Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 Jj"'V (unslinsar Unglingamódelsamkeppni í Loftkastalanum Keppnin um unglingamódel 1997 var haldin nýlega fyrir fullu húsi í Loftkastalanum. Þetta er fjórða árið sem þessi keppni er haldin. í flokki stráka sigraði Bragi Ólafsson og í flokki stelpna Valgerður Amardótt- ir. „Það eru aðallega krakkar á aldr- inum 14 til 17 ára sem taka þátt í keppninni. 130-140 krakkar sóttu um og úr þeim hópi voru valdar 20 stelpur og 10 strákar til þess að taka þátt í aðalkeppninni,“ segir Jóna Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Módel 79. Að sögn Jónu hafa krakkamir æft stíft fyrir keppnina frá því inn- tökuprófíð fór fram. Þeir hafa æft göngur og farið í leikfimi. Krakk- amir voru kynntir undir nafni og héldu einnig tískusýningu auk ann- arra skemmtiatriða. Verðlaunin vom ekki af verri endanum; úttekt- ir í tískuvöruverslunum, snyrtivör- ur og fleira. „Þetta er mjög spennandi fyrir krakkana og sumir þeirra álíta að ferillinn hefjist þarna. Aðrir eru að- allega að þessu að gamni sínu,“ seg- ir Jóna. -em Valgeröur var vel snyrt áöur en lokaúrslitin voru kynnt. Anægöir unglingar, Valgeröur Arnardóttir og Bragi Ólafsson. Þau voru valin unglingamódel ársins 1997. Strákarnir eru ekki feimnir viö aö taka þátt í keppninni um unglingamódel ársins 1997. DV-myndir Hilmar Þór Þaö er eins gott aö vera ekki skjálfhent og hitta á munn- inn. Lokahönd lögö á snyrtinguna. Fyrir suma hófst fyrirsætuferillinn í þessari keppni en aðrar líta á þetta sem stutt gaman en skemmtilegt. hin hliðin ^ 'Éf' Vigfús Dan Sigurðsson, kúluvarpsmeistari og fermingarbarn: Stefni á að komast í unglingalandsliðið Meðal þeirra þúsunda unglinga sem fermd- ust um páskahátíðina var Vigfús Dan Sig- urðsson á Höfn í Hornafirði. Vigfús þykir með efnilegustu íþróttamönnum þessa lands en síðustu árin hefur hann sett hvert íslands- met unglinga á fætur ööru í kúluvarpi. Nú síðast setti hann glæsilegt met á meistara- móti í Kaplakrika í Hafnarfirði þegar hann kastaöi kúlunni 18,32 metra í flokki 14 ára. Vigfús er einnig vel liðtækur í kringlukasti og er að fara að æfa sleggjukast. Hann var fermdur á skírdag á Höfn ásamt nokkrum tugum jafnaldra sinna. Vigfús Dan sýnir hina hliðina á sér að þessu sinni. -bjb Fullt nafn: Vigfús Dan Sigurðsson. Fæðingardagur og ár: 19. júní 1983. Maki: Ekki í augnablikinu, kemur síðar. Börn: Engin. Bifreið: Engin, er á tveimur jafnfljótum. Starf: Nemi 1 Heppuskóla og sel líka geisla- diska fyrir Bjarna Tryggva trúbador. Laun: Þokkaleg. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Já, ég hef unnið 500 krónur í Happaþrennu. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera með vinum mínum, æfa íþróttir og leika mér í tölvu. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Taka til í herberginu. Uppáhaldsmatur: Réttimir hennar ömmu Rúnu, m.a. kjöt í karri og steikt hakk meö sósu. Uppáhaldsdrykkur: Vatnið. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Ég sjálfur, auðvitað. Uppáhaldstímarit: Bleikt og blátt. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð? Bryndís Schram. Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjórn- inni? Tek ekki afstööu, enda ekki kominn með kosningarétt. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Michael Johnson spretthlaupara. Uppáhaldsleikari: Jim Carrey er pottþéttur. Uppáhaldsleikkona: Sharon Sto- ne. Uppáhaldssöngvari: Helgi Bjöms- son, hann er nefnilega frændi minn! Uppáhaldsstjómmálamaður: Davíð Oddsson. Uppáhaldsteiknimyndaper- sóna: Hómer Simpson. Uppáhaldssjón- varpsefni: íþrótt- ir. Uppáhaldsmat- sölustaður/veit- ingahús: Ósinn á Höfn. Hvaða bók lang- ar þig mest að lesa? Á lausu. Hver útvarps- rásanna þykir þér best? Bylgj- an. Uppá- haldsút- varps- maður: Enginn sérstakur. Hvaða sjón- varpsstöö horfir þú mest á? Sky Sport, í gegnum kapalinn. Uppáhalds- sjón- varps- J maður: Þorsteinn J. í Islandi í dag. Uppáhaldsskemmtistaður: Félagsmiðstöðin Sindrabær. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Sindri. Stefnir þú að einhverju sér- stöku í framtíðinni? Komast í unglingalandsliðið í frjáls- um íþróttum næsta haust og lifa heilbrigðu lífemi. Hvað ætlar þú að gera i sumarfrí- inu? Æfa á fullu, vera með vinum mínum og ferð- ast eitthvað um landið. Vigfus Dan Sigurös- son er efni- legur kúlu- varpari og einnig liö- tækur f kringlukasti. DV-mynd Hson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.