Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Qupperneq 26
26
LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 Jj"'V
(unslinsar
Unglingamódelsamkeppni í Loftkastalanum
Keppnin um unglingamódel 1997
var haldin nýlega fyrir fullu húsi í
Loftkastalanum. Þetta er fjórða árið
sem þessi keppni er haldin. í flokki
stráka sigraði Bragi Ólafsson og í
flokki stelpna Valgerður Amardótt-
ir.
„Það eru aðallega krakkar á aldr-
inum 14 til 17 ára sem taka þátt í
keppninni. 130-140 krakkar sóttu
um og úr þeim hópi voru valdar 20
stelpur og 10 strákar til þess að taka
þátt í aðalkeppninni,“ segir Jóna
Lárusdóttir, framkvæmdastjóri
Módel 79.
Að sögn Jónu hafa krakkamir
æft stíft fyrir keppnina frá því inn-
tökuprófíð fór fram. Þeir hafa æft
göngur og farið í leikfimi. Krakk-
amir voru kynntir undir nafni og
héldu einnig tískusýningu auk ann-
arra skemmtiatriða. Verðlaunin
vom ekki af verri endanum; úttekt-
ir í tískuvöruverslunum, snyrtivör-
ur og fleira.
„Þetta er mjög spennandi fyrir
krakkana og sumir þeirra álíta að
ferillinn hefjist þarna. Aðrir eru að-
allega að þessu að gamni sínu,“ seg-
ir Jóna. -em
Valgeröur var vel snyrt áöur en lokaúrslitin voru kynnt.
Anægöir unglingar, Valgeröur Arnardóttir og Bragi Ólafsson. Þau voru valin unglingamódel ársins 1997.
Strákarnir eru ekki feimnir viö aö taka þátt í keppninni um unglingamódel
ársins 1997. DV-myndir Hilmar Þór
Þaö er eins gott aö vera ekki skjálfhent og hitta á munn-
inn. Lokahönd lögö á snyrtinguna.
Fyrir suma hófst fyrirsætuferillinn í þessari keppni en
aðrar líta á þetta sem stutt gaman en skemmtilegt.
hin hliðin
^ 'Éf'
Vigfús Dan Sigurðsson, kúluvarpsmeistari og fermingarbarn:
Stefni á að komast
í unglingalandsliðið
Meðal þeirra þúsunda unglinga sem fermd-
ust um páskahátíðina var Vigfús Dan Sig-
urðsson á Höfn í Hornafirði. Vigfús þykir
með efnilegustu íþróttamönnum þessa lands
en síðustu árin hefur hann sett hvert íslands-
met unglinga á fætur ööru í kúluvarpi. Nú
síðast setti hann glæsilegt met á meistara-
móti í Kaplakrika í Hafnarfirði þegar hann
kastaöi kúlunni 18,32 metra í flokki 14 ára.
Vigfús er einnig vel liðtækur í kringlukasti
og er að fara að æfa sleggjukast. Hann var
fermdur á skírdag á Höfn ásamt nokkrum
tugum jafnaldra sinna. Vigfús Dan sýnir hina
hliðina á sér að þessu sinni.
-bjb
Fullt nafn: Vigfús Dan Sigurðsson.
Fæðingardagur og ár: 19. júní 1983.
Maki: Ekki í augnablikinu, kemur síðar.
Börn: Engin.
Bifreið: Engin, er á tveimur jafnfljótum.
Starf: Nemi 1 Heppuskóla og sel líka geisla-
diska fyrir Bjarna Tryggva trúbador.
Laun: Þokkaleg.
Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói?
Já, ég hef unnið 500 krónur í Happaþrennu.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?
Vera með vinum mínum, æfa íþróttir og
leika mér í tölvu.
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Taka
til í herberginu.
Uppáhaldsmatur: Réttimir hennar ömmu
Rúnu, m.a. kjöt í karri og steikt hakk meö
sósu.
Uppáhaldsdrykkur: Vatnið.
Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í
dag? Ég sjálfur, auðvitað.
Uppáhaldstímarit: Bleikt og blátt.
Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð?
Bryndís Schram.
Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjórn-
inni? Tek ekki afstööu, enda ekki kominn
með kosningarétt.
Hvaða persónu langar þig mest til að
hitta? Michael Johnson spretthlaupara.
Uppáhaldsleikari: Jim Carrey er pottþéttur.
Uppáhaldsleikkona: Sharon Sto-
ne.
Uppáhaldssöngvari: Helgi Bjöms-
son, hann er nefnilega frændi
minn!
Uppáhaldsstjómmálamaður:
Davíð Oddsson.
Uppáhaldsteiknimyndaper-
sóna: Hómer Simpson.
Uppáhaldssjón-
varpsefni: íþrótt-
ir.
Uppáhaldsmat-
sölustaður/veit-
ingahús: Ósinn á
Höfn.
Hvaða bók lang-
ar þig mest að
lesa? Á lausu.
Hver útvarps-
rásanna þykir
þér best? Bylgj-
an.
Uppá-
haldsút-
varps-
maður:
Enginn
sérstakur.
Hvaða sjón-
varpsstöö
horfir þú
mest á? Sky
Sport, í gegnum
kapalinn.
Uppáhalds-
sjón-
varps- J
maður: Þorsteinn J. í Islandi í
dag.
Uppáhaldsskemmtistaður:
Félagsmiðstöðin Sindrabær.
Uppáhaldsfélag í íþróttum:
Sindri.
Stefnir þú að einhverju sér-
stöku í framtíðinni? Komast í
unglingalandsliðið í frjáls-
um íþróttum næsta
haust og lifa heilbrigðu
lífemi.
Hvað ætlar þú að
gera i sumarfrí-
inu? Æfa á fullu,
vera með vinum
mínum og ferð-
ast eitthvað um
landið.
Vigfus Dan
Sigurös-
son er
efni-
legur
kúlu-
varpari
og
einnig liö-
tækur f
kringlukasti.
DV-mynd
Hson