Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Blaðsíða 26
LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997
26 unglingar
Ungur fatahönnuður vekur athygli heima og erlendis:
Sendir bráðlega sýnishorn til London
Ungur fatahönnuöur hefur að
undanförnu vakið mikla athygli.
Rut Hermannsdóttir heitir stúlkan
en hún er 21 árs nemi í Fjölbrauta-
skólanum í Garðabæ. Rut hefur
haldið nokkrar tískusýningar. Hún
hélt tískusýningu um síðustu helgi í
Kolaportinu þar sem viðstatt var
fjölmenni.
Rut vissi ekki margt um hönnun
á fatnaði fyrr en hún settist á nám-
skeið fyrir níu mánuðum í FG. Ný-
lega var orðin skylda að taka listfog
í skólanum. Fyrir tilviljun fór hún í
fatasaum og þá kviknaði
áhugi hennar á
saumaskap. Hún
hannar, sníður og
saumar fötin sjálf.
„Ég ákvað að halda tískusýningu
þar sem þetta hafði gengið svo vel
hjá mér. Það voru margir sem
hvöttu mig til þess að sýna fotin,“
segir Rut.
Sumt af tískusýningafólkinu eru
kunningjar Rutar en aðrir eru frá
skóla John Casablanca.
Rut tók einnig þátt i Facett-fata-
hönnunarkeppninni og varð þar í
öðru sæti. Hún hefur auk þess hald-
ið tískusýningu á Hótel ís-
landi.
á Mýrdalsjökli fyrir nokkrum vik-
um en þar voru sýnd föt frá Rut.
Hún hefur öðlast sambönd hjá fyrir-
tæki í London og sendir þangað fót
bráðlega til prufu.
„Ég ætla að halda áfram á þessari
braut þó svo ég hætti í FG. Ég hef
hugsað mér að
fara síðar til
Bandaríkj-
anna í nám
í fatahönn-
un,“ segir
Rut.
-em
Látlaus en fallegur kvöldkjóll sem
sýndur var í Kolaportinu.
rn hliðin
Rut ásamt einni fyrirsætunni sinni.
DV-myndir Sigrún Lovísa
Haukur Ingi Guðnason, markakóngur IBK:
Mamma er sætust
Haukur Ingi er einn af stórhættulegustu sóknarmönnum
landsins og þvf hafa varnarmenn og markveröir fengiö aö
finna fyrir í upphafi móts. DV-mynd ÆMK
DV. Suðtimesjum:______________________
„Toppurinn er að komast út í at-
vinnumennskuna. En ég verð fyrst
og fremst að standa mig vel með
Keflavíkurliðinu og landsliðinu í
sumar,“ sagði Haukur Ingi Guðna-
son, hinn stórefnilegi knattspyrnu-
maður i Keflavík, sem spilar í
efstu deild íslandsmótsins. Að
loknum tveimur umferðum er
hann markahæstur meö þrjú
mörk. Þá er hann unglingalands-
liðsmaður undir 18 ára og er fyrir-
liði þess. Haukur Ingi er einn af
stórhættulegustu sóknarmönnum
landsins og því hafa vamarmenn
og markverðir fengiö að finna fyr-
ir í upphafi móts. Hann hefur yfir
að ráða ótrúlegum baráttuvilja,
gríðarlegum sprengikraft og
leikni. Haukur Ingi er sonur eins
þekktasta knattspyrnumanns
landsins, Guðna Kjartanssonar,
fyrrum landsliðsþjálfara og lands-
liösmanns í knattspymu, auk þess
hefur Guðni þjálfað þekkt liö hér á
landi. Haukur Ingi sýnir á sér
hina hliðina.
Fullt nafn: Haukur Ingi Guðna-
son.
Fæðingardagur og ár: 8. septem-
ber 1978.
Maki: Ég á unnustu sem heitir
Steinunn Jónsdóttir.
Böm: Engin.
Bifreið: Engin.
Starf: Nemi, vinn í sumar á
iþróttavellinum í Keflavík.
Laun: Of lág.
Hefur þú unnið í happdrætti eða
lottói? 50 krónur í happaþrennu.
Hvað finnst þér skemmtilegast
að gera? Að sigra í knattspyrnu.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Að tapa leik.
Uppáhaldsmatur: Kjúklingur og
ég fæ ég mér hann alltaf fyrir leik.
Uppáhaldsdrykkur: Sprite'.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur í dag? Knattspymu-
mennirnir í Keflavík, Jóhann B.
Guðmundsson og Eysteinn Hauks-
son.
Uppáhaldstímarit: íþróttablaðið
og DV.
Hver er fallegasta kona sem þú
hefur séð fyrir utan unnustuna?
Mamma.
Ertu hlynntur eða andvígur rík-
isstjórninni? Hlynntur.
Hvaða persónu langar þig mest
til að hitta? Johan Cruyff.
Uppáhaldsleikari: Gary Oldman.
Uppáhaldsleikkona: Uma Thur-
man.
Uppáhaldssöngvari: Michael
Stipe í Rem.
Uppáhaldsstj órnmálamaður:
Enginn.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Æðsti strumpur.
Uppáhaldssjónvarpsefhi: íþrótt-
ir.
Uppáhaldsmatsölustaður/veit-
ingahús: Olsen Olsen í Keflavík.
Hvaða bók langar þig mest að
lesa? Hún heitir Maradona, hönd
guðs.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Bylgjan.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Eng-
inn.
Hverja sjónvarpsstöðina horfir
þú mest á? Horfi aðeins meira á
Stöð 2.
Uppáhaldssjónvarpsmaður:
Bjami Felixson.
Uppáhaldsskemmtistaður/krá:
Enginn.
Uppáhaldsfélag í íþróttum? Ég
var að bíða eftir þessari spum-
ingu. Þau eru Keflavík og Arsenal.
Stefnir þú að einhverju sér-
stöku í framtíðinni? Ná sem
lengst í knattspymu.
Hvað ætlar þú að gera í sumar-
fríinu? Spila með Keflavík og taka
þátt í Evrópukeppni undir 18 ára í
sumar.
-ÆMK