Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Side 56
Fjcrfaldur
i. vinningur
ijjrir kl. 2oí3ð*f-k'Æú
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Frjálst,óháð dagblað,
LAUGARDAGUR 24. MAÍ1997
Ný
Kringla?
Stofnað hefur verið undirbún-
ingsfélagið Smárinn ehf. sem hefur
til athugunar nýtingu á risastórri
lóð í Smárahvammi. Umrædd lóð er
um 100.000 fermetrar.
Meðal þeirra kosta sem til athug-
unar eru er að reisa stóra verslun-
armiðstöð á lóðinni á borð við
Kringluna. Fyrirtækin sem standa
að Smáranum ehf. eru Nóatún, 01-
íufélagið, BYKO, Steypustöðin og
Byggingafélag Gunnars og Gylfa.
Að sögn Pálma Kristinssonar,
framkvæmdastjóra Smárans, hafa
farið fram hagkvæmniathuganir á
því að reisa verslunarmiðstöð líka
Kringlunni á lóðinni. Einnig hafi
verið skoðaður sá möguleiki að
reisa þar skrifstofubyggingu.
Engin ákvörðun hefur verið tekin
um nýtingu lóðarinnar.
Verkfallsverðir:
Eltu skip
á flugvél
ísfirskir verkfallsverðh fylgdu tog-
aranum Bessa eftir frá Hafnarfirði til
Grundarfiarðar. Um tugur verk-
fallsvarða var á Grundarfirði í gær í
því skyni að stöðva löndun úr skipinu.
í fyrrakvöld höfðu verkfallsverðir
flugvél á leigu í því skyni að fylgja tog-
aranum eftir.
„Við náðum að stoppa þá af í morg-
un. Það kostaði átök og fólk er sumt
marið eftir. Við erum að fá liðsauka
frá ísafirði og Súðavík. Þar með verð-
um við 30 hér. Það er á hreinu eð ekki
verður landað úr Bessanum hér,“
sagði Trausti „Patton“ Ágústsson
verkfallsvörður þar sem hann var
staddur á höfninni í Gnmdarfirði í
gærkvöld. -rt
FERÐ TIL
TOKYO
fylgir nokkrum
nýjum bflum
Opnum nýjan
sýningarsal á
Akureyri um
helgina
L O K I
Tveggja ára drengur féll niður af svölum:
Líflaus og
andaði ekki
„Þetta var alveg hræðilegt. Hann
féll aftur yfir sig og lenti á bakinu.
Hann var alveg líflaus og andaði
ekki þegar við komum að honum,“
segir Ólína Sverrisdóttir, móðir
tveggja ára drengs sem féll af svöl-
um tvo metra niður á jörð. Ólína
segir að sér hafi brugðiö mikið við
atburðinn. Hún reyndi að hrista
drenginn til að fá líf í hann.
„Það var alveg sama hvað ég
reyndi. Hann var byrjaður að
blána þegar maðurinn minn blés í
hann lifi. Það var ólýsanlegur létt-
ir þegar hann tók við sér aftur,"
segir hún.
Slysið varð á heimili Ólínu og
Viktors Sigurvinssonar manns
hennar sl. sunnudag. Hún segir
þau vera nýflutt í húsið og ekkert
handrið hafi verið á svölunum.
Farið var með drenginn, Brynjar
Þór, í sjúkrabíl á slysadeild til
skoðunar. Þaðan var hann útskrif-
aður án þess að nokkuð fyndist
að.
„Ég tók eftir því að hann notaði
ekkert höndina. Ég fór síðan með
hann til frekari skoðunar 1 fyrra-
dag þar sem í ljós kom að hann
var tvíbrotinn á hendinni," segir
hún.
Hjónin hafa upplifað bamsmissi
þar sem fyrir átta árum dó elsti
sonur þeirra, þá 7 ára. Ólína segir
það hafa veriö mjög þungbært og
þess vegna séu þau viðkvæm gagn-
vart því sem steðjar að bömum
þeirra.
„Sem betur fer bjargaðist þetta.
Við erum búin að upplifa nóg,“ seg-
ir Ólína. -rt
Brynjar Þór, 2ja ára.
Davíð Oddsson forsætisráðherra og Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráöherra með SÁA-álfana á öxlunum á leið inn
á ríkisstjórnarfund ■ Ráðherrabústaönum í gær. Ingibjörg keypti 10 álfa fyrir alla ráðherrana í ríkisstjórninni.
Álfasalan stendur yfir nú um helgina. Hagnaöurinn rennur til forvarnarstarfs SÁÁ.
Hrossamálið:
Greinileg
vanfoðrun j
„Það er greinileg vanfóðrun á
greinileg
einhverju tímabili. En hvar hún
hefur orðið get ég ekki svarað,'
segir Helgi Sigurðsson dýralæknir
um hryssurnar tvær sem teknar
voru í pant i 10 mánuði.
Eins og DV skýrði frá í gær var
þremur hestum skilað í gær til
eigendanna eftir að hafa verið
haldið siðan í fyrrasumar vegna
meintra skulda. Helgi skoðaði
hestana en tvær hryssur voru illa
haldnar eftir vistina. Þær voru
illa bitnar og horaðar. Helgi er,
með þær til lyfjameðferðar og seg-j
ir vonir til að þær nái sér. Hannj
sprautaði þær með vítamínum og
gegn bólgu. Hann telur hestana
hafa verið í verra ásigkomulagi en
nú.
„Þær eru sýnilega á uppleið eft-
ir þetta. Það eru góðar vonir um
bata. Þó er óljóst með bakmeiðsl
annarrar hryssunnar. Tíminn:
verður að leiða í ljós hvort hún
jafnar sig einhvern tímann
þeim,“ segir Helgi. -rt|
9
i
i
$
‘i
Í
4
Veðrið á morgun:
Súld á Suðurlandi
Á morgun er gert ráð fyrir hægri sunnanátt en lítils háttar súld á Suð-
ur- og Suðvesturlandi með hita á hilinu 7-10 stig. Það verður lengst af
bjart veður á Norður- og Austurlandi og hiti 12-18 stig.
í
10<* “0
16
0
8°
i
i
í
i
Veðrið á mánudag:
Hlýtt fyrir austan
A mánudag verður hæg suðvestlæg átt með dálítilli súld suðvestan- og
vestanlands en léttskýjað víðast annars staðar. Hiti verður 7-10 stig vest-
anlands en annars staðar 13-20 stig þegar best lætur, hlýjast á Austur- og
Suðausturlandi.
Veðrið í dag er á bls. 57.