Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 FRITT í A 16" pizza ■ m/2 áleggsteg. ■J 2l Gokt* ffi L biomiðar ÞÚ SÆKIR! i DV Verökönnun á skóviðgerðum: Allt að 290% verðmunur Verulegur verðmunur er á milli skóvinnustofa á höfuðborgarsvæð- inu. Þetta kemur fram í verðkönnun sem Samkeppnisstofnun hefur lát- ið gera hjá ellefu skóvinnustofum. Verðmunurinn er frá 34% við að setja gúmmísóla og hæla undir kvenskó og upp í 290% sem er verðmunur á minnstu viðgerð. Skóvinnustofa Halldórs, Efstalandi 26, er i öllum tilvikum með lægsta verðið á þeim þjónustuliðum sem eru í könnun Samkeppnisstofnun- ar. j Síðustu olí- ! unni dælt úr i Víkartindi í gær var haflst handa við að dæla síðustu olíunni úr Víkar- tindi. Um er að ræða 20 til 30 þúsund lítra af svartolíu. Vitað var að enn væri olía í skipinu en ekki hægt að komast í tank- inn fyrr en búið var að moka sandi frá honum. Ekki var búist við að hita jj þyrfti olíuna til að ná henni úr tankinum þar sem hlýtt er í veðri. | Seinni partinn í gær var ver- ið að hefjast handa við dælingu og bjuggust menn við að verkið gengi fljótt. -sf f Umferðar- I átak á Snæ- i fellsnesi Lögreglan á Snæfellsnesi p stendur þessa dagana fyrir átaki I? vegna bílbeltanotkunar og nagladekkja en sumardekkin eiga að vera komin undir bílana j fyrir nokkru. Átakið hefúr gengiö vel og hafa 40 til 50 manns verið kærö- j ir vegna brota í þessa veru. -sf Verðkönnun á skóviðgerðum 3000 kr. Karlmannaskór Sólar og Sólar hælar úr leðri úr leöri Sólar úr gúmmii Kvenskór Hælar Sólar úr gúmmíi Hælar Skómeistarinn Grettisgötu 3, Reykjavík Skóstofan Dunhaga 18, Reykjavík ■ Skóvinnustofa Halldórs Grímsbæ, Efstalandi 26, Reykjavík ] Skóvinnustofa Halldórs Guðbjörnssonar Hrísateigi 19, Reykjavík Kýpurfáninn á Smáþjóðaleikunum: Mistök í tölvuvinnslu Hin neyðarlega uppákoma sem varð þegar fáni Kýpur-Tyrkja í stað Kýpur-Grikkja var birtur í dagskrá fimleikakeppni Smáþjóðaleikanna orsakaðist af mistökum í tölvu- vinnslu. Atvikið vakti reiði kepp- enda griska hluta Kýpurs enda hafa þessar þjóðir löngum eldað grátt silfur á eyjunni. Þegar frjálsíþróttakeppni var haldin hér á landi fyrir skömmu þar sem Skotar komu í heimsókn var gerð leikskrá. í leikskrána var notað myndasafn af fánum sem þóttu bylgjast á sérstaklega smekk- legan og skemmtilegan hátt. Ætl- Rétti fáninn, fáni Kýpur-Grikkja. unin var sú að endurtaka leikinn nú og nota sömu finu bylgjurnar. Gjörólíkir fánar Þegar uppsetjarinn fór að leita Rangi fáninn sem notaður var í dag- skrána á Smáþjóðaleikunum, en þetta er fáni Kýpur-Tyrkja. að fána Kýpur í myndasafninu fann hann tvo gjörólíka fána. Ann- ar þeirra var merktur N. Cyprus en hinn S. Cyprus. Þar sem aðeins annar þeirra bauð upp á bylgju- möguleikann góða var hann notað- 1 ur. Þetta var hvíti fáninn með hálf- mánanum, fáni Kýpur-Tyrkja. Eftir að mistökin urðu ijós var svo prentaður nýr bæklingur með réttum fána - en enguni bylgjum. „Sem betur fer hlaut þetta allt far- sælan endi og það er nú fyrir öllu, þótt auðvitað hafl verið leiðinlegt að þetta skyldi koma upp,“ sagði Árni Þór Ámason, formaður Fim- leikasambandsins, í samtali við DV. -vlx Framkvæmdir i Austurstræti eru nú á lokastigi. Búist er viö að gatan verði opnuö á ný innan skamms. DV-mynd E. Ól Austurstræti opnað aftur Allt bendir til þess að Austur- stræti verði opnað að nýju fyrir bílaumferö í næstu viku. Upphaf- lega stóð til að framkvæmdum lyki sl. föstudag en ýmis atvik urðu til þess að því varð að fresta fram í næstu viku. Austurstræti hefur ver- ið lokað bílaumferð i meira en 2 mánuði. -kbb SVR í Mosfellsbæinn: Skrifað undir samn- inga á næstu dögum Allar líkur em á því að Strætis- vagnar Reykjavíkur hefji reglulegar ferðir til Mosfellsbæjar í stað Al- menningsvagna bs. Bæjarstjóm Mosfellsbæjar fór þess á leit við Reykjavíkurborg að gerður yrði þjónustusamningur milli sveitar- félganna. Samningur þessa efnis er tilbúinn og bíður undirritunar. Reiknað er með því að gengið verði frá þessu máli á alira næstu dögum. SVR mun fara sömu leið og Al- menningsvagnar gera nú, a.m.k. fyrst um sinn. „Ástæðan fyrir þvi að Mosfells- bær leitaði samninga við Reykjavík er landfræðileg lega okkar. Sam- starfið við suðursvæðin, Hafnar- fjörð, Álftanes, Garðabæ og Kópa- vog, hefur gengið vel en við höfum ekki sömu möguleika á samnýtingu vagna og þau á leiðum sínum,“ sagði Jóhann Sigurjónsson bæjar- stjóri. „Nú er Reykjavík að útvíkka sín byggingarsvæði til austurs og við til vesturs og líklegt að byggðin muni tengjast fyrr eða síðar. Sameining Kjalamess og Reykjavíkur er enn þá mikið spurningarmerki en ef af því verður mun það skapa ýmsa möguleika til samstarfs." Kostnaöur 6.000 krónur á íbúa Kostnaður Mosfellsbæjar vegna almenninssamgangna er gríðarleg- ur. Bærinn hefur verið að greiða 30 milljónir á ári í almenningssam- göngur sem er hlutfallslega með því hæsta sem gerist á landinu. Til sam- anburðar má geta þess að Reykja- víkurborg hefur verið að greiða u.þ.b. 200 milljónir með öllu sínu leiðakerfi, eða 1.000 krónur á íbúa. „Við vonumst til að geta lækkað þennan kostnað með hagræðingu sem báðir geta notið," sagði Jóhann. -vix

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.