Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Blaðsíða 14
4 + 14 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 27 Iþróttir íþróttir Skvassmót Um helgina veröur haldið skvassmót í Veggsporti en það hefur mikið vægi því eftir úrslit- um þess verður íslendingum rað- að inn í Norðurlandamótið sem verður í Veggsporti í lok febrú- ar. Mótið um helgina gefur einnig punkta til íslandsmóts og verður leikið í öllum flokkum karla, kvenna og unglinga. Mótið hefst á fóstudagskvöldið og því lýkur með úrslitaleikjum klukkan 13 á laugardag. -JKS Úrvals golfferö Úrval-Útsýn er aö skipuleggja golf- ferð í fyrsta sinn fyrir Úrvals-fólk. Úrvals-fðlk er félagsskapur fólks sem er 60 ára og eldra og hefur nú um 4.000 félaga. Það er mjög einfalt að ganga í klúbbinn, einfaldlega aö koma við á skrifstofu Úrvals-Útsýnar eða umboði eða bara að hringja og láta skrá sig. Þann 9.-19. apríl verða golferðir fyrir Úrvals-fólk til Algarve í Portú- gal og Islantilla á Spáni. Fyrstu sex dagana verður gist á hinu vinsæla hótel Brisa Sol í Albufeira og aðal- lega spilað golf á Pinc Cliffs golfvell- inum. Pinc Clifs er stuttur, glæsileg- ur 9 holu völlur i 10 mínútna aksturs- fjarðlægð frá hótelinu. Síðustu fjóra dagana verðm- fariö til Islantilla en þangað er klukkustimdar akstur frá Albufeira. Gist verður á hinu glæsi- lega 4 stjömu Conforetl Islantilla Hot- el og spilað golf á Islantilla Golf club. Islantilla er mjög skemmtilegur 27 holu golfvöllur í hæsta gæðaflokki. Þessi golfferð er skipulögð meö það í huga að allir geti veriö með. Byrj- endur og háforgjafarkylfingar eru sérstaklega velkomnir jafnt og þeir sem era lengra komnir. Sigurður Haf- steinsson, kylfingur úr GR og fyrrum landsliðsmaöur í golfi, verður farar- stjóri í ferðinni en hann hefur verið ráðinn hjá Úrval-Útsýn sem um- sjónarmaður fyrir Úrvals-kylfinga. Þessi ferð kostar frá kr. 77.500 á mann miðaö viö staögreiðslu. Inni- falið er flug, gisting með morgun- verðarhlaðborði á Islantilla, 5 golf- hringir í Algarve og ótakmarkað golf í Islantilla í fjóra daga, akstur milli flugvallar og hótela erlendis og skatt- ar. Nánari upplýsingar um þessa stór- skemmtilegu ferð er hjá golfdeild Úr- vals-Útsýnar í Lágmúla 4, s. 569-9300, eða hjá Sigurði Hafsteinssyni í Gull- golfi, s. 587-2221. -GH Bikarglíma íslands haldin að Laugarvatni Bikarglíma íslands verður haldin í 25. sinn að Laugarvatni á laugardaginn kemur. Flugleið- ir gefa öll verðlaun til mótsins. Keppendur að þessu sinni veröa á annað hundrað og hafa aldrei verið fleiri í sögu bikarglímunn- ar. Glímd verður jafhaðarglíma með útsláttarfýrirkomulagi. Keppt verður í fjórum flokkum karla og þremur flokkum kvenna. Mótið hefst stundvíslega klukkan 14. -JKS Um helgina Frjálsar íþróttir Meistaramótið innanhúss fer fram um helgina. Keppt er á morgun í Baldurshaga kl. 9.30-13 og í Kaplakrika kl. 15.30-18.30. Á sunnudag er keppt i Kaplakrika kl. 9.30-10.15 og 1 Baldurshaga kl. 13-15.30. Körfubolti: Úrvalsdeildin: ÍA-TindastóU.............F. 20.00 Njarðvík-KFÍ ............F. 20.00 1. deild kvenna: ÍR-Breiðablik ...........L. 16.00 KR-Grindavík.............S. 20.00 Handbolti: 1. deild karla: ÍBV-ÍR ..................L. 16.30 1. deild kvenna: Fram-FH..................L. 15.00 ÍBA-KR....................L. 16.30 Vikingur-Stjaman.........L. 16.30 NBA-deildin í körfuknattleik í nótt: Miami Heat á góðri siglingu - Shaquille O’Neal frá í 8-10 vikur Nú er komið í ljós að Shaquille O’Neal verður frá keppni í 8-10 vikur vegna meiðsla á vinstra hné. Meiðslin reyndust alvarlegri en haldið var í fyrstu. Lakers lék án Shaqs í nótt gegn Denver og lék liðið vel og uppskar eftir því. Úrslit leikja í NBA í nótt: Miami-Indiana....................106-90 New York-Philadelphia ...........107-92 Dallas-Golden State .............99-107 Denver-LA Lakers ...............117-132 Utah Jazz-Portland...............110-86 Sacramento-LA Clippers ..........105-98 LA Lakers gekk vel í nótt þrátt fyrir fjarveru Shaquille O’Neal. Del Harris, þjálfari Lakers, var líka ánægður og segir liðið í mikilli uppsveiflu um þess- ar mundir. Nick Van Exel skoraði 30 stig og Eddie Jones 22. Bryant Stith skoraði 26 stig fyrir Denver. Miami fór á kostum í öðrum leikhluta gegn Indiana og vann hann, 34-10, og sagði Pat Riley, þjálfari Miami, að þetta hefði verið það besta sem hann hefði séð til liðsins í vetur. Þetta var enn- fremur áttundi sigur liðsins í röð. Alanzo Mouming skoraði 29 stig og tók 13 fráköst. Reggie Miller skoraði 14 stig fyrir Indiana. Aflan Houston skoraði 28 stig fyrir Houston í nótt og Charles Oakley 21 stig og þau öll í síðari hálfleik. Latrell Sprewell skoraði 28 stig fyrir Golden State. John Stockton var með 13 stoðsend- ingar gegn Portland. Hann skoraði 17 stig en Karl Malone var stigahæstur hjá Utah með 24 stig. Kenny Anderson skor- aði 15 stig fyrir Portland. -JKS Eddie Jones og félagar í Los Angeles Lakers unnu Denver Nuggets á útivelli í nótt. Jones lék mjög vel f leiknum og skoraöi 22 stig. Hreinn með 2 fyrir Ayr Hreinn Hringsson, knattspymumaður úr Þór á Akureyri, skoraði tvö mörk fyrir skoska 2. deildar liðið Ayr United þegar það sigraði Queen of the South, sem leikur í sömu deild, 5-3, í æflnga- leik í gær. Hann átti að auki þátt í einu af hinum mörkunum. Leikurinn var settur upp fyrir Hrein, sem hef- ur æft með Ayr að undan- fómu. Um daginn skoraði hann tvö mörk í æfmga- leik með öðm 2. defldar liði, Dumbarton. Ekki er ólíklegt að Hreini verði boðinn samningur hjá Ayr til vorsins en að öllu óbreyttu spilar hann með Þórsurum í 2. deildinni í sumar. -VS Ríkharður Daðason Mjög ánægður í Grikk- landi „Ég er mjög ánægður með veru mína hér í Grikklandi. Ég er aflur að koma til, hef æft mjög vel við bestu aðstæður og finn að formið er að koma. Þá kann ég mjög vel við þjálfarann og mann- skapinn hjá liðinu,“ sagði Ríkharður Daðason, markakóng- ur úr KR, við DV í gær en eins og fram hefur komið í DV gerði Rikharður samning við gríska 1. deildar liðið Kalamata fram tfl vorsins. Ríkharður lék í fyrrakvöld með varaliði félagsins sem vann 3-0 sigur á 3. deildar liði. Ríkharður lék í 60 mínútur og skoraði fyrsta markið í leiknum. „Ég reikna með að vera valinn i 16 manna hópinn sem leikur stórleikinn gegn toppliðinu Olympiakos á mánudag- inn og er bjartsýnn á að fá að spreyta mig í leiknum. Það er mikill áhugi í bænum fyrir þessum leik og búist við troðfufl- um vefli,“ sagði Ríkharður. -GH Geir Sveinsson er eftirsóttur: Wuppertal líklegast - 5 þýsk 1. deildar lið sýna Geir áhuga Okkur skorti grimmdina - sagði Tómas Holton, „Það var synd hvemig þessi leik- ur fór fyrir okkur. Það var eins og okkur skorti grimmdina í lokin. Baráttan var góð lengstum og ég er á margan hátt sáttur með leik okk- ur þrátt fyrir tapið. Við erum á sigl- ingu og ég er bjartsýnn á framhald- ið,“ sagði Tómas Holton, þjálfari Skaflagríms, eftir tapið gegn KR á Nesinu í gærkvöld, 78-77. Leikurinn var hraður og ágæt- lega leikinn. Hittnin var á köflum þjálfari Skallagríms stórgóð og mátti vart á mifli sjá hvort liðið hefði betur en KR-ingar reyndust sterkari í lokin. Jónatan Bow og Roney Eford voru bestir hjá KR og Hermann Hauksson átti góða spretti. Bragi Magnússon átti frábæran leik fyrir Skallagrím i vöm og sókn. Grétar Guölaugsson komst vel frá sínu og Tómas Holton stendur ávaflt vel fyrir sínu og drífur menn sína áfram. -JKS DV, Suðurnesjum: Pétur fór á kostum - þegar Grindavík vann ÍR örugglega ingar sigraðu, 90-74. Eftir mjög dapran fyrri hálfleik var áflt annað að sjá til heima- manna í þeim síðari. Herman Meyers var bestur heimamanna auk Péturs sem lék stórkostlega i vöminni. Marel átti einnig góða spretti. Hjá ÍR-ingum, sem léku vel í fyrri hálfleik, var Eggert Garðarsson bestur og Eiríkur Önundarson lék einnigvel. -ÆMK „Vömin var ekki til staðar hjá okkur í fyrri hálfleik. Friðrik þjálf- ari las yfir okkur í hálfleik og þetta small saman í síðari hálfleik. Með svona vamarleik vinnur ekkert lið okkur,” sagði Pétur Guðmundsson, Grindvíkingur, en hann hélt Tito Baker, ÍR, í strangri gæslu allan leikinn og skoraði Baker ekki nema tvö stig í síðari hálfleik. Grindvík- Haukar með hangandi hendur Haukar þurftu ekki að hafa mikið fyrir því aö sigra Þór ffá Akureyri í ákaflega slökum leik í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í Hafnarfiröi í gærkvöld. Þórsarar höfðu tveggja stiga forskot í leikhléi en í síðari hálfleik tóku Haukarnir öll völd á vellinum og hreinlega kláraðu leikinn á fyrstu mín- útum hálfleiksins. Haukamir komu í leikinn með hangandi hendi og spiluöu langt undir getu enda greinilega ekki með hugann við leikinn. í síðari hálfleik náðu þeir að hressa upp á leik sinn og þá var ekki að sökum að spyrja. Shawn Smith og Pétur Ingvarsson vora bestir Hauka en i mjög slöku Þórsliði var Fred Williams skástur en hann lenti fljótt í villuvandræöum og fór af velli þegar 9 mínútur vora eftir. -GH 6-3, 16-5, 25-13, 31-24, 33-29, 35-35, 37-37, (40-37). 42-42, 4048, 57-61, 71-6, 71-70, 70-74, 78-77. Stig KR: Jónatan Bow 20, Roney Eford 20, Hermann Hauksson 16, Hin- rik Gunnarsson 8, Ingvar Ormarsson 7, Birgir Mikaelsson 6. Stig Skallagr.: Bragi Magnússon 21, Joe Rhett 20, Grétar Guðlaugsson 13, Tómas Holton 12, Ari Gunnarsson 5, Þórður Helgason 4, Gunnar Þor- steinsson 2. Fráköst: KR 36, Skallagrimur 35. 3ja stiga körfur: KR 3, Skalla- grímur 8. Dómarar: Helgi Bragason og Berg- ur Steingrímsson, ágætir en nokkuð smámunasamir. Áhorfendur: 100. Maður leiksins: Bragi Magnús- son, Skallagrimi. 0-3, 7-3, 9-13, 11-18, 19-25, 28-39, 33-46, (38-52), 43-52, 51-53, 66-63, 76-71, 87-71, 90-74. Stig Grindavíkur: Herman Meyers 33, Marel Guölaugsson 14, Pétur Guðmundsson 12, Páll Axel Vil- bergsson 11, Unndór Sigurösson 9, Helgi Jónas Guðfinnsson 8, Jón Kr. Gíslason 3. Stig ÍR: Eiríkur Önundarson 22, Eggert Garðarsson 22, Tito Baker 13, Atli Þorbjömsson 9, Guðni Einarsson 6, Atli Sigþórsson 2. Fráköst: Grindavik 28, ÍR 28. 3ja stiga körfur: Grindavík 7, ÍR 5. Dómarar: Leifur S. Garöarsson og Sigmundur M. Herbertsson, ágætir. Áhorfendur: Um 180. Maður leiksins: Pétur Guð- mundsson, Grindavík. Nokkur þýsk 1. deildar lið í Þýska- landi hafa sett sig í samband við Geir Sveinsson, landsliðsfyrirliða í hand- knattleik og leikmann Montpellier í Frakklandi, með það í huga að fá hann í sínar raðir á næsta keppnis- tímabili. Þá vill Wuppertal, lið þeirra Ólafs Stefánssonar, Dags Sigurðsson- ar og Viggós Sigurðssonar þjálfarara fá Geir en hann hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að framlengja samn- ing sinn við Montpellier. „Jú, það er rétt. Það hafa ein 4-5 úrvalsdeildarlið í Þýskalandi sýnt mér áhuga en eins og staðan er í dag er Wuppertal sterkasti kosturinn. Ég er búinn að líta á aðstæður hjá því og sjá einn leik og sannast sagna líst mér mjög vel á liðið og ekki skemmir það fyrir að geta leikið með Degi og Óla. ,“ sagði Geir í samtali við DV í gær. Geir sagðist ætla að fara vel yfir stöðuna áður en hann tæki ákvörðun og sjá hvað hin félögin, sem hefðu sýnt honum áhuga, hefðu fram að færa. „Ég ætla að vera búinn að ákveða mig áður en ég kem heim í landsliðs- undirbúninginn fyrir HMþannig að málin ættu að vera komin á hreint í marsmánuði." Geir og félagar leika síðari leik sinn gegn spænska liðinu Granollers í EHF-keppninni á sunnudaginn og fer leikurinn fram á Spáni. Montpelli- er vann fyrri leikinn með eins marks mun og á því á bfattann að sækja. „Við erum ekkert búnir að afskrifa þetta dæmi og ég er hóflega bjartsýnn á að við komumst áfram. Þessi lið þekkja vel hvort annað. Þau léku tvo leiki á undirbúningstímanum og hafa fylgst vel með hvert öðra í deilda- keppninni. Ég tel að heimavöllurinn muni ekki skipta svo miklu máli heldur muni dagsformið ráða miklu um hvort liðið fer áfram.“ sagði Geir. -GH rr. KEILA 17. umferð í 1. deild karla og 16. umferð í 1. deild kvenna fóra fram í fyrrakvöld. Hæsta leik karla átti Halldór Sigurðsson í Keilugörpum, 246. Halldór átti einnig hæstu seríu, 650 stig. Hæsta leik liðs áttu Keilugarpar, 835, og hæstu seríu liðs átti Keilulandssveitin, 2357. Hæsta leik kvenna átti Theó- dóra Sif Pétursdóttir í Tryggða- tröllum, 223. Theódóra átti einnig hæstu seríu, 581 stig, og hæsta leik liðs átti Tryggðatröll, 735 stig. Hæstu seríu liðs áttu Keilusystur, 2017 stig. Úrslit í 1. deild 17. umferðar karla uröu þessi: Keilulandssveitin-PLS........6-2 Lærlingar-KR-b...............6-2 Stormsveitin-Keflavik-b .....2-6 ET-KR-a .....................0-8 Úlfamir-Keilugarpar..........4-4 Úrslit í 16. umferð 1. deildar kvenna: Aftimgöngur-Flakkarar .......2-6 Keiluálfar-Tryggðatröll .....0-8 Bombumar-Keilusystur.........0-8 Lærlingar era efstir í 1. deild karla með 102 stig, Keilulandssveitin 88 stig, PLS 84 stig, Stormsveitin og Keilugarpar 80 stig. í 1. deild kvenna era Afturgöngumar efstar með 106 stig, Flakkarar með 98 stig og Bombumar era í þriðja sæti með 56 stig. -JKS Kluivert fer til AC Milan Bjarni Guðjónsson: Newcastle biður um verð frá ÍA Skagamenn munu gefa enska knattspymufélaginu Newcastle upp það kaupverð sem félagið vill fá fyrir Bjarna Guðjónsson um eða eftir helgina. Hins vegar er búist við að Liverpool sendi ÍA tilboð í Bjarna næsta þriðjudag. „Við höfum verið í sambandi við bæði félögin í vikunni og óskuðum eftir því við þau bæði að þau gerðu okkur tilboð i Bjama. Forráðamenn Liverpool vora til í það en Newcastle vildi að við settum upp það verð sem við vildum fá. Nú þurfúm við að finna hinn gullna meðalveg í þess- um málum og munum leita ráða hjá hinum nýja þjálfara okkar, Ivan Golac, sem kom í gær- kvöldi (fyrrakvöld). Hann er þrautreyndur í svona málum,“ sagði Gylfi Þórðarson, formaður Knattspymufélags ÍA, í samtali við DV í gærkvöldi. Kapphlaup Newcastle og Liverpool um Bjarna er því hafið fyrir alvöra en hann kom heim í fyrrakvöld eftir dvöl hjá Newcastle. „Félögin tortryggja hvort annað og við þurfúm að gæta þess að fara rétt að en munum að sjálfsögðu koma heiöarlega ffam við afla aðila," sagði Gylfi. „Nú þarf ég bara að bíða þolinmóður og koma mér í stand aftur eftir ökklameiðslin sem ég varð fyrir hjá Newcastle. Þau era ekki alvarleg,“ sagði Bjami Guðjónsson. -VS/GH Bjarni Guöjónsson á æfingu hjá Newcastle á dögunum ásamt Terry McDermott þjálfara og Kenny Dalglish framkvæmdastjóra. 4-1, 8-3, 10-11, 16-27, 27-35, (36-38), 41-38, 56-42, 63-46, 72-52, 81-61, 89-65. Stig Hauka: Shawn Smith 21, Pét- ur Ingvarsson 21, ívar Ásgrímsson 10, Jón Amar Ingvarsson 9, Bergur Eö- varðsson 7, Þröstur Kristinsson 5, Daníel Ö. Ámason 5, Sigurður Jóns- son 5, Björgvin Jónsson 2. Stig Þórs: Fred Williams 19, Kon- ráð Óskarsson 13, Hafsteinn Lúðvíks- son 12, Þórður Steindórsson 7, Böðv- ar Kristjánsson 4, Bjöm Sveinsson 4, Högni Friðriksson 4, John Cariglia 2. 3ja stiga körfur: Haukar 4, Þór 2. Vítanýting: Haukar 18/25, Þór 17/18. Dómarar: Kristinn Albertsson og Antonio Ciullo, höfðu góð tök á leikn- um. Áhorfendur: Um 100. Maður leiksins: Shawn Smith, Haukum. Einar Einarsson, þjálfari Haúka, tók þá ákvörðun að hvíla hinn sterka Sig- fús Gizurarson í leiknum gegn Þór í gærkvöldi. Sigfús er nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum. Það var fariö að fara um margan stuðningsmann Haukanna er Þórsar- ar náðu dágóðu forskoti i fyrri hálf- leik. Heimamenn náðu þó að rétta úr kútnum og vinna öraggan sigur þrátt fyrir að leika ekki eins og liðið á aö sér. Breiðablik (42) 71 Keflavík (53) 111 2-3, 6-10, 10-12, 15-25, 20-34, 27-41, 31-50, (42-53), 45-53, 56-74, 59-88, 67-97, 71-111. Stig Breiðabliks: Clifton Buch 25, Ein- ar Hannesson 17, Agnar Olsen 9, Erlingur S. Erlingsson 8, Óskar Pétursson 7, Pálmi Sigurgeirsson 5. Stig Keflavíkur: Falur Harðarson 24, Kristján Guðlaugsson 19, Guðjón Skúla- son 19, Kristinn Friðriksson 12, Damon Johnson 10, Albert Óskarsson 8, Gunnar Einarsson 8, Halldór Karlsson 5, Elentín- us Margeirsson 4, Birgir Öm Birgisson 2. 3ja stiga körfur: Breiðablik 2, Keflavík 15. Dómarar: Björgvin Rúnarsson og Kristján Möller, ágætir. Áhorfendur: Um 50. Maður leiksins: Kristján Guðlaugs- son, Keflavík. Blikamir eru faílnir Lið Breiðabliks er fallið í 1. deild karla í körfúboltanum. Þó ljóst hafi verið í allan vetur hver árangur liðsins yröi féll liðið ekki tölfræðilega fyrr en í gærkvöldi. Keflvíkingar tóku Blikana í kennslu- stund á öllum sviðum körfuboltans og er óþarfi að hafa fleiri orð um leikinn. -SK ÚRVALSDEILDIN Keflavík 18 15 3 1745-1476 30 Grindavík 18 15 3 1722-1580 30 Haukar 18 12 6 1501-1433 24 ÍA 17 11 6 1344-1290 22 Njarðvik 17 10 7 1437-1388 20 KR 18 9 9 1544-1484 18 ÍR 18 8 10 1526-1507 16 Skallagr. 18 8 10 1460-1521 16 Tindastóll 17 7 10 1394-1413 14 KFÍ 17 6 11 1376-1432 12 Þór, A. 18 5 13 1427-1585 10 Breiðablik 18 0 18 1268-1635 0 Barátta Blika gegn Keflavík i Smár- anum í gærkvöld var aðdáunarverð. Þrátt fýrir vonlausa stöðu liðsins í deildinni og engin kynni af sigrum í vetur börðust leikmenn liðsins vel og Birgir Guðbjömsson hvatti sina menn óspart áfram. Litagleði var ríkjandi á meðal dóm- aranna i Grindavik i gærkvöld. Leifur S. Garðarsson mætti til leiks með bleika flautu og Sigmundur Már Her- bertsson með fjólubláa. Jón Kr. Glslason átti frábærar stoðsendingar á félaga sína gegn ÍR í Grindavík. Hann skorar að jafhaði ekki mikið í leikjum en stoðsendingar hans eru ofl á tíðum hreint konfekt og jafhast auðvitað á við fallegar körfur. Ásthildur Helgadóttir á leiö heim frá Þýskalandi: „Ákvað að fara áður en ég færi að borga með mér“ - Praunheim stóö ekki viö samninginn Asthildur Helgadóttir, knattspymukona ársins 1996 sem leikið hefúr með þýska lið- inu Praunheim, hefúr ákveðið að snúa aftur heim eftir skamma dvöl hjá félaginu. Áætl- að hafði verið að hún dveldi í Þýskalandi fram í júní en af þvi verður ekki. „Þau stóðu ekki við það sem búið var að lofa mér og ég ákvað að fara áður en ég býrj- aði að borga með mér. Að öðra leyti fannst mér ágætt að vera þarna úti og æfmgamar voru góðar. Samskipti við þjálfarann, Mon- icu Staab, vora hins vegar ekki eins og þau ættu að vera. Hún hagar sér eins og einræðisherra inn- an félagsins. Hún vildi gera við mig tveggja ára samn- ing, áður en staðið yrði við þau loforð sem hún lofaði mér áður en ég fór út. Ég hef fengið skólavist í góðum skóla í Bandaríkj- unum í haust svo ég var ekki tilbúin að gera slíkan samning og ákvað að drífa mig heim,“ sagði Ásthildur Helgadóttir í sam- tali við DV í gærdag þar sem hún var stödd í Lúxemborg á leið sinni heim. Það verður mikill fengur fýrir íslandsmeist- ara Breiðabliks að fá Ásthfldi aftur í sínar raðir en fyrirfram var ekki gert ráð fyrir því að hún myndi spila með liðinu í deilda- bikamum né fyrstu leikjum íslandsmótsins. -ih Hollenski landsliðsmaðurinn Patrick Kluivert hjá Ajax hefur ákveðið að gera fjög- urra ára samning við ítalska liðið AC Milan. Samningur þessa 20 ára gamla framheija við Ajax rennur út í vor og hafa margir af stóru klúbb- unum í Evrópu verið á hött- unum eftir honum, þar á meðal Inter Mflan, Barcelona, Real Madrid og Arsenal. AC Milan þarf ekki að greiða Ajax neina upphæð fyrir Kluivert þar sem samn- ingur hans við Ajax er að renna út en ljóst er að laun hans hjá félaginu verða ekk- ert slor. Kluivert mun hitta tvo af sín- um bestu vinum þegar hann kemur til Milan en Edgar Davis og Michael Reizinger, fyrrum félagar Kluiverts hjá Ajax, gerðu samning við Mil- an fyrir þetta tímabil. -GH Svíar unnu Svíar sigraðu Rúmena, 1-0, á fjögurra þjóða knattspymumót- inu í Bangkok í gær og skoraði Anders Andersson sigurmarkið á 14. mínútu. Þá lögðu Tælend- ingar lið Japana, 1-0. Svíar og Tælendinar leika til úrslita á mótinu og Japanar og Rúmenar leika um þriöja sætið. -GH Ólafur í bann Aganefnd HSÍ úrskurðaði á fundi sínum í fyrradag Ólaf Sig- urjónsson, leikmann úr ÍR, í eins leiks bann og tekur Ólafur bémn- ið út á laugardag þegar ÍR sækir Eyjamenn heim í 1. deildinni. Jason í ham á afmælisdaginn Jason Ólafsson og félagar í Leutershausen unnu góðan úti- sigur á Wiesbaden, 26-27, í þýsku 2. deildinni í handbolta í fýrrakvöld, eins og fram kom í DV í gær. Jason, sem varð 25 ára sama dag, átti stórleik með Leutershausen, var markahæst- ur með 6 mörk og fékk mikið hrós í þýskum blöðum í gær. Sagt var að mörk hans hefðu öll verið á mikilvægum augnablik- um og hann hafi gert útslagið á lokakaflanum. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.