Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Blaðsíða 29
JjV LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997
helgarviðtalið
segja konumar vera að bera ljúg-
vitni. „Einhvers staðar hlýtur sann-
leikurinn að liggja."
Gunnar segir þessi tvö mál sýna
hversu erfitt sé og alvarlegt fyrir
kirkjuna að standa ráðalausa
frammi fyrir þjóðinni. Hún sé göm-
ul stofnun sem njóti trausts og virð-
ingar þjóðarinnar þrátt fyrir allt
sem á undan hafi gengið.
Rátt mat hjá Ólafi
„Ég hafði mikla samúð með Ólafi
Skúlasyni í hans baráttu, sér í lagi
á prestastefnunni í Kópavogi síðasta
sumar. Hann sat undir þungum
ásökunum og ég tel það rétt mat hjá
honum að hafa ákveðið að hætta á
biskupsstóli. Hann átti engan annan
leik í stöðunni. Ástæðan er einfald-
lega sú að það var engin stofnun
innan kirkjunnar sem gat tekið á
svona máli í tæka tíð og leitt til
lykta. Það hefði þmft að gera það,“
segir Gunnar.
Hann segist ekki tilheyra neinu
„liði“ innan kirkjunnar, allra síst
svonefndum svartstökkum sem
nefndir voru til sögunnar í hama-
gangnum í fyrra. Hann segist geta
verið sammála þeirri skoðun eins
viðmælenda blaðamanns að hann sé
að ýmsu leyti einfari innan kirkj-
unnar.
Vil hafa líf í kirkjunni
„Ég á ekki samleið með íhalds-
sömum prestum og heldur ekki með
mjög hægfara kirkjufólki sem lætur
sér nægja rólega og settlega kirkju.
Ég vil hafa líf í kirkjunni og samfé-
lagið litríkt. Þar innan dyra sé fjöl-
breytt menningarlif undir forystu
skapandi fólks. Ég vil djarfari um-
ræðu um málefni samtimans. Kirkj-
an hefur mikla tilhneigingu til að
hasla sér völl einhvers staðar á
miðjunni, almennt séð. Ég vil vera
þar sem vaxtarhroddurinn er, og
hann á að vera í kirkjunni. Kirkjan
er í eðli sínu framsækið samfélag.
Hún á að vera vakandi á öllum svið-
um. Víða í heiminum hefur hún
haft forystu í friðar- og mannrétt-
indamálum, jafnréttismálum, þjóð-
frelsismálum. Hún hefur haft for-
ystu í umhverfismálum og kallað
menn til ábyrgðar á sköpunarverk-
inu. Síðast en ekki síst hefur hún
haft forystu í menningarmálum,
flutti m.a. siðmenninguna til ís-
lands. Kirkjan var öruggt athvarf
fyrir skapandi fólk. En eftir því sem
liðið hefur á þessa öld þá hefúr
kirkjan farið meira og meira inn á
miðjuna, viljað vera þar sem hún er
örugg, þar sem hún er ekki kölluð
til ábyrgðar. Þar sem enginn spyr
hana lengur um afstöðu til þjóð-
mála. Engrar endumýjunar er leng-
ur vænst frá kirkjunni í íslenskri
menningu. Þetta er dapurleg þróun
i kirkjusögunni og henni verður að
snúa við. Kirkjan þarf að vera lif-
andi og framsækin hreyfíng í ís-
lensku þjóðlífi, hún hefur alla burði
til þess. Tæki hún hlutverk sitt al-
varlega þá myndi fólk streyma til
hennar,“ segir Gunnar og er kom-
inn i ham.
Alvarleg skammsýni
með álverið á
Grundartanga
Talandi um forystu í umræðunni,
m.a. í umhverfismálum, þá er ekki
úr vegi að forvitnast um afstöðu
Gunnars til fyrirhugaðs álvers á
Grundartanga. Hann segist ekki
vilja fá álverið og hefur stutt bar-
áttu samtakanna Sólar, flutt m.a.
ræðu á baráttufúndi í Borgarleik-
húsinu nýlega. Gunnar segir það
„alvarlega skammsýni" að setja ál-
ver upp í miðja sveit. Það hafi
sömuleiðis verið skammsýni á sin-
um tíma að setja járnblendiverk-
smiðju á Grundartanga. Allt þetta
breyti umhverfinu og geri það að
verkum að sveitin verði ekki söm
sem áður.
Gunnar segir Kjósverja hafa sett
sig ákaflega vel inn í álversmálið,
ekki síst hvemig staðið var að um-
hverfismati og veitingu starfsleyfis
sem réttilega hafi verið gagnrýni-
vert að hálfu stjómvalda.
„Barátta Kjósveija er aðdáunar-
verð og þeir hafa bent á það sem
Prestshjónin á Reynivöllum eru eins mikiö í hestamennskunni og aðstæöur leyfa og fara gjarnan í langa reiðtúra á sumrin. Hér er Anna Margrét að kempa
hestinn Laxa, sem er í miklu uppáhaldi hjá þeim, og Gunnar fylgist með.
yrði að laga ef verksmiðjan kæmi
þarna. Hún verði þá eins góð og
hægt er með tilliti til mengunar-
varnarbúnaðar og þess háttar.“
Guð hefur húmor
Yfir í annað mál sem brunnið hef-
ur heitt á vörum íslendinga síðustu
daga, þ.e. meint guðlast Spaugstof-
unnar í þætti sínum um síðustu
helgi. Þátturinn hefur sem kunnugt
er vakið hörð viðbrögð, ekki síst
innan kirkjunnar og hjá biskupi ís-
lands, og Spaug-
stofumenn ver-
ið sakaðir um
lögbrot. Að-
spurður segist
Gunnar hafa
séð þáttinn og
fundist margt í
honum nokkuð
gott. Hann hafi
minnt sig á
kvikmyndina
Life of Brian
með Monty
Python hópn-
um.
„Auðvitað
uppskáru þeir
mikla hneyksl-
un og það ætti
ekki að hafa
komið þeim á
óvart. Þáttur-
inn hefur án efa
sært marga og
ég get vel skilið
það fólk. Efnið
er vandmeðfar-
ið. Mér finnst
hins vegar að
við ættum að
sinna húmorn-
um meira en
við gerum í
kirkjunni. Guð
hefur húmor.
Það er ýmislegt
í Biblíunni sem
flokka má sem
húmor og
hæðni. Sumir
sérfræðingar í
Gamla testa-
mentinu hafa
t.d. sagt að sagan um Jónas spá-
mann sé grínsaga. Framsetning
Spaugstofunnar hneykslaði mig
ekki en mér fannst þeir fara út á
ystu nöf, sérstaklega í sambandi við
kvöldmáltíðina," segir Gunnar.
Um viðbrögð kirkjunnar manna
segir hann þau hafa verið óþarflega
hörð. Hlutverk grínistans i þjóðfé-
laginu sé að vera grinisti og að
hann verði að hafa svigrúm til tján-
ingar. Gunnar segist ekki geta séð
að um guðlast hafi verið að ræða,
enda noti hann ekki það orð. Guð-
last sé þegar traðkað sé á trú ann-
arra í vísvitandi tilgangi. Spaug-
stofumenn hafi áreiðanlega ekki
ætlað sér það.
Löngun til að umbæta
Frá gríni yfir í alvöruna, kom-
andi biskupsframboð. Eftir að Ólaf-
ur Skúlason lýsti því yfir að hann
ætlaði að hætta sem biskup kom
„Innbyrðisdeilur milli manna komu upp og ástandið var oröiö mjög alvarlegt.
Prestarnir liðu mest fyrir þetta, ekki síður en söfnuöirnir. Þessu varð að linna og
þaö varö að rjúfa þennan vítahring," segir Gunnar m.a. um ástandið í þjóökirkj-
unni á síöasta ári.
nafn Gunnars fljótlega til sögunnar
í hópi hugsanlegra arftaka Ólafs.
Hann segir líkt og með framboðið
innan Prestafélagins að þrýstingur
frá kollegum sínum og leikmönnum
hafi ráðið miklu um þá ákvörðun að
gefa kost á sér. Kirkjan þyrfti á
starfskröftmn hans að halda, bæði
inn á við sem út á við.
„Löngun mín til að umbæta kirkj-
una réði einnig miklu. Koma þar
nýjum mönnum og straumum til
áhrifa í mótun kirkjunnar. Þetta
hefur orðið út undan um langt skeið
og kirkjan ekki endurnýjast sem
skyldi. Að vísu er mikil gróska víða
í safnaðarstarfi en það er allt annað.
Ég er umbótamaður og stöðugt að
vinna að hugmyndum fyrir kirkj-
una sem gætu orðið henni til bóta
almennt. Ég hef einnig varað við
ýmsu, m.a. því að skipta biskups-
dæminu í þrennt. Er eindreginn
talsmaður þess aö áfram verði einn
biskup sem sameiningartákn ís-
lensku kirkjunnar. Ég vil einnig að
Kirkjuþing
eflist og létti
þar með á bisk-
upsembættinu.
Mér finnst eðli-
legt að prófasts-
dæmin verði
virkari en nú
er og vígslu-
biskupar starfi
eins og gert er
ráð fyrir í lög-
um og reglum."
Gunnar seg-
ist í raun með
framboði sínu
vilja sjá nýja
þjóðkirkju.
Margt í skipu-
lagi hennar og
starfsháttum sé
fyrir löngu úr-
elt og margar
sóknir enn við
lýði með örfá-
um sóknar-
börnum.
Biskup á
að vera
góður
prestur
prestanna
En hvernig
telur Gunnar
að góður bisk-
up eigi að
vera? Hann
svarar því til í
fyrstu að bisk-
up eigi að vera góður prestur
prestanna, bera mikla umhyggju
fyrir þeirra hag og efla símenntun
þeirra. Hann eigi að sinna þessum
lykilstarfsmönnum kirkjunnar
mjög vel. Og Gunnar heldur
áfram:
„Biskup á að vera vel að sér í
guðfræði og allri hugmyndafræði
kirkjunnar. Hann á að sjá til þess
að kirkjan staðni ekki, vera á verði
um þróun og vöxt kirkjunnar. Að
hjólin haldi áfram að snúast. Hann
á að vera örvandi á því sviði og
laða framsækið fólk til áhrifa.
Biskup á að vera góður talsmaður
kirkjunnar og kristindómsins í ís-
lensku þjóðlífi. Hann á að tala af
þekkingu og umburðarlyndi og efla
virðingu kirkjunnar í samfélag-
inu.“
Skoðanakönnun DV í febrúar sl.
sýndi minnstan stuðning almenn-
ings við Gunnar og Karl Sigur-
björnsson var langvinsælastur. Al-
menningur kemur að vísu ekki til
með að kjósa næsta biskup en álit
hans skiptir vissulega máli. Að-
spurður segir Gunnar þessa niður-
stöðu ekki hafa dregið úr sér neinn
kjark. Karl njóti þess t.d. að vera í
fjölmennri og vinsælli sókn og hafa
áður verið í kjöri um vígslubiskup-
sembætti. Hann sé áberandi og að
sjáifsögðu góður prestur. En hann
sjálfur starfi í fámennu prestakalli
og sé ekki eins kunnur á meðal al-
mennings og Karl og kannski önnur
biskupsefni. Hann hafi stundað
fræðistörf sem náð hafi til afmark-
aðs hóps.
Engin endalok ef ág
tapa
Gunnar telur meiru skipta að
hann njóti talsverðs stuðnings á
meðal kjörmanna, þ.e. presta og
leikmanna sem kjósa biskup.
Hann metur sigurlíkur sínar alveg
jafnmiklar og annarra biskups-
efna. Þar sem frambjóðendur eru
a.m.k. fjórir er líklegt að til
tveggja umferða komi í biskups-
kjöri. Enginn nái meira en 50%
fylgi og því komi til seinni umferð-
ar. Einn muni þá detta út og lýsa
yfir stuðningi við einhvem hinna
þriggja eftirstandandi. Gunnar tel-
ur úrslit úr fyrri umferð ekki
koma til með að segja neitt um
niðurstöðu þeirrar seinni.
„Þegar menn fara að gera sér bet-
ur grein fyrir mínum skoðunum þá
munu þeir sjá að þær eru það eina
sem gildir. Kirkjan getur ekki stað-
ið í stað og verður að taka breyting-
um. Ef svo fer að ég þurfi að lúta í
lægra haldi þá lít ég alls ekki á það
sem mín endalok innan kirkjunnar.
Ég er ekki meirihlutamaður og hef
aldrei verið. Mér finnst eðlilegt að
vera í baráttunni og baráttumaður-
inn er alltaf í minnihluta. Kirkjan
hefur unnið sín merkustu afrek í
sögunni þegar eldhugar hafa verið
við völd. Hún á að fylgja Jesú Kristi
og hann fylgdi ekki meirihlutan-
um,“ segir klerkurinn á ReynivöU-
um að endingu, fuUur af sannfær-
ingarkrafti. -bjb