Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Blaðsíða 31
39 4 > I I > I I > > > > ' I i Í i i i i i i i i i i i i II Hraðskreiðar járnbrautarlestir: Mikil framþróun hefur orðið í þróun hraðskreiðra járnbrautar- lesta í Evrópu. Frakkar standa þar fremstir þjóða og þeirra hrað- skreiðu lestir ganga með rúmlega 300 km hraða á klukkustund þegar best lætur. Þeirra á meðal eru Eurostar-hraðlestirnar sem ganga til Parísar. Hraðlestirnar í Frakklandi og hjá fleiri þjóðum eru í mörgum tilfell- um orðnar samkeppnisfærar við flugvélar hvað tíma snertir. Jafn- langan, eða jafnvel skemmri, tíma tekur að ferðast milli áfangastaða með hraðskreiðu lestunum eins og flugvélunum ef allt er tekið með í reikninginn: tími til að komast á brottfararstað, bið á flugvöll- um/lestarstöðvum og ferðatíminn sjáifur. Amtrak á eftir Það hljómar undarlega en hið tækniþróaða land, Bandarikin, stendur Evrópu langt að baki í fram- þróun slíkra lesta. Fram að þessu hafa Bandaríkjamenn ekki tekið í notkun eina einustu hraðskreiða lest í landinu. Lestafyrirtækið Amtrak hefur séð um ferðir milli áfangastaða í rikjum Bandaríkj- anna. Á árinu 1992 var tilkynnt að fyrirtækið ætti í miklum fjár- hagskröggum og ástandið varð jafn- vel enn verra árið eftir. Ástandið í fjármálum fyrirtækisins hefur lítið skánað síðan. Þrátt fyrir bága fjárhagsstöðu Amtrak gerði fyrirtækið áætlanir um 26 hraðskreiðar lestir sem áttu að ganga á leiðinni Washington- Boston, einni þeirri fjölfömustu í landinu. Fjárhagsvandræðin hafa gert það að verkum að nú er stefnt að því að lestirnar verði aðeins 18 talsins, auk þess sem sífellt er verið að fresta því að þær verði teknar í notkun. Nýjasta áætlun gerir ráð fyrir að þær verði teknar í gagnið 1999, eða tveimur áram seinna en upphaflega var stefnt að. Auk þess eru áætlanir Amtrak ekki eins metnaðarfullar og sambærilegra fyrirtækja í Evrópu. Hraðlestir Amtrak-fyrirtækisins eiga „aðeins“ að ná 250 km hámarks- hraða. Sá hraði er þó mikil framfór frá því sem nú er. Lestarferðir á miili Washington og Boston hafa hingað til tekið um fjórar og hálfa klukkustund en þegar hraðskreiðu Amtrak-lestim- ar koma í notkun verður tíminn styttur niður í 3 klst. Búist er við að þegar fyrstu hrað- skreiðu lestirnar komast í notkun í Bandaríkjunum verði þróunin loks hröð og ekki muni líða á löngu áður en fjölmennari riki Bandaríkjanna verði meira og minna samtengd með hraðlestakerfi. Þýtt og endursagt úr Condé Nast Traveler. -ÍS Eurostar-hraölestin gengur meö 300 km hraöa í Frakklandi. ins fer hann villur vegar. Tólf af tuttugu hæstu skýjakljúfúm heims hafa verið byggðir á sið- astliðnum áratug. Vinsældir Kína Kína var í tólfta sæti yfir vin- sælustu ferðamannalönd heims árið 1987. Á listanum 1995 var Kína komið í sjötta sæti hvað vinsældir varðar. Samvinna Skýjakljúfar Ef einhver heldur að skýja- kljúfar séu byggingar gærdags- Air France og Air-India hafa / undirritað gagnkvæman flug- starfssamning um flug milli landanna. Samningurinn gerir farþegum frá Indlandi kleift að fljúga beint til Parísar á vegum Air-India, en áður höfðu þeir neyðst að gera það með við- komu í Frankfurt. Einnig mun flugfélagið fá aðgang að skrán- ingarkerfl Air France og að- stöðu fyrirtækisins á Charles : de Gaulle-flugvelli við París. Samningur þeirra er sá fyrsti sem evrópskt og indverskt flug- félag gera sín á milli. Græn ferðamennska: Skemmtiferðir um Reykjavík Ferðaskrifstofan Landnáma, sem leggrn- áherslu á græna eða vist- væna ferðamennsku, býður í sumar skoðunarferðir um Reykjavík og næsta nágrenni. Markmiðið í ferð- um þeirra er að bjóða fjölbreyttari afþreyingu fyrir ferðamenn sem dvelja í höfuðborginni og þá sér- staklega fyrir þá sem kjósa að ferð- ast í litlum hópum. Nú líður senn að þvi að Reykja- vík verði menningarborg Evrópu. Hjá Landnámu er undirbúningur þegar hcdinn að því að bjóða ferðir sem leggja áherslu á sérstöðu Reykjavíkur sem landnámsjarðar Ingólfs og sem borgar sem hefur margar hliðar þegar kemur að menningu, sögu og listum. Ferðadagatal Landnámu er þannig: Á sunnudögum klukkan 9 er jarðfræði Reykja- nesskaga og jarðhita- svæði. Sunnudagar klukkan 10; saga gamla miðbæjarins í tveggja tíma gönguferð. Mánu- dagar klukkan 9; líf í is- lenskum sjávarplássum á Reykjanesi. Þriðjudagar klukkan 20; kvöldganga um Elliðaárdalinn. Mið- vikudagar klukkan 13; Gullfoss með regnboga (ef viðrar), Geysir, 17. aldar kvöldverður á Skál- holti. Fimmtudagar klukkan 17; listir og menning í Reykjavík, innifelur kvöldverð og djass á Hót- el Borg. Föstudagar klukkan 9.30; landnám Ingólfs, víkingaskip og Árbæjarsafn. Föstudagar klukkan 20.30; sólseturs- ganga út í Gróttu. Laug- ardagar klukkan 13; grænu svæði borgarinn- ar, Lundey, Viðey, hesta- sýning og grill. Lágmarkstala þátttak- enda er 5, hámark 25 manns. Sótt verður á hót- elin, bókunarfyrirvari er minnst tveir tímar. ÍS Frá hestasýningu á vegum Landnámu í Mosfellsbæ. DV-mynd E.ÓI. | Sterkir straumar i ■ 1 Þeir sem fara til Phuket í STaílandi eru varaðir viö að synda í sjónum. Fjölmargir •* hafa farið sér að voða eða verið hrifnir brott af sterkum straum- um sem þar ríkja undan strönd- ;| um Phuket. Nú er monsúntíma- bilið að ganga yfir og þá eru (! straumamir sérlega varasamir. Bruggstofa Farþegar sem koma til flug- vallarins í Orlando geta nú virt fyrir sér hvemig bjór er fram- leiddur. Opnuð hefur verið bjór- braggstofa á flugvellinum og farþegar geta fylgst með fram- ■ leiðslunni í gegnum þykkar glerrúður. James Bond í The Royal Armoury saíhinu í Leeds í Englandi verður sér- i stök sýning frá 31. maí til 31. Z ágúst næstkomandi og verður hún helguð spæjaranum James Bond. Aldarfjórðungshlá Eitthvert stærsta óperuhús Evrópu, Massimo á Sikiley, hóf aftur starfsemi i síðustu viku eftir 23 ára hlé. Húsinu var lok- að árið 1974 vegna þess að það þarfnaðist viðgerðar. Fram- kvæmdir hafa tafist allan þenn- an tíma vegna þunglamalegs , ; skrifræðiskerfis í Ítalíu, af- skipta mafíunnar á Sikiley og sinnuleysis stjórnvalda. ; Claudio Abbado stjómaði Fíl- harmoníuhljómsveit Berlínar þegar húsið var opnað á ný. Tvöföldun Ferðaþjónusta og ferðalög er sú atvinnugrein sem vaxið hef- ur einna hraðast allra atvinnu- greina á síðasta áratug. Á árinu 1996 ferðuðust 600 milljónir manna á milli landa, sem er tvöföldun frá því áriö 1987. Vistvæn ferða- mennska Áriö 1987 var ekki eitt ein- j asta tímarit um ferðamál sem notaði orðið vistvæn ferða- mennska, eða lagði áherslu á þá tegund ferðalaga. í dag leggur nánast hvert einasta tímarit áherslu á þess konar ferðalög. Hækkað meðaltal Á árinu 1987 kostaði ferö ! fram og til baka í fyrsta farrými j á flugleiðinni London-New York að meðaltali 150.000 krón- ur. Meðaltalið árið 1997 er 345.000 krónur. 49) SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þar fœröu gjöfina -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.