Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1997, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1997, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 Fréttir Uppnám vegna fréttaflutnings af salerni í víkingaskipi: Starfsmaður Siglingastofnunar réðst á Ijósmyndara - lögreglurannsókn hafin Starfsmaður Siglingastofnunar réðst á ljósmyndara DV og reyndi að kasta honum í sjóinn þar sem hann var að störfum við víkinga- skipiö íslending við Reykjavíkur- höfn í gær. Málavextir voru þeir aö blaða- maður og ljósmyndari voru að taka viðtal við Gunnar Marel Egg- ertsson, skipstjóra víkingaskips- ins íslendings, þegar starfsmann Siglingastofnunar bar að garði. Hann var afar ósáttur við nær- veru fréttamanna, en viðtalið var m.a. um þá kröfu stofnunarinnar að salerni skuli vera til staðar í skipinu, sem byggt er eftir fyrir- mynd Gaukstaðaskipsins frá ár- inu 960. Starfsmaður Siglingastofnunar hvarf síðan á brott eftir að hafa lýst óánægju sinni með nærveru DV en kom aftur að víkingaskipinu, en þá var kominn hópur 11 ára skóla- barna sem ætluðu í siglingu með því. Gaf hann sig þá á tal við eiganda víkingaskipsins og tók ljósmyndari DV mynd af þeim. Liösauki barst Skipti þá engum togum að starfs- maður Siglingastofnunar réðst að ljósmyndaranum og reyndi að kasta honum í sjóinn. Blaðamaður reyndi að skakka leikinn. Starfsmanni Sigl- ingastofnunar barst síðan liðsauki tveggja manna, feðga. Veittist sá eldri að ljósmyndara DV og sagði að honum væri óheimilt að mynda. Ætlaði hann síðan að aka á brott en þegar blaðamaður skrifaði niður númer bifreiðarinnar stökk sá yngri á bak hans og reif af blaða- manni pappíra. Lögreglan kom síð- an á vettvang vegna málsins. Mátti ekki mynda í framburði feðganna kom ekkert fram um tilgang árásarinnar annað en þaö að ekki mætti taka myndir á bryggjunni. Starfsmaður Siglinga- stofnunar hefur enga skýringu gefið á símun þætti málsins. Upplýsingar höfðu borist til rit- stjómar DV um að tafir hafi orðið á siglingum skipsins með farþega vegna kröfu Siglingastofnunar um að salemi væri komið fyrir um borð. „Ég er að reyna að uppfylla þessi skilyrði Siglingastofnunar. Ég er að smíða skýli þar sem sal- emi verður. Þetta eru skilyrði sem ég verð að uppfylla til að fá að sigla með farþega," segir Gunnar Marel. -rt Gunnar Marel skipstjóri á tali við starfsmann Siglingastofnunar. Þegar Ijósmyndari DV tók þessa mynd réðst skoð- unarmaðurinn á hann og reyndi að koma honum í sjóinn. DV-mynd ÞÖK Gunnar Marel viö dyr salernisins sem hann er að koma upp í víkingaskipinu. DV-mynd ÞÖK Fréttamenn aö störfum: Hafa aðgang að öllum opinberum stöðum - segir formaður Blaðamannafélagsins „Ég man sérstaklega eftir einu til- viki fyrir nokkrum árum en þá lentu sjónvarpsmenn í því að sótt var að þeim þegar þeir voru á vett- vangi sjóslyss. Þar voru miklar til- fmning£ir í spilinu og blaðamönnum var kennt um það sem aflaga fór,“ segir Lúðvík Geirsson, formaður Blaðamannafélags íslands, aðspurð- ur hvort algengt væri að reynt væri að hindra blaða- og fréttamenn í starfi. Lúðvík segist sannfærður um að um þetta væru til nokkur dæmi og sérstaklega hér áður fyrr hefði það komið fyrir að lögregla stöðvaði menn á vettvangi. „Blaðamenn og ljósmyndarar „Ég átti von á því að þetta yrði jafht og því koma þessar niðurstöð- ur mér ekki á óvart,“ sagði Jón Torfi Jónasson í samtali við DV strax eftir að ljóst varð að kjósa þyrfti að nýju miili hans og Páls Skúlasonar en enginn fjögurra fram- bjóðenda til rektorskjörs fékk hrein- an meirihluta i kosningunum i gær. Niðurstöðurnar urðu þær að Páll hafa alveg ótvíræðan aðgang að öil- um opinberum stöðum, nema þar sem lögregla hefur hreinlega girt af svæði og meinað mönnum aðgang," segir Lúðvík Geirsson. -sv Skúlason varð efstur með 28,62% at- kvæða, Jón Torfi annar með 27,2% atkvæða, Vésteinn Ólason þriðji með 21,33% og Þórólfur Þórlindsson varð flórði með 21,24%. „Við Páll mætumst að nýju í næstu viku og ég á ekki von á öðru en að kosningin þá verði álíka jöfn og nú, þótt auðvitað sé erfitt að spá nokkrú um það,“ sagði Jón Torfi. -sv Stuttar fréttir Flugvirkjar sömdu Samningar tókust í nótt í kjara- deilu flugvirkja og viðsemjenda °g hefur verkfalli þeirra verið af- lýst. Verr gekk hjá Félagi ísl. at- vinnuflugmanna en hlé var gert um áttaleytiö í morgun á samn- ingafundi sem staðið hafði í tæp- an sólarhring. Skyndiverkfall flugmanna skellur á á morgun ná- ist ekki samningar í dag. Losun gengur vel Vel gengur að losa lestar Víkartinds og 30 gámar hafa ver- ið Quttir í land undanfama tvo daga, segir Morgunblaðið. Úrskurðarnefnd stefnt Iðnlánasjóður hefur stefnt úr- skurðarnefnd upplýsingalaga fyr- ir dóm. Nefndin úrskurðaði um að sjóðnum bæri að láta lögmanni í té upplýsingar um styrkveiting- ar úr sjóðnum. Sjóðurinn vill ekki veita þessar upplýsingar. Úrskurði áfrýjað Ákvörðun Samkeppnisráðs um stofiiun Flugfélags íslands verður áfrýjað til áfrýjunamefndar sam- keppnismála en undirbúningur að starfsemi félagsins heldur áfram af fullum krafti, að sögn Einars Sig- urðssonar, upplýsingafúlltrúa Flug- leiða í fréttum Stöðvar 2. -SÁ Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í sima 9041600. 39,90 kr. mínútan Jé $ Nal 2 j rödd FOLKSINS 904 1600 Á almenningur að taka þátt í biskupskjöri? Páll efstur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.