Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Blaðsíða 28
28
helgamðtalið
LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997
„Þegar menn fara að gera sér betur grein fyrir mínum skoöunum þá munu þeir sjá að þær eru það eina sem gildir. Kirkjan getur ekki staðið í stað og verð-
ur að taka breytingum," segir dr. Gunnar Kristjánsson m.a. í opinskáu viðtali við helgarblaðið. Hér er hann inni f Reynivallakirkju. DV-myndir ÞÖK
Doktor Gunnar Kristjánsson, eitt fjögurra biskupsefna, segir kirkjuna forðast að taka afstöðu:
Dapurleg þróun í kirkjusög-
unni sem verður að snúa við
- metur sigurlíkur sínar alveg jafn miklar og annarra biskupsefna - segist ekki vera meirihlutamaður
Ekki llður á löngu þar til kosið
verður um nýjan biskup í stað Ólafs
Skúlasonar sem lætur af embætti
um næstu áramót. Prestar þessa
lands og nokkrir leikmenn munu
síðla komandi sumars fá að velja á
milli þeirra fjögurra aðila sem lýst
hafa yfir framboði til biskups. Þetta
eru þau séra Áuður Eir Vilhjálms-
dóttir, prestur í Þykkvabæ, dr.
Gunnar Kristjánsson, prestur á
Reynivöllum í Kjós, séra Karl Sigur-
björnsson, prestur í Hcdigríms-
kirkju, og Sigurður Sigurðarson,
vígslubiskup í Skálholti.
Frambjóðendumir verða á næst-
unni kynntir til sögunnar í helgar-
blaði DV eftir því sem aðstæður
leyfa og fyrstur til að ríða á vaðið er
dr. Gunnar Kristjánsson. Við tókum
hús á honum að prestssetrinu á
Reynivöllum í vikunni en svo
skemmtilega vill til að í dag mun
Ólafur Skúlason biskup setja Gunn-
ar inn í embætti prófasts Kjalar-
nessprófastsdæmis sem hann tók
við um síðustu mánaðamót af séra
Braga Friðrikssyni. Athöfnin fer
fram í Reynivallakirkju.
Sá sjötó á Reynivöllum
frá
Gunnar hefur verið prestur á
Reynivöllum i tæp 19 ár og er ein-
ungis sjötti presturinn frá því nú-
verandi kirkja var byggð árið 1859 á
þessu foma kirkjubóli. Fyrir utan
kirkjuna, sem er með eldri timbur-
kirkjum í Skálholtsbiskupsdæmi, er
stytta af sr. Halldóri Jónssyni sem
þjónaði þar í hálfa öld, frá 1900 til
1950, þannig að prestamir hafa set-
ið lengi að Reynivöllum. Aðspurður
segir Gunnar það ekki óeðlilegt því
brauðið sé gott og afskaplega þægi-
legt að búa í kyrrð sveitarinnar í
Kjósinni, í hæfilegri fjarlægð frá ys
og þys höfuðborgarinnar.
Gunnar lítur á sig sem borgar-
bam þrátt fyrir að hafa fæðst á
Seyðisfírði. Foreldrar hans, Krist-
ján Gunnarsson skipstjóri og Emma
Guðmundsdóttir húsmóðir, stopp-
uðu stutt við á Seyðisflrði eftir að
Gunnar fæddist, sá þriðji af fimm
systkinum, og fluttust þau til
Stokkseyrar. Þar dvöldust þau í eitt
ár og fóru þaðan til Reykjavíkur.
Gunnar ólst upp í Laugarneshverf-
inu til 14 ára aldurs en þá færði fjöl-
skyldan sig um set vestur á Sel-
tjamarnes. Nesiö var að byggjast
upp á þeim tíma og fjölskylda Gunn-
ars með fyrstu íbúum svæðisins í
núverandi mynd.
Ætlaði ekki í prestsskap
Ungur að árum kynntist Gunnar
unglinga- og æskulýðsstarfi innan
KFUM og þjóðkirkjunnar og þar
segir hann áhugann hafa kviknað á
guðfræði og trúarheimspekilegum
málefnum, án þess þó að hann ætl-
aði sér endilega að verða prestur.
Sú ákvörðun hafi ekki verið tekin
fyrr en að loknu guðfræðiprófi frá
Háskólanum vorið 1970. Hann hafi
sem krakki ákveðið að ganga
menntaveginn og þótt faðir hans
hsifi verið skipstjóri þá langaði
hann ekki til að verða sjómaður.
Hann hafi engu að síður ávallt haft
sterkar taugar til hafsins enda
margsinnis farið á sjó með föður
sínum.
Gunnar lauk mastersnámi í guð-
fræði frá háskólanum í Boston í
Bandaríkjunum árið 1971 og kom þá
heim til íslands til að taka við sínu
fyrsta brauði, Vallanesi austur á
Héraði. Þar þjónaði hann í fjögur ár
eða til 1975. Eiginkonu sinni, Önnu
M. Höskuldsdóttur kennara, kynnt-
ist Gunnar á Fljótsdalshéraði en
hún starfaði þá sem stundakennari
við húsmæðraskólann á Hallorms-
stað. Höskuldur, stjúpsonur Gunn-
ars, er vélvirki og búfræðingur.
Menningarsjokk í
Vallanesi
Gunnar segir dvölina i Vallanesi
hafa gefíð af sér mikla og góða
reynslu. Að koma beint frá Boston
hídi verið ákveðið menningarsjokk,
koma úr fjölmenni í fásinni þar sem
kirkjulegt starf var þungt i vöfum.
Slíkt lifi enginn af nema að hafa
sterka trú og hugsjón.
Næst lá leið þeirra til Þýskalands.
Þau bjuggu í Ruhr-héraði næstu
þrjú árin á meðan Gunnar var að
ljúka doktorsnámi frá háskólanum í
Bochum. Ritgerð sína um Heimsljós
Halldórs Laxness varði hann sum-
arið 1978 en nafnbótina fékk hann
ári síðar að loknu doktorsprófi. En
af hverju doktorsritgerð um Heims-
ljós? Hann segir þá ákvörðun fyrst
og fremst hafa verið guðfræðilegs
eðlis þótt vissulega hafi hann einnig
haft mikinn áhuga á bókmenntum
og ritstörfum.
Guðfræði út á við
„Halldór er einn af okkar mestu
rithöfundum fyrr og síðar. Hann
hefur náð að túlka íslenskt þjöðlíf
og náð til þjóðarinnar. Ástæðan fyr-
ir því að ég fór að rannsaka Heims-
ljós var sú að mín framhaldsmennt-
un í guðfræði byggðist á svokallaðri
menningarguðfræði, þ.e.a.s. á túlk-
un menningarinnar með aðferðum
guðfræðinnar. Þetta er guðfræði út
á við, í stöðugu samtali við bók-
menntimar, listirnar og þjóðlífið.
Þess vegna lá það beint við að fara
þessa leið til að skilja betur íslenskt
þjóðlíf. Laxness er nefnilega ein-
staklega áhugaverður fyrir guð-
fræðinga því hann hefur svo mikla
og djúpa þekkingu á guðfræði og
kristinni trú. I verkum hans sam-
einast sterkir straumar bæði í ís-
lenskri og evrópskri menningu,"
segir Gunnar um doktorsritgerðina
og Laxness.
Svigrúm til annarra
starfa
Árið 1978 komu þau á ný til ís-
lands og eina prestakallið sem þá
var laust var Reynivallaprestakall í
Kjós. Gunnar segir að þau hafi
hugsað sér að setjast að í Reykjavík
en ekkert brauð hafi verið þar á
lausu. Því var ákveðið að slá til og
fara til Reynivalla.
„Hér er að mörgu leyti mjög gott
að vera. Við höfðum verið í Þýska-
landi í þrjú ár og vorum þakklát fyr-
ir aö fá aö komast heim í islenska
náttúru. Við höfðum áhuga á að
vera í sveit, a.m.k. í einhvern tíma,
og vorum hér með kindur í 17 ár og
svo með nokkra hesta núna. Alltaf
verið með heyskap og sinnt jörðinni
eins og þörf er á. Við erum útivi-
starfólk og ferðumst mikið á hestum
um landið á sumrin. Anna kennir
hér við grunnskólann að Ásgarði og
ég hef haft svigrúm til rannsókna-
starfa, ritgerðasmíða, kennslu í Há-
skólanum, gerð útvarpsþátta, flutn-
ings fyrirlestra og margs fleira sem
nálægðin við höfuðborgina hefur
ekki síst leyft mér,“ segir Gunnar
og er næst spurður hvort það hafi
aldrei hvarflað að þeim hjónum að
fara frá Reynivöllum. Hann segir þá
stöðu ekki hafa komið upp af neinni
alvöru. Hann hafi aldrei sótt um
prestakall annars staðar.
Úánægia með fram-
göngu Geirs
En það var í fyrra sem Gunnar
sóttist eftir öðru trúnaðarstarfi en
þó annars eðlis, en það var for-
mannsstóllinn í Prestafélagi Is-
lands. Með viku fyrirvara ákvað
hann að bjóða sig fram gegn sitjandi
formanni, séra Geir Waage i Reyk-
holti. Hvað olli þeirri ákvörðun?
„Það var eiginlega tvennt. Ann-
ars vegar mikill þrýstingur frá
prestum sem komu að máli við mig
og lögðu hart að mér að gefa kost á
mér sem formaður Prestafélagsins.
Hins vegar var það sú mikla óá-
nægja sem ég fann fyrir með fram-
göngu séra Geirs í ýmsum málum
kirkjunnar í fyrra, á þessu erfiða
ári i sögu þjóðkirkjunnar. Ég var á
þeirri skoðun einnig. Mér fannst
séra Geir hafa farið offari og ýmsir
helstu stuðningsmanna hans líka.
Ég tek það fram að við séra Geir
höfum eftir sem áður gott samstarf
að ýmsum málum.“
Svo fór að Geir náði endurkjöri
en með naumindum. Aðeins mun-
aði fjórum atkvæðum á þeim Gunn-
ari. Hann segir að hefði fyrirvarinn
verið meiri á framboði hans þá
heföi niðurstaðan án efa orðið önn-
ur. Framboð hans hafi að vísu kom-
ið flatt upp á marga og verið rang-
túlkað, m.a. sem stuðningsframboð
við Ólaf Skúlason. Gunnar segir að
svo hafi alls ekki verið, framboðið
hafi fyrst og fremst orðið til vegna
andstöðu við framgöngu séra Geirs
sem formanns. En skyldi Gunnar
hafa orðið tapsár?
Vítahringinn varð að
rjúfa
„Nei, alls ekki. Ég tók þetta á eng-
an hátt persónulega. Þetta voru lýð-
ræðislegar kosningar og niðurstöð-
um úr þeim verður maður að hlýta.
Ég mun ekki bjóða mig aftur fram
til formanns, hef ekki áhuga á að
standa í kjarabaráttu og þess háttar.
Kosningarnar snerust bara um allt
aðra hluti. Þær snerust um það
öldurót sem ríkti innan þjóðkirkj-
unnar, fyrst og fremst vegna Lang-
holtskirkjudeilunnar og biskups-
málsins. Þetta voru tvö mál sem
kirkjunni sjálfri tókst ekki að ráða
við með góðu móti. Innbyrðisdeilur
milli manna komu upp og ástandið
var orðið mjög alvarlegt. Prestamir
liðu mest fyrir þetta, ekki síður en
söfnuðimir. Þessu varð að linna og
það varð að rjúfa þennan víta-
hring,“ segir Gunnar og bætir við
að hefði hann sigrað í kosningunum
hefði honum tekist að rjúfa víta-
hringinn. Hann hefði að vísu átt
erfitt uppdráttar á meðal margra
presta sökum framsækinna skoð-
anna sinna i kirkjupólitík en hon-
um heíði tekist að útrýma þeirri
tortryggni sem upp var komin á
rnihi stjórnar Prestafélagsins og
biskups.
Neyðarlausn í Langholti
Um Langholtskirkjudeiluna seg-
ir Gunnar að deiluaðilar, séra
Flóki og Jón organisti, hafi báðir
haft sitthvað til síns máls. Málið
hafi snúist um hver ætti að hafa
valdið innan safnaðarins, þ.e. vald-
ið í hinu kirkjulega starfi. Gunnar
segist ekki vilja fjölyrða um þetta
mál en lausnin, með því að senda
Flóka burtu, hafi verið neyðar-
lausn. Hún hafi einkennst af ör-
væntingu og úrræðaleysi innan
kirkjunnar. Úrræðaleysi sem ætti
að vera úr sögunni með nýju laga-
frumvarpi um stöðu, stjórn og
starfshætti kirkjunnar sem liggur
fyrir Alþingi eftir þriggja og hálfs
árs nefndarstarf undir forystu
Gimnars. Þar væri m.a. gert ráð
fyrir úrskurðamefrid í deilumálum
og áfrýjunamefnd sem væri nokk-
urs konar dómstóll.
Einhvers staðar liggur
sannleikurinn
Harðar ásakanir nokkurra
kvenna í garð biskups um meinta
kynferðislega áreitni hans ollu
sömuleiðis titringi innan þjóðkirkj-
unnar í fyrra. Aðspurður segir
Gunnar þetta vera eitt af þeim mál-
um þar sem ómögulegt sé að dæma
um á nokkum hátt. Persónulega
hafi sér fundist ótrúlegt að Ólafur
væri sekur um það sem á hann var
borið en um leið vildi hann ekki