Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Blaðsíða 15
X>'\r LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 15 (slendingar hafa fariö meö sjálfstjórn innanlandsmála sinna í um áttatíu ár og fagnaö sjálfstæöu lýöveldi þann 17. júní ár hvert í melra en hálfa öld. En þaö er afar skammur tími í lífi þjóöar. DV-mynd S Merkileg átök eiga sér stað í samtímanum milli tveggja strauma. Annars vegar er það ver- aldarvæðing viðskipta og sam- skipta 1 víðtækustu merkingu þess orðs. Hins vegar harðvítugar deilur innan þjóðríkja sem í ýms- um tilvikum leiða beinlínis til sundurlimunar ríkisins, einkum vegna ólíkra trúarbragða og/eða tungumáls íbúanna. Samtímanum hættir hverju sinni til að líta á ríkjandi ástand sem eðlilegan og sjálfsagðan hlut - jafnvel þótt það sé sögulega séð nýtilkomið og sífelldum breyting- um undirorpið. Þetta á meðal annars við um sjáifa hugmyndina um þjóðríkið, sem hefur sett mikinn svip á tutt- ugustu öldinna, bæði til góðs og ills. Hvað er þjóð? íslendingar telja sig væntanlega ekki eiga í neinum erfiðleikum með að svara spurningunni „Hvað er þjóð?“ fyrir sitt leyti. Lega landsins hefur séð fyrir því að móta þjóðernisvitund meðal af- komenda norrænna víkinga og írskra þræla á þessari löngum af- skekktu eyju. Auk þess er tungu- málið eitt og hið sama á öllu land- inu og trúarbrögðin að mestu líka, með vel yfir níutíu af hundraði landsmanna innan lút- ersku þjóðkirkjunnar. Samt voru íslendingar um margar aldir innlimaðir í önnur þjóðríki - fyrst Noreg og síðar Danmörku - og virtust lengst af sætta sig bærilega við það fyrir- komulag. Eiginleg sjáifstæðisbar- átta hófst aðeins fyrir um einni og hálfri öld eða svo, og þá voru reyndar margir sem töldu af og frá að rétt væri að slíta aldagömlu bandalagi við Dani. Mörg önnur þjóðríki eru ekki eins heppin og íslendingar að þessu leyti. Staðfestingu þess má sjá daglega í fréttum sem hingað berast í stríðum straumi utan úr heimi og lýsa erfiðri sambúð inn- an landamæra þjóðríkja, beinum átökum milli þjóðarbrota og jafn- vel heiftarlegum og mannskæðum borgarastyrjöldum. Eiga sér skamma sögu Sögulega séð eru þjóðríki til- tölulega nýleg uppfinning. Bent hefur verið á að þótt Fom-Grikk- ir hafi litið á sig sem eina þjóð þá hafi þeir ekki myndað eitt sér- stakt þjóðríki. Þvert á móti áttu þeir heima í mörgum sjálfstæðum þéttbýliskjörnum, svonefndum borgríkjum, sem gjaman áttu í útistöðum hvert við annað. Það var reyndar ekki fyrr en á miðöldum sem fyrstu eiginlegu þjóðríkin komu til sögunnar. Þar fóm Bretar og Frakkar í farar- broddi. Sum önnur helstu þjóðríki Evrópu urðu hins vegar ekki til fyrr en á síðustu öld, en þá sam- einuðust til dæmis mörg smáríki í eina heild þar sem nú era Þýska- land og Ítalía. Það er því fyrst og fremst sú öld sem nú er á síðasta sprettinum sem kallast getur öld þjóðríkj- anna. Svo rækilega bjó sú hug- mynd um sig í höfði stjómmála- manna, herforingja og stundum almennings líka, að á þessari öld hafa verið búin til þjóðriki svo tugum skiptir - oft án þess að taka raunveralegt tillit til þess fólks sem sópað hefur verið sam- an innan landamæra sem dregin era með reglustiku á landakort. Afleiðingamar þekkjum við m.a. af fréttum síðustu ára. Þetta gerðist ekki aðeins í Afr- íku, sem er þó alræmdasta dæmið um ný þjóðríki sem mynduð vora með þessum hætti, heldur líka í Evrópu. Eftir fyrri heimsstyrjöld- ina var Tékkóslóvakía búin til á Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri þennan hátt, þótt þar væri fólk af ólíku þjóðemi. Það hefúr tvívegis liðast í sundur - í seinna skiptið meö friösamlegum hætti í tvennt, Tékkland og Slóvakíu. Júgóslavía er annað dæmi um þjóðríki sem var búið til og síðan haldið saman um áratuga skeið með einræði og hervaldi. Þar var niðurstaðan ekki jafh friðsamleg og i Tékkóslóvakíu. Blóðugt borg- arastríð, þar sem óhugnanleg hryðjuverk vora unnin á óbreytt- um borguram, leiddi að lokum til þess að „þjóðríkið" sundurlimað- ist í nokkur ríki - svo sem Króa- tíu, Bosníu og Serbíu. Utan Evrópu hefur mörg hörm- ungarsagan fylgt fæðingu nýrra ríkja. Nægir þar að minna á þann hrylling sem fylgdi í kjölfar þess að Bretar gáfú Indlandi sjálfstæði skömmu eftir síðari heimsstyrj- öldina. Nýlendmmi var skipt upp í tvö sjálfstæð ríki, Indland og Pakistan. Því fylgdu hræðileg fjöldamorð á hundruðum þúsunda manna. Nokkram áratugum síðar varð annað blóðugt krampakast á Indlandsskaganum þegar Pakist- an klofnaði í tvennt og þriðja rík- ið, Bangladesh, varð til. „Engin landamæri" Mörg ógnarverkin 'hafa verið unnin í nafni einstakra þjóðríkja. Stjórnmálamönnum hefur reynst alltof auðvelt að æsa upp sjúklega þjóðemishyggju í samlöndum sín- um og etja þjóðum saman, ekki síst á tímum takmarkaðra sam- skipta þjóða á milli. Slikir lýð- skrumarar ná reyndar sums stað- ar enn verulegum árangri með áróðri sínum, svo sem sjá má af fylgisaukningu öfgamanna til hægri í Frakklandi að undan- fómu. Það er von margra að sú mikla bylting, sem orðið hefur í sam- göngum, viðskiptum og fjölmiðl- un hin síðari ár, muni vinna kröftuglega á móti slíkum öfgum. Sumir spá því reyndar að þróunin muni ganga svo langt að hefð- bundin þjóðríki hljóti smám sam- an að missa gildi sitt og tilvera- grandvöll. Það era risavaxin, alþjóðleg fyr- irtæki sem era í fararbroddi þess- arar þróunar. Líklega má segja að kjörorð þessara viðskiptarisa megi finna í eftirfarandi yfirlýs- ingu eins þeirra í alþjóðlegri aug- lýsingu: „Á plánetunni Reebok finnast engin landamæri!" Þróunin í átt til slíkrar verald- arvæðingar viðskiptanna er langt á veg komin í Evrópu, Ameríku og Asíu og tilraimir einstakra þjóðrikja til að hindra framsókn risanna hafa yfirleitt mistekist. Það á jafnvel við um Japani, sem era þó frægir fyrir að reyna að hygla eigin fyrirtækjum á kostnað annarra. Þótt þeir hafi náð tak- mörkuðum, væntanlega tíma- bundnum árangri á sumum svið- um fær t.d. McDonald’s fleiri við- skiptavini þar í landi en nokkur önnur veitingahúsakeðja. Og Kentucky Fried Chicken er í öðra sæti. Svipuð þróun á sér stað í mörg- um öðrum greinum viðskiptalífs- ins. Risamir ná til neytenda í fleiri og Qeiri löndum með vörur sínar og þjónustu, m.a. með að- stoð byltingarinnar í tölvusam- skiptmn og fjölmiðlun. Vart þarf að taka fram að enskan er tungu- mál þessarar flóðbylgju sem er t.d. að veraldarvæða enn frekar þá afþreyingu og þær upplýsingar sem berast jarðarbúum. Hvað með lýðræðið? Bandaríski prófessorinn Benja- min R. Barber hefur síðustu miss- eri ritað bækur og greinar um þessa tvo ólíku strauma í samtím- anum - en hann kennir þá annars vegar við heilagt stríð - Jihad, en hins vegar við ímynd hinna al- þjóðlegu risa - McWorld. Barber hefur ekki síst áhyggjur af því hvað verði um lýðræðið í veröld þar sem kjörin þjóðþing og ríkisstjórnir muni hafa næsta litla möguleika á að hafa áhrif á gang mála því að hin eiginlegu völd verði hjá risafyrirtækjunum. Þetta muni gerast á sama tíma og áfram verði dregið úr umsvifum ríkisvaldsins víða um heim. Sjálfur bendir hann ekki á neina markvissa lausn á þessum vanda en setur réttilega fram þá almennu skoðun að ef varðveita eigi lýðræðislega stjórnarhætti þurfi að finna „þriðju leiðina" sem liggi á milli úreltrar ríkisfor- sjár og óheftrar ráðsmennsku hinna alþjóðlegu viðskiptarisa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.