Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 JLí"V | stuttar fréttir I Til í viðræður | Benjamin Netanyahu, for- 1 sætisráðherra ísraels, segist j reiðubúinn að ræða viö í bandaríska og palestínska ráðamenn um endanlegan | friðarsamning. McDonald’s lækkar i Hamborgarakeðjan McDon- ald’s í Danmörku hefur lækkað verðið á nokkrum helstu vöru- ' tegundum sínum, í fyrsta sinn frá því keðjan hóf starfsemi í Danaveldi fyrir 16 árum. Havel ferðast | Vaclav Havel, forseti Tékk- lands, og eiginkona hans Dagm- skuröaögeiit þar seín krabtá- meinsæxli var fjarlægt úr lunga hans. Fjör hjá fellibyljum Vísindamenn spá því að felli- byljatíðin í Atlantshafi og Kari- bahafi verði með líflegra móti á þessu ári og að þrír af sjö byljum muni hafa alla burði til að valda miklu tjóni. Fellibyljatíminn hefst 1. júní. Aftökum fjölgar Mannréttindasamtökin Am- nesty Intemational sögðu i gær að aftökur i heiminum árið 1996 hefðu verið 4200, fleiri en nokkru sinni, og að þar hefðu Kínverjar verið fremstir í flokki meö 3500 aftökur. SÁtök við verkamenn Belgíska lögreglan og verka- menn Renault-bílaverksmiðjanna áttust við í Brussel í gær en . verkamennimir voru að mótmæla fyrirhugaðri lokun verksmiðju franska bUaframleiðandans. Evrópa gefur eftir Á sama tíma og BUl Clinton Bandaríkjaforseti beitir sér fyrir f því að herða regl- ur um áfengis- auglýsingar í sjónvarpi eru Evrópuþjóðimar á leið í hina átt- ina með tilslök- unum á ströngum reglum sem hafa gilt tU þessa. Lyf eykur vonir Breskir læknar bám í gær lof á nýtt lyf sem getur auðveldaö alzheimersjúklingum lífið en lögðu áherslu á að ekki væri um lækningu að ræða. Kátir með Lettland Ráðamenn hjá Evrópusam- bandinu eru ánægðir með hvernig umbótiun miöar áfram í Lettlandi en þarlendir vUja ganga í ESB. Reuter Vöxtur í breskri bílaframleiðslu BUaframleiðsla í Bretlandi jókst um 5,1% í síðasta mánuði en hún hefur aukist undanfama mánuði. Ástæðumar em bæði vaxandi eftir- spum, en einnig þaö að japanskir bílaframleiðendur hafa verið að auka bUaframleiðslu í Bretlandi og tekið nýjar verksmiðjur i notkun. 145.892 bUar vora smíðaðir í Bret- landi í febrúarmánuði sl. en af þeim vom 89.424 fluttir út. Eftirspurn eft- ir bUum frá Bretlandi til útflutnings hefur verið og er enn vaxandi og hefur útflutningsframleiðslan verið aukin um 20% frá því sem hún var á sama tíma í fyrra. Framleiðsla á flutningabUum hefur undanfarin ár vaxið í Bretlandi um 1% á ári og er nú 20.865 stykki á mánuði, þrátt fyr- ir að innlend eftirspum eftir flutn- ingabUum hafi staðiö í stað. Aukn- ingin er öU tU að anna erlendri eft- irspurn. -SÁ Stjórnarherinn í Saír enn rekinn á flótta: Uppreisnarmenn taka demantabæ Uppreisnarmenn lögðu undir sig Mbuji-Mayi, helsta gimsteinanámu- bæinn i Saír, í gær, daginn fyrir frið- arviðræður miUi stjórnvalda og fuU- trúa uppreisnarmanna. Viðræðurn- ar fara fram í Suður-Afríku í dag. „Okkur skilst að sveitir uppreisn- armanna séu komnar til bæjarins. Hann er að skipta um hendur,“ sagði heimUdarmaður innan námu- iðnaðarins sem hafði verið í tal- stöðvarsambandi við bæinn. Demantakaupmenn í Lumumbas- hi, næststærstu borg landsins, sem uppreisnarmenn sækja einnig að, sögðu að starfsbræður þeirra i Mbu- ji-Mayi hefðu staðfest framsókn uppreisnarmanna. Laurent KabUa, foringi uppreisnarmannanna, hefur krafist þess að Mobutu forseti segi af sér. Einn kaupmaður sagði að upp- reisnarmenn hefðu útvarpað þeim skiiaboðum tU íbúanna að þeir þyrftu ekkert að óttast, bærinn hefði verið frelsaður. Annar kaup- maður sagði að uppreisnarmenn hefðu einnig flutt sömu boð um há- talarakerfi á götum bæjarins. Hann sagði að svo virtist sem flestir stjórnarhermannanna, sem vom í bænum, hefðu flúið í vesturátt í stolnum bUum, þó ekki fyrr en þeir voru búnir að fara ránshendi um verslanir og húsakynni demantasal- anna. í höfuðborginni Kinshasa byrj- uðu bandamenn Mobutus aðgerðir til að reyna að bola Étienne Ts- hisekedi, erkifjanda forsetans, úr embætti forsætisráðherra. Þeir em honum gramir fyrir að að hafa úti- lokað þá frá völdum. Stjórnarerind- rekar sögðu að skipan nýrrar stjórnar landsins sem vonast er tU að geti bundið enda á borgarastyrj- öldina hefði flækt stöðuna í landinu enn frekar. Reuter Frönsku kvikmyndastjörnurnar Catherine Deneuve og Gérard Depardieu komu tii Túnis í Norður-Afríku í gær þar sem þau ætla að taka þátt í árlegri tískusýningu hjá franska hönnuðinum Pierre Balmain. Sýningin verður í kvöld. Slmamynd Reuter Tony Blair settur í varnarstöðu vegna stefnunnar um Skotland Tony Blair, leiðtogi breska Verka- mannaflokksins, komst í varnar- stöðu í gær í fyrsta sinn í barátt- unni fyrir kosningamar 1. maí þeg- ar hann sætti gagnrýni í Skotlandi fyrir áætlanir flokks hans um tU- færslu valds tU fyrirhugaðs þings Skota. Blair var í Glasgow að kynna stefnu flokksins í málefnum Skotlands. Blair, sem fæddist í Edinborg og hlaut þar menntun sína, var greini- lega hvekktur á miklum fjölda fjandsamlegra spurninga út í heim- Udir fyrirhugaðs þings Skota sem Verkamannaflokkurinn ætlar að stofna tU að leggja á skatta. „Er einhver sem vUl spyrja um eitthvað annað?“ sagði Blair þegar hann hafði verið spurður spjörun- um úr í hálftíma á fundi með frétta- mönnum. Blair missti ekki stjórn á skapi sínu en þaö var greinilegt að honum féU mjög miður að geta ekki talað um helstu hugðarefni sín, mennta- og heUbrigðismál. Ef Verkamannaflokkurinn vinn- ur kosningamar 1. maí ætlar hann að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu í Skotlandi í haust um stofnun þings í Edinborg sem hefði völd tU að skattleggja tekjur Skota. Flokkur- inn hefur hins vegar útUokað aUar tekjuskattshækkanir næstu fimm árin og því var Blair spurður um þessa þversögn sem virðist vera. Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis | Þýskir ekki kátir með framboðs- áform Kohls | Rúmlega helmingur þýskra | kjósenda er þeirrar skoðunar að Helmut Kohl kanslari ætti ekki að fara aftur í framboð á næsta j ári, ef marka má skoðana- könnun sem gerð var skömmu eftir að hann til- kynnti imt áform sín. á fimmtudag og birt var í gær. Ákvörðun Kohls að fara fram setur þrýsting á helstu andstæð- inga hans, jafnaðarmenn, um að finna eigin frambjóðanda. Þeir ‘ sögðu þó í gær að þeir mundu Uýta sér hægt í þeim efhum. Tveir menn hafa þar helst ver- I ið nefhdir tU sögunnar, Oskar Lafontaine, formaður flokksins, ; og Gerhard Schroeder, forsætis- ráðherra í Neðra- Saxlandi. 1 Ástralska lögg- Ian leitar að raðmorðingja Lögreglan í Ástraliu leitar nú að raðmorðingja sem hefur setið um ungar konur á næturklúbb- um i borginni Perth í vestur- hluta landsins. Þrjár ungar konur, sem eru svipaðar útlits og gengu í sama flna skólann, hurfu frá nætur- klúbbum í einu af betri hverfúm Perth. Tvær þeirra hafa verið myrtar og lögreglan telur að sú sem enn er týnd hafi einnig ver- ið myrt af raðmorðingja. Lík einnar konunnar, 27 ára gamals lögfræðings, fannst grafið í skógarrjóðri á fimmtudag í norðurhluta Perth. Hennar hafði verið saknað frá 14. mars. j Lögreglan segir að líkfundur- : inn muni flýta fyrir því að morð- Íinginn náist. Tveir þriðju danskra barna Í lifa í tóbaksreyk Tveir þriðju hlutar allra barna j lifa og hi-ærast í tóbaksreyk, ým- j ist á heimilum sínum eða í dag- S vist. Þá hefur sívaxandi fjöldi 5 Dana fengið asma og alls kyns of- næmi á síðustu árum, segir í j frétt í Jyllands-Posten. | Danska tóbaksvamaráðið og j lleiri hafa þvi ákveðið að efna til : upplýsingaherferðar þar sem reyna á að fá foreldra smábarna j til að breyta reykingavenjum | sínum. „Tilgangminn er ekki að fá : alla foreldra til að hætta að | reykja. Það er óraunhæft að gera j ráö fyrir því. Hins vegar ætlum j við að reyna að stefna að því að j ung böm verði fyrir sem minnst- um reyk,“ segir Ulla Skovgaard j Danielsen hjá tóbaksvamaráð- inu. Klofningur í flokki Berishas Albaníuforseta [Klofningur er kominn upp í hægriflokki Salis Berishas, for- seta Albaníu, og hefur hann að- eins orðið til að gera ófremdará- standið í land- I inu enn | verra, aðeins | nokkrum dög- | um áður en I fyrstu her- mennirnir í s: fiölþjóðaliði ! undir sfif u j ítala koma til að líta eftir dreif- ! ingu hjálpargagna. Um tuttugu þingmenn úr ; flokki forsetans undirrituðu í I gær yfirlýsingu þar sem þeir I segjast ekki fara lengur eftir fyr- j irskipunum forsetans. Þetta er i alvarlegasta gagnrýnin á Berisha = úr eigin röðum frá því skálmöld- jj in hófst í landinu. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.