Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1997, Síða 4
4
FIMMTUDAGUR 13. MARS 1997
Fréttir__________________________________________
Skýrsla forsætisráöherra um þróun launa og lífskjara á íslandi:
Miklar skattahækkanir á
almenning vekja athygli
- skýrslan var hugsuö sem innlegg í samningaviðræðurnar, segir Ragnar Arnalds
„Þegar ég óskaöi eftir því við
forsætisráðherra að þessar upp-
lýsingar kæmu fram þá var ég
ekki síst með kjarasamningana í
huga. Ég vildi að menn gætu átt-
að sig á því hvernig lífskjörin
hafa þróast og versnað á mörgum
sviðum," sagði Ragnar Arnalds
alþingismaður í samtali við DV í
gær.
Ragnar óskaði eftir þessum
upplýsingum frá Davíð Oddssyni
forsætisráðherra I október síðast-
liðnum og var skýrslan lögð fram
í gær.
„Auðvitað er ekkert í þessari
skýrslu sem kemúr mér beint á
óvart. Menn höfðu grun um þetta
allt saman en það er afar gott að
fá svona heildaryfirlit yfir þessa
þróun. Það kemur fram vaxandi
fátækt í þessari skýrslu. Það sést
best með stóraukningu gjaldþrota
einstaklinga og vaxandi skuldum
Samgönguráöherra:
Neitar að gefa upp
kjör toppanna hjá
Pósti og síma
í svari til Ástu R. Jóhannesdótt-
ur, þingmanns jafnaðarmanna,
um kaup og kjör stjómenda hins
nýja hlutafélags Pósts og síma hf.
sem er 100 prósent í eigu ríkisins,
neitaði Halldór Blöndal sam-
gönguráðherra að gefa upp hver
þau eru.
Sagði ráðherra að ástæðan fyrir
því að Pósti og síma hafi verið
breytt í hlutafélag hafi verið að
klippa á tengslin við ríkið. Því
þyki sér ekki fært að óska eftir
þessum upplýsingum.
Ágúst Einarsson sagði í umræð-
um sem spunnust um þetta á AI-
þingi í gær að ráðherra færi með
rangt mál. Hér væri um hlutafélag
að ræða og samkvæmt hlutafé-
lagalögum gætu eigendur beðið
um allar slíkar upplýsingar.
„Eigendur hlutabréfa í Eimskip
geta staðið upp á aðalfundi félags-
ins og spurt hver séu laun Harðar
Sigurgestssonar forstjóra. Við-
komandi fengi svar þai- um þegar
í stað,“ sagöi Ágúst.
Guðmundur Ámi kallaði svör
samgönguráðherra hneyksli.
Hann spurði hvort þingmönnum
kæmi ekki við það sem væri að
gerast hjá Pósti og síma? Hann
spurði líka hvort það væri orðið
svo að löggjafarvaldinu kæmi ekki
lengur við það sem framkvæmda-
valdið aðhefst.
Ásta R. Jóhannesdóttir boðaði
utandagskrárumræður um þetta
mál.
-S.dór
20%
Aukin skattbyrði
18 - prósentur af tekjuskattstofni hjóna með tvö börn •
16
14
12
10
8
6
4
2
0
11,7 12
13,7
15,2
16,2 16,5
18,3
'90 '91 '92 '93
'94 '95
'96
heimilanna," sagði Ragnar Am-
alds.
Skýrslan nær yfír þróun launa
og lífskjara á íslandi árin 1991 til
1996 að báðum meðtöldum. Það er
margt sem kemur á óvart í skýrsl-
unni en fátt meira en sú mikla
hækkun á skattbyrði almennings
sem átt hefur sér stað. Skattbyrði
hjóna með 2 böm af tekjuskatts-
stofni hefur hækkað úr 11,7 pró-
sentum árið 1991 í 18,3 prósent
árið 1996.
Þá kemur fram að kaupmáttur
atvinnuleysisbóta hefur lækkað
úr vísitölunni 100 árið 1990 í 98,9
árið 1996.
Kaupmáttur grunnlífeyris aldr-
aðra og öryrkja hefur lækkað úr
vísitölunni 100 árið 1990 í 94,4
árið 1996. Ellilifeyrir með tekju-
tengingu og heimilisuppbótum
miðað við þróun launavísitölu
hefur lækkað úr vísitölunni 100
árið 1990 í 97,1 árið 1996 og ör-
orkulífeyrir úr vísitölunni 100 í
98,4.
Lyfjaverð hefur hækkað úr vísi-
tölunni 100 árið 1990 í 143,9 í
fyrra. Þá greiða notendur heil-
brigðisþjónustunnar 16,5 prósent
af kostnaði hennar í fyrra en 13,4
prósent árið 1990.
Gjaldþrotum einstaklinga hefur
fjölgað úr 414 árið 1990 í 871 árið
1996. Skuldir heimila jukust sem
hlutfall ráðstöfunartekna úr 75,2
prósentum 1990 í 127,1 prósent
árið 1996.
-S.dór
Dagfari
Vanþakklát stjórnarandstaða
Ríkisstjórnin hefur spilað út
trompunum sínum og tilkynnt að
hún hyggist lækka skatta. Það er
að vísu ekki mikið og ekki alveg
strax en samt ætlar hún að lækka
skatta og þegar hún hefur efnt lof-
orð sín um skattlækkanirnar ein-
hvem timann um næstu aldamót
verður hún búin að skila aftur um
fimm milljörðum króna af sköttum
sem hún ella hefði innheimt. Þetta
er að sjálfsögðu gífurlegur höfð-
ingsskapur og einstök tillitssemi
gagnvart skattborgurunum sem
hafa stöðugt kvartað undan skatt-
heimtu og skattaáþján og segjast
ekki geta lifað vegna skattaokurs.
Nú er þessari áþján af þeim létt og
nú getur fólk ekki kvartað lengur,
eftir að ríkisstjórnin hefur tekið
þessa ákvörðun, sem reyndar er
gamalt loforð sem ekki hefur verið
hægt að efna fyrr en nú, um að
lækka skattana seinna.
En betra er seint en aldrei og
það er góð og gjöful ríkisstjórn sem
tilkynnir að hún ætli ekki að inn-
heimta skatta sem hún gæti vel lát-
ið ógert ef hún innheimti óbreytta
skatta. Skattaprósentan lækkar en
hún hefði getað hækkað og hún
heföi getað staðið í stað og ríkis-
stjómin hefði getað náð inn þess-
um fimm milljörðum króna ef hún
hefði ekki tilkynnt að hún ætlaði
ekki að gera það.
Þess vegna er þetta ótvírætt ör-
læti hjá ríkisstjórninni þegar hún
gefur eftir skatta sem enn era óinn-
heimtir en yrðu innheimtir ef ekki
væri ákveðið að innheimta þá
ekki. Einmitt með vísan til þessar-
ar göfugmennsku ríkisstjómarinn-
ar er það með ólíkindum þegar
stjórnarandstaðan kemur fram á
þingi og heldur því fram að ríkis-
stjórnin sé ekkert merkilegt að
gera.
Stjórnarandstaðan segir að það
eina sem stjórnin sé að gera sé að
hún sé að skila til baka sköttum
sem hún hafí innheimt áður. Hún
er sem sagt ekki að hætta við að
innheimta skatta næstu árin, held-
ur er hún að skila til baka sköttun-
um sem hún hefur áður innheimt á
síðustu árum.
Stjórnarandstaðan segir að
stjórnin hafi innheimt meira í
sköttum heldur en ráðgert var og
þaö séu þessir umframskattar sem
greiðist nú til baka. Og ekki er
annað að heyra en stjómarandstöð-
unni finnist lítið til þess koma.
Hún er nánast að gagnrýna stjórn-
ina fyrir að skila sköttunum! Já,
það er vandlifað í henni veröld. Ef
ríkistjórnin hefði ekkert aðhafst og
ekki lækkað skattana, sem hún
annaðhvort hefur áður innheimt
eöa mundi innheimta í framtíð-
inni, þá væri hún skömmuð fyrir
of háa skatta.
Nú, þegar rikisstjómin ætlar að
lækka skatta, er hún skömmuð fyr-
ir það að gera ekki annað í skatta-
málum heldur en það að skila aftur
gömlum sköttum sem hún hefur
áður innheimt umfram það sem
menn ætluðu að innheimta! Hvern-
ig geta menn heimtað að ríkis-
stjórnin lækki skatta ef hún má
ekki lækka skattana öðru vísi en
að lækka skatta sem nemur þeirra
upphæð sem hún hefur hækkað
skattana? Og hver segir að skatt-
amir hefðu átt að vera lægri áður
en þeir vora hækkaðir og lækkaðir
aftur? Og hver segir að ríkisstjóm-
in sé að lækka skattana sem era
innheimtir skattar sem vora hærri
en reiknað var með? Vill kannske
stjórnarandstaðan að ríkisstjómin
skili ekki aftur gömlu sköttunum
en lækki einhverja aðra skatta sem
ekki era innheimtir? Er ekki betra
að fá lækkaða þá skatta sem búið
er að borga heldur en skatta sem
eftir er að borga? Ég bara spyr?
Hvers konar stjómarandstaða er
þetta? Dagfari