Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997 33"V" e útlönd stuttar fréttir Bosníuserbi dæmdur 34 ára gamall Bosníuserbi var í gær fundinn sekur um þátttöku i fjöldamorðum á múslimum í stríð- inu i Bosníu. Þýskur dómstóll dæmdi Serbann í 5 ára fangelsi. Vill kosningar J Aðstoðarforsætisráðherra 1 Tyrklands, Tansu Ciller, hvatti í þingmeiin^ ör flokki hennar í gær og settust á bekk með stjómarandstæðingum. Leiðtogafundur Utanrikisráðherra Egypta- lands, Amr Moussa, segir leiö- togafund israels og Egyptalands í næstu viku bera árangur sam- þykki ísraelar að stöðva byggingu húsnæðis fyrir gyðinga á svæði herteknu 1967. Morðáætlun afhjúpuð Yfirvöld í Kólumbíu hafa af- hjúpað samsæri um að myrða yfirmann öryggislögreglunnar. Fyrr í vikunni tilkynntu yfirvöld að forseti Kólumbíu og sendiherra Bandarikjanna væru á dauðalista fikniefnakónga. Hungurverkfall Fyrram borgarstjóri Cannes í Frakklandi var í gær fluttur á sjúkrahús vegna sex daga hungur- verkfalls. Borgarstjórinn mótmæl- ir 10 mánaða gæsluvarðhaldi sem hann var úrskurðaður í vegna ásakana um mútuþægni. Banaslys vegna farsíma 35 ára gamall Breti var í gær dæmdur í 6 mánaða fangelsi fyrir að hafa valdið banaslysi í umferð- inni er hann talaði í farsíma. Demantasvæði rutt Herinn í Angóla hefur farið á skriðdrekum og brynvörðum bíl- um inn á demantasvæði til að hrekja burt flóttamenn frá lýö- veldinu Kongó og fyrrum stuðn- ingsmenn UNITA-skæruliða. Vill starf Bildts Talsmaður bresku stjómarinn- ar greindi frá því í gær að fyrrum varnarmálaráð- herra Bretlands, Miehael Portillo, hefði hug á aö taka við starfi Sví- ans Carls Bildts sem sáttasemjari í Bosníu. Vestræn ríki tilnefha í næstu viku eftir- mann Bildts. Líklegur arftaki hans er sendiherra Spánar hjá SÞ. Jeltsín á BMW Jeltsín Rússlandsforseti tjáði rússneskum skólabörnum í gær að hann hefði lægri laun en bankastjórar og kaupsýslumenn. Hann hefði tekið lán til aö byggja sumarbústað og kaupa BMW-bU. Reuter Bensín hækkar enn Hlutabréf í Bretlandi hækkuðu nokkuð fyrir lokun á fimmtudag en lágt verð í Wall Street dró úr bjart- sýni manna. FTSE 100 vísitalan hækkaði nokkuð mikið á fimmtudag og um miðjan dag var hún aðeins 32 stigum frá meti þessa tímabUs, var komin í 4661,7. Við lokun var hún 4651,8. 1 Frankfurt lækkuðu hluta- bréf nokkuð frá deginum áður en þá höfðu menn náð að þéna nokkuð. Hlutabréf í Tokyo lækkuðu nokkuð frá fyrri viku en örlítU hækkun varð hins vegar í Hong Kong. Verð á bensíni heldur áfram að hækka og skýringin er sú að Evrópu- búar eru nú á faraldsfæti, fylla bUa sína af eldsneyti og gera það að verk- um að framboðið er meira nú en fyrr í vor. Það leiðir sjálfkrafa tU hækk- unar. Tonnið af 95 oktana bensíni er nú 221 doUar, 98 oktana kostar 225 doUara tonnið og tunnan af hráoliu kostar nú 20 dollara. Reuter Frakkar um lögsókn vegna brota á skoðanakannanabanni: Litið á kjósend- ur sem lítil börn Kjörstjóm franska ríkisins hvatti tU þess í gær að fjögur dagblöð og ein útvarpsstöð yrðu lögsótt fyrir að hundsa bann við birtingu skoðana- kannana rétt fyrir fyrri umferð þingkosninganna sem fram fara á sunnudag. Eitt blaðanna, Liber- ation, birti niðurstöður skoðana- kannana á Intemetinu, á vefsíðu sem nefnist Kosningaleyndarmál. ViU blaðið láta reyna á hvemig frönsk lög standa gagnvart Netinu. Samkvæmt afar umdeUdum frönskum lögum frá 1977 er bannað að birta skoðanakannanir vikuna fyrir þingkosningar. Er óttast að niðurstöður þeirra geti haft áhrif á vUja kjósenda. Þeir sem hundsa lög- in eiga á hættu að vera sektaðir um ríflega 6 miUjónir króna. Dagblaðið Le Republique des Pyr- enees gekk lengst í að hundsa um- rædd lög. Birti blaðið niðurstöður skoðanakönnunar í gær og fjaUaði um bannið og hræsnina að baki því í leiðara. Leiðarahöfundur sagði að stjómmálamenn, verðbréfasalar og blaðamenn hefðu aðgang að niður- stöðum nýlegra skoðanakannana meðan bannað væri að birta þær al- menningi. Andre Santini, talsmaður Franska lýðræðisbandalagsins, hvatti tU endurskoðunar laganna. Hann sagði aö tækninni hefði fleygt fram og menn yrðu að spyrja sig hvort ekki væri litið á franska kjós- endur eins og lítil böm. Bann við birtingu skoðanakann- ana nær ekki yfir landamæri Frakk- lands. Svissneska dagblaðið Tri- bune de Geneve hefur fært sér ástandið í nyt og stórgrætt á öUu saman. Birti blaðið skoðanakannan- ir í gær og rokseldist yfir landa- mærin. Sams konar bannlög gilda í Belg- íu, Spáni og Ítalíu en Þýskaland, Bretiand og Bandaríkin leggja engar hömlur á skoðanakannanir. Af frönskum könnunum er það annars að segja að hægriflokkunum er spáð naumum sigri eftir aðra um- ferð kosninganna, 1. júní. Reuter Borís Jeltsín Rússlandsforseti og Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands, skála hér fyrir undirritun sam- bandssamnings ríkjanna sem þykir orðinn heldur útvatnaður. í samningnum segir að viðhalda skuli frjálsri stjórn- málastarfsemi og markaðsumbótum í ríkjunum. Þau verða engu að síður sjálfstæð gagnvart hvort öðru. „Þetta er merkilegur dagur í lífi Rússa og Hvít-Rússa,“ sagði Jeltsín og skálaði í vodka. Símamynd Reuter Sveitir Kabila brjóta mótmæli á bak aftur Liðsmenn Laurents Kabila, sjáif- skipaðs forseta lýðveldisins Kongós, skutu í gær í loft upp í höfuðborg- inni Kinshasa til að brjóta á bak aft- ur mótmæli gegn nýrri ríkisstjórn landsins. Mikil spenna ríkir nú milli fyrrum skæmliða Kabila og stjórnarandstæðinga í höfuðborg- inni. Tshisekedi, einn helsti andstæð- ingur Mobutus, fyrrum forseta, sem Kabila sniðgekk við myndun ríkis- stjómar sinnar, kvaðst i gær ekki viðurkenna nýju stjórnina. Hundr- uð stuðningsmanna Tshisekedis hrópuðu slagorð gegn Kabila í gær. Gengu þeir frá húsi hans í átt til miðborgarinnar en hermenn Kabila stöðvuðu fór þeirra áður en þeir komu að þinghúsinu. Mobuto, sem fór í útiegð á sunnu- daginn, kom í gær til Marokkó frá Togo. Talið er að Mobuto haldi til Frakklands að afloknum kosningun- um þar 1. júní. Mobuto á hús á frönsku Rivíerunni. Emma Bonino, sem fer með mannréttindamál hjá Evrópusam- bandinu, krafðist þess í gær að Kab- ila leyfði starfsmönnum hjálpar- stofnana að koma inn í landið til að kanna örlög 280 þúsund flóttamanna sem saknað er. Sagði Bonino að að- stoð við flóttamennina yrði að vera forgangsverkefni hjá Kabila. Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis | 6000=38 mi 7266,38 F M A M London 4800 ft-se 100 4600 A 4400 ca, -J' 4200 4000 Asnn 46518 F M A M ; Frankfurt 3600 DAX-40 (P \ 3500 í 3400 3300 3200 3100 V 3000 3579,42 M A M Tokyo 2100 Nlkktl ; 2000 1900 JF 1800 1700 1600, 19877,39 0 F M A M ' Bensín 98 okt. Hong Kong HangS 1450 1400 1350 1300' 1250 1200 1150 1100 14212,00 F M A M Hráolía 35 hafa komist á topp Everest í vor S Alls hafa 35 manns komist á 5 hæsta tind Everest í vor, að því er segir í tilkynningu frá ferða- i málaráði Nepals. Af þessum 35 komust 22 á toppinn í gær. Meðal I þeirra var Tashi Tenzing en hann ! er bamabam Tenzing Norgay sem kleif Everest með Sir Ed- mund Hillary fyrir 44 árum. Nokkrir þeirra sem komust upp í gær voru að sigrast á fjall- | inu i annað sinn. Einn þeirra er Finninn Veikka Gustafsson sem í þetta sinn sleppti því að hafa með sér súrefhiskút. j íslensku afreksmannanna j þriggja er getið í tilkynningunni J frá ferðamálaráði Nepals. Annar hver Svíi er óánægður meö kynlífið j Samkvæmt könnun heilbrigð- j isstofnunar í Svíþjóð er aðeins ; rúmlega helmingur karla og ! kvenna ánægður með kynlíf sitt. j Er þetta fyrsta kynlífskönnunin | sem gerð hefur verið í Svíþjóð á | landsvísu í 30 ár. Algengasta or- sök óánægjunnar er minni kyn- hvöt, erfiðleikar við að fá full- j nægingu og getuleysi. Rannsókn- ’ in sýnir að vandamál í sambandi við kynlíf era algengari en flestir j aðrir sjúkdómar. j Aukið jafnræði kynjanna í 1 kynlífi hefur ekki leitt til þess að Sviar séu ánægðari með kynlífið í en fyrir 30 árum. „Fólk gerir of j miklar kröfur. Ég held að allir kynlífskálfar dagblaðanna hafi hamlandi áhrif á fólk,“ segir Hel- ena Cewers, kynlifsráðgjafi og ljósmóðir í Malmö. Sænsk fyrirtæki lélegust í út- flutningi ÍLítil og meðalstór sænsk fyrir- tæki veita meira fé í menntun og afla meir fjár með dráttarvöxtum en þekkist annars staðar í Evr- | ópu. Fyrirtækm eru auk þess j dugleg við að afla sér upplýsinga j um hvaða styrki þau geti fengið frá Evrópusambandinu. Samt | sem áður er útflutningur fyrr- ne&dra fyrirtækja undir meðal- s lagi. Sænsku fyrirtækin eru léleg- j ust í að koma sér á framfæri á j nýjum mörkuðum. I Könnuð vom 5 þúsund lítil og j meðalstór fyrirtæki og af þeim j voru 340 sænsk. Til rannsóknar- ! innar fékkst styrkur frá Evrópu- I sambandinu. Samningar Dan- merkur við EBS fyrir hæstarétt Yfirheyrslur hefjast á mánu- j dag fyrir hæstarétti í Kaup- | mannahöfn vegna fyrirspumar | og kæru 10 Dana um lögmæti Í samninga Danmerkur við Evr- j ópusambandið. Hópurinn heldur því fram að frá því að Danir j gengu í Evrópusambandið 1973 : hafi sjálfstæði Danmerkur gagn- vart stofnunum Evrópusam- í bandsins minnkað og þar með 1 hafi veriö framiö stjórnarskrár- 1 brot. Danirnir tíu hafa reynt að fá j afhent skjöl stjómvalda tii að Isanna mál sitt en hafa sífelit feng- ið neitun. Á mánudaginn munu lögfræð- ingar hópsins halda því ffarn í hæstarétti að í samningunum sé ekki nægiiega skilgreint að hve miklu leyti Evrópudómstóllinn og aðrar stofaanir Evrópusam- bandsins geti tekið fram fyrir hendumar á dönskum stofnun- í' um. Óháðir lögfróðir menn telja I líklegt aö stjómin vinni málið. ÍÓsigur hefði möguiega i för með sér nýja samninga við Evrópu- sambandið eða endurritun stjórn- arskrárinnar. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.