Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 5 Ársleyfið var aftur- kallað „Ég óskaði eftir ársleyfi frá störfum á fréttastofu Sjónvarps- ins til að takast á við nýtt verk- efni. Fréttastjóri minn og fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins voru hlynntir því að ég fengi ársleyfi. Það voru skilaboð sem ég fékk fyrir nokkrum vikum. Síðan kom það á daginn tveim- ur vöktum áöur en ég átti að fara í umrætt frí að þvi var hafnað í framkvæmdastjóm fyr- irtækisins og vísað til þar að lútandi reglna,“ segir Ólöf Rún Skúladóttir sem hefur sagt upp störfum á fréttastofu Sjónvarps- ins. Hún hefur verið ráðin rit- stjóri tímaritsins Allt sem mun koma út um næstu mánaðamót á vegum íslenska útgáfufélags- ins sem Þórarinn Jón Magnús- son hefur nýstofnað. Aðspurð um hvort óánægja hefði verið í kringum þetta mál sagði Ólöf Rún að vissulega hefðu verið mikil vonbrigði að ósk hennar um ársleyfi hefði verið hafnað. Ólöf Rún segist þó hafa trú á því að leiðir hennar og Sjónvarpsins kunni að liggja aftur saman í framtíðinni. -RR Sauöárkrókur: Stækkun íþróttahússins fjárfrekasta framkvæmdin DV, Akureyri: Ríflega helmingi af fram- kvæmdafé bæjarsjóðs Sauðár- króks á árinu verður varið til að ljúka stækkun íþróttahúss bæjar- ins en þær framkvæmdir hófust á síðasta ári. í ár á að verja um 90 milljónum króna til þess verks og þegar húsið verður tekið í notkun að nýju í haust hefur stækkun þess kostað á bilinu 140-150 millj- ónir króna. Af öðrum helstu framkvæmd- um bæjarsjóðs á árinu má nefna að unnið verður á lóðum fram- haldsskóla fyrir um 10 milljónir, fyrir 13 milljónir við veginn um Sæmundarhlíð, 12 miUjónir fara til innréttinga Safnhúss og annarri eins upphæð verður varið til hátíðahalda, fyrst og fremst vegna 50 ára kaupstaðarafmælis. Alls munu framkvæmdir bæjar- sjóðs á árinu kosta um 170 millj- ónir króna. Gert er ráð fyrir að rekstur bæj- arsjóðs muni skila um 50 milljón- um króna hagnaði eftir fiár- magnstekjur en útkoman er nei- kvæð um 85 milljónir þegar fiár- festingar hafa verið reiknaðar inn. Afborganir lána verða um 90 milljónir króna og ný lán að upp- hæð um 150 milljónir króna verða tekin. -gk Úrval-Útsýn: Tilboð á sólar- ferðum Ferðaskrifsofan Úrval- Útsýn býður 5.000 króna afslátt á mann í nokkrar brottfarir í sumar til Portúgals og Mallorca. í fréttatil- kynningu frá ferðaskrifstofunni segir að tilboðið standi í viku og miðist við að gengið sé að fullu frá greiðslu við bókun, ýmist með pen- ingum, korta- eða raðgreiðslum. Innifalið er flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk far- arstjórn og aukagjöld. _________________________________________________________%éttir Daði Guðmundsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur: Verkfall hefði staðið í tvær til þrjár vikur - og óvíst að mörg fyrirtækin hér fyrir vestan hefðu farið af stað aftur „Auðvitað var slæmt að þurfa að fresta boðuðu verkfalli og að sjálf- sögðu veikir þetta okkur. Allt svona veikir. Ég var búinn að heyra hljóðið í mörgmn héma. Eftir þau samtöl mat ég stöðuna þannig að ekkert væri hægt að gera í okkar samning- um fyrr en búið væri að telja i at- kvæðagreiðslunni hjá Verkamanna- sambandinu og Dagsbrún/Framsókn. Það lá alveg ljóst fyrir að atvinnurek- endur hér gætu ekkert gert meðan ótalið væri. Þá horfði maður fram á að fyrir höndum væri tveggja til þriggja vikna verkfall. Ef nýju samn- ingamir verða samþykktir úti um land þá gætum við ef til vill knúið fram eitthvert smáræði sem engu máli skipti fyrir okkur. Þá er fólk búið að tapa launum í tvær til þrjár vikur sem aldrei gætu unnist upp aft- ur. Við vitum að atvinnureksturinn á Vestfiörðum stendur ekki betur en annars staðar, nema síður sé. Ég ótt- aðist því að sum af þessum fyrirtækj- um myndu ekki fara af stað aftur eft- ir svona verkfall,“ sagði Daði Guð- mundsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur, þegar DV spurði hann um ástæðuna fyrir frestun á boðuðu verkfalli félagsins. Þessi frestun í Bolungarvík varð til þess að önnur félög fyrir vestan frest- uðu líka uns Baldur á ísafirði og fé- lagið á Patreksfirði stóðu ein uppi. Þegar svo var komið var ákveðið að öll verkalýðsfélögin á Vestfjörðum frestuðu boðuðu verkfalli til 23. apríl. Daði segir það vissulega mjög slæmt að þetta skuli hafa farið svona, að samstaða var ekki fyrir hendi. Hann segir að áður en Bolvíkingarn- ir frestuðu hefðu þeir verið búnir að biðja önnur félag innan Alþýðusam- bands Vestfiarða að gera það líka. „Forystumenn þeirra vildu það ekki og báðu okkur þess í stað að verða þeim samstiga. Þá greindi ég þeim frá því hver staðan væri í Bol- ungarvík og eftir fund í félaginu sá ég fram á að meirihlutinn vildi fresta verkfallinu. Þá var ekkert um annað að gera en veröa við því,“ sagði Daði Guðmundsson. -S.dór [BYHGU Sjalfskipt Almera aðeins kr. 1.498.000.- hvort heldur 4ra eða 5 dyra. mm •i --•*■* *'**&:,' -••• ... Búnoður fllmera: Vökvastýri Hæðarstilling á stýri Loftpúði í stýri (Air Bag) Samlæsingar á hurðum Rafdrifnar rúður Rafstýrðir speglar NATS - þjófavörn Styrktarbitar í hurðum Stillanleg hæð framljósa Höfuðpúðar á aftursæti Tvískipt aftursæti Útvarp m/kassettutæki 4 hátalarar Stillanleg hæð bílbelta Bílbeltastrekkjarar Hemlaljós í skottloki Frjókornasía Stafræn klukka í mælaborði Rúðuþurrkur að aftan (5 dyra) Opið um helgina frá kl. 14- 17 * •VP.s.i NI5SAN Ingvar Helgason hf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.