Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Blaðsíða 11
jLj’ST LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997 11 i&iðsljós Gamanleikarinn Jerry Seinfeld: Hófst með því að sleikia Jerry Seinfeld ætti að vera íslend- ingum vel kunnur. Ekki aðeins hef- ur hann verið reglulega á dagskrá Stöðvar 2 undanfarin ár heldur brá honum fyrir á götum Reykjavíkur á dögunum. DV hitti kappann um síð- ustu helgi, birti þá stutt spjall viö hann og smellti af honum mynd. Þættirnir með Jerry Seinfeld heita einfaldlega Seinfeld eftir stjömunni sjálfri. Seinfeld þykir óhemju snjall en um leið sérstakur gamanleikari. Hæfileiki hans til þess að fá fólk til að skella hressi- lega upp úr þykir einstakur. Seinfeld og handritshöfundur þáttanna, Larry David, þykja hafa búið til einstakt sjónarhorn á full- orðinn piparsvein með því að skyggnast inn í sálartetur gaman- leikarans. Brugðið er upp mynd af uppákomum og vandamálum þar sem við sögu kemur vinátta karl- manna, rómantik, framapot og ým- islegt fleira. Sigurganga Ferill Seinfelds sem gamanleik- ara hefur verið ein sigur- ganga. Árin 1992 og 1993 fékk hann bandarísku gleðiverðlaunin (Comedy Awards) fyrir leik í gam- anþáttum. Þrátt fyrir miklar annir við leik í sjónvarpsþáttum er hann einn eftirsóttasti og vin- sælasti „stand up“-gaman- leikari í Bandaríkjunum. Jerry Seinfeld fæddist í Brooklynhverfi í New York og sem ungur drengúr heillaðist hann af gamanlei- kurum í varpinu. Hann hefur sagst muna eft- ir því að foreldrar hans hafi sagt við hann að starf þessara manna væri einungis fólgið í því að koma fram fyrir fólk og vera fyndnir. „Ég átti erfitt með að trúa því þá og spurði hvort þeir gerðu virkilega ekkert annað. Það gat ekki verið satt,“ segir Jerry. Frussaði mjólk og kexi „Ég vissi það sem ungur patti að ég yrði gamanleikari. Ég man eftir því að hafa fengið vin minn til þess að hlæja svo rosalega að hann fruss- aði mjólk og kexi yfir mig allan. Ég sleikti það. Þannig byrjaði þetta allt,“ segir Jerry sem viðurkennir að þrátt fyrir vinsældir Seinfelds hafi hann mest gaman af því að koma fram fyrir áhorfendur á sviði. Jerry nam í Queens College, vann skamma hríð við að selja ljósaperur í gegnum síma og síðar sem götusali þar sem verslað var með skartgripi. Öll þessi ár missti Seinfeld aldrei sjónar af draumnum um að verða gamanleikari. „Allt mitt líf hefur snúist um að reyna að hlæja. Ég er al- tekinn cif þessum hlát- uraugnablikum. Þegar maður hlær yfirgefur maður likamann. Maður yfirgefur jörðina. Hlátur er ótrúlegt fyrirbrigði,“ segir gamanleikarinn skemmtilegi, Jerry Sein- feld. -sv sjón- Jerry Seinfeld er einn vinsælasti „stand up“-gamanleikari í Bandaríkjunum. Hann var á íslandi á dögunum og þá tók Sveinn Þormóðsson, Ijósmyndari DV, þessa mynd. Prinsessa í Pakistan Díana prinsessa situr ekki auðum höndum þrátt fyrir að vera farin frá Kalla og hans fjölskyldu. Síðastliðinn fimmtudag fiaug hún til Pakistan til að að- stoða við fjársöfnun til stuðnings krabbameinsspítala í Lahore. Myndin er tekin á flugvelli borgarinnar. Meðal þeirra sem tóku á móti Díönu voru Imran Khan, fyrrum krikket-hetja Pakistana, og bresk kona hans. Símamynd Reuter FÁÐU ÞÉR MIÐA FYRIR K L. 20.20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.