekinu, Tony, sem er aðalper- sónan, leikin af Bjartmari Þórðar- syni. Bjartmar er i hlutverkinu sem gerði John Travolta heimsfrægan á sínum tíma. Þá syngur Haukur Guð- mundsson mörg einsöngslög í sýning- unni. „Mér líst vel á þetta og krakkarnir eru fínir, mjög gott að vinna með þeim. Metnaður hefur alltaf verið mikill í Versló, síst minni nú en und- anfarin ár,“ segir Ari sem einnig setti upp Cats í fyrra ásamt Jóni Ólafs og fleiri atvinnumönnum í tónlist. Dans- höfúndar eru einnig þeir sömu, syst- urnar Selma og Birna Björnsdætur, og ljósahönnuður er áfram Sigurður Þorvaldur Sævar Gunnarsson og Hildur í einu dansatriðanna. DV-myndir Pjetur Kaiser. Söngtextana þýddi Magnea J. Matthíasdóttir. Til gamans má geta þess að nem- endur í Versló eru sennilega fyrstir í heiminum til að gera söngleik upp úr kvikmyndinni. Að sögn Ara stendur til að gera slíkt hið sama á Broadway-leikhúsunum í New York þannig að um „heimsfrumsýningu" er að ræða í Loftkastalanum í Reykjavík. -bjb Grænlensk-íslenska félagið Kalak efnir um þessar mundir til ritgerðarsamkeppni á meðal allra grunnskólabama í landinu fæddum á árinu 1985 en þau eru í kringum 4 þúsund talsins. Rit- gerðimar eiga að fjalla um Grænland í víðu samhengi; um fólkið, landið, náttúruna, at- vinnuveg- ina, listir og mennmgu. Samstarfsnefnd íslands og Grænlands í ferðamálum, SA- MIK, veitir verðlaun fyrir bestu ritgerðimar. í 1. verðlaun er fimm daga ferð til Suður-Græn- lands með leiðsögumanni eða for- eldri. í 2.-3. verðlaun er dagsferð til Austur-Grænlands með leið- sögumanni og í 4.-12. verðlaun em veglegar bækur frá Græn- landi. Skilafrestur er til 1. mars nk. og á að merkja ritgerðirnar með dulnefni en rétt nafn höfundar skal fylgja með í lokuðu umslagi. Utanáskriftin er: Grænlensk-íslenska félagið KALAK Norræna húsinu v/Hring- braut 101 Reykjavík Úrslit verða kynnt í maímán- uði en í dómnefnd sitja Torben Rasmussen, forstöðumaður Nor- ræna hússins, Einar Bragi skáld og Stella Guðmundsdóttir skóla- stjóri. Að sögn Grétars Guðna Guð- mundssonar, formanns Kalcik, hefur félagið frá stofiiun þess 1992 staðið fyrir ýmsum kynn- ingum á Grænlandi og menn- ingu lands og þjóðar með það að markmiði að auka samskipti Grænlands og íslands. -bjb Versló skrefinu á undan Broadway Nemendur í Verslunarskóla ís- lands, Versló, frumsýna annað kvöld í Loftkastalanum söngleikinn Satur- day Night Fever, sem byggður er á samnefndri diskó- og danskvikmynd. Leikstjóri er Ari Matthíasson, sem samdi jafhframt leikgerðina, og tón- listarstjóri er Jón Ólafsson. Alls taka Þau í Versló hafa gjaman ráðist á garðinn þar sem hann er hæstur hvað söngleiki varðar. Skemmst er að minnast uppfærslu á Cats i fýrra sem sópaði að sér um 6 þúsund áhorfend- ur. Sýningar á Saturday Night Fever verða a.m.k. fram að næstu helgi í Loftkastalanum og eins lengi og að- um við stytt söguþráöinn," segir Ari Matthíasson í samtali við DV um söngleikinn. Söngleikurinn tekur rúman klukkutíma í flutningi og sögusviðið er aðallega í og við diskótek. I kvik- myndinni spannar söguþráðurinn langan tíma en Ari hefúr stytt hann Ritgerðasam- keppni um Grænland Vigdís Ásgeirsdóttir, íslandsmeistari í badminton: Brad Pitt sætastur og bestur Hvað fiirnst þér leiðinlegast að gera? Að læra fyrir leiðinleg próf. Uppáhaldsmatur: Hamborgarahryggur á jólunum. Uppáhaldsdrykkur: Vatnið er best. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur f dag? Vala Flosadótt- ir. Uppáhaldstímarit:Ekkert, ég les bara DV og Moggann. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð, utan maka? Brad Pitt. Ertu hlynnt andvíg stjóminni? Hlutlaus, hún truflar mig ekkert eða Vigdís Ásgeirsdóttir í léttri badmintonsveiflu. DV-mynd BG og má vera þarna mín vegna. Hvaða persónu lang- ar þig mest til að hitta? Áður lang- aði mig að hitta badminton- spilarann Ardy Wirana- te frá Indónesíu en ég er bú- inn að hitta hann. Það væri fint að hitta ein- hverja stjörnu frá Hollywood. Uppáhaldsleik- ari: Brad Pitt. Uppáhaldsleik- kona: Demi Moore. Uppáhaldssöngv- ari: Enginn sérstak- ur, er alæta á tón- list. Uppáhaldsstjómmálamaður: Siv Frið- leifsdóttir. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Mikki mús. Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttaþættir og stundum horfi ég á Nágranna. Uppáhaldsmatsölustaður/veitingahús: Þar sem ég fæ góðan ítalskan mat hverju sinni, eins og pasta t.d. Hvaða bók langar þig mest að lesa? 101 Reykjavík eftir Hallgrím Helgason. Hver útvarpsrásanna þykir þér best? FM 95,7. Uppáhaldsútvarpsmaður: Enginn sér- stakur, þeir eru allir svipaðir. Hvaða sjónvarpsstöð horfir þú mest á? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Þeir eru all- ir eins. Uppáhaldsskemmtistaður/krá: Fer lítið út, alltaf að æfa og keppa. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur, TBR. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í fram- tíðinni? Að verða betri í badminton. Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Fer á heimsmeistaramótið í Glasgow í maí og ef ég kemst ekki í úrslit þá get ég skoðað mig aðeins um í Skotlandi. Kem síðan heim að vinna og æfa. ■■MBHfötMMMNraMMNtMMHNMMNMMMRBMMMMMMMMMMMMMMI „Stefnan var auðvitað sett á að endur- heimta titilinn og það tókst. Elsa var eðlilega ekki í sínu besta formi,“ segir Vigdís Ásgeirs- dóttir sem gerði sér lítið fyrir um síðustu helgi og varð íslandsmeistari í einliðaleik kvenna í badminton annað árið í röð þegar hún bar sigurorð af Elsu Nielsen, sem er barnshafandi og komin fjóra mánuði á leið. Vigdís æfir badminton 6-7 sinnum í viku, er að ljúka námi á náttúrufræðibraut í Menntaskólanum við Sund og þess á milli vinnur hún við afgreiðslu hjá Bæjarins bestu og skúringar. Hún sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni. -bjb Fullt nafn: Vigdís Björk Ásgeirsdóttir. Fæðingardagur og ár: 14. ágúst 1977. Maki: Ásgeir Bachmann. Börn: Engin. Bifreið: Engin. Starf: Nemi í MS. Laun: Misjöfn, fer eftir aukavinnunni. Áhugamál: Margvísleg, hitta vini og kunningja og fara með þeim í bíó og út á líf- ið þegar tími gefst til. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Nei, ég spila aldrei. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera með kærastanum og vinum okkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.