Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 24. MAI 1997 mik_________________________________________________________________ Mæðgin frá Sigiufirði saman í skóla á Sauðárkróki: Hvaða stelpu ertu að tala við? DV, Sauðárkróki:____________________ Tvo síðustu vetur hafa mæðgin frá Siglufirði verið meðal nemenda Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauöárkróki, þau Margrét St. Þórðardóttir og Rafn Rafnsson. Það er trúlega fátítt að mæðgin sitji saman á skólabekk og hvað þá að þau sæki skólann í annað hérað. „Fyrsta daginn og vikuna í skól- anum var ég komin á fremsta hlunn með að pakka saman og fara heim. Mér leið eins og ég væri amma krakkanna í skólanum og mundi aldrei komast í gegnum þetta, en síðan lagaöist þetta fljótt. Mér finnst þetta hafa verið frábær tími hérna. Krakkarnir og allir í skólanum eru mér svo góðir að það er hreint ótrú- legt. Sérstaklega eru það krakkam- ir frá Siglufirði, Elva og Ásta frá Hofsósi og krakkarnir, sem hafa verið með mér í vistaríbúðinni, sem hafa reynst mér vel. Þegar ég kom í skólann átti ég tvö böm en núna hafa um 10 hæst við,“ segir Margrét í samtali við DV. Hún er komin vel á veg með nám- ið, lýkur stúdentsprófinu um næstu jóí og fer meira að segja í útskriftar- ferð með stúdentsefnunum núna í vor. Margrét var búin að ljúka nokkr- um einingum í framhaldsdeildinni á Siglufirði áður en hún byrjaði í fjölbrautaskólanum og flýtti þannig fyrir náminu. Þetta segist hún hafa gert til þess að fría son sinn frá því að vera í sama bekk og hún! Eins hafi þau komist að samkomulagi um að hann yrði á heimavistinni og hún í vistaríbúð úti í bæ. „Sonur minn vildi fara í heima- vistarskóla og ég vildi ekki ræna hann því frelsi sem því fylgir, í stað þess að hafa mig stöðugt yfir sér,“ segir Margrét, sem er 37 ára gömul en sonurinn er 17 ára. Rafn segir að hann hafi oft í byrjun skólavertíðar verið spurður að því hvaða stelpa þetta væri sem hann hafi verið að tala við. Og þegar hann sagði að þetta væri mamma sín, þá var hváð við. Aðspurð hvort það hafi ekki verið erfitt að sækja skóla í annað hérað frá heimili sínu, eiga auk þess ann- an yngri son heima og vera þar að auki nýskil- in, segir Margrét að móðir sín hafi hlaupið undir bagga, yngri sonur- inn sé hjá henni og þau uni sér mjög vel saman. Svo fari hún heim á Siglufjörð um hverja helgi. „Ég hef líka verið svo sérstaklega heppin með það hvað strákarnir mínir eru duglegir. Það er t.d. langt síðan að Rafn fór að sjá um sig að miklu leyti og hann hefur þurft að sjá um heimilisverk sem krakkar á hans aldri þurfa ekki að hugsa um.“ Útrúleg sjúkrasaga Þegar Margrét er spurð hvað hafi ildið því að hún ákvað að drífa sig í nám gef- ur að heyra ótrúlega sjúkra- sögu. „Ég fæddist mjaðmalið, algjörlega vinstra megin og illa í lið hægra megin. Þetta hef- ur plagað mig illilega síðustu árin. Ég var á hækjum í tæp fimm ár eft- ir aðgerðir og hef þurft að liggja inni á sjúkrastofnunum í lengri og skemmri tíma, allt upp í sjö mánuði á hælinu í Hveragerði. Þetta er meira að segja ekki búið hjá mér. Það er yfirvofandi að ég þurfi að fara í eina aðgerð í viðbót. Veikind- in gerðu það að verkum að mér gafst nógur tími til að hugsa. Ég fór að velta lífinu alvarlega fyrir mér, hvað ég vildi gera í framtíðinni. Það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að drífa mig í skólann." Hvað tæki við eftir stúdentsprófið sagði Margrét óákveðið. Hún mundi væntanlega gangast undir próf í há- skólanum sem segði til um það hvar hæfileikar hennar fælust, en einnig blundaði það talsvert í henni að flytja til Danmerkur til náms og vinnu. -ÞÁ Mæðginin Rafn Rafns- son og Margrét St. Þórðardóttir frá Siglu- firði hafa verið saman í fjölbrautaskóla á Sauð- árkróki síðustu tvö árin. DV-mynd ÞÁ erlend bóksjá Metsölukiljur I •••••••••• #•••• Bretland Skáldsögur: 1. Terry Pratchett: Feet of Clay. 2. John Grisham: Runaway Jury. 3. Jeffrey Archer: The Fourth Estate. 4. Mlchael Ondaatje: The Engllsh Patient. 5. Danielle Steel: Mallce. 6. Meave Blnchy: Evenlng Class. 7. Ben Elton: Popcorn. 8. Jllly Cooper: Apasslonata. 9. Tom Sharpe: The Mldden. 10. Nlck Hornby: Hlgh Fldellty. Rlt almenns eðlis: 1. Blll Bryson: Notes from a Small Island. 2. Nlck Hornby: Fever Pltch. 3. The Art Book. 4. The Spice Girls: Glrl Power. 5. Paul Wllson: A Llttle Book of Calm. 6. Wlll Huttonn: The State to Come. 7. John Gray: Men Are From Mars, Women Are From Venus. 8. Labour Party Manlfesto 1997. 9. Herodotus: Tales From Herodotus. 10. Grlff Rhys Jones ritstjórl: The Nation's Favourlte Poems. Innbundnar skáldsögur: 1. John Grlsham: The Partner. 2. Wllbur Smlth: Birds of Prey. 3. Danlelle Steel: The Ranch. 4. Arthur C. Clarke: 3001: The Rnal Odyssey. 5. Patrlcia D. Cornwell: Hornet's Nest. Innbundin rit almenns eðlls: 1. Jean-Dominlque Bauby: The Dlving-Bell and the Butterfly. 2. Tlm Smlt: The Lost Gardens of Hellgan. 3. Dava Sobel: Longltude. 4. John Updlke: Golf Dreams. 5. Scott Adams: The Dilbert Prlnclple. (Byggt á The Sunday Tlmes) Stærstu verálaunin IMPAC-verðlaunin eru kennd við Dublin á írlandi. Spænski rithöfundurinn Javier Marias hefur fengið svonefnd IMPAC-verðlaun fyrir skáldsögu sína „A He- art so White“ en þetta eru hæstu peningaverðlaun sem veitt eru fyrir eina bók; eitt hundrað þúsund sterl- ingspund. Verðlaun þessi eru kennd við Dublin, höfuðborg ír- lands. Þau hófu göngu sína á síðasta ári. Þá fékk þau ástralski höfundurinn Dav- id Malouf fyrir skáldsöguna „Remembering Babylon" sem hafði reyndar áður fengið góðar viðtökur hjá lesendum og gagnrýnend- um. Það eru bókasafnsfræð- ingar víðs vegar að úr heiminum sem fá að tiln- efna bækur til þessara verð- launa. Eins og við mátti bú- ast hafði dómnefndin úr fjölmörgum bókum að velja nú eins og í fyrra. Gerð var tillaga um 113 skáldsögur frá 49 þjóðlöndum. Úr þess- um hópi voru valdar átta sögur sem komust i eins konar undanúrslit; vinningshafinn kom svo úr þeim hópi. Ensk-amerísk áhrif Marias er tiltölulega ungur rit- höfundur, fæddur árið 1951, og einn þeirra sem sett hafa nýjan svip á spænskar bókmenntir eftir fall spænska einræðisherrans Francós. Hann ólst að verulegu leyti upp í Bandaríkjunum en þangað hraktist faðir hans undan Francó-stjóminni. Bandarískra og enskra áhrifa gætir mjög í verkum hans, enda hefur Marias líka verið mikilvirkur þýð- andi engilsaxneskra bókmennta á spænsku og hlotið verðlaun fyrir. Tvær fyrstu skáldsögur hans gerast Umsjón Elías Snæland Jónsson í Bandaríkjunum. Enn önnur gerist í Oxford á Englandi. Marias hefur hlotið margvísleg bókmenntaverð- laun fyrir sögur sínar sem hafa selst vel víða á meginlandi Evrópu, t.d. í Þýskalandi, Frakklandi og á Italiu. Vinningsskáldsagan er byggð upp eins og spennusaga og íjallar um leyndarmál sem fjölskyldufaðirinn afhjúpar smám saman í samtölum við tengdadóttur sina. Sögumaður- inn, sonurinn í fjölskyldunni, er þulur hjá Sameinuðu þjóðunum og hann gælir við smáatriðin í proust- neskum stíl, að sögn gagnrýnenda. Keppinautarnir Þær sjö skáldsögur sem komust í úrslit en náðu ekki að vinna verðlaunin eftir- sóttu eru; „A Fine Ballance" eftir Robinson Mistry. Hann er af indverskum ættum en býr í Toronto í Kanada. Þetta er önnur skáldsaga hans og gerist á Indlandi. Hún komst líka í úrslit hjá dómnefnd Booker-verðlaun- anna í fyrra en hafði ekki sigur. „Reservation Blues“ eftir Sherman Alexie sem er bandarískur indíáni. Þar segir frá þjóðfrægum blús- ara sem hefur gert samning við djöfulinn en er síðan myrtur. „The Good Negress“ eftir A.J. Verdelle. Þetta er fyrsta skáldsaga hennar og þroskasaga ungrar svert- ingastelpu sem elst upp í sveitum Virginíu á sjöunda áratug aldarinnar. „Declares Pereira" eftir Antonio Tabucchi frá ítcdiu. Hann er kunnur höfundur i heimalandi sínu og fjall- ar i skáldsögunni, sem gerist í Portúgal á millistríðsárunum, um miðaldra lögreglufréttamann sem getur ekki lengur sætt sig þegjandi við lygar stjómvalda í einræðisrík- inu. „Novel Without a Name“ eftir Víetnamann Duong Thu Huong. Þetta er ljóðræn skáldsaga sem ger- ist á tímum Víetnamstríðsins. „Tiler’s Aftemoon“ eftir sænska rithöfundinn Lars Gustafsson sem býr reyndar í Bandaríkjunum. Þar segir frá einum eftirmiðdegi í lífi aldraðs manns sem þarf að takast á við fortíð sína. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Mary Hlgglns Clark: Moonllght Becomes You. 2. Sherl Reynolds: The Rapture of Canaan. 3. Nora Roberts: Montana Sky. í 4. John Grlsham: The Runaway Jury. 5. Ursula Hegl: Stones From the Rlver. 6. Robln Cook: Invaslon. 7. Wally Lamb: She's Come Undone. 8. Belva Plain: Promlses. 9. John Sandford: Sudden Prey. 10. Amanda Quick: Mlschlef. 11. James Patterson: See How They Run. 12. Mlchael Ondaatje: The Engllsh Patlent. 13. Dean Kootz: Tlcktock. 14. Ellzabeth Lowell: Where the Heart Is. 15. John Saul: The Blackstone Chronlcles: Parts 1-4. Rit almenns eðlis: 1. James McBride: The Color of Water. 2. Andrew Well: Spontaneous Heallng. 3. Mary Pipher: Reviving Ophella. 4. Jonathan Harr: A Clvil Actlon. 5. Carmen R. Berry & T. Traeder: Glrlfriends. 6. Vincent Bugliosl: Outrage. ■ 7. Thomas Cahlll: How the Irlsh Saved Clvlllzatlon. 8. Kathleen Norrls: The Clolster Walk v 9. Danalel Jonah Goldhagen: Hltler's Willlng Executloners. 10. Jon Krakauer: Into the Wlld. 11. Carl Sagan: The Demon-Haunted World. 12. Jeff Foxworthy: No Shlrt, No Shoes ... No Probleml 13. Mary Karr: The Liar’s Club. 14. Kay Redfield Jamlson: An Unqulet Mind. 15. Laura Schleslnger: How Could You Do That?! (Byggt á New York Tlmes Book Review)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.