Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1997, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1997, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997 útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Bandarískir þokubakkar Valdahrun Mobutus í Saír er enn eitt dæmið um hrun Kissingers-stefnu Bandaríkjanna gagnvart þriðja heimin- um. Sú stefna felst í að styðja valdamiklar ríkisstjórnir og sjá í gegnum fingur við ógeðfellda stjómarhætti þeirra. Þetta ímyndaði Kissinger sér, að væri raunsæ stefnu. Síðan falla einræðisherramir og til valda koma nýir ráðamenn, sem telja, að gömlu valdamennirnir hafi kúg- að fólk með aðstoð bandarískra peninga og bandarískra hergagna. Síðan borga Bandaríkin stórfé til að fá nýju mennina til að láta af andstöðu við Bandaríkin. Erfitt er að hanna flókna atburðarás. Þeir, sem slíkt reyna, átta sig ekki á, að afleiðingar hönnunarinnar fram- leiða aðstæður, sem framleiða eigin atburðarásir þvert á hina fyrri. Kissinger-stefhan var óvenjulega bamaleg út- gáfa af órum áhugamanna um hönnun atburðarása. Mobuto hefur í manna minnum verið eitt helzta óska- barn Bandaríkjanna í Afríku. Hann studdi Bandaríkin á alþjóðavettvangi gegn bandarískum stuðningi við stjórn- arhætti hans í Saír. Þetta vanheilaga bandalag gleymist ekki, þótt Bandaríkin þvoi hendur sínar núna. Allan þennan tíma ástarsambands Mobutos og Banda- ríkjanna vissu allir, sem vita vildu, að Mobuto var einn af mestu þjófum heims. Hann stal öllu lauslegu í landi sínu og rúði það gersamlega inn að skinninu. Er þó Saír eitt auðugasta land heims að dýmstu góðmálmum. Kúgaðir íbúar Sairs kenna auðvitað Bandaríkjunum um þetta, enda bera þau óbeina ábyrgð á skjólstæðingi sínum. Auðvitað leiddi þetta til stuðnings fólks við upp- reisnarforingja, sem þekktur var að andstöðu við banda- rísk sjónarmið í stjórnmálum og efnahagsmálum. Laurent Kabila tekur senn við völdum í Saír. Hann er mótaður af vinstri sinnaðri hugmyndafræði Patrice Lummnba, sem var fyrsti og eini forseti Saír, áður en hermenn tóku völdin. Síðan hefur hann verið skæruliði, meðal annars í samlögum við Che Guevara frá Kúbu. Bandaríkjastjórn sér fyrir, að Kabila verði óþægur ljár í þúfu. Þess vegna reynir hún að stilla upp hverjum milligöngumanninum og sáttaframbjóðandanum á fætur öðrum. Öll mun þessi fyrirhöfn koma fyrir ekki og Ka- bila mun sjálfur taka öll völd í landinu. Kabila gerir sér ljósa grein fýrir, að Bandaríkin hafa reynt að hindra sigurgöngu hans og eru nú að reyna að koma í veg fyrir, að völdin renni beint úr höndum Mobutos til hans. Hann mun því láta Bandaríkin finna til tevatnsins, þegar tækifærin verða hans megin. Samkvæmt Kissingers-stefnunni neyðast Bandaríkin brátt til að snúa við blaðinu. Þau munu hlaða á Kabila peningum og vopnum og sjá í gegnum fingur við hann, þegar hann byrjar að afrískum hætti að ofsækja fólkið í landinu og stafla eigin bankainnistæðum í Sviss. Þótt stefha Kissingers sé sögð vera raunsæisstefna gegn hugsjónastefnu, er betra að kalla hana skammtíma- stefnu gegn langtímastefnu. Hún miðast við, að núver- andi ástand, hvert sem það er á hverjum tíma, haldi áfram endalaust, en kalli ekki fram andstöðu sína. Afleiðingar stefnunnar eru annars vegar linnulaus sóun bandarískra peninga og hins vegar þrálátar hörm- ungar í þriðja heiminum, þar sem hver kúgarinn og rummungsþjófurinn rekur annan, yfirleitt í skjóli bandarískrar afskiptasemi að hætti Kissingers. Engin ástæða er til að fagna valdatöku Kabilas. Fólk- ið í Saír mim áfram þjást og áfram verður bruggað rugl á þokubökkum bandaríska utanríkisráðuneytisins. Jónas Kristjánsson Hlutfallsleg breyting skattbyrði miðað við tekjuskatt - Veiöigjald 6 og 16 ma. kr. Tekjuskattur lækkaður samsvarandi. Skattár 1995 - 150% Augljós staöreynd sem allir þeir, sem hugleitt hafa þjóöfélagsleg áhrif veiöigjalds, hafa ugglaust veriö sér meö- vitandi um, segir m.a. í greininni. Veiðigjald, skattbyrði og pólitískt fjaðrafok andi um. Með athug- un Hagfræðistofnun- ar er hins vegar í fyrsta skipti reynt að leggja mat á við- komandi stærð- argráður. Niðurstöður mats Hagfræðistofnunar eru í stuttu máli að álagning veiðigjalds með tilsvarandi lækkun tekjuskatts geti haft mikil áhrif á hlutfallslega skatt- byrði landshlu- tanna. Miðað við þær upphæðir veiði- gjalds, sem oft eru nefndar í þessu sam- hengi, þ.e. 6-16 millj- Kjallarinn Ragnar Árnason prófessor í fiskihag- fræöi „Niöurstöður stofnunar eru mats Hagfræði• í stuttu máli að álagning veiðigjalds með tilsvar- andi lækkun tekjuskatts geti haft mikil áhrif á hlutfallslega skatt- byrði landshlutanna “ fjaðrafoki á ritstjórn Morgunblaðsins og í forystu Alþýðuflokks- ins. Morgunblaðið ver t.a.m. heilli rit- stjómargrein (6. maí sl.) til að kasta rýrð á skýrsluna og höfunda hennar. Höfundunum eru gerðar upp skoð- anir. Þeir eru um- svifalaust lýstir „ein- dregnir andstæðing- ar“ veiðigjalds. Hásköla Islands er legið á hálsi fyrir að leggja nafn sitt við skýrslu af þessu tagi. Þessi málflutningur er í aðalatriðum end- urtekinn í grein er fyrrverandi for- maður Alþýðu- flokksins, Jón Baldvin Hanni- balsson, ritar í Morgunblaðið 10. maí sl. Margt bendir til þess að álagn- ing sérstaks veiðigjalds á sjávarútveg yrði afdrifaríkt skref Hagfræðistofnun Háskóla ís- lands hefur nýlega lokið athugun sinni á áhrifum veiðigjalds á skattbyrði eftir landshlutum og byggðarlögum. Veigamesta niður- staða þessarar athugunar er að álagning veiðigjalds og samsvar- andi lækkun tekjuskatts lækki heildarskattbyrði í Reykjavík og á Reykjanesi en hækki heildar- skattbyrði í öllum öðrum kjör- dæmum landsins. Niöurstaðan kemur ekki á óvart Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart. Ljóst er að sértæk skatt- lagning á sjávarútveg hlýtur að þyngja skattbyrði sjávarútvegs- fyrirtækjanna. Slík fyrirtæki eru ríkjandi í atvinnustarfseminni á landsbyggðinni. I Reykjavík og þéttbýli Reykjaness er þessu hins vegar öfugt farið. Þar eru höfuða- tvinnuvegirnir verslun, þjónusta og iðnaður en sjávarútvegur til- tölulega lítill. Þar með blasir við að sértæk skattlagning á sjávarút- veg umfram aðra atvinnuvegi hlýtur að bitna meira á lands- byggðinni en höfuðborgarsvæð- inu. Nú eru meðaltekjur svipaðar hvar sem er á landinu. Því er jafnframt augljóst, að séu tekjur af veiðigjaldi notaðar til að lækka almennan tekjuskatt, hlýtur heildarskattbyrðin að lækka i landshlutum þar sem sjávarút- vegur er tiltölulega lítill hluti at- vinnulífsins, þ.e. í Reykjavík og á Reykjanesi, en hækka í öllum öðrum landshlutum. Stæröargráður Það þurfti m.ö.o. ekki sérstaka athugun Hagfræðistofhunar til að átta sig á því að veiðigjald og samsvarandi lækkun tekjuskatts felur í sér lækkun heildarskatt- byrði á stór- Reykjavíkursvæðinu og hækkun heildarskattbyrði í öllum öðrum landshlutum. Hér er um augljósa staðreynd að ræða, sem allir þeir, sem hugleitt hafa þjóðfélagsleg áhrif veiðigjalds, hafa ugglaust verið sér meðvit- arða króna árlega, er líklegt að samanlögð byrði af tekjuskatti og veiðigjaldi lækki talsvert í Reykjavík og Reykjanesi en hækki um marga tugi prósenta í öðrum landshlutum. Þessum nið- urstöðum er nánar lýst í með- fylgjandi línuriti: Hlutfallsleg breyting skattbyrði m.v. tekjuskatt Veiðigjald 6 og 16 ma. kr. Tekjuskattur lækkaður samsvar- andi. Skattaár 1995 Pólitískt fjaörafok I skýrslu Hagfræðistofnunar er einungis að finna tiltölulega ein- falda gagnavinnu og útreikninga. Þar eru ekki settar fram neinar skoðanir um hvort veiðigjald sé þjóðhagslega æskilegt eða ekki. Engu að síður bregður svo við að skýrslan hefur valdið miklu fyrir viðgang og þróun íslenskrar atvinnustarfsemi í framtíðinni og raunar þjóðlífsins í heild. Þvi skiptir afar miklu máli að skoða sem vandlegast allar hliðar þess og forðast vanhugsaðar skyndiá- kvarðanir. Skýrsla Hagfræöi- stofnunar varpar skýrara ljósi á eina tiltekna hlið veiðigjaldsmála og er því framlag í þessa veru. Viðbrögð leiðarahöfundar Morgunblaðsins og forystu- manna Alþýðuflokksins við skýrslunni eru af allt öðrum toga. Þau virðast einna helst liður í pólitískri kappræðu með tilheyr- andi skítkasti í því skyni að draga athyglina frá staðreyndum málsins. Þau eru því ekki til þess fallin að auðvelda þjóðinni að taka skynsamlega ákvörðun í þessu máli. Ragnar Árnason Skoðanir annarra Einstaklingar og skattarnir „Þegar efnahagskreppan var sem dýpst á síðasta kjörtímabili var gripið til þess ráðs að létta sköttum af atvinnurekstrinum til að halda uppi atvinnu. Það tókst að mörgu leyti. Þá voru hins vegar gefin fyrir- heit um það, að þegar úr rættist, þá yrði skattbyrði minnkuð umtalsvert á einstaklinga. Tilraunir stjómvalda í þeim efnum, nú í tengslum við kjara- samninga, voru einkar máttlausar og misheppnaðar og í engu samræmi hvað umfang varðar, við þau fyr- irheit sem áður var vikið að. Nú er einfaldlega kom- ið að einstaklingum." Guðmundur Árni Stefánsson í Alþbl. 13. maí. Hringrás vanskila „Stundum heyrist að sumir furði sig á því að jafn- vel fólk með nokkuð góð laun lendi í vanskilum með afborganir af lánum sínum. Það er hins vegar ekk- ert til að furða sig á. Vandinn geti r verið fljótur að magnast upp ef hann byrjar. Þeir sem verða fyrir því að geta ekki staðið í skilum með afborganir af hús- næðislánum sínum þurfa fljótt að greiða töluvert háar aukagreiðslm- fyrir vikið. Þá kemur fleira til en dráttarvextir. Og þá getur oft verið erfitt verk að vinda ofan af því sem safnast upp.“ Grétar J. Guðmundsson í Heimili/Fasteignir Mbl. 13. maí. Lífiö eftir starfslok „Þegar fólk hættir að vinna eru það mikil félags- leg viðbrigði. Hætta er á því að fólk einangrist þeg- ar það hættir að koma á sinn vinnustað þar sem það hefur átt samvistir við vinnufélaga. Því vil ég hvetja alla sem eru hættir störfum að koma í félagsskap eldri borgara; þar sem er sungið, spilað, farið í gönguferðir, ferðalög og margt fleira skemmtilegt gert. Slíkt er hluti af því að lifa lífinu lifandi eftir starfslok." Páll Gíslason í Degi-Tímanum 13. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.