Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Síða 2
LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 Jj"V"
fréttir
‘ k
Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður um nýgerða kjarasamninga:
Settir í hættu verði
bótaþegar skildir eftir
- forsætisráðherra óttast vaxandi viðskiptahalla í kjölfar kjarasamninga
„Að hlunnfara aldraða, öryrkja
og atvinnulausa með því að láta
bætur þeirra ekki fylgja 70 þúsund
króna lágmarkslaunum getur haft
áhrif á úrslit allsherjaratkvæöa-
greiðslu um kjarasamningana um
miðjan þennan mánuð. Rikisstjórn-
in getur enn séð að sér og því skora
ég á forsætisráðherra að sjá til þess
að bótaþegar verði ekki hlunnfarnir
og fái það sama og láglaunahópam-
ir út úr þessum samningum. Eins
að skattatillögur ASÍ verði ofan á en
það mun kosta ríkissjóð svipað eða
litlu meira en nú er áformað."
Þetta sagöi Jóhanna Sigurðardótt-
ir alþingismaður í utandagskrárum-
ræðu um kjaramál og þátt ríkis-
stjórnarinnar í nýgerðum kjara-
samningum, á Alþingi í gær.
Það var Margrét Frímannsdóttir
sem hóf umræðuna og spurði Davíð
Oddsson nokkurra spuminga sem
tengjast þessu máli. Meðal annars
spurði Margrét hvernig ríkisstjóm-
in ætlaði að tryggja lífeyrisþegum
og atvinnulausum sambærilegar
kjarabætur og gert er ráð fyrir í ný-
gerðum kjarasamningum, þar með
talin laun undir 70 þúsund krónum
á mánuði. Hún spurði forsætisráð-
herra líka hvort kjarasamningamir
gæfu tilefni til almennra verðlags-
breytinga.
Forsætisráðherra sagði að kjara-
samningarnir og aðgerðir ríkis-
stjómarinnar muni leiða til veru-
legrar kaupmáttaraukningar á
næstu árum. Á næstu 3 árum muni
kaupmáttur ráðstöfunartekna heim-
ilanna aukast um 12 prósent. í þessu
felst einnig að kaupmáttur heimil-
anna muni aukast um rúmlega 20
prósent á árunum 1995 til 1999. Á
næstu 3 árum verður hagvöxtur að
jafnaði 3,5 prósent á ári og verðbólg-
an á bilinu 2,4 til 3 prósent.
„Helstu hættumerkin eru hins
vegar að viðskiptahaílinn mun fara
vaxandi. Annars vegar vegna mik-
illa stóriðjuframkvæmda, sem er
ekki áhyggjuefni. Hins vegar mun
aukinn kaupmáttur, þar á meðal
aukin neysla, valda auknum við-
skiptahalla sem er meira áhyggju-
efni og nauðsynlegt að hafa góðar
gætur í þeim efnum,“ sagði Davíð
Oddsson.
Hann sagði að vinna verði að því
öllum árum að auka þjóðarsparnað
vegna þessa.
Einar Oddur Kristjánsson sagði
það ekki mega gerast, nú þegar bet-
ur áraði efnahagslega, að ríkið fari
að gera allt fyrir alla alls staðar.
Hann sagði að í hvert sinn sem þjóð-
inni fari að vegna vel fjárhagslega
hafi ríkisfjármálin farið með allt úr
skorðum. Það megi ekki gerast
núna.
-S.dór
Aðalfundur ÍS:
Heildarveltan
21,3 milljarðar
Heildarvelta íslenskra sjávaraf-
urða hf. á síðasta ári var 21,3 millj-
aröar króna. Þetta kom fram þegar
ársskýrsla var kynnt á aðalfundi
fyrirtækisins sem haldinn var á
Hótel Sögu í gærmorgun.
Hagnaður fyrirtækisins var 15
milljarðar króna árið 1995 og aukn-
ingin nemur því 6,3 milljörðum
króna eða 42%. Heildarframleiðsla
frystra afurða var 135 þúsund tonn
á síðasta ári eða rúmlega 70 þúsund
tonnum meiri en árið áður. Heildar-
sala frystra afurða var 133.400 tonn
á síðasta ári eða 69.300 tonnum
meira en árið áður.
Benedikt Sveinsson, forstjóri ÍS,
sagði að mestu tekjumöguleikar fyr-
irtækisins væru í erlendum verk-
efnum og því þyrfti að sækjast eftir
þeim. Hann sagði þessi viðskipti er-
lendis áhættusöm, sérstaklega í
Rússlandi eins og komiö hefði í ljós
þegar rússneska útgerðarfyrirtækið
UTRF sagöi fyrirvaralaust og ein-
hliða upp samningnum við ÍS í síð-
asta mánuði. Benedikt sagðist ekki
vita hvort hægt væri að lappa upp á
þennan samning við UTRF en ÍS
væri að skoða aðra möguleika og
hugmyndir í Rússlandi og fyrirtæk-
ið mundi halda áfram að starfa þar
og hann bætti við að Rússland væri
framtíðarland viðskipta. -RR
Benedikt Sveinsson, forstjóri ís-
lenskra sjávarafuróa hf., og Þor-
steinn Pálsson sjávarútvegsráð-
herra sjást hér á aðalfundi ÍS á Hót-
el Sögu í gærmorgun.
DV-mynd E.ÓI
Stúlkurnar sem keppa um titilinn. Fremsta röð frá vinstri, Anna Steinunn Jónasdóttir, 19 ára, Njarövík, Pórunn Por-
gilsdóttir, 21 árs, Keflavík, Sigurbjörg Jónsdóttir, 18 ára, Sandgeröi, Guðrún Jóna Guöjónsdóttir, 20 ára, Garði,
Hanna Rún Viðarsdóttir, 19 ára, Grindavfk, Sylvía Sigurbjörg Sigurðardóttir, 21 árs, Sandgeröi, Friðrikka Edda Þór-
arinsdóttir, 18 ára, Grindavík, Harpa Lind Harðardóttir, 20 ára, Njarðvfk, Dagný Geirdal, 19 ára, Keflavík, Elín Rós
Bjarnadóttir, 18 ára, Keflavfk, Birta Ósk Gunnarsdóttir, 18 ára, Keflavík og Sigríður Kjartansdóttir, 19 ára, Grindavík.
DV-mynd ÆMK
Fegurðarkeppni Suðurnesja:
Tólf stúlkur keppa
Þú getur svarað þessari
spurningu með því að
hringja í síma 9041600.
39,90 kr. mínútan
j rödd
FOLKSINS
904 1600
Á að afnema verndartolla
á innfluttu grænmeti?
Dy Suðurnesjum:
Fegurðarsamkeppni Suðumesja
verður haldin í veitingahúsinu
Stapa í Njarðvík í kvöld. Tólf stór-
glæsilegar stúlkur víðs vegar að af
Suðumesjum hafa verið valdar og
hafa stúlkurnar æft af kappi undan-
Ekki vanefndir
Vegna fréttaskýringar DV um
Vikartindsmálið á fimmtudag, þar
sem fram kom gagnrýni á forsvars-
aðila skipsins, hefur sýslumaður
Rangárvallasýslu óskað eftir að
árétta að um sé að ræða vanefndir
hinna erlendu aðila og tryggingafé-
famar vikur.
Keppniskvöldið er að venju eitt
hið glæsilegasta á Suðumesjum. Ár
hvert frá upphafi hefur veriö upp-
selt á keppnina. Ekkert er til sparað
til að gera keppnina eftirminnilega í
alla staði. -ÆMK
íslenskra aðila
lags Vikartinds - ekki íslendinga
sem starfa að málinu, hvorki lög-
manna né annarra.
Höfundur greinarinnar tekur
undir framangreinda áréttingu
sýslumanns.
-Ótt
Hólmavík:
Bændur óttast
kalskemmdir
DV, Hólmavík:
Þrjá hlákublota gerði í mars-
mánuði á jafnmörgum dögum,
þann síðasta laugardaginn fyrir
páska. Leysing var þó óveruleg
í öll skiptin en nýfallinn snjór
breyttist í klaka. Víða á lág-
lendi em því mikil svellalög og
tala menn um að þau séu sums
staðar yfir hálfan metra á
þykkt.
Bændur hér um slóðir óttast
nú kalskemmdir í túnum ef
ekki hlánar um eða strax upp
úr miðjum þessum mánuði. Á
síðasta sumri sáust nær hvergi
leifar kalskemmda frá fyrri
árum enda hlýviðri undanfar-
andi vetrar nánast með ein-
dæmum. -GF
Elín Hirst
ráðin tíma-
bundið á DV
„Ég hef tekið aö mér að vera
eins konar ritstjómarlegur ráð-
gjafi við blaðið í 3 mánuði. Ég
ætla að einbeita mér að frétta-
deild blaðsins, enda eru fréttir
mitt svið,“ segir Elín Hirst,
fyrrverandi fréttastjóri Stöðvai'
2, en hún hefur verið ráðin í
tímabundin verkefni inn á rit-
stjóm DV.
„Þegar komið vai’ að máli við
mig og ég beðin um að koma
tímabundið inn á ritstjórn DV
tók ég boðinu. Ég er gamall
blaðamaður á DV, hóf blaða-
mennskuferil minn þar fyrir 13
árum og ég hlakka til að koma
aftur á þennan gamla vinnu-
stað minn,“ segir Elín.
-RR
stuttar fréttir
Færri úr þjóðkirkjunni
Brottskráðir umfram nýskráða
í Þjóökirkjunni í janúar-mars á
þessu ári eru 163 samanborið við
753 á sama tima í fyrra. 35 em
skráðir í nýjan söfnuð múslíma
en stærstur hluti brottskráðra úr
Þjóðkirkjunni er sem fyrr skráð-
ur utan trúfélaga.
Hærra tekjumark
Heilbrigðisráðherra ákvað í
gær að hækka tekjumark lífeyris-
þega til réttar á frekari uppbót úr
75 þúsund krónum í 80 þúsund
krónur á mánuöi. Hækkunin gild-
ir frá síðustu áramótum. Gert er
ráð fyrir að lífeyrisþegum, sem
njóta frekari uppbótar, geti fjölgað
við þessa breytingu um 550.
Hlíf mótmælir
Verkamannafélagiö Hlíf í
Hafharfirði mótmælir harðlega
nýlegri verðhækkun á brauði og
telur að frambærileg rök fyrir
hækkuninni fmnist ekki.
Grandi græddi
180 milljónir
Á aðalfundi Granda, sem lauk
í gærkvöld, var samþykkt að
greiða hluthöfum 8% arð og að
auka hlutaféð um 10% með út-
gáfu jöfnunarhlutabréfa. Hagnað-
ur Granda og dótturfyrirtækisins
Faxamjöls á síðasta ári varð 180
milljónir króna.
Rafiðnaðarmenn sögðu já
80% þeirra sem þátt tóku í póst-
atkvæðagreiöslu Rafiðnaðarsam-
bandsins um almennan kjara-
samning sambandsins samþykktu
samninginn. Sama niðurstaða
varð í atkvæðagreiðslu um kjara-
samning Rafiðnaðarsambandsins
og fjármálaráðuneytisins.
Gæsin komin
Fyrstu vorgæsirnar sáust á
Hornafirði í gær en þar sást til 11
grágæsa á vappi í skafrenningi í
gömlum kartöflugörðum við
Laxá í Nesjum. RÚV sagði frá.