Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Blaðsíða 46
54 afmæli
LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997
Sóley Ragnarsdóttir
Sóley Ragnarsdóttir myndlista-
kennari, Logafold 76, Reykjavík, er
fímmtug í dag.
Starfsferill
Sóley fæddist að Höfðabrekku í
Mýrdal og ólst þar upp. Hún lauk
gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla
verknáms 1964 og myndlistakenn-
araprófi frá Myndlista og handíða-
skóla íslands 1986.
Sóley flutti í Vík í Mýrdal 1964 og
var ritari kaupfélagsstjóra Kaupfé-
lags Vestur-Skaftfellinga í Vík
1964-66. Hún flutti til Reykjavíkur
1974 þar sem hún hóf störf hjá Skýrr
við gagnaskráningu. Hún varð verk-
stjóri yfir skráningardeild 1975,
vann hjá borgarbókhaldi Reykjavík-
urborgar 1979-81, hóf þá stöif hjá
ferðaskrifstofunni Úrvali þar sem
hún vann þar til hún hóf nám við
Myndlista- og handíðaskóla íslands.
Með náminu stundaði Sóley ýmis
störf, s.s. við ræstingar, verslunar-
störf og vann á ferðaskrifstofu á
sumrin. Hún var myndlistakennari
við Hólabrekkuskóla 1987-89 og
1990-92, var deildarfóstra á leikskó-
lanum Foldakoti 1993-94 og kenndi
auk þess myndlist við Engjaskóla í
Hafnarfirði en hefur
verið myndlistakennari
við Árbæjarskóla frá
1994.
Sóley sat um skeið í
stjórn Starfsmannafé-
lags Skýrr og sat í full-
trúaráði Starfsmanna-
félags Reykjavíkurborg-
ar í nokkur ár.
Fjölskylda
Sambýlismaður Sól-
eyjar frá 1978 og eiginmaður hennar
frá 24.4. 1996 er Guðmundur Bogas-
son, f. 20.9.1945, grafiskur hönnuður
og leigubílstjóri. Hann er sonur
Boga Eggertssonar frá Laugardæl-
um, verkstjóra við Áburðarverk-
smiðjuna í Gufunesi, og Hólmfríðar
Guðmundsdóttur frá Læk í Flóa,
húsmóður.
Sóley giftist 23.4. 1965, ísleifi Guð-
mannssyni frá Jórvík í Alftaveri,
Þau skildu 1973.
Synir Sóleyjar og ísleifs eru
Trausti, f. 25.6. 1966, eigandi verk-
stæðisins og verktakafyrirtækisins
Fjölverk-verktakar, búsettur í Hafn-
arfirði en sambýliskona hans er
Hafdís Rósa Jónasdóttir og eiga þau
tvö böm; Guðmann, f.
27.1. 1970, búsettur í
Reykjavík, eigandi Fjöl-
verk-verktakar en sam-
býliskona hans er
Benný Benediktsdóttir
og eiga þau eitt bam;
Ásgeir Logi, f. 8.2. 1972,
bakari og aðstoðarverk-
stjóri hjá kexverksmiðj-
unni Frón, og er kona
hans Helga Karlsdóttir
og eiga þau tvö böm.
Böm Sóleyjar og Guð-
mundar era Sverrir, f. 19.5. 1987,
grunnskólanemi; Hólmfríður, f. 19.1.
1989, grannskólanemi.
Systkini Sóleyjar eru Reynir
Ragnarsson, f. 16.1. 1934, lögreglu-
varðstjóri í Vík í Mýrdal; Þorsteinn
Viðar Ragnarsson, f. 1.10. 1936,
blikksmiður og starfsmaður á
Grandartanga, búsettur á Akranesi;
Valdís Ragnarsdóttir, f. 20.10. 1939,
forvörður og kaupmaður í Reykja-
vík; Björk Ragnarsdóttir, f. 17.5.
1944, d. 6.7. 1963; Guðrún Salóme
Ragnarsdóttir, f. 23.7. 1945, ferða-
þjónustubóndi í Efri- Vík í Land-
broti.
Foreldrar Sóleyjar: Ásgeir Ragnar
Þorsteinsson, f. 5.9. 1908, fyrrv. skip-
stjóri, bóndi að Höfðabrekku og rit-
höfundur, og Guðrún Lilja Gisla-
dóttir, f. 23.7. 1909, húsfreyja.
Ætt
Ásgeir var sonur Þorsteins, báta-
formanns í Tröð og víðar við Djúp,
Ásgeirssonar, b. á Eiði, Pálssonar, b.
á Kambsnesi, Ásgeirssonar, b. og
hreppstjóra á Amgerðareyri, Ás-
geirssonar. Móðir Páls var María
Pálsdóttir, b. og hreppstjóra í Arnar-
dal, Halldórssonar, og Margrétar
Guðmundsdóttur, hreppsstjóra í
Amardal, Bárðarsonar, ættfoður
Arnardalsættarinnar, Ulugasonar.
Móðir Ásgeirs var Rebekka, dóttir
Bjama, b. og hreppsstjóra í Nesi í
Grunnavík, bróður Jóns, afa Kristj-
áns Ragnarssonar, framkvæmda-
stjóra LÍÚ. Bjami var sonur Jakobs,
b. í Nesi í Grunnavík, Tómassonar,
bróður Tómasar, afa Hjálmars R.
Bárðarsonar, fyrrv. siglingamála-
stjóra.
Guðrún er dóttir Gísla Ámasonar
frá Hergilsey Gíslasonar. Móðir
Guðrúnar var Kristjánsína Bjarna-
dóttir.
Sóley tekur á móti vinum og
vandamönnum i hádegis-morgun-
verð á afmælisdaginn kl. 11.00-16.00.
Sóley Ragnarsdóttir.
Guðmundur Pálmi Kristinsson
Guðmundur Pálmi Kristinsson,
forstöðumaður byggingadeildar
borgarverkfræðings, Vesturbergi 17,
Reykjavík, er fimmtugur í dag.
Starfsferill
Guðmundur fæddist í Reykjavík.
Hann lauk stúdentsprófi frá MR
1967, sveinsprófi í húsasmíði 1969,
öðlaðist meistararéttindi 1978, lauk
fyrrihlutaprófi í verkfræði frá HÍ
1970, lauk prófi í byggingarverk-
fræði frá LTH í Svíþjóð 1972. Þá
stundaði hann eftirmenntun í við-
haldi og endurbyggingu húsa á
Norðurlöndum 1979, hefur farið í
ýmsar náms- og kynnisferðir til
Norðurlandanna og víðar og hefur
sótt flest endurmenntunarnámskeið
HÍ í fasteignamati húsa
Guðmundur var verkfræðingur
hjá Rannsóknastofnun bygginga-
riðnaðarins 1972-78, deildarstjóri
kostnaðardeildar hjá Rannsókna-
stofnun byggingariðnaðarins
1978- 84 og er forstöðu-
maður byggingardeild-
ar borgarverkfræðings
frá 1984.
Þá var Guðmundur
kennari við Meistara-
skóla Iðnskólans í
Reykjavík 1972-75, um-
sjónarkennari Meist-
araskólans 1975-82,
stundakennari í fram-
kvæmdafræði við TÍ
1979- 89, kennari á
námskeiðum hjá End-
urmenntunarstofnun
HÍ, hjá Fræðslumiðstöð
iðnaðarins, hjá Meistarafélagi múr-
ara og Múrarafélagi Reykjvíkur
1980- 95.
Guðmundur sat í stjórn Stéttarfé-
lags verkfræðinga 1976-77, var fram-
kvæmdastjóri Steinsteypufélags ís-
lands 1974-78, sat í endurmenntun-
ardeild iðnaðarins á vegum iðnaðar-
ráðuneytisins 1975-78, i byggingar-
vísiiöiuiiefnd Hagstofu
íslands 1982-94, hefur
setið í BSTR Staðlaráðs
íslands frá 1990 á vegum
Sambands íslenskra
sveitarfélaga, var fuil-
trúi Rannsóknastoftiun-
ar byggingariðnaðarins
í NBS-BP 1991-93, situr í
Viðeyjamefnd frá 1984
og hefur setið í ýmsum
nefndum Reykjavíkur-
borgar. Hann var gerður
að Melvin Johns félaga í
Lionshreyfingunni 1995.
Fjölskylda
Guðmundur kvæntist 4.1. 1971
Ragnheiði Karlsdóttur, f. 20.1. 1951,
leiðbeinanda. Hún er dóttir Karls
Kristjáns Ragnarssonar, matsveins
og rammagerðarmanns á Akranesi,
og k.h., Ernu Guðbjargar Bene-
dediktsdóttur húsmóður.
Börn Guðmundar og Ragnheiðar
era Ólafía, f. 4.8. 1970, búsett í
Reykjavík; Karl, f. 29.10. 1972, bú-
settur í Reykjavík; Kristinn, f. 8.4.
1980; Pálmi Öm, f. 23.10. 1982.
Systir Guðmundar er Sigríður
Hrönn Kristinsdóttir, f. 11.9. 1954,
starfsmaður hjá Þjóðhagsstofnun,
búsett í Reykjavík.
Foreldrar Guðmundar era Krist-
inn Guðmundsson, f. 5.10. 1925,
húsasmíðameistari í Reykjavík, og
k.h., Ingibjörg Ólafía Pálsdóttir, f.
23.12. 1927, húsmóðir.
Ætt
Kristinn er sonur Guðmundar
Ámasonar, b. á Núpi undir Eyja-
fjöllum, og Sigríðar Sigurðardóttur
húsfreyju.
Ólafia er dóttir Páls Guðmunds-
sonar, b. á Fit undir Eyjafjöllum, og
k.h., Jóhönnu Ólafsdóttur.
Guðmundur er að heiman.
Björn Eiríksson
Bjöm Eiríksson bifvélavirki, Urð-
arbraut 11, Blönduósi, er sjötugur í
dag.
Starfsferill
Björn fæddist að Hæli en býr nú á
Blönduósi. Björn er bifvélavirki að
mennt og heíúr lengst af starfað hjá
Vélsmiðjunni Vísi, síðar Vélsmiðju
Húnvetninga og nú hjá Árvirkni á
Blönduósi.
Fjölskylda
Bjöm kvæntist 31.12.
1950 Öldu Theódórsdótt-
ur, f. 17.7. 1932, verslun-
armanni hjá Kaupfélagi
Húnvetninga á Blöndu-
ósi. Foreldrar hennar
eru Stefanía Guð-
mundsdóttir húsmóðir
og Theódór Kristjáns-
son verkamaður.
Böm Björns og Öldu
Björn Eiríksson.
eru Vigdís Bjömsdóttir,
f. 9.12. 1951, hjúkranar-
fræðingur, hennar mað-
ur er Albert Stefánsson,
f. 9.4. 1949, þjónn, böm
þeirra eru Björn, Ragn-
ar og Alda; Eiríkur Ingi,
f. 30.6. 1956, húsasmíða-
meistari, kona hans er
Kristín Guðmannsdótt-
ir, f. 17.12. 1958, banka-
starfsmaður, börn
þeirra eru Marsibil
Björk, Björn Sindri og Agnar Logi.
Systir Björns var Ingibjörg Theód-
óra, f. 28.5. 1926, d. 12.8. 1926.
Foreldrar Bjöms vora Eiríkur
Halldórsson, f. 29.2. 1892, d. 26.8.
1971, bóndi og verkamaður, og Vig-
dís Björnsdóttir, f. 21.8. 1896. d. 14.3.
1979, kennari. Þau vóru búsett að
Hólabaki í Sveinsstaðahreppi.
Björn verður-að heiman á afmæl-
isdaginn.
Guðbjörg Bárðardóttir
Guðbjörg Bárðardóttir húsmóðir,
Miðholti 13, Mosfellsbæ, er áttræð á
morgun.
Fjölskylda
Guðbjörg fæddist að Gröf i
Grundarfirði og ólst þar upp.
Hún giftist Sigurgísla Melberg
Sigurjónssyni, f. 29.6.1919, sælgætis-
gerðarmanni og matsveini. Foreldr-
ar hans voru Sigurjón Lárusson,
vélstjóri í Hafnarfirði, og Gíslína S.
Gísladóttir húsmóðir.
Börn Guðbjargar og
Sigurgísla eru Svavar
Símonarson, f. 14.8. 1937,
sjómaður; Jóhanna Mel-
berg Sigurgísladóttir, f.
31.10. 1940, búsett í Dan-
mörku, hennar maður er
Svend Madsen og eiga
þau þrjár dætur; Gíslína
M. Sigurgísladóttir, f.
22.6. 1943, og á hún eina
dóttur; Unnur M. Sig-
urgísladóttir, f. 11.11.
1950, hennar maður er
Guðbjörg Báröardóttir.
Pétur Óskarsson og
eiga þau eitt bam;
Bára M. Sigurgísladótt-
ir, f. 16.10.57, hennar
maður er Páll E. Hall-
dórsson og eiga þau
fjögur böm.
Systkini Guðbjargar
eru Þorsteinn, f. 13.04.
1916, skipstjóri í
Grundarfirði, nú lát-
inn; Unnur, f. 16.8.
1914, húsmóðir, nú lát-
in; Oliver f. 27.7. 1921,
nú látinn; Oliver, f. 21.7. 1922, vél-
stjóri í Reykjavík.
Foreldrar Guðbjargar voru Bárð-
ur Þorsteinsson, f. 6.6. 1882, d. 16.3.
1962, oddviti í Grundarfirði í Eyrar-
sveit, og Jóhanna Magnúsdóttir, f.
27.1. 1889, d. 5.1.1931, húsmóðir. Þau
voru búsett að Gröf í Grundarfirði.
Seinni kona Bárðar var Kristbjörg
Rögnvaldsdóttir, f. 3.11. 1894, d. 3.2.
1986, ljósmóðir. Guðbjörg verður að
heiman á afmælisdaginn.
Til hamingju
með afmælið
24. maí
ára
Sigrún Guð-
jónsdóttir,
Suðurgötu 8,
Seyðisfirði.
85 ára
Ingimundur Kristjánsson,
Borgarbraut 65, Borgamesi.
Guðlaug Magnúsdóttir,
Rauðarárstíg 40, Reykjavík.
80 ára
Guðrún Magnúsdóttir,
Fossi, Saurbæjarhreppi.
75 ára
Unnur Jónsdóttir,
Kleppsvegi 62, Reykjavík.
Haraldur Brynjólfsson,
Aflagranda 40, Reykjavík.
70 ára
Eivor Jónsson,
Melasíðu 6c, Akureyri.
60 ára
Bjöm Finnbogason,
Þvergötu 4, ísafirði.
Björn Sigurbjörnsson,
Hlíð, Skagahreppi.
Guðrún Árnadóttir,
Nesgötu 27, Neskaupstað.
50 ára
Gísli Guðmundsson,
Hraunbæ 62, Reykjavík,
Guðmundur Víðir Gimnlaugs-
son,
Heiðarlundi 3f, Akureyri.
40 ára
Bergsteinn Karlsson,
Garðarsbraut 75, Húsavík.
Pálmi Ragnarsson,
Garðakoti II, Hólahreppi.
Sigurbjörn Björnsson,
Vallarbarði 9, Hafnarfirði.
Birna Guðmundsdóttir,
Egilsstöðum I,
Villingaholtshreppi.
Jóhann Ásgeirsson,
Njálsgötu 80, Reykjavík.
Böðvar Hreinn Finnbogason,
Birkimel 14, Varmahlíð.
Dagný Jónsdóttir,
Melhúsum, Bessastaðahreppi.
Valdimar Ingi Gunnarsson,
Drápuhlíð 11, Reykjavík.
[W////1
P
staðgreiðslu-
og greiðslukorta-
afsláttur og
stighœkkandi
birtingarafsláttur
Smáauglýsingar
DV
550 5000