Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Qupperneq 12
12 m LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR 1997 Barnabarn Stefáns íslandi stígur sín fyrstu skref í Óperunni: Líffræðilega hafa íslendingar gott vaxtarlag til söng „Ég mun helga mig tónlist hvort sem ég laga hárkollur fyrir söngvar- ana eöa verð sjálfur á sviðinu. Upp úr þrítugu langar mig til þess að vera kominn í lítið fallegt hús og syngja í einhverju góðu óperuhúsi," segir Stefán H. Stefánsson óperu- söngvari sem stígur sín fyrstu skref í íslensku óperunni í næstu viku. Stefán mun syngja hlutverk i Kátu ekkjunni, óperettu eftir Franz Lehár sem frumsýnd verður 8. febrúar. Stefán er 24 ára gamall sonarson- ur stórsöngvarans Stefáns íslandi. Hann hafði þó ekki mikil kynni af afa sínum. Þeir hittust einungis einu sinni, veturinn sem afmn dó. Þótt ótrúlegt megi virðast ólst Stef- án ekki upp við mikinn söng á sinu heimili en faðir hans er þó liðtækur söngmaður. Stefán er alinn upp í Kópavogin- um, Svíþjóð og Breiðholti. Foreldrar hans eru Stefán Óskar Stefánsson húsasmíðameistari og Margrét Elín Ragnheiðardóttir fóstra. Stefán á tvo yngri bræður, flmmt- án og ellefu ára, en sá yngri er ákveðinn í að verða söngvari eins og Stefán sem er fyrirmynd yngri bræðra sinna. Heitkona Stefáns heitir Guðrún Guðmundsdóttir, sál- fræöinemi í Háskóla íslands. Þau búa í vesturbænum og hafa búið saman í þrjú ár. Byrjaði í læknisfræði „Ég stefndi alltaf á læknisfræði í ’lend bóksjá Háskólanum og miðaði framhalds- námið við það. Ég byrjaði á kvöld- námskeiði hjá Söngsmiðjunni fyrir tilstilli mömmu þar sem ég var alltaf að gaula eitthvað í sturtunni," segir Stefán. Stefán fór í inntökupróf í Söng- skólann og kennurunum leist svo vel á hann að hann hóf nám í dag- skólanum þar sem hann tók tvö söngstig til að byrja með. Veturinn á eftir kláraði hann fyrsta árið í læknisfræði í Háskólanum. Þá fannst honum kominn tími til þess að velja á milli söngsins og lækna- námsins. Söngurinn varð ofan á en Stefáni fannst hann ópraktískur og skellti sér í Kennaraháskólann. Þar neyddist hann aftur til að velja á milli og smátt og smátt sigraði söng- urinn. Stefán er á sjöunda stigi og ætlar að vera einn vetur enn í Söng- skólanum. - segir Stefán H. Stefánsson nemandi Guðmundar Jónssonar söngvara og líkar það mjög vel. Hann segir Guð mund hafa svo mikið að miðla honum ennþá og þar af leið- andi liggi hon- um ekki á í framhaldsnám. án hefur ákveðna kenningu um það hvers vegna svo margir íslendingar eru góðir söngvarar. Gott vaxt- Guðmund- ur er fjár- sjáður Ekki skynsamlegt „Á tímabili var ákvörðunin um að láta sönginn ráða mjög erfið. Fólki fannst þaö yfirleitt ekki mjög skynsamlegt af mér. Foreldrar mín- ir veita mér ómetanlegan stuðning í söngnum og það er mér mjög mikils virði,“ segir Stefán. Hann hefur allan timann verið „Guðmundur er alveg dásam- legur, hann er fjársjóður ásamt Ólafi Vigni Al- bertssyni. Á meðan ég er ennþá að ná árangri liggur mér ekkert á að fara. Ann- ars ætla ég að fara utan eftir næsta vetur en ég er ekki búinn að ákveða hvert ég fer,“ seg- ir Stef- „Líffræði- lega höfum við ís- lending- ar svo gott vaxtar- lag. Þessir stuttu Stef- „Ég mun helga mig tónlist hvort sem ég laga hárkollur fyrir söngvarana eöa verö sjálfur á sviöinu," segir Stefán. DV-mynd Hilmar Þór menn reynast oft góðir tenórar en það eru hærri raddir. Bassarnir eru aftur á móti hávaxn- ari,“ segir Stefán. Að sögn Stefáns gerði fr Kristjáns Jóhannssonar það verkum að hugmyndin um að v frægur óperusöngvari erlendis ist ekki jafn fjarlæg. Fyrsti óp diskurinn sem Stefán eignaðist með Kristjáni. Það er ennfre hvetjandi fyrir unga söngvarr fylgjast með skjótmn frama C Árna Bjamasonar sem er rís: stjama. Stefán segist líta mjög til hans þó svo sprellið hjá hoi fari misjafnlega vel í landann. Ljóma af sjálfstrausti „Þegar maður stendur á svið fær tækifæri til þess að syngja f fólk verður maður að ljóma af sj trausti. Ef maður er taugaóstyi á sviðinu fær maður hálfgert I eisisklapp fyrir að reyna. Þ sjálfstraust á sviðinu yfirfa smátt og smátt á hið eiginlega söngvarans sem margir sjá mont. Maður gengur reistur í s stöðu og fólk segir að það rigni í nefið á manni. Kristján Jóha son hefur mótast af þeim hlutv um sem hann hefur leikið á inum. Ég hef sjáifur breyst m frá því ég byrjaöi að syngja. „Þetta era breytingar til batn; finnst henni þó svo ég hafi bæ mig nokkram kílóum. Það er þr og verður meira fyrir hana elska,“ segir Stefán. Metsölukiljur ••••••••••#«#♦« Bretland Skáldsögur: 1. Nlck Hornby: High Fidelity. 2. Nicholas Evans: The Horse Whisperer. 3. Colln Forbes: Preclplce. 4. Marlan Keyes: Lucy Sullivan Is Gettlng Marrled. 5. Dick Francis: Come to Grlef. 6. Bernard Cornwell: The Bloody Ground. 7. Danlelle Steel: Flve Days In Parls. 8. Josteln Gaarder: Sophie's Cholce. 9. Robert Goddard: Out of the Sun. 10. Sally Beauman: Danger Zones. Rit almenns eölis: 1. Blll Bryson: Notes from a Small Island. 2. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. (kvlkmyndaútgáfa) 3. John Gray: Men Are From Mars, Women Are From Venus. 4. Fergal Keane: Letter to Danlel. 5. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 6. Andy McNab: Immediate Actlon. 7. Grlff Rhys rltstjóri: The Natlon’s Favourlte Poems. 8. Paul Wilson: A Llttle Book of Calm. 9. Bill Bryson: The Lost Contlnent. 10. Bill Bryson: Made in America. Innbundnar skáldsögur: 1. Patrlcia D. Cornwell: Cause of Death. 2. Patrlck O’Brian: The Yellow Admlral. 3. Penny Vlncenzl: The Dilemma. 4. Gerald Seymour: Kllllng Ground. 5. Colln Forbes: The Cauldron. Innbundln rit almenns eðlls: 1. Dava Sobel: Longitute. 2. Nicholas Falth: Black Box. 3. Scott Adams: The Dllbert Prlnclple. 4. V. Reeves & B. Mortlmer: Shootlng Stars. 5. Matt Groenlng: Bart Slmpson's Guide to Llfe. (Byggt á The Sunday Tlmes) Arthur C. Clarke skrifar Metsölukiljur Bandaríkin „3001 :The Final Odyssey" Arthur C. Clarke er vafalaust kunnastur núlifandi höfunda vísindaskáldsagna í heiminum. Hann hefúr sent frá sér um sjö- tíu bækur af ýmsu tagi, þar af margar skáldsögur sem notið hafa mikilla vinsælda og vakið athygli fyrir framsýni á sviði tækniþróunar. Nú hefur hann lokið við nýja skáldsögu sem margir telja að verði sú síðasta sem frá honum komi - en hann er að verða átt- ræður. Nýja sagan nefnist „3001: The Final Odyssey" og er sú fjórða i röð skáldsagna sem allar draga nafn sitt af ártali í framtíðinni. Upphafið 1968 Þessi skáldsagnaröð á rætur Arthur C. Clarke. að rekja til handrits að kvik- myndinni frægu „2001: A Space Odyssey“ frá árinu 1968 - en Clarke samdi það í samvinnu við leikstjór- ann Stanley Kubric og sótti hug- myndina i eina af smásögum sínum. Hann skrifaði skáldsögu eftir kvik- myndinni og bætti síðan tveimur öðram við mörgum árum síðar: „2010: Odyssey Two“ og „2061: Odyssey Three.” Og nú er sú flórða væntanleg í næsta mánuði. Kvikmyndaframleiðendur hafa að sjálfsögðu sýnt nýju sögunni mik- inn áhuga. Frá því var skýrt fyrir nokkru að borist hefðu um 80 tilboð í kvikmyndaréttinn. Clarke tók það fram að Kubric fengi fyrstur tæki- færi - ef hann hefði áhuga. Clarke er breskur að ætt og upp- runa en hefur átt heima á eyjunni Umsjón Elías Snæland Jánsson Sri Lanka í Indlandshafi frá árinu 1952 - er reyndar núna eini heiðurs- ríkisborgari landsins. Þar skrifar hann bækur sínar en er um leið í sambandi við vísindamenn og vini um allan heim á Internetinu. „Ég ætlaði aldrei að skrifa fram- hald af skáldsögunni um „2001“ - hvað þá aö ég hefði í hyggju fjög- urra binda sagnaröð,” sagði Clark í viðtali um nýju söguna. „En núna virðist það allt saman hafa verið ráðið fyrir fram.“ Gerist á Ganymede Hann er af eðlilegum ástæð- um tregur til að ræða um efni skáldsögunnar áður en hún kemur út en hefur þó staðfest að hún gerist nálægt risanum í sól- kerfi okkar - Júpiter. Nánar til- tekið á stærsta tungli reiki- stjömunnar, Ganymede. Nokkr- ar sögupersónur úr upphaflegu sögunni, „2001“, koma enn á ný við sögu í „3001“ - einkum þó geimfarinn Dave Bowman og HAL, frægasta tölva bókmennt- anna. Clarke samdi bókina síðast- liðið sumar. Þá lokaði hann sig af ásamt þjónustufólki sínu í sögufrægu hóteli í höfuðborg Sri Lanka og skrifaði frá morgni til kvölds - nema hvað hann varð að hvíla sig um miðjan daginn að læknisráði. Hann er ekki aðeins frægur fyrir bækur sínar og sjónvarpsþætti held- ur einnig fyrir að hafa séð fyrir ýmsar tækninýjungar. Þannig spáði hann því fyrir meira en hálfri öld að í framtíðinni yrði gervihnöttum komið fyrir á föstum stöðum yfir jörðinni til að flytja símtöl og sjón- varpsefni á milli heimshluta. Þetta var löngu áður en vísindamenn fóru að huga að gervihnöttum af þessu tagi sem nú hafa sem kunnugt er gjörbreytt samskiptum jarðarbúa. Skáldsögur: 1. Danlelle Steel: Five Days in Paris. 2. Michael Ondaatje: The English Patient. 3. Jane Hamilton: The Book of Ruth. 4. Rlchard North Patterson: The Rnal Judgment. 5. Nlcholas Evans: The Horse Whisperer. 6. Iris Johansen: The Ugly Duckling. 7. Taml Hoag: Gullty as Sln. 8. Davld Guterson: Snow Falllng on Cedars. 9. Mlchael Coneliy: The Poet. 10. Nora Roberts: Holdlng the Dream. 11. Mlchael Crlchton: The Lost World. 12. Toni Morrison: Song of Solomon. 13. Amy Tan: The Hundred Secret Senses. 14. Davld Baldacci: Absolute Power. 15 James Patterson: Hide and Seek. Rit almenns eðlis: 1. Jonathan Harr: A Clvil Actlon. 2. Mary Plpher: Revlving Ophella. 3. Dava Sobel: Longitude. 4. Thomas Cahill: How the Irlsh Saved Clvlllzatlon. 5. Andrew Well: Spontaneous Healing. 6. Mary Karr: The Liar’s Club. 7. Clarlssa Plnkola Estés: Women Who Run With the Wolve 8. B. Gates, Myhrvold & Rlnearson: The Road Ahead. 9. Barbara Klngsolver: Hlgh Tlde in Tucson. 10. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 11. M. Scott Peck: The Road Less Traveied. 12. John Felnsteln: A Good Walk Spoiled. 13. Isabel Fonseca: Bury Me Standing. 14. Al Franken: Rush Llmbaugh Is a Blg Fat Idlot 15. B.J. Eadle & C. Taylor: Embraced by the Llght. (Byggt á New York Times Book Reviov

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.