Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Page 30
38 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997 Heimsklúbbur Ingólfs hefur und- anfarin ár skipulagt ferðir víða um heim á fjarlægar slóðir en í nóvem- ber á þessu ári verður farið í viða- mestu ferðina til þessa, 33 daga heimsreisu. „Á þessari 33 daga ferð verður komið við í öllum álfunum á suðurhveli jarðar," segir Ingólfur Guðbrandsson. Ingólfur leggur mikla áherslu á að hótelin scm hóp- urinn gistir í á leiðinni séu fyrsta flokks. Ingólfi var boðið á ferðakaupstefnu arabalandanna í Dubai í fyrri hluta maímánaðar vegna fyrirhugaðrar ferðar á vegum Heimsklúbbsins sem nefnist „Töfrar 1001 nætur“. „Ég ákvað að „skreppa" til Sydney í leið- inni til að skoða eitt hótelanna sem 80 manna hópur dvelur á í heimsrei- sunni til þess að vera viss um að það fullnægði kröfunum. Niðurstaðan var sú að hótelið væri fullkomlega boðlegt. Það þarf að vanda vel til alls undirbúnings í ferðinni, ekki síst til Ástralíu þar sem hótelverð hefur tvö- faldast á síðustu þremur árum. Ástæðu þess má meðal annars rekja til væntanlegra Ólympíuleika í Syd- ney,“ segir Ingólfur. Móttaka íslendinga Mikill áhugi var fyrir heims- Óperuhúsiö í Sydney er engu líkt. reisuferðinni. „Ferðin seldist upp á tveimur dögum,“ segir Ingólfur. Heimsreisa ferðaklúbbsins hefst 1. nóvember, þegar flogið verður til London, en þaðan verður tekið beint flug til S-Afríku. „Við forum alla leið á suðurströndina til Höfðaborgar og ætlum okkur að standa á Góðrarvonarhöfða þann 6. nóvember. Frá S-Afríku verður flogið þvert yfir Indlandshafið til Perth í Ástralíu. Þar tekur stór hópur íslendinga á móti okkur en nokkur hundruð íslendingar búa á þessu svæði,“ segir Ingólfur. Dvalið verður í Perth í 3 daga og í Sydney í 4 daga á fegursta tíma ársins, mótum vors og sumars, að sögn Ingólfs. Frá Ástralíu verður haldið til Nýja-Sjálands þar sem hópurinn verður í tæpa viku en síðan tekur við fjögurra daga dvöl á eyjunni Tahiti í S-Kyrrahafi. Frá Tahiti verður farið til Santi- ago í Chile, siðan til Buenos Aires í Argentínu og meðal annars skoð- aðir hinir frægu Iguazu-fossar á landamærum þriggja landa. Síð- ustu dögum nóvembermánaðar og fyrstu dögum desember verður varið í hinni ægifögru borg Brasil- íu, Rio de Janeiro, á Cobacabana- ströndinni. -ÍS Stéttarfélagsverð á flugfargjöldum Orlofsnefnd launþegahreyfingar- innar í landinu vill hvetja til ferða- laga innanlands í sumar og hefur í því skyni samið við Flugleiðir - inn- anlands og Flugfélag Norðurlands, ijölda hótela um land allt, sérleyfis- hafa innan BSÍ og Europcar - Bíla- leigu Akureyrar og Norrænu um mjög hagstætt verð á flugi, gistingu, ferjusiglingum, rútuferðum og blla- leigubílum. Stéttarfélagsverðin inni- fela meðal annars 6030 króna flug- verð til allra áfangastaða Flugleiða innanlands og 5030 króna flugverð til Vestmannaeyja. Margvíslegir tengiflugsmöguleikar eru einnig hjá Flugfélagi Norðurlands frá Akur- eyri. Fargjöldin eru seld á laugardög- um á sölustöðum Flugleiða um allt land, en aðeins á afgreiðslu Flug- leiða á Reykjavíkurflugvelli á höfuð- borgarsvæðinu. Hægt er að bóka sæti í allar brottfarir, nema í ferðir frá hádegi fram til miðnættis á föstudögum. Stéttarfélagsfargjöldin innihalda tilboð tveggja manna herbergja á verði eins manns á 33 hótelum um land allt. Eftirtalin hótel gera félags- mönnum launþegahreyfingarinnar þetta boð í sumar: Hótel Loftleiðir, Hótel Esja, Grand Hotel, Hótel Lind, Hótel Reykjavík, Hótel Leifur Ei- ríksson, Cabin hótel, Hótel Garður, City Hótel, Hótel Vik, Hótel Kefla- vík, Hótel Borgarnes, Hótel Stykkis- hólmur, Hótel ísafjörður, Hótel Valaskjálf, Hótel Bláfell, Hótel Höfn, Hótel Bræðraborg, Hótel Nesbúð, Hótel Örk, Hótel Norðurland, Hótel Valhöll, Hótel Edda Reykholti - Laugum - Núpi - Laugarbakka - Þelamörk - Eiðum og Laugarvatni. Allt sem þarf er að framvisa fé- lagsskírteininu og greiða fyrir eins manns herbergi. Sérstakur afsláttur er í boði fyrir einstaklinga - misjafn eftir gististöðum. Bókunarfyrirvari er ýmist 24 klst. eða 48 klst. Stéttarfélagsverðin í sumar inni- halda einnig tilboð á bílaleigubílum Europcar, Bílaleigu Akureyrar og sérverð á nokkrum ferðum með Norrænu í júní í sumar. Einnig til- boð sérleyfishafa BSÍ í háfjallaferð- ir. Farið verður með kunnugum bíl- sfjóra/leiðsögumanni í rútu inn á hálendið. Um er að ræða dagsferðir eða lengri ferðir með gistingu eða án, í fjöldum eða skálum. í sumum tilfellum er fæði innifalið í ferðinni. Þeir sem hafa áhuga á þessum ferð- um ættu að hafa samband við Ferða- þjónustu BSÍ í sima 552 2300 eða þjónustuaðilana á hverjum stað. Aðilar að þessu samstarfi eru: Al- þýðusamband íslands, Bandalag há- skólamanna, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Bændasamtök ís- lands, Farmanna- og fiskimanna- samband íslands, Samband ís- lenskra bankamanna, Félag ís- lenskra hjúknmarfræðinga, Blaða- mannafélag íslands, Kennarasam- band íslands, Vélstjórafélag íslands, Kjarafélag Tæknifræðingafélags ís- lands, Stéttarfélag verkfræðinga, Fé- lag bókagerðarmanna, Verkstjóra- samband íslands, Prestafélag ís- lands, Félag íslenskra lyfjafræðinga, Félag aðstoðarfólks tannlækna og Landssamband aldraðra. -ÍS Fulltrúar félaganna og samtakanna við undirritun samningsins. Flug er öruggasti ferðamátinn - öryggismálin í brennidepli Flug er enn þá öruggasti ferða- máti sem býðst og yfirleitt einnig sá þægilegasti. Fjölmörg ríki heims halda nákvæma tölfræði yfir fjölda slysa sem kemur að gagni þegar meta skal öryggi ferðamátans. Meðal þeirra rikja eru Bandaríkin. Á síð- asta ári létu 40.000 manns lífið í um- ferðinni í landinu en „aðeins" 380 létu lífið í flugi. Samanburðurinn, þó óhugnanlegur sé, er tvímælalaust fluginu í hag, en þó eru blikur á lofti. Þessi tala, 380 manns, er hæsta tala látinna í flugslysum í Bandaríkj- unum á síðastliðnum áratug. Flugumferð hefur aukist gífurlega á undanfornum áratug og því er nauðsynlegt að vera á varðbergi til að afstýra slysum og hafa öryggis- málin í lagi. Ef þessi tala heldur áfram að hækka verður árið 2015 eitt mannskætt flugslys í heiminum í hverri viku. Þær tölur eru byggðar á útreikningum Boeing-flugfélags- ins. Það þýðir þó ekki að flugslysum hafi fjölgað, miðað við höfðatölu. Tala látinna í flugi hefur haldist nokkum veginn í hendur við fjölda farþega frá sjöunda áratugnum. Árekstrarvörn Sérfræðingar telja reyndar að hægt sé að gera miklu betur í öryggismál- um til að afstýra slysum. Mikið hefur áunnist í þeim efnum. Flestar flugvél- ar í Bandaríkjunum eru nú með árekstrarvöm sem varar flugmenn við ef annað flugfar kemur hættulega nálægt. Einnig hafa verið gerðar ráð- stafanir til að bæta mjög afísingar- búnað flugvéla, eftir fjölda slysa þar sem ísing hefur verið orsökin (meðal annars flugslys sem kostaði 27 manns lífið 1992 á La Guardia). Einnig hefur verið gert átak til að reyna að tryggja öryggi farþega í flugvélum að yfir- stöðnu slysi. Rannsóknir hafa sýnt að um helmingur farþega lifir að jafnaði flugslysin af, en fjölmargir láta lífið eftir á vegna reykeitrunar eða elds. Flugfélög hafa því lagt áherslu á að fjarlægja úr farþegarými flest sem brunnið getur eða skapað hættuleg- ar eiturgufur. Einnig hafa verið sett- ar reglur um að -einungis fullorðnir megi sitja nálægt neyðarútgöngum sem er mikið öryggisatriði. Bandaríkjamenn hyggjast gera stórátak til að bæta öryggi í flugi. Samkvæmt metnaðarfullri áætlun varaforseta Bandaríkjanna, „Gore Report", á að reyna að fækka síysum í flugi um 4/5. Framtíðin ein sker úr um það hvort sú áætlun stenst. Þýtt og endursagt úr Condé Nast Traveler -ÍS Áframhald Ekkert lát er á verkfallsað- gerðum í Frakklandi. Fjölmörg verkalýðsfélög í samgöngumál- um hafa undanfarnar vikur staðið í stöðugum skærum og verkfollum til að leggja áherslu á kaupkröfur sínar. Verkfollin hafa aðallega komið niður á lestakerfi og áætlunarflugi landsins. Lá við árekstri Lítil nokkurra manna far- þegaþota var nærri því búin að valda mannskæðu flugslysi á ótilgreindum flugvelli í Banda- ríkjunum fyrr i þessum mánuði þegar hún flaug í 30 metra fjar- lægð frá 37 manna farþegaþotu USAir flugfélagsins sem var að hefja sig á loft. Tilfellum, þar sem legið hefur við árekstri í flugi í Bandarikjunum, hefur fjölgað mjög á undanförnum árum. Ruslahrúgur Aþena í Grikklandi er ein mengaðasta borg Evrópu. Ástandið þar í borg er óvenjuslæmt þessa dagana því að sorptæknar borgarinnar eru í verkfalli og hafa ekki sinnt störfum sínum undanfarna daga. Ruslið hleðst upp með viðeigandi óþef, borgarbúum og ferðamálayfirvöldum til mikill- ar gremju. Strandgæði Evrópusambandið gaf nýver- ið út skýrslu um ástandið á baðströndum Evrópu. Evrópu- sambandið hefur gefið út staðla um þær kröfur sem gerðar eru um hreinlæti og að- stöðu á baðströndum land- anna. Samkvæmt því fá grísk- ar strendur bestu einkunnina og fullnægja um 19 af hverjum 20 ströndum landsins kröfum Evrópusambandsins. Strendur Danmerkur koma þar á eftir, en Belgía var neðst á listanum, aðeins um 15% af baðströndum þar uppfulla kröfur sambands- ins. Gagnaðgerðir Rekstraraðilar finnska flug- félagsins Finnair eru búnir að fá sig fullsadda á skrílslátum flugfarþega sinna. Á síðasta ári eru skráð 150 tilfelli um farþega sem brutu allar hegð- unarreglur, oftast nær undir áhrifum áfengis eða lyfja. Fjöl- margir óróaseggjanna neituðu að virða reglur um bann við reykingum, aðrir beittu of- beldi gegn starfsfólki og einn reyndi að kyrkja eina flug- freyjuna. Finnair hefur sett reglur sem gefa þeim vald til þess að handjárna óróasegg- ina, afturkalla flugmiða þeirra og krefja þá um háar skaða- bætur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.