Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997 33"V"
e útlönd
stuttar fréttir
Bosníuserbi dæmdur
34 ára gamall Bosníuserbi var í
gær fundinn sekur um þátttöku i
fjöldamorðum á múslimum í stríð-
inu i Bosníu. Þýskur dómstóll
dæmdi Serbann í 5 ára fangelsi.
Vill kosningar
J Aðstoðarforsætisráðherra
1 Tyrklands, Tansu Ciller, hvatti í
þingmeiin^ ör
flokki hennar í gær og settust á
bekk með stjómarandstæðingum.
Leiðtogafundur
Utanrikisráðherra Egypta-
lands, Amr Moussa, segir leiö-
togafund israels og Egyptalands í
næstu viku bera árangur sam-
þykki ísraelar að stöðva byggingu
húsnæðis fyrir gyðinga á svæði
herteknu 1967.
Morðáætlun afhjúpuð
Yfirvöld í Kólumbíu hafa af-
hjúpað samsæri um að myrða
yfirmann öryggislögreglunnar.
Fyrr í vikunni tilkynntu yfirvöld
að forseti Kólumbíu og sendiherra
Bandarikjanna væru á dauðalista
fikniefnakónga.
Hungurverkfall
Fyrram borgarstjóri Cannes í
Frakklandi var í gær fluttur á
sjúkrahús vegna sex daga hungur-
verkfalls. Borgarstjórinn mótmæl-
ir 10 mánaða gæsluvarðhaldi sem
hann var úrskurðaður í vegna
ásakana um mútuþægni.
Banaslys vegna farsíma
35 ára gamall Breti var í gær
dæmdur í 6 mánaða fangelsi fyrir
að hafa valdið banaslysi í umferð-
inni er hann talaði í farsíma.
Demantasvæði rutt
Herinn í Angóla hefur farið á
skriðdrekum og brynvörðum bíl-
um inn á demantasvæði til að
hrekja burt flóttamenn frá lýö-
veldinu Kongó og fyrrum stuðn-
ingsmenn UNITA-skæruliða.
Vill starf Bildts
Talsmaður bresku stjómarinn-
ar greindi frá því í gær að fyrrum
varnarmálaráð-
herra Bretlands,
Miehael Portillo,
hefði hug á aö
taka við starfi Sví-
ans Carls Bildts
sem sáttasemjari í
Bosníu. Vestræn
ríki tilnefha í næstu viku eftir-
mann Bildts. Líklegur arftaki
hans er sendiherra Spánar hjá SÞ.
Jeltsín á BMW
Jeltsín Rússlandsforseti tjáði
rússneskum skólabörnum í gær
að hann hefði lægri laun en
bankastjórar og kaupsýslumenn.
Hann hefði tekið lán til aö byggja
sumarbústað og kaupa BMW-bU.
Reuter
Bensín hækkar enn
Hlutabréf í Bretlandi hækkuðu
nokkuð fyrir lokun á fimmtudag en
lágt verð í Wall Street dró úr bjart-
sýni manna. FTSE 100 vísitalan
hækkaði nokkuð mikið á fimmtudag
og um miðjan dag var hún aðeins 32
stigum frá meti þessa tímabUs, var
komin í 4661,7. Við lokun var hún
4651,8. 1 Frankfurt lækkuðu hluta-
bréf nokkuð frá deginum áður en þá
höfðu menn náð að þéna nokkuð.
Hlutabréf í Tokyo lækkuðu nokkuð
frá fyrri viku en örlítU hækkun varð
hins vegar í Hong Kong.
Verð á bensíni heldur áfram að
hækka og skýringin er sú að Evrópu-
búar eru nú á faraldsfæti, fylla bUa
sína af eldsneyti og gera það að verk-
um að framboðið er meira nú en fyrr
í vor. Það leiðir sjálfkrafa tU hækk-
unar. Tonnið af 95 oktana bensíni er
nú 221 doUar, 98 oktana kostar 225
doUara tonnið og tunnan af hráoliu
kostar nú 20 dollara. Reuter
Frakkar um lögsókn vegna brota á skoðanakannanabanni:
Litið á kjósend-
ur sem lítil börn
Kjörstjóm franska ríkisins hvatti
tU þess í gær að fjögur dagblöð og
ein útvarpsstöð yrðu lögsótt fyrir að
hundsa bann við birtingu skoðana-
kannana rétt fyrir fyrri umferð
þingkosninganna sem fram fara á
sunnudag. Eitt blaðanna, Liber-
ation, birti niðurstöður skoðana-
kannana á Intemetinu, á vefsíðu
sem nefnist Kosningaleyndarmál.
ViU blaðið láta reyna á hvemig
frönsk lög standa gagnvart Netinu.
Samkvæmt afar umdeUdum
frönskum lögum frá 1977 er bannað
að birta skoðanakannanir vikuna
fyrir þingkosningar. Er óttast að
niðurstöður þeirra geti haft áhrif á
vUja kjósenda. Þeir sem hundsa lög-
in eiga á hættu að vera sektaðir um
ríflega 6 miUjónir króna.
Dagblaðið Le Republique des Pyr-
enees gekk lengst í að hundsa um-
rædd lög. Birti blaðið niðurstöður
skoðanakönnunar í gær og fjaUaði
um bannið og hræsnina að baki því
í leiðara. Leiðarahöfundur sagði að
stjómmálamenn, verðbréfasalar og
blaðamenn hefðu aðgang að niður-
stöðum nýlegra skoðanakannana
meðan bannað væri að birta þær al-
menningi.
Andre Santini, talsmaður
Franska lýðræðisbandalagsins,
hvatti tU endurskoðunar laganna.
Hann sagði aö tækninni hefði fleygt
fram og menn yrðu að spyrja sig
hvort ekki væri litið á franska kjós-
endur eins og lítil böm.
Bann við birtingu skoðanakann-
ana nær ekki yfir landamæri Frakk-
lands. Svissneska dagblaðið Tri-
bune de Geneve hefur fært sér
ástandið í nyt og stórgrætt á öUu
saman. Birti blaðið skoðanakannan-
ir í gær og rokseldist yfir landa-
mærin.
Sams konar bannlög gilda í Belg-
íu, Spáni og Ítalíu en Þýskaland,
Bretiand og Bandaríkin leggja engar
hömlur á skoðanakannanir.
Af frönskum könnunum er það
annars að segja að hægriflokkunum
er spáð naumum sigri eftir aðra um-
ferð kosninganna, 1. júní. Reuter
Borís Jeltsín Rússlandsforseti og Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands, skála hér fyrir undirritun sam-
bandssamnings ríkjanna sem þykir orðinn heldur útvatnaður. í samningnum segir að viðhalda skuli frjálsri stjórn-
málastarfsemi og markaðsumbótum í ríkjunum. Þau verða engu að síður sjálfstæð gagnvart hvort öðru. „Þetta er
merkilegur dagur í lífi Rússa og Hvít-Rússa,“ sagði Jeltsín og skálaði í vodka. Símamynd Reuter
Sveitir Kabila brjóta
mótmæli á bak aftur
Liðsmenn Laurents Kabila, sjáif-
skipaðs forseta lýðveldisins Kongós,
skutu í gær í loft upp í höfuðborg-
inni Kinshasa til að brjóta á bak aft-
ur mótmæli gegn nýrri ríkisstjórn
landsins. Mikil spenna ríkir nú
milli fyrrum skæmliða Kabila og
stjórnarandstæðinga í höfuðborg-
inni.
Tshisekedi, einn helsti andstæð-
ingur Mobutus, fyrrum forseta, sem
Kabila sniðgekk við myndun ríkis-
stjómar sinnar, kvaðst i gær ekki
viðurkenna nýju stjórnina. Hundr-
uð stuðningsmanna Tshisekedis
hrópuðu slagorð gegn Kabila í gær.
Gengu þeir frá húsi hans í átt til
miðborgarinnar en hermenn Kabila
stöðvuðu fór þeirra áður en þeir
komu að þinghúsinu.
Mobuto, sem fór í útiegð á sunnu-
daginn, kom í gær til Marokkó frá
Togo. Talið er að Mobuto haldi til
Frakklands að afloknum kosningun-
um þar 1. júní. Mobuto á hús á
frönsku Rivíerunni.
Emma Bonino, sem fer með
mannréttindamál hjá Evrópusam-
bandinu, krafðist þess í gær að Kab-
ila leyfði starfsmönnum hjálpar-
stofnana að koma inn í landið til að
kanna örlög 280 þúsund flóttamanna
sem saknað er. Sagði Bonino að að-
stoð við flóttamennina yrði að vera
forgangsverkefni hjá Kabila.
Reuter
Kauphallir og vöruverð erlendis |
6000=38 mi 7266,38
F M A M
London
4800 ft-se 100
4600 A
4400 ca, -J'
4200
4000
Asnn 46518
F M A M ;
Frankfurt
3600 DAX-40 (P \
3500 í
3400
3300
3200 3100 V
3000 3579,42
M A M
Tokyo
2100 Nlkktl ;
2000
1900 JF
1800
1700
1600, 19877,39
0 F M A M '
Bensín 98 okt.
Hong Kong
HangS
1450
1400
1350
1300'
1250
1200
1150
1100 14212,00
F M A M
Hráolía
35 hafa komist
á topp
Everest í vor
S Alls hafa 35 manns komist á
5 hæsta tind Everest í vor, að því
er segir í tilkynningu frá ferða-
i málaráði Nepals. Af þessum 35
komust 22 á toppinn í gær. Meðal
I þeirra var Tashi Tenzing en hann
! er bamabam Tenzing Norgay
sem kleif Everest með Sir Ed-
mund Hillary fyrir 44 árum.
Nokkrir þeirra sem komust
upp í gær voru að sigrast á fjall-
| inu i annað sinn. Einn þeirra er
Finninn Veikka Gustafsson sem í
þetta sinn sleppti því að hafa með
sér súrefhiskút.
j íslensku afreksmannanna
j þriggja er getið í tilkynningunni
J frá ferðamálaráði Nepals.
Annar hver Svíi
er óánægður
meö kynlífið
j Samkvæmt könnun heilbrigð-
j isstofnunar í Svíþjóð er aðeins
; rúmlega helmingur karla og
! kvenna ánægður með kynlíf sitt.
j Er þetta fyrsta kynlífskönnunin
| sem gerð hefur verið í Svíþjóð á
| landsvísu í 30 ár. Algengasta or-
sök óánægjunnar er minni kyn-
hvöt, erfiðleikar við að fá full-
j nægingu og getuleysi. Rannsókn-
’ in sýnir að vandamál í sambandi
við kynlíf era algengari en flestir
j aðrir sjúkdómar.
j Aukið jafnræði kynjanna í
1 kynlífi hefur ekki leitt til þess að
Sviar séu ánægðari með kynlífið
í en fyrir 30 árum. „Fólk gerir of
j miklar kröfur. Ég held að allir
kynlífskálfar dagblaðanna hafi
hamlandi áhrif á fólk,“ segir Hel-
ena Cewers, kynlifsráðgjafi og
ljósmóðir í Malmö.
Sænsk fyrirtæki
lélegust í út-
flutningi
ÍLítil og meðalstór sænsk fyrir-
tæki veita meira fé í menntun og
afla meir fjár með dráttarvöxtum
en þekkist annars staðar í Evr-
| ópu. Fyrirtækm eru auk þess
j dugleg við að afla sér upplýsinga
j um hvaða styrki þau geti fengið
frá Evrópusambandinu. Samt
| sem áður er útflutningur fyrr-
ne&dra fyrirtækja undir meðal-
s lagi. Sænsku fyrirtækin eru léleg-
j ust í að koma sér á framfæri á
j nýjum mörkuðum.
I Könnuð vom 5 þúsund lítil og
j meðalstór fyrirtæki og af þeim
j voru 340 sænsk. Til rannsóknar-
! innar fékkst styrkur frá Evrópu-
I sambandinu.
Samningar Dan-
merkur við EBS
fyrir hæstarétt
Yfirheyrslur hefjast á mánu-
j dag fyrir hæstarétti í Kaup-
| mannahöfn vegna fyrirspumar
| og kæru 10 Dana um lögmæti
Í samninga Danmerkur við Evr-
j ópusambandið. Hópurinn heldur
því fram að frá því að Danir
j gengu í Evrópusambandið 1973
: hafi sjálfstæði Danmerkur gagn-
vart stofnunum Evrópusam-
í bandsins minnkað og þar með
1 hafi veriö framiö stjórnarskrár-
1 brot.
Danirnir tíu hafa reynt að fá
j afhent skjöl stjómvalda tii að
Isanna mál sitt en hafa sífelit feng-
ið neitun.
Á mánudaginn munu lögfræð-
ingar hópsins halda því ffarn í
hæstarétti að í samningunum sé
ekki nægiiega skilgreint að hve
miklu leyti Evrópudómstóllinn
og aðrar stofaanir Evrópusam-
bandsins geti tekið fram fyrir
hendumar á dönskum stofnun-
í' um.
Óháðir lögfróðir menn telja
I líklegt aö stjómin vinni málið.
ÍÓsigur hefði möguiega i för með
sér nýja samninga við Evrópu-
sambandið eða endurritun stjórn-
arskrárinnar. Reuter