Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Page 16
i6 veiðivon LAUGARDAGUR 24. MAÍ1997 Laxveiðisumarið 1997 fer senn að hefjast: Veiðimenn aldrei bjartsýnni Það styttist í að fyrstu veiðimennimir renni fyrir lax á þessu sumri en veiðin byrj- ar 1. júní klukkan sjö stundvíslega í Norð- urá og Þverá en eftir hádegi í Laxá á Ásum. Veiðimenn hafa sjaldan verði bjartsýnni en einmitt núna enda fiskifræðingar að spá góðu sumri. Smálaxinn veröur í góðu lagi og einn og einn stórlax ætti að fylgja með. Stórlaxinn er það sem allir veiðimenn sækj- ast eftir sumar eftir sumar en fáir fá þá nógu stóra. Nú er bara að telja klukkutím- ana niður, stundin nálgast óöum. Veiöivon hitti nokkra valinkunna veiði- menn og innti þá eftir því hvemig sumarið legðist í þá og hvar yrði veitt. -G. Bender Sævar Sverrisson: Verðum að treysta fiskifræðingunum Júlíus Jónsson: Byrjar í Þverá í Borgarfirði „Mér líst ágætlega á laxveiðisum- arið og ég held að þetta verði meðal- sumar. Það veröur ekki mikið af stórlaxi," sagði Júlíus Jónsson, kaupmaður í Nóatúni, við DV og bætti við: „Eins árs laxinn verður allsráð- andi og veiðimenn eiga eftir að veiða mikið af honum. Ég byrja sumarið í Þverá í Borgarfirði og svo kemur Leirvogsá nokkmm sinnum og síðan Laxá í Kjós. Maður þarf ekki að þeysast langar vegalengdir til renna fyrir fisk. Þetta er gott Júlíus Jónsson í Nóatúni. héma í næsta nágrenni Mosfells- bæjar. „Ég vona bara að þetta verði gott veiðisumar, fiskifræðingamir eru alla vega að spá því. Þýðir nokkuð annað en að trúa og treysta þeim, blessuðum," sagði Sævar Sverris- son, söngvari með meiru. „Hjá okkur í Prestbakkaánni kom nánast ekki neitt af eins árs laxi í fyrra. Meðalþyngdin var kringum 9 pund. Það verður ömgglega meira um eins árs laxinn núna og svo kemur alltaf ein og ein sleggja með, stórlax. Þaö verður farið víða til veiða í sumar eins og i Stóm-Laxá í Hreppum á svæði eitt og tvö. En ég sendi inn hreisfrursýni og vann veiðidag í Stóra-Laxá og það getur orðið fjör á bökkunum þar,“ sagði Sævar. Sævar Sverrisson ásamt dóttur sinni. Gunnar Ingi Gunnarsson: Þetta verður skemmtilegt sumar „Ég er búinn að vera með í lengri tíma í maganum, þetta er veiðispennan. Veiðisumarið er að byija eftir nokkra klukkutíma og maður er ekki lít- > ið spenntur að renna fyrir fisk í fyrsta veiðit- úrnum,“ sagði Gunnar Ingi Gunnars- son, læknir og jafn- aðarmað- ur. „Fiski- fræðmg- Qunnar Ingi Gunn- armr spá arsson og Ema góðri lax- Matthiasdóttir. veiði, alla vega af smálaxi, og færa góð rök fyrir því. Þetta á eftir að verða skemmtilegt veiðisum- ar. Veiöin byrjar hjá mér í Langá á Mýrum í júnílok og svo næst í Viðidalsá i Húna- vatnssýslu í júlí. Þar getur nú ýmislegt gerst því laxamir em til vænir í Viðidalsá," sagði Gunnar Ingi. Eggert Skúlason: Sex nýir Sporðakast-þættir „Fyrsti veiðitúrinn á sumrinu er í Þingvalla- vatn núna næstu daga og þar á að kasta fyrir bleikj- una ýmsum flugum. Það gæti orðið góð byrjun á sumrinu og aldrei að vita nema maður nái í laxfisk þar, sagði Egg- ert Skúla- son, frétta- og veiði- maður. „Það verður mikið veitt í sumar og þá mest í kringum nýja Sporðakast-þætti sem við geram í sumar. Það verða gerð- ir þættir um Hrútafjarðará, Vatnsdalsá, Kjarrá, Straum- fjarðará, Loðmundarfiörð og einn þáttur erlendis. Ég held að fiskifræð- ingar hafi rétt fyrir sér núna með laxveið- ina, það verður mikið um smálax en lítið um stór- lax,“ sagði Eggert ennfremur. Eggert Skúlason meö einn góöan. Gunnar Sveinbjörnsson: „Ég spái því að sumarið verði gott og þá sérstaklega á Suð- Vest- urlandi. Smálaxinn ætti alla vega að skila sér vel í sumar,“ sagði Gunnar Sveinbjömsson. „Fyrsti veiðitúrinn hjá mér verður í Brennuna í Borgarfirði 5. júní en þá opnum við hana á þessu sumri. Ég held að Þverá og Kjarrá verði sterkar í sumar en þær em að verða búnar að jafna sig eftir flóðin sem urðu 1992 þegar mikið drapst af kvið- pokaseiðum. Næsta ár gæti orðið metsumar í þeim,“ sagði Gunnar. Gunnar Sveinbjörns- son meö tvo væna. Fyrsti veiðitúr- inn í Brennuna Júlíus Sigurbjartsson: Ætla í Hópið næstu daga Ingólfur Ásgeirsson: Rangárnar verfla topp- urinn sumar „Ég spái því að þetta verði gott sumar hvaö varðar eins árs laxinn og að Borgarfiörðurinn standi vel fyrir sínu. Norðurá, Þverá og Grímsá verða með þetta kringum 2.000 laxa hver,“ sagði Ingólfúr Ás- geirsson. „Laxá í Kjós nær sér á strik eftir lægð og þá spilar mest inn í þessi netaupptaka undir Akrafialli. Eins árs laxinn verður í góðu lagi á Norðurlandi en spurning veröur Ingólfur Ágeirsson. með tveggja ára laxinn, hvað hann muni skila sér í miklum mæli. En niðursveifla verður á Ausfru’landi. Rangámar verða á toppnum þetta árið enda hefur miklu af seiðum verið sleppt þar. Ámar gefa á milli 4.000 og 5.000 laxa,“ sagði Ingólfur. „Þó þetta sé rétt byrjað héma fyrir norðan hefur aðeins verið reynt í Móbergsfiörn í Langadal og það gekk vel. Ég fékk 3,5 punda bleikju og fleiri minni fiska á flug- una, þetta var góð upphitun fyrir sumarið," sagði Július Sigurbjarts- son. „Veiðimenn eru byrjaðir að renna fyrir fisk héma í Hópinu og einn, sem var þar fyrir fáum dög- um, veiddi 4 góða og einn lax. En það var niðurgöngufiskur. Það verður kíkt hérna í næsta ná- grenni við Víðidalinn næstu vik- urnar og þá er Hópið fyrst í hópn- um. Svo verður farið í Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum í júlí,“ sagði Júlíus. Júlíus Sigurbjartsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.