Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Blaðsíða 56
Fjcrfaldur i. vinningur ijjrir kl. 2oí3ð*f-k'Æú FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1997 Ný Kringla? Stofnað hefur verið undirbún- ingsfélagið Smárinn ehf. sem hefur til athugunar nýtingu á risastórri lóð í Smárahvammi. Umrædd lóð er um 100.000 fermetrar. Meðal þeirra kosta sem til athug- unar eru er að reisa stóra verslun- armiðstöð á lóðinni á borð við Kringluna. Fyrirtækin sem standa að Smáranum ehf. eru Nóatún, 01- íufélagið, BYKO, Steypustöðin og Byggingafélag Gunnars og Gylfa. Að sögn Pálma Kristinssonar, framkvæmdastjóra Smárans, hafa farið fram hagkvæmniathuganir á því að reisa verslunarmiðstöð líka Kringlunni á lóðinni. Einnig hafi verið skoðaður sá möguleiki að reisa þar skrifstofubyggingu. Engin ákvörðun hefur verið tekin um nýtingu lóðarinnar. Verkfallsverðir: Eltu skip á flugvél ísfirskir verkfallsverðh fylgdu tog- aranum Bessa eftir frá Hafnarfirði til Grundarfiarðar. Um tugur verk- fallsvarða var á Grundarfirði í gær í því skyni að stöðva löndun úr skipinu. í fyrrakvöld höfðu verkfallsverðir flugvél á leigu í því skyni að fylgja tog- aranum eftir. „Við náðum að stoppa þá af í morg- un. Það kostaði átök og fólk er sumt marið eftir. Við erum að fá liðsauka frá ísafirði og Súðavík. Þar með verð- um við 30 hér. Það er á hreinu eð ekki verður landað úr Bessanum hér,“ sagði Trausti „Patton“ Ágústsson verkfallsvörður þar sem hann var staddur á höfninni í Gnmdarfirði í gærkvöld. -rt FERÐ TIL TOKYO fylgir nokkrum nýjum bflum Opnum nýjan sýningarsal á Akureyri um helgina L O K I Tveggja ára drengur féll niður af svölum: Líflaus og andaði ekki „Þetta var alveg hræðilegt. Hann féll aftur yfir sig og lenti á bakinu. Hann var alveg líflaus og andaði ekki þegar við komum að honum,“ segir Ólína Sverrisdóttir, móðir tveggja ára drengs sem féll af svöl- um tvo metra niður á jörð. Ólína segir að sér hafi brugðiö mikið við atburðinn. Hún reyndi að hrista drenginn til að fá líf í hann. „Það var alveg sama hvað ég reyndi. Hann var byrjaður að blána þegar maðurinn minn blés í hann lifi. Það var ólýsanlegur létt- ir þegar hann tók við sér aftur," segir hún. Slysið varð á heimili Ólínu og Viktors Sigurvinssonar manns hennar sl. sunnudag. Hún segir þau vera nýflutt í húsið og ekkert handrið hafi verið á svölunum. Farið var með drenginn, Brynjar Þór, í sjúkrabíl á slysadeild til skoðunar. Þaðan var hann útskrif- aður án þess að nokkuð fyndist að. „Ég tók eftir því að hann notaði ekkert höndina. Ég fór síðan með hann til frekari skoðunar 1 fyrra- dag þar sem í ljós kom að hann var tvíbrotinn á hendinni," segir hún. Hjónin hafa upplifað bamsmissi þar sem fyrir átta árum dó elsti sonur þeirra, þá 7 ára. Ólína segir það hafa veriö mjög þungbært og þess vegna séu þau viðkvæm gagn- vart því sem steðjar að bömum þeirra. „Sem betur fer bjargaðist þetta. Við erum búin að upplifa nóg,“ seg- ir Ólína. -rt Brynjar Þór, 2ja ára. Davíð Oddsson forsætisráðherra og Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráöherra með SÁA-álfana á öxlunum á leið inn á ríkisstjórnarfund ■ Ráðherrabústaönum í gær. Ingibjörg keypti 10 álfa fyrir alla ráðherrana í ríkisstjórninni. Álfasalan stendur yfir nú um helgina. Hagnaöurinn rennur til forvarnarstarfs SÁÁ. Hrossamálið: Greinileg vanfoðrun j „Það er greinileg vanfóðrun á greinileg einhverju tímabili. En hvar hún hefur orðið get ég ekki svarað,' segir Helgi Sigurðsson dýralæknir um hryssurnar tvær sem teknar voru í pant i 10 mánuði. Eins og DV skýrði frá í gær var þremur hestum skilað í gær til eigendanna eftir að hafa verið haldið siðan í fyrrasumar vegna meintra skulda. Helgi skoðaði hestana en tvær hryssur voru illa haldnar eftir vistina. Þær voru illa bitnar og horaðar. Helgi er, með þær til lyfjameðferðar og seg-j ir vonir til að þær nái sér. Hannj sprautaði þær með vítamínum og gegn bólgu. Hann telur hestana hafa verið í verra ásigkomulagi en nú. „Þær eru sýnilega á uppleið eft- ir þetta. Það eru góðar vonir um bata. Þó er óljóst með bakmeiðsl annarrar hryssunnar. Tíminn: verður að leiða í ljós hvort hún jafnar sig einhvern tímann þeim,“ segir Helgi. -rt| 9 i i $ ‘i Í 4 Veðrið á morgun: Súld á Suðurlandi Á morgun er gert ráð fyrir hægri sunnanátt en lítils háttar súld á Suð- ur- og Suðvesturlandi með hita á hilinu 7-10 stig. Það verður lengst af bjart veður á Norður- og Austurlandi og hiti 12-18 stig. í 10<* “0 16 0 8° i i í i Veðrið á mánudag: Hlýtt fyrir austan A mánudag verður hæg suðvestlæg átt með dálítilli súld suðvestan- og vestanlands en léttskýjað víðast annars staðar. Hiti verður 7-10 stig vest- anlands en annars staðar 13-20 stig þegar best lætur, hlýjast á Austur- og Suðausturlandi. Veðrið í dag er á bls. 57.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.