Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Blaðsíða 29
2« Qjþlgarviðtalið + LAUGARDAGUR 24. MAI 1997 LAUGARDAGUR 24. MAI1997 {felgarviðtalið - Sára Karl Sigurbjörnsson, prestur í Hallgrímskirkju, yrði næsti biskup ef almenningur fengi að ráða: aðrar áttir. Sem strákur ætlaði ég að verða brunaliðsbílstjóri þegar ég yrði stór. Ég á kannski eftir að verða það ef ég verð einhvern tíma stór! Síðar var ég staðráðinn í að læra arkitektúr eða myndlist." Karl viðurkennir að hann teikni stundum og hafi gaman af. En prestsskapurinn varð ofan á að draga sig saman á háskólaárunum. Þau eiga nú saman þrjú böm, Ingn Rut, nema í Kennaraháskóla ís- lands, Rannveigu, starfsmann á Hót- el Óðinsvéum, og Guðjón Davíð sem stundar nám i Kvennaskólanum. Ekkert barnanna virðist ætla að feta í fótspor Karls en tilvonandi tengdasonur hans er prestur. Árið 1977-78 dvaldi fjölskyldan í Sviþjóð þar sem Karl hafði á hendi prestsþjónustu í sænsku kirkjunni og var það ógleymanlegur tími. „Tíu áram síðar dvöldum við svo árlangt á vesturströnd Bandarikj- anna þar sem ég lagði stund á sál- gæslunám og siðfræði. Þetta var mikið ævintýri fyrir okkur öll. Það er afar dýrmætt fyrir presta að geta fengið námsleyfi. Það þyrfti að vinna meira að því að gera prests- fjölskyldum, sem iðulega búa við mikið og stöðugt álag, kleift að dvelja erlendis um tíma við nám og störf til þess að kynnast kirkjulifi og menningu annarra þjóða. Það gerir kirkjunni gott hér heima,“ segir Karl. Þá er komið að spurningunni um það hvort Karl líti á sig sem næsta biskup þar sem kannanir sýni að hann sé langefstur. „Nei, ég lít ekki þannig á. Kann- anirnar eru meðal þjóðarinnar en það er ekki hún sem kýs biskup. Það gera tæplega 200 kjörmenn og enginn veit hver úrslit kjörsins verða. Það væri æskilegt að fleiri leikmenn kæmu að þessu kjöri eins og tíðkast annarsstaðar á Norður- löndum en biskupskjör verður þó aldrei að almennu kjöri. Ég vil engu spá en una skal ég úrslitum hver sem þau verða. Ég er hins vegar þakklátur fyrir þann hug í minn garð sem þessar kannanir endurspegla og óneitan- lega hrærður yfir þvi trausti sem mér er sýnt. Ég vona að ég fái með Guðs hjálp staðið undir þeim vænt- ingum sem gerðar eru til mín,“ seg- ir Karl. Embætti merkir þjónusta Karl segir það hafa verið erfiða ákvörðun að gefa kost á sér i bisk- upskjöri en hann hafi ákveðið að gera það eftir að hafa verið til þess Séra Karl Sigurbjörnsson, prestur í Hallgrímskirkju, hefur gefið kost á sér til embættis biskups yfir íslandi. Samkvæmt skoðanakönnunum er Karl sá sem almenningur vill helst sjá sem næsta biskup. Séra Karl er sem kunnugt er sonur gamla bisk- upsins, Sigurbjöms Einarssonar, sem íslendingar bera djúpa virð- ingu fyrir. Móðir hans er Magnea Þorkelsdóttir húsmóðir. Sigurbjöm var biskup yfir íslandi í rúm 20 ár eða frá árinu 1959 til ársins 1981. Séra Karl var fyrst spurður hvernig æska hans og kirkjuleg umsvif hefðu fléttast saman og hvort hann væri að láta æskudraum rætast um að feta í fótspor föður síns. „Ég fer ekki í fötin hans pabba og er ekki heldur að reyna það. Það mótaði mig hins vegar í æsku að ég var alinn upp á guðræknu heimili. En það er svo margt sem mótar manninn. Ég var alinn upp á mjög fjölmennu heimili við Freyjugötuna í Reykjavík og frá 12 ára aldri í vest- urbænum. Við erum átta systkinin og ég er í yngri kantinum, á tvo yngri bræður. Þessi stóri systkina- hópur hafði sín áhrif og ekki síður leikir og störf reykvískra krakka,“ segir Karl. Sigurbjörn var kennari við Há- skóla íslands á uppvaxtarárum Karls. Hann bar takmarkalausa virðingu fyrir háskólanum. Séra Sigurbjöm hafði áður verið prestur í Hallgrímskirkjusöfnuði og hafði jafnan með höndum talsverða prestsþjónustu. Fastir liðir á heimil- inu barnmarga voru skírnir og gift- ingar í stofunni. Hluti af tilverunni var að sækja messu og það var sjálf- sagt og eðlilegt í augum heimilis- manna. „Allt þetta mótaði mann að sjálf- sögðu. Ég laðaðist að kirkjunni strax í æsku. Manni leiddist vissu- lega stundum undir prédikuninni og taldi ljósaperurnar í kirkjunni og vonaði að presturinn segði loksins amen! En það eru sem betur fer ekki bara haldnar ræður í mess- unni. Söngurinn og andrúmsloftið orkaði sterkt á mig,“ segir Karl. Karl segist aUtaf hafa verið trú- hneigður en það hafi ekki girt fyrir það að hann efaðist margoft og það sé ekki nema eðlUegt. „Trú og efi era systkin. Trúin er aUtaf öðrum þræði glíma. Unglings- árin eru oft efaár. Hluti af þroska einstaklingsins er að rífa sig lausan frá því sem manni er kennt. Ég held þó að mín unglingauppreisn hafi staðið stutt og látið umhverfið að mestu ósnortið," segir Karl. Það er ekki hægt að stiUa sig um það á þessum íþróttatímum að spyrja hvort íþróttaiðkanir hafi ekki mótað Karl í uppvextinum. Engin upp- skrift ao biskupi Eftir þessar hug- leiðingar liggur beint við að inna eftir því hvaða eig- inleikar eigi að prýða næsta bisk- up. „Það er engin ein uppskrift að góðum biskupi. Og þó hún væri til þá reynir ekki á hana í raun fyrr en í embættið er kom- ið. Þess vegna er ekki annar kostur en að velja þann sem kjörmenn telja að dugi best við þær aðstæður sem móta kirkjulífið í dag. Það eru ekki vísindi heldur huglægt mat sem reynslan ein sker úr um hvort rétt hafi verið,“ segir Karl. Kai’l neitar ákveðið að svara því Karl heilsar einu el Holti. sóknarbarna sinna, Skúla Þorvaldssyni á Hót- DV-mynd JAK áreiti og skUaboð daginn út og inn ala á því að þú átt ekki nægUega faUeg föt, bU eða húsbúnað. Þú ert ekki nógu smart, fitt, vel vaxinn. Og þú verður að reyna að uppfyUa þess- ar þarfir hvað sem það kostar. Þessi óánægja, sem keyrir áfram hag- hvað hann hafi fram yfir aðra fram- bjóðendur og snýr talinu að breyt- ingum sem hann viU sjá á biskups- embættinu í framtíðinni. „Biskup íslands er að axla miklar stjórnunarbyrðar sem áður hafa hvUt á herðum ríkisins. Embættið þarf að vera stjórnunarskyldum sín- um vaxið og taka upp bestu stjóm- sýsluaðferðir sem hér þekkjast. Þessi auknu verkefni mega hins vegar ekki koma í veg fyrir að and- legur þáttur embættisins sé styrkt- ur. Biskup má ekki kafna í skrif- finnsku. Það safnast margir þræðir i embætti biskupsins. Hann þarf ekki að sinna þeim öUum sjálfur. Hann þarf að geta falið öðrum að sinna verkefnum sem heyra undir embættið. Biskup þarf að hafa tóm tU þess að hefja nýtt samtal á mUli kirkju og þjóðar. Nýtt samtal um það sem máli skiptir. Alið á óánægju „Við horfum fram á geigvænleg- an uppblástur i þessu landi. Við sjá- um uppblástur landsins, jarðveginn sem fýkur út í veður og vind. Og við höfum fyrir augunum upp- blástur í menningu okkar og þjóðlifi þar sem jarðvegurinn, sem hlúir að rótunum, fýkur burt. /ið sjáum þetta í svo ótal mörgu sem ógnar andlegri velferð fólks. Velmegunin eða hagsældin hefur kannski aldrei verið meiri heldur en núna en van- líðan fólks er óskapleg. Það kemur ekki síst fram hjá börnunum okkar. Það er einhver alvarleg brotalöm í okkar uppeldi og þjóðfélagsgerð," segir Karl. Prédikarinn er aldrei langt undan þar sem Karl Sigurbjörnsson er og hann heldur áfram að tala um að vinnuálag á fslandi sé gífurlegt og að því miður virðist neyslugræðgin ekki eiga sér nein takmörk. Neys- lusamfélagið ali á óánægju enda sé hún drifkrafturinn í svokallaðri vel- sæld. Brotalöm í uppeldi „Við erum mötuð á því að vera ósátt við hlutskipti okkar. Ótal Kirkjan er ekki lokaöur klúbbur þar sem fólk veltir sér upp úr andlegum málefnum. Hún er hreyfing sem er aö verki úti í daglega lífinu,“ segir séra Karl. DV-mynd JAK Ábyrgð í sveitinni „Sem krakki var maður settur til mikillar ábyrgðar í sveit- inni. Ég keyrði traktor 10-11 ára gamaU og fékk á tilfinninguna að búskapurinn stæði og félli með mér. Það var al- veg sérstakur skóli að ná í skottið á gamla tímamnn og alda- gömlum vinnu- brögðum sem nú eru horfin af sjónarsviðinu. Ég hafði mikla ánægju af því að vera þarna í sveitinni og það getur vel verið að ég hafi viljað vera bóndi þegar ég var yngri. Ég vildi það þó ekki í dag eins og er að bændum Ásamt eiginkonu þrengt. En ég var fullur af sveitarómantík á þess- um árum,“ segir Karl. Úr „sveitaháskólanum“ lá leiðin þó í aðra skóla. Það var mikið ævin- týr að sigla á þriðja farrými með Gullfossi til Danmerkur og ganga þar á lýðháskóla. Það var einnig dýrmæt reynsla og ekki minna æv- intýri að fara sem skiptinemi til Bandaríkjanna sautján ára gamall. Það er til marks um kappsemina að eftir Bandaríkjadvölina settist Karl í fjórða bekk Menntaskólans í Reykjavík og tók fimmta bekk utan- skóla til þess að útskrifast með jafn- öldrum. „Það var eitthvert óðagot á mér. Það lá svo mikið á. Ég viðurkenndi aldrei fyrir sjálfum mér að ég ætlaði að verða prestur. Ég horfði alltaf í sinni, Kristínu Guöjónsdóttur. Þegar þau sáust fyrst í sveitinni, Karl þá 9 ára, ullaöi hún framan í í hann! DV-mynd E.ÓI. loknu guðfræðinámi í Háskóla Is- lands. Fyrst prestsþjónusta í Vest- mannaeyjum í tvö ár og síðan 22 ára starf í Hallgrímssöfnuði. Starfið er aðalhugðarefnið. Tómstundir eru fáar vegna anna en í frístundum er lestur góðra bóka í uppáhaldi. Ullaði framan í mig Karl kvæntist 23 ára gamall, 3. janúar 1970, Kristínu Guðjónsdóttur frá Móhúsum á Stokkseyri. „Ég sá Kristínu fyrst í sveitinni níu ára gamall. Ég vissi alltaf af henni upp frá því. Mér leist ljóm- andi vel á hana þó að hún hafi ullað framan í mig fyrst þegar hún sá mig,“ segir Karl. Þau Karl og Kristín fóru siðan að embætti en ekki tignarstóll eða heiðurssess," segir Karl. Samkvæmt þessu er eitt grund- vallaratriðið að stuðla að einingu og friði í kirkjunni. Karl leggur áherslu á að biskup gegni sama hlutverki og sér- hver prestur í söfnuði. Meginat- riðið sé boðun orðsins og prédik- un auk sálgæsl- unnar. Biskupinn sé kallaður til þessarar þjónustu en í víðari verka- hring. Því fylgi náttúrulega vissar stjómunarskyldur og forysta. „Ég er ekkert fyrir iþróttir. Ég var alltaf svo mikill endemis klaufi í íþróttum. Ég var ekki góður í fót- bolta og var aldrei tekinn í liðið. En þar með er ekki sagt að maður geti ekki sitthvað annað,“ segir Karl. Karl tók ungur þátt í starfi hjá Kristilegu félagi ungra manna, KFUM, og þar er einnig mótunar- áhrifa að leita en sveitavist á sumr- in frá níu ára aldri skildi ekki síður eftir spor i huga drengsins. hvattur af fólki sem hann ber virð- ingu fyrir. „Ef kirkjan kallar eftir kröftum mínum til þessa verkefnis ber mér skylda til að verða við því kalli. Ég er í þjónustu hennar. Munum að orðið embætti merkir þjónusta og er rótskylt orðinu ambátt. 1 mínum huga er biskupsembættið þjónustu- „Ef kirkjan kallar eftir kröftum mínum til þessa verkefnis ber mér skylda til að verða viö því kalli. Ég er í þjónustu hennar," segir Karl m.a. í viötalinu. DV-mynd E.OI. sældina, er feitur og óseðjandi púki inni á heimilum okkar. Við erum endalaust að kaupa hamingju fyrir hluti. Við gleymum því að ham- ingjan býr í hjarta manns. Við höldum að gott líf sé fólgið í slembi- lukku, heppni, hlutum og peningum. Gott líf sé að vinna í lottóinu. Við gleymum því að gott líf kemur innan frá. Það er það sem mölur og ryð fá ekki grandað eins og frelsarinn talaði um. Einhvers staðar á leið- inni höfum við týnt þessu niður,“ segir Karl. Kjarni málsins er, að mati Karls, sá að við höf- um gleymt að miðla börnunum okkar því sem skiptir máli. Hann undanskilur engan vegna þess að við erum öll hluti af sömu menn- ingu og menguð af sama hugsunarhætti. En hann vill koma þessum við- horfum inn í þjóðfélags- umræðuna af krafti. Það skorti á að hin siðferði- legu, mannlegu og trúar- legu sjónarmið komist inn í úmræðuna. Það séu alltaf hin efnahagslegu rök og hagsmunakröf- urnar sem séu í for- grunni. „Kirkjan þarf að benda á hvar uppsprettu hins góða lífs er að leita. Það er í trú og von og kærleika," segir hann. Er búið að af- skrifa hjóna- bandiðr Á tímum þegar þrengt er að bamaijölskyldum og hjónabandi og unga fólkið dregur þann lær- dóm af opinberum að- gerðum að það borgi sig ekki að skuldbinda sig of mikið er mikil þörf fyrir að kirkjan láti að sér kveða, að dómi séra Karls. „Það liggja fyrir drög að opinberri fjölskyldu- stefnu en þar kemur hvergi fyrir orðið hjóna- band. Það er eins og búið sé að afskrifa það. Bama- bótakerfið og trygginga- kerfið er heldur ekki fjöl- skylduvænt. Öryrki hef- ur ekki efni á að vera í hjónabandi. Hann verður að skilja til þess að bætur hans skerðist ekki. Barnafólk með meðaltekjur telur skilnað vera fjárhagslegan útveg fyrir sig. Það er svo margt í þessu þjóðfélagi sem vinnur gegn hjóna- bandi og heimili sem eru ómissandi grunnstoðir í heilbrigðu samfélagi. Hvers vegna er grafið undan þess- um grunnstoðum?" spyr Karl. Andleg leiðsögn Kirkjan á að veita andlega leið- sögn. Hún þarf að kenna, fræða og tala við en leiða hjá sér siðavendni og fordæmingu. En hún hlýtur einnig að hjálpa fólki að lifa trúar- lífi og mæta þannig hinni miklu andlegu leit sem er fyrir hendi með- al fólks sem Karl telur að sé af- sprengi þeirrar óánægju sem alið sé á i þjóðfélaginu. Menn komast að því að það er ekki hægt að kaupa sér frið með hlutum. „Oft fer fólk yfir bæjarlækinn til þess að sækja vatn. Það leitar í vafa- sama hluti. Ég vildi sjá að í hverj- um söfnuði væri boðið upp á samtal og fræðslu um trú og siðferði, um dýpstu spurningar mannsandans. Til þess að það geti gerst þarf að efla mjög boðun kirkjunnar, styrkja presta hennar og aðra starfsmenn, hlúa að menntun þeirra, endur- menntun og handleiðslu, að þeir eða þær geti betur sinnt starfi sínu og köllun,“ segir Karl. Séra Karl leggur áherslu á að kirkjan er hreyfing fólks, fólk á ferð. „Messan er hjartsláttur trúarlífs- ins. Orðið messa er skylt orðinu mission sem þýðir sendiför. I lok messunnar sagði presturinn söfnuð- inum til foma: Þið eruð send út. Kristinn söfnuður er kallaður sam- an til þess að byggjast upp í trú til þess að fara aftur út í daglega lífið. Kirkjan er ekki lokaður klúbbur þar sem fólk veltir sé upp úr andleg- um málefnum. Hún er hreyfing sem er að verki úti í daglega lífinu.“ Aukning líknarþjónustu safnaðanna Eitt mikilvægasta verkefni kirkj- unnar er að auka líknarþjónustu safnaðanna og hjálparstarf við þurf- andi um allan heim, að mati Karls. „Kirkjan á að vera málsvari fá- tækra, veikra og vamarlausra og það er nauðsynlegt að minna stjórn- völdin á skyldu þeirra til þess að huga að velferð allra þegna þjóðfé- lagsins," segir Karl. Ekki er hægt að ljúka samtali við biskupsefni án þess að spyrja um vanda þjóðkirkjunnar og þá kreppu sem hún hefur verið í að undan- fornu. „Kreppur í lífi stofnunar og þjóð- ar eru tilefni til að takast á við vandann og vinna sig út úr honum á skapandi hátt og nýjan. Hremm- ingamar, sem kirkjan hefur gengið í gegnum, eru áskorun á hendur henni sem stofnunar og sérhvers starfsmanns hennar um að vinna betur. Vandi kirkjunnar á að vera hvatning til iðrunar og afturhvarfs. Það þýðir að hún þarf að endurmeta stöðu sína og breyta um stefnu. Ég hef fundið fyrir miklum sárindum og reiði og það eru hlutir innan kirkjunnar sem við þurfum að horfast í augu við og færa til betri vegar. Við þurfum að bæta vinnu- brögðin og standa faglegar að mál- um þegar upp koma ágreiningsefni og ásakanir. Það þarf að finna leið- ir til að takast á við málin þannig að úrlausn þeirra verði öllum til heilla," segir sá sem fólkið vill sjá sem næsta biskup yfir íslandi. -em
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.