Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Blaðsíða 56
ÞreMdur
. .
i. vmningur
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997
Geysir fái að
gjósa á ný
DV, Selfossi:
Aðalfundur Sambands sunnlenskra
sveitarfélaga stendur nú yfir að Geysi
í Haukadal en í gær lagði oddviti
Biskupstungnahrepps, Gísli Einars-
son í Kjamholtum, fram tillögu um að
skora á umhverfisráðherra að hann
beiti sér fyrir því að leyft verði að
láta Geysi í Haukadal gjósa á ný.
í greinargerð með tillögunni segir
Gísli að engin rök mæli með því að
leyfa Geysi ekki að njóta sín og m.a.
sé veðrun á skálinni umhverfis Geysi
mikil og barmar skálarinnar muni
eyðast ef hverinn fær ekki að gjósa og
viðhalda þannig skálinni. Tillögu
Gísla var vísað til umhverfisnefndar
aðalfundarins, en líklegt er að hún
verði samþykkt þegar greidd verða at-
kvæði um hana í dag. KE/SÁ
Iðjufélagar felldu:
Bjóst við þessu
- segir formaður Iðju
„Það þarf að vinna úr þessu eins
og öðru og við hittum fulltrúa at-
vinnurekenda strax í fyrramálið og
ætli niðurstaðan eða lendingin verði
ekki svipuð og það sem Dagsbrún og
Framsókn hafa samið um,“ sagði
Guðmundur Þ. Jónsson, formaður
Iðju, félags verksmiðjufólks, í gær-
J* kvöld en Iðjufélagar felldu kjara-
samninginn sem gerður var 9. mars
sl. Einnig hafa rafiðnaðarmenn hjá
Pósti og síma fellt sinn
kjarasamning.
„Það sem gerst hefur síðan við
sömdum 9. mars hefur allt orðið til
að veikja þennan samning. Hefði
fyrri samningur Dagsbrúnar og
Framsóknar verið samþykktur hefði
þessi vafalítið einnig farið í gegn en
báðir voru þeir mjög áþekkir. Síðan
urðu straumhvörf þegar hann var
felldur þannig að þetta kemur ekkert
á óvart.“ saeði Guðmundur. -SÁ
Sjálfskipt
NISSAN
Almera
Ǥ30 ^
w
kr. 1.498.000.-
.szhssfsu Ingvar
M =# Helgason hf.
Sœvarhöföa 2
Sími 525 8000
ÞAKF EK.ISI MEILA öAru-
VERKSMIPJU TIL AÐ
VEKJA GEYSI?
Sex íslendingar á vegum ÍS um borö í rússnesku skipi:
Fólkið eins og í stofu-
fangelsi úti á sjó
- segja tvær eiginkonur - íhugað aö senda þyrlur til aö sækja fólkið
„Fólkið hefur verið þama langt
úti í hafi og var alveg sambands-
laust I rúmar tvær vikur. Nú síð-
ustu daga hefur verið hægt að
hringja i skipið en fólkið fær ekki
aðgang að fjarskiptatækjunum til
að hringja heim. Okkur skilst að
þaö skorti ekkert og samskiptin við
Rússa um borð séu góð. Þetta hefur
samt sem áður verið mjög erfiður
og þrúgandi timi fyrir okkur fiöl-
skyldurnar og auðvitað lika fyrir
fólkið okkar. Þetta er eins og að
vera í stofufangelsi úti á sjð,“ segja
eiginkonur tveggja íslenskra sjó-
manna en þeir eru um borö í rúss-
neska frystitogaranum Sovietskaya
Buryatia sem er staddur í Otkosk-
hafi vestan við Kamtsjatka.
Alls eru sex íslenskir sjómenn á
vegum íslenskra sjávarafurða hf.,
fiórir karlmenn og tvær konur, föst
um borð í skipinu sem er í eigu
rússneska útgerðarfyrirtækisins
UTRF. Rússneska fyrirtækið rifti
sem kunnugt er samningi sínum
við íslenskar sjávarafuröir hf. í síð-
asta mánuði. Eftir að samningsslit-
in uröu var íslendingunum meinað
að vinna um borð í skipunum og
meinaöur aðgangur að fiarskipta-
tækjunum. Fólkið hefúr því verið
aðgerðalaust um borð í skipinu
undanfarnar rúmar þijár vikur.
Reynt að senda þyrlu
„Það verður kannað vandlega nú
um helgina að senda þyrlu til að
sækja fólkið og ná því í land og það
er liklegt að það verði reynt strax
eftir helgi ef allt gengur upp. Það er
ekki skemmtileg staða að vera að-
gerðalaus úti á sjó en það er enginn
sexmenninganna í hættu þama um
borð,“ segir Friðrik Sigurðsson, for-
stöðumaður erlendra verkefna hjá
ÍS.
DV hringdi um borð í rússneska
skipið í gærkvöld en þar var sagt að
ekki væri hægt að fá að tala við ís-
lendingana. -RR
Slydda og rigning Skúrir og slydduél
Veðrið á sunnudag: Vaxandi suðaustanátt og slydda en síðan rign-
ing um mestallt land, mest sunnanlands og vestan. Hlýnandi veður
og hiti 2 til 7 stig síðdegis.
Veðrið á mánudag: Búast má við suðvestlægum áttum og áfram
víðast frostlausu veðri á landinu. Skúrir eða slydduél verða sunnan-
og vestanlands en úrkomulítið norðaustan til.
Starfsmannakór Frjálsrar fjölmiðlunar færöi Félagi bóka-
gerðarmanna söng í afmælisgjöf en félagið fagnaði 100 ára
afmæli í Borgarleikhúsinu í gær. Kórinn söng þrjú lög und-
ir stjórn Sigvalda Snæs Kaldalóns. Margt manna heimsótti
afmælisbarnið og var salurinn þéttskipaður. Á innfelldu
myndinni eru forsetahjónin, herra Ólafur Ragnar Grímsson
og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, Sæmundur G. Árnason,
formaður Félags bókagerðarmanna, og kona hans, Guð-
rún Eyberg Ketilsdóttir. DV-mynd E.ÓI.
Vikartindur:
Forstjórinn
á ekkert í
skipinu
- segir blaðafulltrúi
„Ástæða þess að eiginkona forstjór-
ans gaf Vikartindi nafti er sú að skip-
ið var smíðað í sömu skipasmíðastöð
og Brúarfoss, skipið var afhent á svip-
uðum tima og þá búið að ákveða að
Eimskip leigði það, þannig að útgerð
skipsins bauð einfaldlega eiginkonu
forstjórans að gefa því nafn,“ segir
Steinunn Böðvarsdóttir, blaðafulltrúi
Ennskips, í samtali við DV.
Þrálátur orðrómur hefur verið um
það að Vikartindur, sem skráður er í
Hamborg sé í raun í eigu íslenskra
aðila sem nátengdir séu Eimskip.
Venja er að konur, sem nátengdar eru
skipaútgerðum, gefi nýjum skipum
naft>, gjaman eiginkonur skipstjóra
eða útgerðarmanna, en eiginkona
Harðar Sigurgestssonar, forsfióra
Eimskips, gaf Vikartindi nafn sl. vor.
DV hefur reynt að hafa tal af for-
sfióra Eimskips um þetta mál en
blaðafulltrúinn bar blaðamanni þau
boð frá honum að þessi orðrómur
ætti ekki við nein rök að styðjast.
-SÁ
___>