Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 i >*\y
fréttir
Stjórnarráöið:
Vilja sama lit áfram
Dæmdur í fangelsi og sviptur ökurétti ævilangt:
Á þriðju milljón í bætur
í ölvunarakstursmáli
- olli skemmdarverkum meö tveggja vikna millibili
Ríkisráðsfundur á Bessastöðum
Haldinn var ríkisráösfundur á Bessastöðum í gær. Rikisráðsfundur er fundur ríkisstjómar með forseta. Tveir fastir
fundir eru á ári; á áramótum eftir haustþing og um þetta leyti eftir vorþing. Haldinn er sérstakur ríkisráðsfundur i hvert
sinn sem ný ríkisstjóm er mynduð auk þess sem boðaðir era fundir ef nauðsyn ber til.
Á fundimnn í gær var Ólafi Berki Þorvaldssyni veitt skipun i emhætti héraðsdómara við Héraðsdóm Suðurlands og
Chamnam Viravan í embætti kjörræðismanns með aðalræðisstigi í Bangkok. Brynjólfl Sandholt yfírdýralækni var jafn-
framt veitt lausn frá embætti.
Ýmsar reglugerðir vora staðfestar, svo og aðild að samningi Sameinuðu þjóðanna gegn ólöglegri verslun með flkni- og
skynvilluefni. ______________________________-vix
22 ára Kópavogsbúi, Óskar Gests-
son, var í vikunni dæmdur í 6 mán-
aða fangelsi, þar af 4 skilorðs-
bundna, fyrir milijóna króna eigna-
spjöll og skemmdarverk með því að
hafa með tveggja vikna millibili
ekið ölvaður og réttindalaus í Heið-
mörk og Kópavogi. Óskar er einnig
dæmdur til að greiða 2,3 miiljónir
króna i skaðabætur auk þess að
hann er sviptur ökurétti ævilangt.
Þann 4. júní 1995 tók Óskar stór-
an bíl traustataki í Vökuportinu við
Eldshöfða. Þaðan ók hann m.a. að
Víöistaðahlíð í Heiðmörk þar sem
hann ók á hlið, vinnuskúr, salemis-
skúr, skilti, tréborð, bekki, girðingu
og gróður. Skemmdir urðu mjög
miklar. Þegar lögreglan fann bílinn
var hamn beyglaður nánast allan
hringinn, mikil hitalykt var af hon-
um og bensín lak af honum.
Tveimur vikum síðar, 18. júní, fór
Óskar á annarri bifreið og olli
miklu tjóni við Lyngheiði í Kópa-
vogi. Fyrst ók hann bíinum sem
hann var á á bifreið sem stóð fyrir
utan Lyngheiði 1. Við svo búið ók
hann á tvo bíla fyrir utan Lyngheiði
16 svo og trjágróður.
Ákærði viðurkenndi brot sín ský-
laust fyrir Héraðsdómi Reykjaness.
Á árinu 1994, með 5 mánaða milli-
bili, var hann tvívegis sviptur öku-
Skólastjóri
kærður
Skólastjóri Húnavallaskóla í
Húnaþingi hefur verið kærður til
lögreglu fyrir að leggja hendur á
nemanda. Nemandinn var frá Fé-
lagsmálastofnun Reykjavíkur og
þótti erfiður. Samkvæmt upplýs-
ingum frá lögreglunni á Blöndu-
ósi er málið í biðstöðu þar sem
beöiö er eftir áverkavottorði.-vix
leyfi, fyrst í 12 mánuði en síðan í 2
ár. Hann var því réttindalaus þegar
framangreind brot vora framin.
Scandia hf. og Sjóvá-Almennar
lögðu fram samtals 2,3 milljóna
króna bótakröfu á hendur ökuþóm-
um. Dómm-inn féllst á kröfumar að
fullu og dæmdi sakbominginn til að
greiða þær auk dráttarvaxta frá
dómsuppsögudegi. Már Pétursson
héraðsdómari kvaö upp dóminn.
-Ótt
Þær Helga Bjarnadóttir og Kristbjörg Kristinsdóttir taka viö rekstri Hard
Rock Café í dag. DV- mynd Pjetur
IStuttar fréttir
Nýtt hjúkrunarheimili
Undirrituð hefúr verið vilja-
yfirlýsing Reykjavikurborgar
og Reykjavíkurdeildar Rauða
kross íslands um byggingu nýs
hjúkrunarheimilis fyrir aldr-
aða sem á að rúma 40 manns.
RÚV sagði frá.
Hvalbeinin rannsök-
uö
Hvalbeinin sem fúndust í
Akrafjaili í um 80 m hæð yfir
sjávarmáli era talin vera allt
að 13 þúsund ára gömul. Þau
eru komin á Byggðasafrúð á
Göröum en verða send til
kolefnis- og DNA-rannsóknar
til Svíþjóöar. Stöð 2 sagði frá.
Lok síldarvertíðar
Sjávarútvegsráðuneytið hef-
ur heimilað síldarskipum sem
ekki landa fullum farmi að fara
aðra veiðiferð þar sem bræla
g hefur tafið síldveiðar undan-
fama daga og mörg skipanna
era með slatta um borð. Sam-
anlagður afli úr þessum tveim-
\ ur ferðmn má þó ekki fara yfir
mesta magn þeirra á vertið-
inni.
Umhverfisverölaun
Prentsmiðjan Oddi hlýtur
j umhverfisviðurkenningu
: Reykjavíkur fyrir árið 1997 en
þau voru veitt í fyrsta smn í
gær. Hún er veitt firir verðugt
| framlag til umhverfismála og
ætlað að hvetja stjómendur at-
| vinnulífs í borgixmi til umbóta.
RÚV greindi frá.
Rafmagnið hækkar
Gjaldskrá Rafmagnsveitu
|j Reykjavíkui- hækkar um 1,7% í
dag. Á fundi borgarstjómar í
§■ fyrrakvöld deildu meiri- og
minnihluti klukkustundum
? saman um nauðsyn hækkunar-
innar. Fulltrúar Sjálfstæðis-
flqkksins töldu hana óþarfa.
RÚV sagði frá þessu.
Ráöstefna um um-
hverfismál
Ráðstefha um umhverfismál
i sveitarfélögum verður haldin
á Egilsstöðum dagana 9. og 10.
júní. Tilgangur hennai' er að
meta hvar íslensk sveitarfélög
|§ em stödd í umhverfismálum
og hvert þau stefiia. -VÁ
Ráðherrabílstjóramir Jón Áma-
son, Páll Vilhjálmsson og Kristján
Ragnarsson voru ekkert sérlega
hrifnir af nýju litunum á Sfjórnar-
ráðshúsið. Þeir voru sammála um
að húsið ætti aö standa í þeim lit
sem það er í dag. DV fór með
litaprufur sem birtar vom í blað-
inu í gær í Ráðherrabústaðinn við
Tjamargötu þar sem hluti forsætis-
ráðuneytisins er til húsa um þess-
ar mundir. Sem kunnugt er er ver-
ið að gera upp Stjómarráðshúsið
viö Lækjargötu.
„Hjálpi mér, mikið er þetta ljótt,“
sagði Jón Ámason, bílstjóri forsæt-
isráðherra, þegar DV bar undir
hann tölvugerðar málningarprufur
af Stjómarráðshúsinu sem birtust í
blaðinu í gær.
„Mér líst ekkert á þetta, það er
best að húsið haldi sér í þeim lit sem
það er,“ sagði Jón. Þeir félagar hans,
Páll Vilhjálmsson og Kristján Ragn-
arsson, vildu þó ekki kveða jafn
sterkt að orði. „Græna tillagan er
t.d. ekkert svo slæm,“ sagði Kristján.
Ráöherrabílstjóramir voru ekki par hrifnir af stjórnarraöinu í öömm lit. DV-mynd E.ÓI.
Taka við rekstri
Hard Rock Café
Nýir aðilar, fyrirtækið ís-rokk,
taka í dag við rekstri Hard Rock
Café í Kringlunni. Stjómendur þess
era þær Helga Bjamadóttir, sem
verður rekstrarstjóri, og Kristbjörg
Kristinsdóttir sem verður fram-
kvæmdastjóri.
Tómas A. Tómasson, stofnandi
Hard Rock Café, mun snúa sér alfar-
ið að rekstri Hótel Borgar og Kaffi-
brennslunnar.
Helga hefúr um árabil unnið við
störf og stjórnun á veitingahúsum
og vann meðal annars um skeið á
Hard Rock. Síðustu ár hefur hún
rekið Grillhúsið við Tryggvagötu.
Kristbjörg Kristinsdóttir hefúr
gegnt starfi fjármálastjóra hjá Tóm-
asi A. Tómassyni.
Rekstur Hard Rock verður með
óbreyttu sniði en staðurinn er bú-
inn að vera einn fjölsóttasti veit-
ingastaður landsins um árabil. -sf