Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 Jj"V" fréttir ‘ k Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður um nýgerða kjarasamninga: Settir í hættu verði bótaþegar skildir eftir - forsætisráðherra óttast vaxandi viðskiptahalla í kjölfar kjarasamninga „Að hlunnfara aldraða, öryrkja og atvinnulausa með því að láta bætur þeirra ekki fylgja 70 þúsund króna lágmarkslaunum getur haft áhrif á úrslit allsherjaratkvæöa- greiðslu um kjarasamningana um miðjan þennan mánuð. Rikisstjórn- in getur enn séð að sér og því skora ég á forsætisráðherra að sjá til þess að bótaþegar verði ekki hlunnfarnir og fái það sama og láglaunahópam- ir út úr þessum samningum. Eins að skattatillögur ASÍ verði ofan á en það mun kosta ríkissjóð svipað eða litlu meira en nú er áformað." Þetta sagöi Jóhanna Sigurðardótt- ir alþingismaður í utandagskrárum- ræðu um kjaramál og þátt ríkis- stjórnarinnar í nýgerðum kjara- samningum, á Alþingi í gær. Það var Margrét Frímannsdóttir sem hóf umræðuna og spurði Davíð Oddsson nokkurra spuminga sem tengjast þessu máli. Meðal annars spurði Margrét hvernig ríkisstjóm- in ætlaði að tryggja lífeyrisþegum og atvinnulausum sambærilegar kjarabætur og gert er ráð fyrir í ný- gerðum kjarasamningum, þar með talin laun undir 70 þúsund krónum á mánuði. Hún spurði forsætisráð- herra líka hvort kjarasamningamir gæfu tilefni til almennra verðlags- breytinga. Forsætisráðherra sagði að kjara- samningarnir og aðgerðir ríkis- stjómarinnar muni leiða til veru- legrar kaupmáttaraukningar á næstu árum. Á næstu 3 árum muni kaupmáttur ráðstöfunartekna heim- ilanna aukast um 12 prósent. í þessu felst einnig að kaupmáttur heimil- anna muni aukast um rúmlega 20 prósent á árunum 1995 til 1999. Á næstu 3 árum verður hagvöxtur að jafnaði 3,5 prósent á ári og verðbólg- an á bilinu 2,4 til 3 prósent. „Helstu hættumerkin eru hins vegar að viðskiptahaílinn mun fara vaxandi. Annars vegar vegna mik- illa stóriðjuframkvæmda, sem er ekki áhyggjuefni. Hins vegar mun aukinn kaupmáttur, þar á meðal aukin neysla, valda auknum við- skiptahalla sem er meira áhyggju- efni og nauðsynlegt að hafa góðar gætur í þeim efnum,“ sagði Davíð Oddsson. Hann sagði að vinna verði að því öllum árum að auka þjóðarsparnað vegna þessa. Einar Oddur Kristjánsson sagði það ekki mega gerast, nú þegar bet- ur áraði efnahagslega, að ríkið fari að gera allt fyrir alla alls staðar. Hann sagði að í hvert sinn sem þjóð- inni fari að vegna vel fjárhagslega hafi ríkisfjármálin farið með allt úr skorðum. Það megi ekki gerast núna. -S.dór Aðalfundur ÍS: Heildarveltan 21,3 milljarðar Heildarvelta íslenskra sjávaraf- urða hf. á síðasta ári var 21,3 millj- aröar króna. Þetta kom fram þegar ársskýrsla var kynnt á aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn var á Hótel Sögu í gærmorgun. Hagnaður fyrirtækisins var 15 milljarðar króna árið 1995 og aukn- ingin nemur því 6,3 milljörðum króna eða 42%. Heildarframleiðsla frystra afurða var 135 þúsund tonn á síðasta ári eða rúmlega 70 þúsund tonnum meiri en árið áður. Heildar- sala frystra afurða var 133.400 tonn á síðasta ári eða 69.300 tonnum meira en árið áður. Benedikt Sveinsson, forstjóri ÍS, sagði að mestu tekjumöguleikar fyr- irtækisins væru í erlendum verk- efnum og því þyrfti að sækjast eftir þeim. Hann sagði þessi viðskipti er- lendis áhættusöm, sérstaklega í Rússlandi eins og komiö hefði í ljós þegar rússneska útgerðarfyrirtækið UTRF sagöi fyrirvaralaust og ein- hliða upp samningnum við ÍS í síð- asta mánuði. Benedikt sagðist ekki vita hvort hægt væri að lappa upp á þennan samning við UTRF en ÍS væri að skoða aðra möguleika og hugmyndir í Rússlandi og fyrirtæk- ið mundi halda áfram að starfa þar og hann bætti við að Rússland væri framtíðarland viðskipta. -RR Benedikt Sveinsson, forstjóri ís- lenskra sjávarafuróa hf., og Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra sjást hér á aðalfundi ÍS á Hót- el Sögu í gærmorgun. DV-mynd E.ÓI Stúlkurnar sem keppa um titilinn. Fremsta röð frá vinstri, Anna Steinunn Jónasdóttir, 19 ára, Njarövík, Pórunn Por- gilsdóttir, 21 árs, Keflavík, Sigurbjörg Jónsdóttir, 18 ára, Sandgeröi, Guðrún Jóna Guöjónsdóttir, 20 ára, Garði, Hanna Rún Viðarsdóttir, 19 ára, Grindavfk, Sylvía Sigurbjörg Sigurðardóttir, 21 árs, Sandgeröi, Friðrikka Edda Þór- arinsdóttir, 18 ára, Grindavík, Harpa Lind Harðardóttir, 20 ára, Njarðvfk, Dagný Geirdal, 19 ára, Keflavík, Elín Rós Bjarnadóttir, 18 ára, Keflavfk, Birta Ósk Gunnarsdóttir, 18 ára, Keflavík og Sigríður Kjartansdóttir, 19 ára, Grindavík. DV-mynd ÆMK Fegurðarkeppni Suðurnesja: Tólf stúlkur keppa Þú getur svarað þessari spurningu með því að hringja í síma 9041600. 39,90 kr. mínútan j rödd FOLKSINS 904 1600 Á að afnema verndartolla á innfluttu grænmeti? Dy Suðurnesjum: Fegurðarsamkeppni Suðumesja verður haldin í veitingahúsinu Stapa í Njarðvík í kvöld. Tólf stór- glæsilegar stúlkur víðs vegar að af Suðumesjum hafa verið valdar og hafa stúlkurnar æft af kappi undan- Ekki vanefndir Vegna fréttaskýringar DV um Vikartindsmálið á fimmtudag, þar sem fram kom gagnrýni á forsvars- aðila skipsins, hefur sýslumaður Rangárvallasýslu óskað eftir að árétta að um sé að ræða vanefndir hinna erlendu aðila og tryggingafé- famar vikur. Keppniskvöldið er að venju eitt hið glæsilegasta á Suðumesjum. Ár hvert frá upphafi hefur veriö upp- selt á keppnina. Ekkert er til sparað til að gera keppnina eftirminnilega í alla staði. -ÆMK íslenskra aðila lags Vikartinds - ekki íslendinga sem starfa að málinu, hvorki lög- manna né annarra. Höfundur greinarinnar tekur undir framangreinda áréttingu sýslumanns. -Ótt Hólmavík: Bændur óttast kalskemmdir DV, Hólmavík: Þrjá hlákublota gerði í mars- mánuði á jafnmörgum dögum, þann síðasta laugardaginn fyrir páska. Leysing var þó óveruleg í öll skiptin en nýfallinn snjór breyttist í klaka. Víða á lág- lendi em því mikil svellalög og tala menn um að þau séu sums staðar yfir hálfan metra á þykkt. Bændur hér um slóðir óttast nú kalskemmdir í túnum ef ekki hlánar um eða strax upp úr miðjum þessum mánuði. Á síðasta sumri sáust nær hvergi leifar kalskemmda frá fyrri árum enda hlýviðri undanfar- andi vetrar nánast með ein- dæmum. -GF Elín Hirst ráðin tíma- bundið á DV „Ég hef tekið aö mér að vera eins konar ritstjómarlegur ráð- gjafi við blaðið í 3 mánuði. Ég ætla að einbeita mér að frétta- deild blaðsins, enda eru fréttir mitt svið,“ segir Elín Hirst, fyrrverandi fréttastjóri Stöðvai' 2, en hún hefur verið ráðin í tímabundin verkefni inn á rit- stjóm DV. „Þegar komið vai’ að máli við mig og ég beðin um að koma tímabundið inn á ritstjórn DV tók ég boðinu. Ég er gamall blaðamaður á DV, hóf blaða- mennskuferil minn þar fyrir 13 árum og ég hlakka til að koma aftur á þennan gamla vinnu- stað minn,“ segir Elín. -RR stuttar fréttir Færri úr þjóðkirkjunni Brottskráðir umfram nýskráða í Þjóökirkjunni í janúar-mars á þessu ári eru 163 samanborið við 753 á sama tima í fyrra. 35 em skráðir í nýjan söfnuð múslíma en stærstur hluti brottskráðra úr Þjóðkirkjunni er sem fyrr skráð- ur utan trúfélaga. Hærra tekjumark Heilbrigðisráðherra ákvað í gær að hækka tekjumark lífeyris- þega til réttar á frekari uppbót úr 75 þúsund krónum í 80 þúsund krónur á mánuöi. Hækkunin gild- ir frá síðustu áramótum. Gert er ráð fyrir að lífeyrisþegum, sem njóta frekari uppbótar, geti fjölgað við þessa breytingu um 550. Hlíf mótmælir Verkamannafélagiö Hlíf í Hafharfirði mótmælir harðlega nýlegri verðhækkun á brauði og telur að frambærileg rök fyrir hækkuninni fmnist ekki. Grandi græddi 180 milljónir Á aðalfundi Granda, sem lauk í gærkvöld, var samþykkt að greiða hluthöfum 8% arð og að auka hlutaféð um 10% með út- gáfu jöfnunarhlutabréfa. Hagnað- ur Granda og dótturfyrirtækisins Faxamjöls á síðasta ári varð 180 milljónir króna. Rafiðnaðarmenn sögðu já 80% þeirra sem þátt tóku í póst- atkvæðagreiöslu Rafiðnaðarsam- bandsins um almennan kjara- samning sambandsins samþykktu samninginn. Sama niðurstaða varð í atkvæðagreiðslu um kjara- samning Rafiðnaðarsambandsins og fjármálaráðuneytisins. Gæsin komin Fyrstu vorgæsirnar sáust á Hornafirði í gær en þar sást til 11 grágæsa á vappi í skafrenningi í gömlum kartöflugörðum við Laxá í Nesjum. RÚV sagði frá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.