Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 V star Sex hross yfir átta í Danmörku - þar af tvö afkvæmi Hervars Tveimur aðalkynbótasýning- unum í Danmörku er lokið á Hedeland og Vilhelmsborg. Sú þriðja verður síðsumars. Fulldæmdir voru átján stóð- hestar og náðu þrír þeirra hærri aðaleinkunn en 8,00. Af níu fulldæmdum fimm vetra hestum fengu tveir yfir 8,00, fjórir miUi 7,75 og 8,00 en þrír undir 7,75. Fengur frá Ibishóli undan Fáfni frá Fagranesi og Gnótt frá Ytra-SkörðugUi stóð efstur með 8,16. Hann fékk 8,00 fyrir bygg- ingu og 8,26 fyrir hæfUeika og var sýndur af Jóhanni R. Skúla- syni. Stebbi frá Ærtebjerg undan Kjarvali frá Sauðárkróki og Pony frá Eiðum fékk 8,10 í aðaleinkunn. Hann fékk 8,18 fyrir bygg- ingu fyrir hæfileika og Rasmus M. Jensen sýndi hann. Feykir frá Sötofte stóð efstur sex vetra hestanna með 8,11 hann er undan Hervari frá Sauðárkróki og Sif frá Hólum. Feykir fékk 7,98 fyrir byggingu, 8,19 fyrir hæfíleika og Þórður Jóns- son sýndi hann. Gneisti er undan Loga frá Sel- fossi sem er undan Herði frá Kolkuósi. Krafla fékk 8,20 fyrir bygg- ingu, 8,11 fyrir hæfileika og var riðið af Dorte Rassmussen. Níu vetra hryssan Kolbrún frá Brjánslæk undan Erpi frá Erpsstöðum og Kol- brúnu frá Vík fékk 8,11 í aðaleinkunn og var riðið af Mikala Saxe. Brynja frá Flugumýri undan Hervari frá Sauðárkróki og Hörpu frá Flugumýri fékk 8,08 í aðaleinkunn. Hún er tólf vetra og var knapi Jóhann R. Skúlason. -E.J. Tvö hross undan Her- vari frá Sauöárkróki fengu góða dóma í Danmörku. Knapi er Jóhann Þorsteinsson. DV-mynd E.J. Fimm stóðhestar fengu milli 7,75 og 8,00 í aðaleinkunn en þrír lægri einkunn en 7,75. hæstu aðaleinkunn hryssnanna, 8,15. Hún er fimm vetra, fædd í Dan- mörku undan Gneista frá Hedensten og Danskfædda hryssan efst Fjörutíu og fimm hryssur voru fulldæmd- ar og fengu þrjár yfir 8,00, þar af ein undan dönskum hesti. 21 hryssa fékk milli 7,50 og 8,00 i aðaleinkunn en 21 und- ir 7,50. Krafla frá To- urnen fékk ★ Mesta spennan á úrtökumótinu Stórmót hestamanna nálgast, þar á meðal úr- tökumót fyrir heimsleikanna í hestaíþróttum sem haldið verður 18. til 22. júní á félagssvæöi Harðar á Varmárbökkum í Mosfellsbæ. Heims- leikarnir fara fram i Noregi 4. til 10. ágúst næst- komandi. Sendir verða sjö knapar í hesta- íþróttirnar og fjög- ur kynbótahross. Fimm knapar öðl- ast þátttöku með góðum árangri á úrtökumótinu á Varmárbökkum en Sigurður Sæ- mundsson, ein- valdur landsliðs- ins, velur tvö. Hann ræður al- gjörlega hvaða knapa hann velur og getur þess vegna valið knapa sem búa í útlönd- „ um. Sigurður þarf Sigurður V. Matthíasson ekki að velja var valinn aí liösstjórum knapana tvo fyrr fyrir heimsleikana í Sviss en skömmu áður 1995 og varö heimsmeist- en skilafrestur ari ( tveimur greinum á rennur út um miðj- Hu9inn- DV-mynd E.J. an júh. Þó að nokkur spenna fylgi að jafhaði hesta- mótum eru úrtökumótin fyrir heimsleikana að jafnaði mesti spennugjafinn. Úrtakan fer fram i tveimur hlutum og er keppt í fyrri umferð á miðvikudegi 18. júní og fimmtudegi 19. júní, en í síðari umferð á laugardegi 21. júní og sunnu- degi 22. júní. Fyrsti knapi í landsliðið er stigahæsti saman- lagður sigurvegari, annar er stigahæsti fimm- gangarinn, þá stigahæsti fjórgangarinn, svo sig- urvegari í tölti og loks sigurvegari í 250 metra skeiði. Hann verður að hafa runnið skeiöið á 23,0 sekúndum eða skemmri tíma í ár. E.J. erlend bóksjá ■ 'kr'k,: . Metsölukiljur •••••••••••«♦♦+ Bretland Skáldsögur: 1. Meave Binchy: Evenlng Class. 2. Terry Pratchett: Feet of Clay. i 3. Roddy Doyle: The Woman who Walked into Doors. 4. Danlelle Steel: Mallce. 5. Ben Elton: Popcorn. 6. Michael Ondaatje: The Engllsh Patlent. 7. laln M Banks: Excesslon. 8. John Grlsham: Runaway Jury. 9. Jeffrey Archer: The Fourth Estate. 10. John leCarré: The Talor of Panama Rlt almenns eðlls: : 1. Frank McCourt: Angela's Ashes. j 2. Paul Wllson: A Little Book of Calm. S 3. Blll Bryson: Notes from a Small Island. 4. The Art Book 5. Nlck Hornby: Fever Pltch. : 6. John Gray: Men Are From Mars, Women Are From Venus. s 7. Rlchard E. Grant. Wlth Nalls 8. The Splce Girls: Glrl Power 9. Mlchael Moore: Downslze Thls! 10. Wlll Huttonn: The State to Como. Innbundnar skáldsögur: 1. John Grlsham: The Partner. 2. Edward Rutherfurd: London: The Novel. 3. Wllbur Smlth: Blrds of Prey. - 4. Danlelle Steel: The Ranch. 5. Edmund Whlte: The Farewell Symphony Innbundln rlt almenns eðlls: 1. Jean-Domlnlque Bauby: The Dlvlng-Bell and the Butterfly. 2. Slmon Slngh: Fermat's Last Theorem 3. Dava Sobel: Longitude. 4. Scott Adams: The Dllbert Prlnclple. 5. Paul Brltton: The Jlgsaw Man (Byggt á The Sunday Tlmes) Það styttist í að Hong Kong segi skilið við breska heimsveldið, svo- kallaða, og verði á ný hluti kín- verska ríkisins. Á miðnætti þann 30. júní næstkomandi leggja bresk stjórnvöld niður völd yfir þessari mikilvægu stórborg og fjármálamið- stöð og sendimenn Kínverska al- þýðulýðveldisins í Peking taka við stjórninni. Yfirvofandi valdaskipti hafa ekki aðeins skapað mikla spennu í Hong Kong. Margir hafa líka notað tæki- færið til að reyna að græða vel á þeim áhuga sem þessi tímamót í sögu nýlendunnar hafa vakið. I þeim hópi eru fiölmargir rithöfundar sem hafa samið alls konar bækur um Hong Kong síðustu misserin - fræðibækur af ýmsu tagi en þó fyrst og fremst spennusögur sem gerast þegar líður að yfirtöku kínverskra kommúnista. Fjöldi skáldsagna P.K. Leung, sem er skáld og pró- fessor í bókmenntum við háskólann í Hong Kong, segir í nýlegu blaða- viðtali að bókaflóðið hafa byrjað fyrir nokkrum misserum, en magn- ast eftir því sem nær hefur dregið þessum D-degi. Það á ekki síst við um spennusögur sem tengjast með einum eða öðrum hætti þessum um- skiptum í sögu nýlendunnar. Gott dæmi um slíkar sögur er „The Last Six Million Seconds“ eft- ir John Burdett, sem stundar lög- fræði samhliða ritstörfunum. Hún er auglýst sem „hin endanlega Hong Kong saga ársins 1997“ og líkt við spennusöguna frægu „Gorky Park“. Söguhetjan er lögreglumaðurinn Chan sem hefur „sex milljón sek- úndur“ til að leysa hrottalega morð- gátu áður en sendimenn Peking- stjórnarinnar taka við völdum. „Hong Kong, China" er önnur spennusaga eftir Ralph Arnote. Hún hefst með lýsingu á flótta ungs manns, sem lifði af árásir hersins á lýðræðissinna á Torgi hins himneska friðar, frá meginlandinu til Hong Kong, en helsti skelfirinn í sögunni er herforingi í Alþýðuhern- um. Af öðrum skáldsögum sem ganga vel á þessu örlagaári í sögu Umsjón Elías Snæland Jónsson Hong Kong má nefna kunnar bækur eins og „China White“ eftir Peter Maas, „Triad“ eftir Colin Falconer og „Nine Dragons" eftir Justin Scott. Deilt um Theroux Meðal þekktustu rithöfunda sem hafa kastað sér út í þetta bókaflóð í Hong Kong er Paul Theroux, sem er~ löngu kunnur bæði fyrir skáldsögur sínar og ferðabækur sem njóta mik- illa vinsælda. Hann hefur sent frá sér skáldsöguna „Kowloon Tong“ sem segir frá því hvernig valdataka Pekingstjórnarinnar kemur við tvo breska þegna sem búið hafa lengi í Hong Kong og eru um margt tákn- rænir fyrir steinrunnin nýlenduvið- horf. I sögunni segir Theroux frá Betty Mullard, sem hefur átt heima í Hong Kong í hálfa öld eða svo og tel- ur Breta hátt yfir Kínverja hafna, og syni hennar, Bunt, sem er 43 ára en býr samt enn hjá einstaklega ráð- ríkri móður sinni. Bunt sér um rekstur fiölskyldufyrirtækisins og gamnar sér þess á milli í hóruhús- um borgarinnar. Yfirvofandi afhending valdatau- manna í Hong Kong hefur mikil áhrif á líf þeirra beggja. Skuggaleg- ur kinverskur herforingi hefur augastað á verksmiðjuhúsinu þeirra og beitir ósvífnum aðferðum til að neyða þau til að láta fyrirtæk- ið af hendi. Breskir gagnrýnendur hafa lokið miklu lofsorði á þessa skáldsögu Theroux, en hún fékk hins vegar harkalegar viðtökur í South China Morning Post, sem er helsta enska dagblaðið í Hong Kong. Þar var sög- unni fundið flest til foráttu, ekki þó sist að gefa afbakaða mynd af lífinu í Hong Kong. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Mary Higglns Clark: Moonllght Becomes You. 2. Sherl Reynolds: The Rapture of Canaan. 3. John Darnton: Neanderthal 4. Nora Roberts: Montana Sky. 5. John Grlsham: The Runaway Jury. 6. John Sandford: Sudden Prey. 7. Belva Plaln: Promlses. 8. Ursula Hegl: Stones From the Rlver. 9. Wally Lamb: She's Come Undone. 10. Ellzabeth Lowell: Where the Heart Is. 11. James Patterson: See How They Run. 12. Michael Ondaatje: The Engtlsh Patlent. 13. Robln Cook: Invaslon. 14. Dale Brown: Shadows of Steel. 15. Dean Kootz: Tlcktock. Rlt almenns eðlis: 1. Andrew Well: Spontaneous Heallng. 2. James McBride: The Color of Water. 3. Mary Plpher: Revlvlng Ophella. 4. Jonathan Harr: A Clvll Actlon. 5. Laura Schlesslnger: How Could You Do That?! 6. Carmen R. Berry & T. Traeder: Glrlfrlends. 7. Jon Krakauer: Into the Wlld. 8. Kathleen Norrls: The Clolster Walk 9. Thomas Cahlll: How the Irlsh Saved Clvlllzatlon. 10. Jeff Foxworthy: No Shlrt, No Shoes ... No Problem! 11. Carl Sagan: The Demon-Haunted World. 12. Danalel Jonah Goldhagen: Hltler's Willing Executloners. 13. Vlncent Bugllosi: Outrage. 14. Mary Karr: • The Llar’s Club. 15. Mary Plpher: The Shelter of Each Other (Byggt á New York Tlmes Book Revlew)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.