Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Blaðsíða 50
» ikvikmyndir Kringlubíó - Jói og risaferskjan: ★★★ Siglt í ferskju til New York Roald Dahl er minnst sem frábærs rithöfundar og mikils sagnameistara sem var jafnvígur á sögur fyrir böm og fullorðna. Það eru sjálfsagt hinar frábæru barnasögur hans sem munu halda merki hans á lofti um ókomna framtíð. Á stuttum tíma hafa verið gerðar tvær ólíkar kvikmyndir eftir tveimur þekktum barnasögum hans, MatthUda og Jói og risaferskjan. MatthUdur, sem sýnd var fyrir stuttu, var mjög vel heppnuð leikin mynd en í Jói og risaferskjan (James and the Giant Peach) er blandað Sciman á dálítið sérstakan máta leiknum og teiknuðum atriðum. Þegar þeir sem stóðu að gerð ein- hverrar bestu teiknimyndar síðari ára, The Nightmare Before Christmas, með þá Tim Burton og Henry Selick í broddi fylkingar, taka fyrir eina af frægustu sögum Roalds Dahls þá er búist við miklu. Þeir félagar standa undir vænting- unum að mörgu leyti þótt Jói og risaferskjan sé aUs ekki eins vel heppnuð og jólaævin- týri þeirra. Sagan um hinn munaðarlausa Jóa, sem býr hjá vondum frænkum sínum og ferðast í risa- ferskju ásamt skondnum félögum, frá Englandi til New York, er vel kunn og hin skemmtUegasta og vel til þess fallin að kvikmynda. Það er líka margt vel gert í myndinni, skipting miUi leikinna atriða og teiknaðra er vel heppnað og vel er farið með texta en meðal þeirra sem lesta fyrir ferðafélaga Jóa eru Richard Dreyfuss, David Thewlis og Sus- an Sarandon. Það virðist þó vanta einhvem neista í myndina. Hinar kúnstugu aukaper- sónur ná aldrei almennilega til áhorfendans, nema helst frænkumar iUu sem falla vel inn í þann teiknimyndaramma sem er umgjörðin í kringum myndina, þá hefur Randy Newm- an (Toy Story) gert betri lög en hann gerir hér. Leikstjóri: Henry Selick. Handrit: Kartey Kirkpatrick og Jonathan Roberts. Kvikmyndataka: Pete Kozachik og Hiro Narita. Tónlist og lög: Randy Newman. Aðalleikarar: Paul Terry, Pete Postlethwaite, Joanna Lumley og Miriam Margolyes. Raddir: Richard Dreyfuss, Simon Callow, Susan Sarandon og David Thewlis. Hilmar Karlsson 101 dalmatíuhundur ★★'i Doppóttur tískuheimur 101 doppóttur hvolpur eru tUvaldir tU að halda 1001 bami heUluðu í sæti sínu. Doppur em jú í tísku þetta árið, segir Cruella De VU (Glenn Close). Það er hins vegar dálítið erfítt að átta sig á því hvort 101 dalmatíuhundur sé aðaUega ætluð bömum, líkt og athugasemdin um doppu- tískuna gefúr tU kynna. Söguþráðurinn er sá að tískudrottningin CrueUa er afskap- lega hrifm af því að klæða sig í dýrahúðir og kýs helst feldi dýra í útrýmingarhættu. Þó 101 dalmatíuhundur geti varla talist neðri hættumörk Rokkast hvolpamir und- ir dýr sem ekki þykir siðlegt að klæðast. Eigendm- hundaforeldranna Pongós og Perdýar vUja ekki selja CrueUu hvolpa og því tekur hún tU sinna ráða og stelur þeim. Eitt vanda- málið hér er úrræðaleysi og einfeldni hundaeigendanna Rogers (Jeff Daniels) og Anitu (Joely Richardson), hverra hlutverk em með öUu liUaus og leiðinleg og faUa gersamlega í skuggann fyrir CmeUu, stórskemmtUegri og vel leikinni, og aðstoðarbófa hennar Jaspers (Hugh Laurie) og Horace (Mark WUliams). Þó að dýrunum sé stiUt upp sem aðalbjarg- vættunum - það eru samtök dýra sem bjarga hundahemum - er skorturinn á hinni mannlegu mótstöðu fáránlegur og tUheyrir heimi teiknimyndarinnar en gengur ekki upp i leikinni mynd. Hins vegar er það imdirstrikað að það er illmennið sem selur myndina, líkt og iUmennið selur tölvuleik Rogers, þannig að kannski á þetta bara að vera svona? Myndin ber þess öll merki að eiga rætur sínar að rekja til teiknimyndar, og tekst að skapa sannfærandi fantasíuheim líkt og í teiknimyndum, en síðan vantar úrvinnslu, þannig að út kemur heldur fölleit (ef ekki doppótt) eftirmynd. En þrátt fyrir þessa gaUa em hundamir hundrað og einn vel þess virði að berja augum, þó ekki væri nema fyrir illkvendið CrueUu. -úd Stjörnubíó/Laugarásbíó/Bíóhöllin - Undir fölsku flaggi: ★★★ Úlfur í sauðargæru Undir fölsku flaggi (The DevU’s Own) fjaUar um tvo menn af írskum ættum, annar er skæruliði IRA sem horfði átta ára gamaU á föður sinn myrtan af grímuklæddum manni. Líf hans hefur frá því andartaki verið ofbeldisfuUt. Þegar Francis McGuire (Brad Pitt) er sendur tU New York á vegum IRA fer þar ungur maður með sakleysislegt yfirbragð en hefúr á samviskunni tugi mannslífa. í New York er honum kom- ið fyrir hjá írskættaða lögreglumann- inum Tom O’Meara (Harrison Ford) og fjölskyldu hans. O’Meara hefur ver- ið lögreglumaður í 23 ár en aðeins hleypt af byssu fjórum sinnum á ferli sínum. Hann er maðin, sem hefur heiðarleikann að leiðarljósi. Þessum tveimur mönnum verður vel tU vina, McGuire finnur loks fjölskyldu sem hann dáir, en þegar á reynir er of seint fyrir hann að snúa við. Undir fölsku flaggi er að mörgu leyti áhugaverð. í myndinni er fjahað um IRA-skæruliða á mannlegan máta, eitthvað sem sjaldan sést í HoUywoodmyndum og hann á samúð áhorfenda. í þessu viðhorfi liggur einnig helsti gaUi myndarinnar, þar sem McGuire á einnig að vera sá vondi í myndinni og þetta gengur einfaldlega ekki upp og jafnreyndur leikstjóri og Alan J. Pakula hefði átt að sjá það. Kannski er ekki við hann að sakast. Það er greinUegt að lagt or upp með að hafa jafnræði á miUi þeirra Harrison Ford og Brad Pitt og má því segja að markaðslögmálið vinni gegn myndinni, sem hefur margt gott við sig, en ristir ekki nógu djúpt tU aö hægt sé að tala um að hún sé vel heppnað drama og sem spennumynd nær hún sér heldur ekki almennUega á flug. Brad Pitt (með ágætan írskan hreim) og Harrison Ford hafa báðir gert betur enda eru þeir aUs ekki að leika heUsteyptar persónur heldur mótsagnakenndar. Leikstjóri: Alan J. Pakula. Handrit: David Aaron Cohen, Vincent Patrick og Kevin Jarre. Kvik- myndataka: Gordon Willis. Tónlist: James Horner. Aðalleikarar: Harrison Ford, Brad Pitt, Treat Williams, Margaret Colin og Ruben Blades. Hilmar Karlsson LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 Liam Neeson leikur Michael Collins í mynd þar sem fólk skyggnist inn í líf og dauða á írlandi, bar- áttu manna fyrir sjálfstæöi og pólitíkina og baktjaldamakkiö í kringum persónurnar. Michael Collins frumsýnd í Sambíóunum í gærkvöld: Líf og dauði upp- reisnarmannsms í fjóra áratugi hafa kvikmyndagerðarmenn ver- ið að velta vöngum yfir sögu þessa þekkta írska uppreisnarmanns og lýðveldissinna. John Ford og John Huston, menn með irskt blóð í æðum, hafa báðir gælt við hugmyndina, Robert Redford íhugaði að gera mynd um CoUins og á 9. áratugnum heimsóttu Michael Cimino og Kevin Costner eyjuna grænu tU þess að skoða aðstæður, báð- ir með uppkast að handritum um frelsishetj- una. Ekkert hefúr orðið úr gerö kvikmyndar um Michael CoUins fyrr en nú að írski leikstjórinn Neil Jordan, sem þekktast- ur er fyrir The Crying Game og Interview with the Vampire, lauk myndinni á 14 vikum í okt- óber síðastliðn- um. Stjórnaði IRA CoUins er kannski ekki mjög þekktur utan írlands en hann stjóm- aði sveitum IRA á sínum tíma og skipti miklu í sambandið við strið írlands fyrir frelsi 1919. Hann stjórnaði samningnum við Breta árið 1922 um þátttöku Bretanna á írlandi. Sá samningur hefur verið við lýði aUt fram á þennan dag. Suðurhluti landsins stjómar sér sjálfur en Norður-írland er hluti af Bretiandi. Borgarastríð braust út 1922 þegar menn vUdu sameina landið og gera það sjálfstætt og óháð Englandi. í því stríði var CoUins myrtur, að- eins 31 árs. Þekktir leikarar UmdeUt lif, og ekki síður dauði, þessa merka uppreisnarmanns og eins miktivægasta manns í írskri pólitík á þessari öld, sem reyndar er oft litið framhjá, tryggði leikstjóranum, Neil Jord- an, Gullna ljónið á kvikmyndahátíðinni í Fen- eyjum fyrir bestu mynd ársins 1996. Leikarinn Liam Neeson fékk verðlaun fyrir bestan leik. Auk Liams stendur hópur stórleikara aö gerð þessarar myndar. Aidan Qinn (Legends of the FaU), leikur Harry Boland, besta vin CoUins en þeir betjast um ástir Kitty Kieman (Juliu Ro- berts, Pretty Woman), Álan Rickman (Die Hard, Sense anda Sensibility) er Eamon De Valera, leiðtogi írsku þjóðernissinnanna og lærifaðir CoUins þangað tti valdabarátta stíar þeim í sundur. Stephen Rea (The Crying Game, Interview with the Vampire) leikur heim- tidamann CoU- ins, Ned Broy. Andvaka yfir myndinni „Ég hef aldrei verið eins and- vaka yfir nokk- urri mynd eins og ég var yfir Michael CoU- ins en ég á ekki eftir að gera eins mik- ilvæga mynd,“ segir leikstjóri myndarinnar, NeU Jordan. Hann segir að þótt aðeins séu um 75 ár síðan CoUins lifði sé fjölmargt í lífi hans afskap- lega dulið. Jor- dan segist sjálf- ur hafa rann- sakað ræður og skjöl CoUins og valið úr þeim þaö helsta og markmiðið hafi verið að gefa eins sannferðuga mynd af CoUins og kostur væri án þess að ofgera í dramatík- inni. Hann segir að hér sé mjög sönn mynd á ferðinni. „Með hliðsjón cif ýmsu sem óljóst er í tengslum við dauða CoUins varð ég að draga ákveðnar ályktanir. Ein er sú að Eamon De Valera hafi verið i nágrenninu þegar morðið var framið, og það er rétt. Arrnað er að CoUins hafi verið að reyna að koma friðarfundi mtili andstæðra fylkinga í borgarastríðinu, og það er líka rétt. Það þriðja er að CoUins hafi verið skotinn úr launsátri af liðhlaupum á leið á fund, og það tel ég vera rétt. Úr þessum hlutum hef ég búið tti dramatíkina á lokamínútum myndarinnar, til- raun CoUins til þess að hitta De Valera, van- geta De Valera til þess að takast á við málið og loks hinn ungi nafitiausi maður sem skipulegg- ur fyrirsátina og drepur CoUins,” segir leik- stjórinn. Michael Collins og besti vinur hans berjast um ástir Kitty Ki- ernan. Hún er leikin af Juliu Roberts.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.