Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1997, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1997, Síða 10
10 menning MIÐVIKUDAGUR 14. MAI 1997 í Tulavall er aldrei kalt Þegar Irmelin Sandman Lilius var sjö ára, 1943, var hún eins og mörg önnur böm í Helsingfors send burt vegna loftárásanna á borgina. Fyrst fór hún á bama- heimili og svo var henni komið fyrir hjá ókunnugum í Austur- botni, bókelsku fólki sem átti stór- an skáp fullan af bókum. 1 neðstu hillunni stóðu íslendingasögumar á sænsku í langri röð, og þegar litla stúlkan var búin að lesa aUar hinar bækumar fór hún að fikra sig í gegnum þessi ósköp. Það var erfitt að komast inn í ættfræðina, hver var skyldur hverjum, og hún skildi ekki af hverju þessir menn vora aUtaf reiðir hver við annan, en atburðarásin heiUaði hana og landslagið sem hún fann í gegnum frásagnirnar þó að litlar lýsingar á því væru í sögunum. „Þangað ætla ég,“ hugsaði hún. Rúmlega hálfri öld síðar lét hún verða af því. Norræna húsið bauð henni aö koma og flytja fyrirlestra fyrir böm og fullorðna og hún not- aöi fáeina daga tU að svipast um á íslendingasagnaslóðum. Irmelin Sandman LUius er vel þekktur rithöfundur í Finnlandi og víðar um lönd. Hér heima muna kannski ein- hverjir eftir Túlla kóngi sem Kristján Jóhann Jónsson þýddi og las í útvarpið. Móðir Irmelin var vinsæU rómanahöfundur fyrir stríð, og fyrstu sögumar sagði Irmelin mömmu sinni sem skráði þær fyrir hana. 14 ára var hún orð- in metnaðargjam rithöfúndur sem vissi vel hvað hún vildi. Þann vetur lét kennarinn hana setjast aftast í bekkinn tU að kljúfa strákagerið sem þar hafði hreiðrað um sig, og í skjóli þess- ara mmmunga sat litla prúða ljóshærða stídkan og skrifaði eins og hún ætti lífið að leysa. Hún var nítján ára þegar fyrsta bókin hennar kom út, ljóðasafnið TroUsáng. Móðirin varð yf- irmáta stolt af henni en faðirinn var hræddur - þetta var ekki efhUegt ævistarf. Þá vom foreldr- 4? V v Irmelin Sandman Lilius - læröi viö móðurkné aö þaö er sjálfsagt aö skrifa bækur. arnir reyndar skUdir að skiptum - en bernsku- saga Irmelin og Heddi systur hennar er með köflum geysUega dramatísk og jafnvel harm- söguleg. í nýjustu bók sinni, Hand i hand, rifjar Irmelin þá sögu upp með systurinni, og þó að hún sé skrifuð fyrir fuUorðna og mjög átakanleg hafa böm sýnt henni mikinn áhuga. „Það er svo erfitt að vita fyrir hvem maður er að skrifa," segir hún. „Ég skrifa bók sem ég held að sé fyrir börn en svo hafa fuUorðnir gam- an af henni. Og ég skrifa bók fyrir fuUorðna sem böm sækja í.“ Þegar Irmelin var 21 árs kynntist hún mynd- höggvaranum Carl-Gustav Lilius sem bað hana að koma tU Hangö þar sem hann bjó og sitja fyr- ir hjá sér. „Ég sagði já og fór,“ segir hún, „og ég sit þar enn núna, fjörutiu árum síðar!“ Þar fór hún að skrifa fyrir böm. „Hangö var lítiU bær og þar bjó tortryggið fólk,“ segir hún. „Um- hverfið var kuldalegt og mér var aUtaf kalt. Þá fór ég að búa tU sögur um litla stelpu, Bona- deu, sem strauk frá bama- heimUi þar sem henni leið Ula og settist að í bænum TulavaU. í Tulavall gerðust aUs konar spennandi hlutir, og smám saman fannst mér ég ekkert eiga heima í Hangö heldur í TulavaU - og þar var " mér ekki kalt. Ég hef skrifað fimmtán bækur sem gerast þar og nú er TulavaU ekki lengur skjól sem ég flý tU heldur staðurinn sem ég legg upp frá í ævintýraferðir." AUs hefur Irmelin skrifað fjöru- tíu bækur, þar af 32 fyrir böm. „Þær tjalla um innri veruleika sem ég reyni að gera sýnUegan,“ segir hún. „Maður á að sjá viðburðina fyrir sér um leið og maður lýsir þeim. Og maður má aUs ekki flýta sér - það er rangt að skrifa bók á þrem vikum. AUt breytist og þró- ast ef maður gefur því tíma.“ Eftirlætisbarnabókahöfundur Irmelin er Tove Janson, frægasti barnabókahöfundur Finna. Hún bjó rétt hjá skólanum sem Irmelin gekk í þegar hún las bækur Tove fyrst, og einn daginn bankaði sú stutta upp á hjá höfundinum tU að segja henni hvað henni þætti óumræði- lega gaman að Múmínálfunum. „Það opnaðist hreinlega fyrir mér nýr heimur við að lesa þær bækur,“ segir hún. Tove tók henni opnum örm- um og þær hafa verið vinkonur síðcm. Irmelin er líka myndlistarmaður og gerir fal- legar dúkskurðarmyndir við sögur sínar og ljóð. Hún er afar aðlaðandi og skemmtUegur höfund- ur sem gaman væri fyrir íslensk böm að kynn- ast. V Power Flower Það þykja aUtaf tíðindi þegar Pétur Östlund kemur hingað heim. Og ástæða heimkomu hans nú er eink- ar ánægjuleg fyrir íslenska djassunnendur því að tvenn- ir tónleikar á Jómfrúnni um liðna helgi vom aðeins eðli- legur fylgifiskur þess sem í vændum er. Pétur hefur í gegnum tíðina spUað inn á aragrúa platna en aðalverk- efnið í íslandsfór hans nú er að gefa út plötu undir eigin nafni, sem hann hefur aldrei gert fyrr. Power Flower er heiti plötunnar, hljómsveitin er samnefnd og eitt laga Pét- urs ber sama titU. Meðleik- arar Péturs frá síðustu RúRek-hátíð, Eyþór Gunn- Djass Ársæll Másson arsson píanisti og Þórður Högnason bassisti eru með- spUarar hans í þessu verk- efni, og auk þess tenóristinn Frederik Ljungkvist. Ljung- kvist kom hingað með Frederik Norén Band í júlí í fyrra og var tvímælalaust sá sem mesta hrifningu vakti í þeirri heimsókn. Þeir buðu upp á blandaða dagskrá á Jómfrúnni, sumar þekktustu blaðsíður bókar- innar fengu yfirreið, „AU the Things You Are“ og „01eo“, með miklum stæl. Miðnæt- urljóð Theloniusar Monk hét „’Round Seven“ í þeirra flutningi, en eðUegt var að það flyttist aðeins fram í tíma þegar sleppt var einum áttundaparti úr hverjum takti. Lagið hljómaði reynd- ar svo eðlUega í þessum bún- ingi að það var eins og það hefði aldrei verið spilað öðruvísi. En þeir fluttu einnig tvö lög eftir Pétur, baUöðuna „Anja“ sem náði ekki að heiha mig sem tón- smíð, og síðan titiUagið „Power Flower" sem er áheyrilegur bopópus í ró- legri kantinum. Trommuleikur Péturs er einstakur, dýnamískur með afbrigðum og keyrir hljóm- sveitina áfram eins og afl- mikU vél, og fylgir eftir öU- um hugmyndum sem frá fé- lögum hans koma. Fyrir leikmann minnir stUlinn helst á Blakey sáluga, sem pískaði unglingana sína mis- kunnarlaust áfram. Ljung- kvist er lipur og kraftmikiU blásari, hugmyndaríkur og ungæðislegur, enda ungur að árum, og er góð viðbót við RúRek- tríóið. Heimamenn- irnir, Eyþór og Þórður létu ekki sitt eftir liggja, sérstak- lega voru margir sprettir Ey- þórs hreint frábærir. SpUa- gleði og lífieg uppbrot í flutn- ingi féUu í góðan jarðveg hjá áheyrendum, sem þökkuðu fyrir sig með dynjandi lófa- klappi. En við þurfum að bíða enn nokkra stund eftir plötunni Power Flower, sem verður síðsumarsblóm ís- diska. Draugagangur á Búðum Þorgrímur Þráinssson sækir efnivið verðlaunasögunnar Margt býr í myrkr- inu m.a. í þjóðsögur Jóns Ámasonar. Það er sagan af Axlar-Bimi sem svífur yfir vötnum og hún er vægast sagt krassandi því hann.átti að hafa drepið 18 mann- eskjur um ævina áður en hann sjálfur var tekinn aif lífi. Söguhetjan er Gabríel sem er fjórtán ára. Hann er að fara að Búð- um á Snæfellsnesi þar sem afi hans býr með syni sín- um og tengdadótt- ur. Þau eiga von á barni um áramót- in og Gabríel þarf að aðstoða við bú- verkin á meðan þau em í burtu. Það er skemmst frá því að segja að drengurinn er ekki fyrr mættur á svæðið en und- arlegir hlutir fara að gerast. Nautið losnar á undra- verðan hátt úr bási sínum og ger- ir heiðarlega tilraun til að stinga Gabríel á hol. Einhver fiktar við raf- magnstöfluna og fieira en gamanið Bókmenntir Oddný Árnadóttir kámar fyrir alvöru þegar afinn hverf- ur sporlaust. Einn helsti galli á unglingabók- menntum hér á landi er léttvæg per- Þorgrímur Þráinsson laununum kominn. sónusköpun og það á líka við um sögur Þorgríms. Honum hættir til að falla í þá gryfju að gera persónur sínar of ein- faldar eða auðtrúa og misbýður þannig vitsmunum lesenda. En afinn í þessari bók er undantekning. Höfundi tekst að draga upp sannfær- andi og mannlega mynd af gömlum manni sem vill láta lesa fyrir sig á kvöld- in eins og barn og jafiivel barnasögur ef þannig liggur á hon- um. Dulhyggjan er hinn yfirskipaði þátt- ur sögunnar og þar era draumar og draugar ofarlega á blaði. Það er óhætt að segja að höfundur haldi manni vel við efnið og honum læt- ur vel að segja sögu. Hann spinnur þjóð- söguna skemmtilega inn í nútímann og spennan og óhugnað- urinn í frásögninni era næstum óbærileg svo að á köflum fannst mér nóg um. Ég var fegin því að vera að lesa bókina um hábjartan dag því annars hefði mér öragglega ekki staðið á sama. Mér finnst góð hugmynd að flétta gamla þjóðsögu inn í nútímabókmennt- ir fyrir unglinga og Þorgrímur gerir þetta vel. Þó er ég ósátt við endinn. Það heföi verið betra að skilja lesandann eftir í óvissu. En þessi bók á örugglega eftir að falla í kramið hjá lesendahópn- um hans og full ástæða til að óska hon- um til hamingju með verðlaunin. Þorgrímur Þráinsson: Margt býr í myrkrinu Vaka-Helgafell 1997 - vel að verð- DV-mynd S Námstefna um myndlist í ágúst í sumar verðui- haldin alþjóð- leg námstefha um myndlist á vegum Háskóla íslands og frestur til að skrá sig rennur út um miðjan júní. Hún hefst 15. ágúst og stendur út mánuð- inn. „Þetta er eiginlega sumarskóli, sam- bland af skóla og ráðstefnu," segir Hannes Lárasson, einn forsvars- manna. „Hún fiallar um myndlist og myndmenningu í víðu sam- •r 0x hengi og er miðuð við nem- endur á seinni stigum list- náms og starfandi lista- menn. Hún er metin til þriggja eininga á há- skólastigi, 120 vinnu- stunda, og verður haldin í Háskólanum og Mynd- lista- og handíðaskólan- um.“ Námstefnan heitir On the Borderline og meðal kennara verða Liborio Termine, prófessor í kvikmyndasögu við háskólann í Turin á Ítalíu, Robin Peck, listamaður og fyr- irlesari frá Vancouver í Kanada, Thomas Húber, prófessor við listahá- skólann í Braunschweig í Þýskalandi, og Jóhann Eyfells, prófessor í högg- myndalist við háskóla í Flórída í Bandaríkjunum. Myndlistarsýning líka „Eg fékk styrk frá norræna menn- ingarsjóðnum til að skipuleggja alþjóð- lega sýningu á tímatengdri myndlist - það er að segja gerðri með myndbönd- um, ljósmyndum og gerningum - sem verður haldin hér í sumar,“ segir Hannes, „og inni í því var alltaf hug- mynd um ráðstefhu. En það kemur oft lítið út úr ráðstefnum miðað við kostn- að og við ákváðum aö teygja hana upp í námskeið. Það er alvarlegur skortur á æðri umræðu um myndlist hér á landi, meðal annars vegna þess að ís- lendingar þurfa að fara utan til fram- haldsnáms. Markmiðið er að halda svona námstefhu árlega og reyna að veita einhverju af erlendri umræðu hingað heim - gefa íslandi hlutdeild í erlendum straumum. Fyrirlesarar koma erlendis frá og margir þátttak- endurnir líka, og okkur dreymir um að skapa alþjóðlegt samfélag upp á 30-40 manns þennan tíma. Við verðum varir við mikinn áhuga á námstefnunni. ísland er að mörgu leyti heppilegur staður, hlutlaust svæði og landið dregur að sér fólk. Listamönnum finnst það eksótískt og spennandi. Það er auka-aflgjafi fyrir námstefnuna." Nánari upplýsingar eru gefnar 1 síma 525 5812, faxi 525 5829 og á tölvu- pósti: summerschool@rhi.hi.is. Langai þig að syngja? Nú stendur yfir innritun i Heimskórinn og hefjast æfingar 17. maí fyrir næsta verkefni, Messías eftir Handel, sem flutt verður í Globen-höU- inni í Stokkhólmi 22. nóvember í haust. Heimskórinn er stærsti kór í heimi og hefur fjöldi söngvara komist upp í 3000 á tónleikum. Hann hefur sungið með mörgum frægustu söngvurum heims, meðal annarra bæöi Pavarotti og Domingo. Ótakmarkaður fjöldi fólks getur tekið þátt í tónleikum og ekki þarf nein próf til að fá að vera með. Starfið miðast við ákveðin verkefni svo að fólk sem er í öðram kórum get- ur líka starfað með Heimskómum. 6-8 æfingadagar verða fyrir tónleik- ana undir leiðsögn Hákonar Leifsson- ar kórstjóra. Þeir era á laugardögum, einu sinni eða tvisvar í mánuði, frá 9.30-16 í aðalsal Kvennakórs Reykja- víkur, Ægisgötu 7. Nánari upplýsingar eru í síma 567 7667 og á heimasíðu kórsins „http://www.treknet.is/stein- arb/wfc/“. Viðar leikstýrði Það steingleymdist að geta þess í þessum dálki í gær að það var Viðar Eggertsson sem stýrði áhugaleik- sýningu ársins á Selfossi sem verður sýnd í Þjóðleikhúsinu 25. maí. Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.