Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1997, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997 U"V sérstæð sakamál r Ohugnanlegur ferill Fyrstu tvö líkin fundust á heitum sunnudegi í júlí. Tveir menn, sem höfðu haldið til veiða í Niskey- vatni nærri Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum, fundu þau. Þau voru bæði af svörtum drengjum. At- hugun leiddi í ljós aö þeir báðir, Ed- ward Smith og Alfred Evans, höfðu verið skotnir en líkunum síðan fleygt í vatnið. Réttarlæknar gátu svo skýrt frá því að morðin hefðu verið framin um tíu dögum áður. Þau vöktu ekki sérstaka athygli, enda var mikið um morð í Atlanta. Á næstu tveim mánuðum fundust lik af tveimur svörtum drengjum til viðbótar og bentu öll ummerki til þess að um sama morðingja væri að ræða. En það var þó ekki fyrr en in en öll höfðu fómarlömbin verið svört börn eða táningar. Frá því í mars 1980 fram í maí árið eftir fundust lík tuttugu tán- inga til viðbótar. Flest voru á reki í Chattachoochee-ánni og þegar lög- reglan gat staðreynt að minnst sex líkanna hafði verið kastað af sömu brúnni vom fjórir menn settir á vakt við hana, dag og nótt. Aðfaranótt 22. maí heyrðu lög- reglumennirnir að bill staðnæmdist á brúnni. Rétt á eftir heyrðist skvetta. Þetta var skutbíll og ók hann strax burt. Hann var eltur og náðist fljótlega að stöðva hann. Öku- maðurinn var Wayne Williams, tutt- ugu og þriggja ára sjónvarpstöku- maður en hann gaf sig líka út fyrir fylgjast með ferðum hans allan sól- arhringinn. Williams var hins veg- ar ekki aðeins vökull fréttamaður heldur sérfróður um rafbúnað og komst fljótlega að því að með ferð- um hans var fylgst. Hann gerði sér því leik að því að blekkja lögreglu- mennina. Lét hann þá elta sig á miklum hraða og lauk eltingarleikn- um með því að tveir þeirra slösuð- ust. Þá gat hann farið ferða sinna um hríð án þess að með honum væri fylgst. Vitni sá hann þó bera stóran pappakassa út úr húsinu sem hann bjó í. Húsleit Er vitnið gaf sig fram töldu rann- sóknarlögreglumennirnir að Willi- ams kynni að hafa verið að losa sig við sönnunargögn. Tókst nú að fá dómara til að veita húsleitarheimild og skömmu síðar var Williams handtekinn í þriðja sinn. Á meðan var gerð leit heima hjá honum. mbEkkert fannst sem talið var tengjast morðunum en tæknimenn, sem komu i húsið, tóku eftir grænu flókateppi í vinnustofu hans. Hún var innréttuð eins og upptökuver og þar voru fleiri hundruð hljóðupp- tökur af söng ungra svertingja, greinilega fólks sem hafði viljað láta reyna á sönghæfileika sína. Williams hafði auglýst í blöðum að hann leitaði að börnum og ungu fólki á aldrinum ellefu til tuttugu og eins árs til að leika í rokkhljóm- sveitum eða syngja með þeim. En þótt hann gæfi sig út fyrir að leita að hæfileikaríku fólki voru engin dæmi um að hann hefði nokkru sinni komið neinum á framfæri. Allt benti þvi til að auglýsingamar voru brella til að lokka ungt fólk til hans. Það styrkti þá trú að margt barnanna og ungmennanna, sem myrt höfðu verið, höfðu einmitt gert sér vonir um að öðlast frægð í tón- listarheiminum. Syrgjandi ættingjar Nathaniels Cater. hinn níu ára Yusuf Bell hvarf að lögreglan fór að sýna morðunum áhuga. Yusuf var sonur Camille Bell sem var kunn fyrir mannréttinda- baráttu sína. Og drengurinn hafði verið þekktur, meðal annars úr sjónvarpi, fyrir afburðagáfur. Hann leysti áreynslulítið þyngstu stærð- fræðiþrautir og sjónminni hans var slíkt að hann gat lært heilar al- fræðiorðabækur utan að. Kynþáttahatari? Líkið af Yusuf fannst í kjallara í yfirgefnu húsi tíu dögum eftir að hann hvarf. Ljóst var að hann hafði verið fangi og hafði orðið að þola misþyrmingar í aö minnsta kosti viku áður en hann var myrtur. Móðir hans lét til sín heyra svo um munaði og kallaði þeldökka menn til liðs við sig. Hún og fleiri þóttust viss um að raðmorðinginn væri kynþáttahatari. Umræðan olli því að lögreglan ákvað að gera átak til að finna hinn seka og var nú skipuð sérstök sveit tuttugu og fimm manna til aö rannsaka morð- að leita að hæfileikaríku tónlistar- fólki fyrir plötuútgáfufyrirtæki. Sleppt Williams skýrði svo frá að hann hefði veriö að kasta rusli af brúnni og þar eð sú fullyrðing varð ekki af- sönnuð í flýti var honum leyft að fara. En ákveðið var að með honum skyldi fylgst dag og nótt, ekki síst eftir að nokkrir fréttamenn höfðu lýst undrun sinni yfir því að Willi- ams skyldi alltaf verða fyrstur til aö koma meö frásagnir og myndir þeg- ar fórnardýr raðmorðingjans umtal- aða fundust. Tveimur dögmn síöar fannst líkið af ungum manni, Nathaniel Cater, í ánni. Þá var Williams enn á ný tek- inn til yfirheyrslu. En hann lét ekki deigan síga í átta tíma, þrátt fyrir harðar spurningar, og þar kom að saksóknarinn gaf skipun um að honum yrði sleppt. Enn var Willi- ams laus. En meðan hann var í yfirheyrsl- unni höfðu tæknimenn komið fyrir hlerunarbúnaði í bílnum hans. Aö auki var sex mönnum nú falið að Kynþáttaofsóknir? Þrátt fyrir það sem nú var komið fram þótti saksóknara ekki grund- völlur fyrir því að ákæra Williams fyrir morðin. Til þess skorti nauð- synleg sönnunargögn. Lögmaður hans, Mary Welcome, fékk hann lát- inn lausan en skömmu eftir að hann fór úr lögreglustöðinni boðaði hann til blaðamannafundar þar sem hann gortaði af því hve létt sér hefði reynst að vísa öllum ásökunum á hendur sér á bug og í raun hefði hann haft lögregluna að háði og spotti. Margir í fremstu röð þeirra sem börðust fyrir auknum réttindum svertingja tóku málstað WOliams og undir þá skoðun að hann væri fórn- arlamb kynþáttahatara. Hvítur maður væri vafalaust sekur um moröin en sakir kynþáttafordóma væri athyglinni beint að Williams. Hann væri vel gefinn, metorðagjarn og framsækinn en slíkir menn úr hópi svertingja væru einmitt þeir sem hvítir kynþáttahatarar beindu spjótmn sínum að. Kynhverfur Foreldrar Williams voru vel gefið fólk og báðir kennarar. Hann var einkabarn og hafði verið dekraður, enda góðum gáfum gæddur. Ungur að árum smíðaði hann allfullkom- inn stjörnukíki. Þá kom hann sér upp útvarpsstöð og hafði tekjur af því að senda út auglýsingar. Jafn- framt skrifaði hann spennandi greinar í mánaðarrit og þá gjarnan um eitt áhugamála sinna, afbrot. Jafnframt hlustaði hann oft á fjar- Wayne Williams. skipti lögreglunnar og sjónvarps- myndatökuvélina hafði hann alltaf við höndina til að geta náð mynd- um, gerðist eitthvað fréttnæmt. Þrátt fyrir ásakanir um að kyn- þáttahatur hefði beint augum lög- reglunnar að Williams hélt hún ótrauð áfram að fylgjast meö hon- um. Brátt kom í ljós að hann sótti oft krár þar sem hommar komu saman og þá varð ljóst að áhugi hans á ungum drengjum kynni að vera kynferðisleg eðlis. Á þessu fékkst svo staðfesting þegar farið var að yfirheyra þá sem svarað höfðu auglýsingum WiUiams. Sögðu flestir að hann hefði reynt við þá. Hringurinn þrengist í lok júní 1981 bárust niðurstöður nokkurra rannsókna frá tæknideUd lögreglunnar. Þær vöktu mikla at- hygli. Á síöustu tveimur líkum sem fundist höfðu voru hár af þýskum fjárhundi sem WiUiams átti. Þar að auki höfðu fundist í hári þessara fómarlamba og tíu annarra trefjar úr græna flókateppinu í vinnustofu WiUiams. Er þessar staðreyndir voru lagðar fyrir saksóknara lýsti hann yfir því að nú væri komin ástæða tU að gefa út morðákæru. En rannsóknimar áttu enn eftir að þrengja að WiU- iams. Vitni höfðu séð hann á konsert með Nathaniel Cater tveim- ur kvöldum áður en hann hvarf. Höfðu þeir sést ganga burt að hon- um loknum, hönd í hönd. Önnur vitni höfðu séð hann með Jimnr Ray Payne, sem fannst myrtur un svipað leyti. Loks tókst að sýn, fram á með óyggjandi hætti að radc ir nokkurra ungmenna á upptökun WiUiams væra raddir fómarlamb. raðmorðingjans. Fyrlr rétti Wayne WUlams var ákærður fyi ir að hafa myrt tuttugu og átta svör börn og táninga en saksóknari G( orgíu-ríkis, Lewis Slaton, ákvað a sækja hann aðeins til saka fyri morðin á Nathaniel Cater og Jimm Ray Payne því þar komu afdráttai lausustu sönnunargögnin við sög og líkur því mestar á að sakfeUin fengist á þann hátt. Réttarhöldin hófust í janúar 198 og stóðu í tvo mánuði. Málið va tæknilega flókið, gögn margvísle og mörg vitni vora köUuð tU. Kvií dómendur fylgdust náið með þ\ sem fram fór, sem og fjölmiðlar, þ\ málið vakti að sjálfsögðu afar mUd athygli, í senn vegna þess hver hin ákærði var og hve ógnvænlegur fei U1 hans þótti. Þá sýndu málalok a auðfengnasta skýringin, að sumr mati, á því að grunur lögreglunna beindist að WUliams, kynþáttahatu hvítra manna í garð svartra, va ekki á rökum reist. Wayne WUliams fékk tvöfalda lífstíðardóm. Raðmorðunum linnti strax efti handtöku hans í maí 1981.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.