Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Blaðsíða 51
D¥ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997 Courtn- ey Cox leikur eitt aöalhlut- verkiö í Öskrinu. annarra leikara er Drew Barrymore, sem lék litlu sak- lausu stelpuna í E.T. Hefur hún síð- an lifað hátt og var víst búin að fara þrisvar í meðferð gegn áfengis- og dópvanda áður en hún varð tvítug. Barrymore hefur þó undanfarin ár verið að sanna sig sem ágæt leik- kona. Courtney Cox er ein í klíkunni í hinni vinsælu sjónvarps- seríu Friends, sem íslenskir ungling- ar virðast hafa fallið fyrir, og Dav- id Arquette er litli bróðir þeirra systra, Rosanne og Patricia Arquette. Keppst um hand- ritið Wes Craven er hér á tali viö Drew Barrymore meö- an á kvikmyndatökum stóö. varð fyr- ir áfalli þegar móðir hennar var myrt. Skeet | Ulrich, sem ernnig lék í The Creift, leik- ur kærasta hennar. Þau búa í lítiiii borg þar sem grunur leikur á að raðmorð- ingi gangi Hollywood, Handritshöfúnd- ur Scream er Kevin Williamsson sem er byrjandi i faginu. Hann seg- ist alltaf hafa verið kvikmyndaað- dáandi og nýtti sér margra ára rölt á milli hryllings- og spennumynda þeg- ar hann skrifaði Scream. William- son lét fullgert handritið í hendur nokkurra aðila og fljótt barst það út að þarna væri á ferðinni bitastætt handrit. Eins og margir, sem fylgst hafa með því hvernig hlutirnar gerast á eyrinni í er þar verulegur skortur á nothæfum handritum og því er ekki nema von að mað- ur á borð við Oliver Stone reyni að hafa alla anga úti þegar það fréttist að gott handrit sé á boðstólum, en Stone og Craven börðust um handritið að Scream. „Þetta var eitt af þeim handritum sem gerir það að verkum að mað- ur tekur andköf að lestri loknum og hugsar: Þetta á eftir að gera sig,“ segir Craven. Wes Craven á að baki langan feril í kvikmyndum, hann var ungur að árum þegar hann gerði sínar tvær fyrstu kvikmyndir, Last House on the Left og The Hills Have Eyes. Þessum mynd- um skrifaði hann handrit að, leikstýrð þeim og klippti þær. Craven hefur jöfnum höndum unnið fyrir sjónvarp og var með- al nokkurra leikstjóra sem unnu við Twilight Zone þáttaröðina. Þeir þættir, sem hann leikstýrði, eru oftast endursýndir. Wes Craven fæddist í Cleveland í Ohio. Hann gekk menntaveginn, fýrst i Wheaton háskólanum í Illinois en lauk há- skólanámi frá John Hopkins há- skólanum í Baltimore með meistaragráðu i bókmenntum og sálfræði. Áður en Wes Craven valdi kvikmyndir sem ævistarf starfaði hann að ýmsu, allt frá því að vera kennari í húmanísk- um fræðum við háskóla í að vera leigubílstjóri í New York. Sjálf- sagt er það hin fjölbreytta reynsla hans af atvinnulífinu sem hefur gert það að verkum að það er oft stutt í húmorinn í Wes Craven er unn- endum hryllingsmynda vel kunnur og í miklu uppáhaldi hjá flestum þeirra. Craven er mað- urinn sem skapaði eitt mesta illmenni kvik- myndanna, Freddy Krueger, sem fyrst kom fram í kvikmynd Cra- vens, A Nightmare on the Elm Street, og í kjölfarið fylgdu fimm kvikmyndir um Krue- ger. Craven fylgdi Nightmar eftir með myndum á borð við The Serpent and the Rainbow og The People under the Stairs, svo að einhverjar séu nefndar. Fyrir þremur árum lok- aði hann sögunni um Freddy Krueger í sér- lega stílmikilli hryll- ingsmynd, Wes Cra- ven’s New Nightmare, og þar náði hann hæst í kvikmyndasköpun sinni. Það var því engin fúrða að Eddie Murphy fengi Craven til að leik- stýra Vampire in Brooklyn. Sú samvinna skilaði þó ekki árangri og er greinilegt að við gerð þeirrar myndar hafa einhverjir árekst- ar orðið. í Öskrinu (Scream) sjáum við Wes Craven í nýju hlut- verki og í góðu formi. Nafnið á myndinni og þá ekki síður nafn Cra- vens bendir til að um hryllingsmynd sé að ræða, en svo er þó ekki, sérstaklega þegar fyrri myndir Cravens eru hafðar í huga, heldur er Öskrið fyrst og fremst ógnvekjandi spennumynd sem leikstýrt er af mikilli þekkingu og styrk. Craven hefur safnað um sig nokkrum ungum og efnilegum leikurum sem sumir hverjir eru á barmi frægðar. Neve Campbell var ein af fjórum stúlkum í The Craft sem voru að fikta við svarta- galdur. Leikur hún stúlku kvikmyndir Stjarnfræð- . ingurinn vin- sæli, Carl Sagan, sem heillaði milljónir sjónvarpsáhorfanda um allan heim með útskýringum sínum á himingeimnum, skrifaði skáld- söguna Contact um hvernig sam- band komst á milli jarðarbúa og geimvera. Bókin naut mikilla vin- sælda á sínum tíma og hefur lengi verið á milli kvikmyndaframleið- enda. í nokkur ár hefur Robert Zemeckis (Forest Gump) verið með myndina i bígerð og hefur nú loks lokið ætlimarverkinu og verður Contact frumsýnd um miðjan júlí. í aðalhlutverkum eru Jodie Foster, Matthew McCon- aughey, James Woods og Tom Skerritt. Annað brúðkaup hjá Hogan Ástralski leikstjórinn P.J. Hog- an gerði það gott með mynd sinni, Muriel I s Wedding. í sumar verður frumsýnd nýjasta kvik- mynd Hogans og enn er brúðkaup honum ofarlega í huga því mynd- in heitir My Best Friend’s Wedd- ing. í aðalhlutverki er Julia Ro- berts sem fengin er til að vera brúðarmær hjá vini sinum. Hún sættir sig ekki við þetta, telur að hún eigi að vera brúður en ekki brúðarmær. Mótleikarar Roberts eru Dermot Mulron- ey og Cameron Diaz. Tegundir II Fyrir þremur árum var gerð lítil hryllingsmynd, Species, sem ekki var búist við miklu af. Það fór á annan veg og er hún ein þeirra kvikmynda sem Banda- ríkjamenn kalla „sleeper hit“ og fóru tekjur af myndinni i öllum heiminum yfir 100 milljónir doll- ara. Nú er verið að gera Species H og fara sömu leikarar og í fyrri myndinni, Michael Madsen, Marg Helgenberger og Natasha Hen- stridge, með aðalhlutverkin. Leik- stjóri Species, Roger Donaldson, verður aftur á móti fjarri góðu gamni og í stól hans sest Peter Medak. Auk fyrrnefndra leikara bætast Mykelti Williamson og Justin Lazard við en þeir leika geimfara sem taka þátt í fyrstu mönnuðu geimferðinni til Mars. Höfuð upp úr vatni Head above Water er ný banda- rísk sakamálamynd sem frumsýnd verður á næstunni í Bandaríkj- unum. Titillinn ætti að koma kunnuglega fyrir sjónir, enda er myndin endurgerð norsku mynd- arinnar Höfuð upp úr vatni sem sýnd var í Háskólabíói fyrir rúmu ári. Myndin fjallar um ný- gift hjón, leikin af Harvey Keitel og Can.eron Diaz, sem fara í brúðkaupsferð til eyjar sem faðir brúðarinnar á. Brúðkaupsferðin verður að martröð þegar gamall kærasti brúðarinnar kemur til eyjarinnar og er fljótlega drep- inn. Það er Billy Zane sem leikur kærastann. Gangsterar Um þessar mundir er verið að sýna Donnie Brasco sem er byggð á sönnum atburðum um starfsemi mafíunnar. Maflan er vinsæl með- al kvikmyndagerðarmanna og í sumar verður ffumsýnd Hoodlum þar sem enn er verið að leita í sög- ur af mafíunni. Nú eru það þekkt- ari persónur sem teknar eru fyrir. Hoodlum fjallar um tvo unga menn, Lucky Luciano og Dutch Schultz, sem koma ár sinni vel fyr- ir borð í undirheimum New York en ásælast þó mest veldi Bumpy Johnsons í Harlem. Með aðalhlut- verkin fara Laurence Fishbume, Andy Garcia, Tim Roth og' Vanessa Williams.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.