Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Side 16
LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 J J\T Fræknir KR-ingar í knattspyrnu koma reglulega saman í Kópavoginum: - mest leikaraskapur, segir Þorgeir Guðmundsson, landsliðsmaður í pílukasti og bílskúrseigandi - en alvörumót einnig haldin í bílskúr emum í Kópa- vogi koma reglulega saman fræknir KR- ingar sem flestir státa af íslandsmeistaratitl- um í knattspymu á sjötta og sjöunda áratugnum, þ.e. síð- ustu íslandsmeistarar félags- ins í íþróttinni! Flestir myndu halda að þeir kæmu saman til að horfa á beinar knattspymuútsendingar í sjónvarpi en svo er aldeilis ekki. Þeir koma fyrst og fremst saman til að spila í pílukasti og stundum bregða þeir sér á leik 1 billjarði. KR-ingamir em allir með- limir í Píluvinafélagi KR sem stofnað var fyrir 10 ámm af Heimi Guðjónssyni og Þor- steini Kristjánssyni, betur þekktum sem Steina klaka. Félagið, sem telur inn 90 meðlimi, stendur reglulega fyrir mótirni sem stundum era haldin í félagsheimili KR í Frostaskjóli en oftast í bíl- skúmum í Kópavogi hjá Þor- geiri Guðmvmdssyni, fyrrum fótboltahetju úr KR. Þorgeir hefur innréttað bílskúrinn sérstaklega til að iðka pílu- kast og stækkað hann að auki. Þorgeir notar bílskúr- inn engu að síður áfram und- Nokkrir meölima Píluvinafélags KR samankomnir í bílskúrnum hjá Þorgeiri Guðmundssyni í Kópavogi. Þorgeir er lengst til vinstri í neðri röð og síöan koma Guðmundur Gíslason, Haukur Geirmundsson, Valgarður Bjarnason, Guðmundur Kr. Jóhannesson og Sigmundur Hannesson. í efri röö eru, frá vinstri, Jakob Pétursson, Karl Harðarson, Kristján Ingi Einarsson, Guðmundur Péturs- son, Þórður Jónsson, Ársæll Kjartansson, Þorsteinn Kristjánsson, Einar Sæmundsson, Halldór Pálsson, Óskar Þorkelsson, Heimir Guðjónsson, Páll Sævar Guöjónsson, Þorvaldur Björnsson, Guömundur Elíasson og Sigurður Sævar Sigurðsson. DV-myndir Sveinn Þormóðsson kastarar frá Suðurnesjum sem em mjög duglegir að stunda íþróttina. Meðal ann- ars var haldið opið mót sl. sumar sem kallað var Skúr- Open! Þangað mættu 20 manns, þar af margir af Suð- umesjunum og meðlimir í íslenska pílufélaginu. Félag- ið er er nokkurs konar landssamband pílukastara og stendur fyrir vali á lands- liði. í því skyni eru haldin stigamót og er Þorgeir lang- stigahæstur um þessar mundir. Ljósmyndari DV átti ný- lega leið um Kópavoginn, nánar tiltekið á bóndadegi, og kom við í bílskúrnum hjá Þorgeiri. Þá var mót í gangi og mæting góð, enda hafði spurst út að kannski væri von á útsendara DV á stað- inn. Sumir höfðu meira að segja fórnað bóndadags- kvöldverði í boði frúarinnar. Móttökumar voru góðar enda léttur andi sem sveif yfir vötnum, eins og með- fylgjandi myndir bera með sér. -bjb Feögarnir Kristján Þorsteinsson, til vinstri, og Þorsteinn Kristjáns- son (Steini klaki) hafa saman unnið marga titla í pílukasti enda stunda þeir íþróttina af kappi. Þorsteinn fór t.d. ásamt Þorgeiri Guð- mundssyni 29 miövikudaga í röö á mót í Keflavík á síöasta ári. Þorgeir ásamt Einari Sæmundssyni, fyrrum formanni KR, og eina heiöursfélaga Píluvinafélagsins. Þeir halda á verðlaunum sem þeir unnu saman f tvímenningi nýlega, Einar með sinn fyrsta verðiauna- bikar í pílukasti. ir fjölskyldubilinn og er með tiltækt teppi sem hann rúllar út þegar félagarnir mæta í pílima. Fimm pílu- borð eru til staðar og eitt billjarðborð. Eftir að Þorgeir kom heim frá Banda- ríkjunum 1989, eftir ellefu ára dvöl þar vestra, hafa KR-ing- amir hist í bílskúrn- um hjá honum. Fram að þeim tíma hafði Þorgeir ekki snert á pílu. „Þetta er auð- vitað fyrst og fremst leik- araskapur hjá okk- ur en við höldum reglu- lega al- vöru mót og hef ég þá útvegað margvisleg verðlaun frá fyrir- tækjum eins og Hard Rock, Seglagerðinni Ægi, Segli, Rafbúðinni og fleirum. Mótin verða meira spennandi þegar menn vita að til ein- hvers er að vinna,“ seg- ir Þorgeir. Mikil gróska er í Piluvinafélaginu. Auk pílumóta hefur það staðið fyrir utanlands- ferðum annað hvert ár, árlegum kúttmaga- kvöldum, grillveislum og fleiri uppákomum, bæði með og án maka. Þá hafa erlendir at- vinnumenn í pílukasti heimsótt bílskúrinn við Bjarnhólastíg í Kópavogi. Starfsemin hefur skilað mörgum góðum pílukösturum. Þorgeir er þeirra fremstur og hefur nýlega náð lands- liðssæti, hvorki meira né minna, fyrsti KR- ingurinn sem nær þeim merka áfanga. Margir kunnir kappar úr boltanum eru í fé- laginu, m.a. Atli Eðvalds- son, Ell- ert B. Schram, Gunnar Felixson, Sveinn Jóns- son, Þórður Jóns- son og Guðmundur Pét- ursson. Aðspurður hvort gömlu góðu dagana í boltanum beri ekki á góma á meðan pílunum er kastað segist Þorgeir ekki getað neitað því. Ljómi færist yfir andlit kappanna um leið og skoðanir eru viðraðar á gengi KR- liðsins í dag. Sýnist þar sitt hverjum, eins og gengur. En það eru ekki bara KR-ingar sem kíkja í heimsókn í skúrinn hjá Þorgeiri. Eiúnig vinnu- félagar hans og pílu- ■ j - l\ v r Z* ; *'■! 1 \\ " I ÍH m i - hhu k 1 | Gamlir markverðir KR eru í sérstöku félagi innan félagsins og koma saman einu sinni á ári. Flestir eru þeir einnig í Píluvinafélaginu og hér eru Guömundur Pétursson, Halldór Pálsson og Heimir Guðjónsson. Aöeins tveir hafa gegnt formannsembætti í Píluvinafélaginu og hér eru þeir saman á góðri stund, Valgarður Bjarnason, núverandi for- maður, og Heimir Guðjónsson, sem var formaður þar til í fyrra. Ásamt Heimi hefur Hörður Sófusson einnig veriö mjög ötull í starfi félagsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.