Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 JLí"V
| stuttar fréttir
I Til í viðræður
| Benjamin Netanyahu, for-
1 sætisráðherra ísraels, segist
j reiðubúinn að ræða viö
í bandaríska og palestínska
ráðamenn um endanlegan
| friðarsamning.
McDonald’s lækkar
i Hamborgarakeðjan McDon-
ald’s í Danmörku hefur lækkað
verðið á nokkrum helstu vöru-
' tegundum sínum, í fyrsta sinn
frá því keðjan hóf starfsemi í
Danaveldi fyrir 16 árum.
Havel ferðast
| Vaclav Havel, forseti Tékk-
lands, og eiginkona hans Dagm-
skuröaögeiit þar seín krabtá-
meinsæxli var fjarlægt úr lunga
hans.
Fjör hjá fellibyljum
Vísindamenn spá því að felli-
byljatíðin í Atlantshafi og Kari-
bahafi verði með líflegra móti á
þessu ári og að þrír af sjö byljum
muni hafa alla burði til að valda
miklu tjóni. Fellibyljatíminn
hefst 1. júní.
Aftökum fjölgar
Mannréttindasamtökin Am-
nesty Intemational sögðu i gær
að aftökur i heiminum árið 1996
hefðu verið 4200, fleiri en
nokkru sinni, og að þar hefðu
Kínverjar verið fremstir í flokki
meö 3500 aftökur.
SÁtök við verkamenn
Belgíska lögreglan og verka-
menn Renault-bílaverksmiðjanna
áttust við í Brussel í gær en
. verkamennimir voru að mótmæla
fyrirhugaðri lokun verksmiðju
franska bUaframleiðandans.
Evrópa gefur eftir
Á sama tíma og BUl Clinton
Bandaríkjaforseti beitir sér fyrir
f því að herða regl-
ur um áfengis-
auglýsingar í
sjónvarpi eru
Evrópuþjóðimar
á leið í hina átt-
ina með tilslök-
unum á ströngum
reglum sem hafa gilt tU þessa.
Lyf eykur vonir
Breskir læknar bám í gær lof
á nýtt lyf sem getur auðveldaö
alzheimersjúklingum lífið en
lögðu áherslu á að ekki væri um
lækningu að ræða.
Kátir með Lettland
Ráðamenn hjá Evrópusam-
bandinu eru ánægðir með
hvernig umbótiun miöar áfram í
Lettlandi en þarlendir vUja
ganga í ESB. Reuter
Vöxtur í breskri
bílaframleiðslu
BUaframleiðsla í Bretlandi jókst
um 5,1% í síðasta mánuði en hún
hefur aukist undanfama mánuði.
Ástæðumar em bæði vaxandi eftir-
spum, en einnig þaö að japanskir
bílaframleiðendur hafa verið að
auka bUaframleiðslu í Bretlandi og
tekið nýjar verksmiðjur i notkun.
145.892 bUar vora smíðaðir í Bret-
landi í febrúarmánuði sl. en af þeim
vom 89.424 fluttir út. Eftirspurn eft-
ir bUum frá Bretlandi til útflutnings
hefur verið og er enn vaxandi og
hefur útflutningsframleiðslan verið
aukin um 20% frá því sem hún var
á sama tíma í fyrra. Framleiðsla á
flutningabUum hefur undanfarin ár
vaxið í Bretlandi um 1% á ári og er
nú 20.865 stykki á mánuði, þrátt fyr-
ir að innlend eftirspum eftir flutn-
ingabUum hafi staðiö í stað. Aukn-
ingin er öU tU að anna erlendri eft-
irspurn. -SÁ
Stjórnarherinn í Saír enn rekinn á flótta:
Uppreisnarmenn
taka demantabæ
Uppreisnarmenn lögðu undir sig
Mbuji-Mayi, helsta gimsteinanámu-
bæinn i Saír, í gær, daginn fyrir frið-
arviðræður miUi stjórnvalda og fuU-
trúa uppreisnarmanna. Viðræðurn-
ar fara fram í Suður-Afríku í dag.
„Okkur skilst að sveitir uppreisn-
armanna séu komnar til bæjarins.
Hann er að skipta um hendur,“
sagði heimUdarmaður innan námu-
iðnaðarins sem hafði verið í tal-
stöðvarsambandi við bæinn.
Demantakaupmenn í Lumumbas-
hi, næststærstu borg landsins, sem
uppreisnarmenn sækja einnig að,
sögðu að starfsbræður þeirra i Mbu-
ji-Mayi hefðu staðfest framsókn
uppreisnarmanna. Laurent KabUa,
foringi uppreisnarmannanna, hefur
krafist þess að Mobutu forseti segi
af sér.
Einn kaupmaður sagði að upp-
reisnarmenn hefðu útvarpað þeim
skiiaboðum tU íbúanna að þeir
þyrftu ekkert að óttast, bærinn
hefði verið frelsaður. Annar kaup-
maður sagði að uppreisnarmenn
hefðu einnig flutt sömu boð um há-
talarakerfi á götum bæjarins. Hann
sagði að svo virtist sem flestir
stjórnarhermannanna, sem vom í
bænum, hefðu flúið í vesturátt í
stolnum bUum, þó ekki fyrr en þeir
voru búnir að fara ránshendi um
verslanir og húsakynni demantasal-
anna.
í höfuðborginni Kinshasa byrj-
uðu bandamenn Mobutus aðgerðir
til að reyna að bola Étienne Ts-
hisekedi, erkifjanda forsetans, úr
embætti forsætisráðherra. Þeir em
honum gramir fyrir að að hafa úti-
lokað þá frá völdum. Stjórnarerind-
rekar sögðu að skipan nýrrar
stjórnar landsins sem vonast er tU
að geti bundið enda á borgarastyrj-
öldina hefði flækt stöðuna í landinu
enn frekar. Reuter
Frönsku kvikmyndastjörnurnar Catherine Deneuve og Gérard Depardieu komu tii Túnis í Norður-Afríku í gær þar
sem þau ætla að taka þátt í árlegri tískusýningu hjá franska hönnuðinum Pierre Balmain. Sýningin verður í kvöld.
Slmamynd Reuter
Tony Blair settur í varnarstöðu
vegna stefnunnar um Skotland
Tony Blair, leiðtogi breska Verka-
mannaflokksins, komst í varnar-
stöðu í gær í fyrsta sinn í barátt-
unni fyrir kosningamar 1. maí þeg-
ar hann sætti gagnrýni í Skotlandi
fyrir áætlanir flokks hans um tU-
færslu valds tU fyrirhugaðs þings
Skota.
Blair var í Glasgow að kynna
stefnu flokksins í málefnum
Skotlands.
Blair, sem fæddist í Edinborg og
hlaut þar menntun sína, var greini-
lega hvekktur á miklum fjölda
fjandsamlegra spurninga út í heim-
Udir fyrirhugaðs þings Skota sem
Verkamannaflokkurinn ætlar að
stofna tU að leggja á skatta.
„Er einhver sem vUl spyrja um
eitthvað annað?“ sagði Blair þegar
hann hafði verið spurður spjörun-
um úr í hálftíma á fundi með frétta-
mönnum.
Blair missti ekki stjórn á skapi
sínu en þaö var greinilegt að honum
féU mjög miður að geta ekki talað
um helstu hugðarefni sín, mennta-
og heUbrigðismál.
Ef Verkamannaflokkurinn vinn-
ur kosningamar 1. maí ætlar hann
að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu í
Skotlandi í haust um stofnun þings
í Edinborg sem hefði völd tU að
skattleggja tekjur Skota. Flokkur-
inn hefur hins vegar útUokað aUar
tekjuskattshækkanir næstu fimm
árin og því var Blair spurður um
þessa þversögn sem virðist vera.
Reuter
Kauphallir og vöruverð erlendis |
Þýskir ekki kátir
með framboðs-
áform Kohls
| Rúmlega helmingur þýskra
| kjósenda er þeirrar skoðunar að
Helmut Kohl kanslari ætti ekki
að fara aftur í framboð á næsta
j ári, ef marka
má skoðana-
könnun sem
gerð var
skömmu eftir
að hann til-
kynnti imt
áform sín. á
fimmtudag og
birt var í gær.
Ákvörðun Kohls að fara fram
setur þrýsting á helstu andstæð-
inga hans, jafnaðarmenn, um að
finna eigin frambjóðanda. Þeir
‘ sögðu þó í gær að þeir mundu
Uýta sér hægt í þeim efhum.
Tveir menn hafa þar helst ver-
I ið nefhdir tU sögunnar, Oskar
Lafontaine, formaður flokksins,
; og Gerhard Schroeder, forsætis-
ráðherra í Neðra- Saxlandi.
1 Ástralska lögg-
Ian leitar að
raðmorðingja
Lögreglan í Ástraliu leitar nú
að raðmorðingja sem hefur setið
um ungar konur á næturklúbb-
um i borginni Perth í vestur-
hluta landsins.
Þrjár ungar konur, sem eru
svipaðar útlits og gengu í sama
flna skólann, hurfu frá nætur-
klúbbum í einu af betri hverfúm
Perth. Tvær þeirra hafa verið
myrtar og lögreglan telur að sú
sem enn er týnd hafi einnig ver-
ið myrt af raðmorðingja.
Lík einnar konunnar, 27 ára
gamals lögfræðings, fannst grafið
í skógarrjóðri á fimmtudag í
norðurhluta Perth. Hennar hafði
verið saknað frá 14. mars.
j Lögreglan segir að líkfundur-
: inn muni flýta fyrir því að morð-
Íinginn náist.
Tveir þriðju
danskra barna
Í lifa í tóbaksreyk
Tveir þriðju hlutar allra barna
j lifa og hi-ærast í tóbaksreyk, ým-
j ist á heimilum sínum eða í dag-
S vist. Þá hefur sívaxandi fjöldi
5 Dana fengið asma og alls kyns of-
næmi á síðustu árum, segir í
j frétt í Jyllands-Posten.
| Danska tóbaksvamaráðið og
j lleiri hafa þvi ákveðið að efna til
: upplýsingaherferðar þar sem
reyna á að fá foreldra smábarna
j til að breyta reykingavenjum
| sínum.
„Tilgangminn er ekki að fá
: alla foreldra til að hætta að
| reykja. Það er óraunhæft að gera
j ráö fyrir því. Hins vegar ætlum
j við að reyna að stefna að því að
j ung böm verði fyrir sem minnst-
um reyk,“ segir Ulla Skovgaard
j Danielsen hjá tóbaksvamaráð-
inu.
Klofningur í
flokki Berishas
Albaníuforseta
[Klofningur er kominn upp í
hægriflokki Salis Berishas, for-
seta Albaníu, og hefur hann að-
eins orðið til að gera ófremdará-
standið í land-
I inu enn
| verra, aðeins
| nokkrum dög-
| um áður en
I fyrstu her-
mennirnir í
s: fiölþjóðaliði
! undir sfif u
j ítala koma til að líta eftir dreif-
! ingu hjálpargagna.
Um tuttugu þingmenn úr
; flokki forsetans undirrituðu í
I gær yfirlýsingu þar sem þeir
I segjast ekki fara lengur eftir fyr-
j irskipunum forsetans. Þetta er
i alvarlegasta gagnrýnin á Berisha
= úr eigin röðum frá því skálmöld-
jj in hófst í landinu. Reuter