Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 9 DV Útlönd Ásakanir um aö Kínverjar hafi gefið í kosningasjóð demókrata: Clinton styður ítarlega rannsókn á málinu Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann styddi ítarlega rannsókn á ásökunum þess efhis að Kínverjar hefðu gefið umtalsverðar fjárhæðir í kosningasjóð demókrata fyrir forsetakosningamar í fyrra. Stjómmálaflokkunum í Bandaríkj- imum er óheimilt að taka á móti er- lendum styrkjum í kosningasjóði sína. Clinton sagðist ekki vita neitt um þær ásakanir sem hirtust í dag- blaðinu The Washington Post en sagði að þær þyrfti auðsjáanlega að rannsaka ofan í kjölinn. „Það er grafalvarlegt mál ef ann- að ríki reynir að beina fjármagni í kosningasjóði flokkanna, sama hver tilgangurinn er,“ sagði Clinton á blaðamannafundi vegna heimsókn- ar Benjamins Netanyahus, forsætis- ráðherra ísraels. Þessi orð Clintons féllu skömmu eftir að sérstök nefnd öldungadeild- ar bandaríska þingsins, sem rann- saksir möguleg hrot á kosningalög- unum, hafði gefið út 52 stefnur vegna öflunar gagna frá demókröt- um. Demókratar mótmæltu en allar stefnumar virtust tengjast kosn- ingabaráttu þeirra í fyrra. Formaður nefndarinnar fullyrti að hér væri enn einu sinni um mót- þróa demókrata að ræða. Hann full- vissaði alla um að rannsóknin yrði framkvæmd af mönnum úr báðum flokkum. John McCain, þingmaður repú- blikana, sem berst fyrir endurskoð- un laga um fjárstuðning við flokk- ana í kosningabaráttu, krafðist þess að sérstakur saksóknari yrði settur í málinu. Hann sagðist hafa leitað til Jents Reno dómsmálaráðherra í tví- gang um skipun sérstaks aðila til að fara ofan í saumana á meintri mis- notkun kosningasjóðanna en verið Bill Clinton. hafnað. Hafi Reno fullyrt að starfs- fólk ráðuneytisins væri fullfært um að annast rannsóknimar. McCain fullyrðir að síðustu fréttir muni fá Reno til að skipta mn skoðun. í einni, forsíðufrétt The Washing- ton Post, er fjallað um að Kínverjar hafi ítrekað reynt að beina fé í kosn- ingasjóði demókrata fyrir flokks- þingið síðastliðiö haust. Einn höf- unda hennar er Bob Woodward, annar blaðamannanna sem fletti ofan af Watergate-hneykslinu sem leiddi síðar til afsagnar Richards Nixons. í annarri frétt segir frá samtölum Harolds Ickes, fyrrum starfsmannastjóra í Hvíta húsinu, þar sem hann ræðir 500 þúsund dollara framlag í kosningasjóði. í ijósi þessara frétta hafa raddir um sérstakan saksóknara í málinu orð- ið æ háværari. Hjá kínverska sendiráðinu í Was- hington fúllyrða menn að þeir hafi ekki gert neitt ólöglegt. Reuter Dauðadómur yfir Rushdie ítrekaður Múslímar um allan heim munu ekki unna sér hvíldar fyrr en þeir hafa ráðið breska rithöf- undinn Salm- an Rushdie af dögum. Þetta er haft eftir íranska bylt- ingarverðin- irni í dagblað- inu Jomhuri Eslami í Te- heran í íran í gær. Var yflrlýsingin gefln út í tilefni þess að átta ár era liðin síðan Khomeini lýsti Rushdie réttdræpan vegna meints guð- lasts í bókinni Söngvar Satans. Á miðvikudaginn tilkynntu íslömsk trúarsamtök að meira fé hefði verið sett til höfuðs Rushdie. Rithöfundurinn nýtur lög- regluverndar allan sólarhring- inn og hefur veriö í felum und- anfarin ár. Á síðastliðnu ári kom hann þó fram opinberlega oftar en áður. Evrópusambandið hefur harmað að meira fé skuli hafa verið sett til höfúðs rithöf- undinum. Reuter Leikkonan Elísabet Taylor, sem ver&ur gu&mó&ir sonar Jacksons, er hér me& sjónvarpskonunni Barböru Walters. í vi&tali vi& Barböru lýsti Taylor því yfir a& hún ætlaði aö vera vi&stödd fæ&ingu sonar Jacksons. Símamynd Reuter Michael Jackson hamingjusamur faðir Söngvarinn Michael Jackson og eiginkona hans, Debbie Rowe Jackson, eignuðust son í gær, að því er sagði í yfirlýsingu frá talsmanni söngvarans. „Það er ekki hægt að lýsa með orðum hvernig mér líður,“ var haft eftir Jackson í tilkynningunni. Söngvarinn kveðst ætla að vinna að því að verða eins góður faðir og hann mögulega getur. Hann vonar að aðdáendumir virði ósk hans um að sonurinn fái að alast upp í friði fyrir athygli umheimsins. „Ég ólst upp í fiskabúri og ég vil ekki að því verði þannig háttað með mitt bam.“ í tilkynningunni um fæðingu bamsins var hvorki greint frá því klukkan hvað það hefði fæöst né hversu stórt og þungt bamið var. Hins vegar var greint frá því að það hefði fæðst á sjúkrahúsi i Beverly Hills og að móðir og bam hefðu yfir- gefið sjúkrahúsið um klukkan 4 síð- degis í gær. Éjöldi ljósmyndara og fréttamanna höfðu beðið fýrir utan sjúkrahúsið alla nóttina en ekki tókst að ná mynd af mæðginunum. Elísabet Taylor kvikmyndaleik- kona verður guðmóðir litla drengs- ins. Hún lýsti því yfir í viðtali við Barböra Walters, sem sjónvarpað verður í kvöld en tekið var upp fyrr í vikunni, að hún ætlaði að vera við- stödd fæðingu sonar Jacksons. Ekki er ljóst hvort sú hafi verið raunin. Taylor lýsir því jafnframt yfir í við- talinu að hún sé búin að fá nóg af hjónaböndum. Reuter HERRAR munið valentínusardaginn, 14. febrúar. Þú færð undirfötin hennar hjá okkur. K ii oíí ífú Laugavegi 66 sími 551 2211 Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. febrúar 1997 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 - 25. útdráttur 1. flokki 1990 - 22. útdráttur 2. flokki 1990 - 21. útdráttur 2. flokki 1991 - 19. útdráttur 3. flokki 1992 - 14. útdráttur 2. flokki 1993 - 10. útdráttur 2. flokki 1994 - 7. útdráttur 3. flokki 1994 - 6. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu föstudaginn 14. febrúar. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. E&h HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SÍMI 569 6900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.