Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Side 14
14 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 I^’^V Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Siglt á Everest Þegar íslenzku íjallgöngugarparnir komu til landsins úr ferð sinni á tind Everest, virtist svo sem skipafélag í Reykjavík ímyndaði sér, að það hefði sjálft klifrað upp á tindinn. Það gekk berserksgang í að auglýsa sig og Ever- est, þótt það væri bara einn margra stuðningsaðila. Stundum eru vegir ímyndarfræðanna svo bamalegir, að erfitt er að átta sig á, hver er að gabba hvem. Oft eru menn fremur að sefja sjálfan sig en aðra, svo sem þegar kratar hrósa sér af sigri brezka verkamannaflokksins og Alþýðubandalagsmenn af sigri franskra sósíalista. Flestir átta sig á, að valdabreytingar í evrópskum stjórnmálum eru út og suður eftir staðbundnum aðstæð- um. Þær segja ekkert um, hvort íslenzkum stjórnmála- flokkum muni ganga vel eða illa í næstu kosningum, því að það fer líka eftir stað- og tímabundnum aðstæðum. Sjálfsblekkingar em hluti daglega lífsins og eru oft ekki til vandræða. Sumar eru beinlínis skemmtilegar eins og þegar „við unnum“ í einum handboltaleiknum í Japan, en „þeir gerðu jafntefli“, þegar íslenzka liðinu gekk ekki eins vel í öðrum leik í sömu keppni. Oft er þó, að ímyndanir og blekkingar eru beinlínis framleiddar með árangri. Þetta hefur löngum verið al- gengt í stjórnmálum og er ekki verra hér á landi en ann- ars staðar. Að minnsta kosti hafa asnaeyru bandarískra kjósenda reynzt vera heldur lengri en íslenzkra. Alls konar gylliboð freista margra í viðskiptum. Fjöldi manna er farinn að nota fríkort, sem felur í sér hálft pró- sent afslátt af heimilisinnkaupum, ef menn halda tryggð við ákveðna verzlunarkeðju, sem hefur tíu prósent hærra vöruverð en önnur verzlunarkeðja. Ekki er nóg með, að notendur kortsins fórni möguleik- anum á 10% afslætti í stað 0,5% afsláttar, heldur verða þeir að bíða í langan tíma meðan þeir eru að safna punktum. Auglýsingaskrum tilboðsins sýnir, að ímynd- arfræðingar þess telja almenning fremur illa geflnn. Neyzlumynztur íslendinga sýnir, að hingað til hefur tekizt með auglýsingum að venja fólk á ýmsa óhollustu, sem skaðar heilsuna og veldur þjóðfélaginu miklum kostnaði. Neyzla á gosi, sem er nærri eingöngu sykur að þurrefni, hefur þrefaldazt á mann á þremur áratugum. Sælgæti, sem inniheldur 40-50% sykur, er selt með ár- angri undir því yfirskini, að það sé morgunkorn. Mjólk- urvörur eru blandaðar sykri, svo að hann fer upp í 10-15% innihaldsins og eru þá kallaðar skólaskyr eða skólajógúrt til þess að gefa eitthvað hollustulegt í skyn. Allar þessar sykruðu sælgætisvörur eru auglýstar af kappi undir því yfirskyni, að þær séu hollar. Margar auglýsinganna hsufa beinlínis böm að skotmarki, eink- lun auglýsingar á svokölluðu morgunkomi. Svo virðist sem ungir og aldnir hafi gleypt við þessari blekkingu. Þótt ímyndarfræðingum mistakist stundum, þegar trú þeirra á heimsku fólks fer út í öfgar, hafa þeir þó oftar rétt fyrir sér. Það er nefnilega eitt af mestu þjóðfélags- vandamálum nútímans, að þekking og tækni blekkjenda vex miklu hraðar en þekking og tækni hinna blekktu. Neytendasamtök mega sín lítils í þessum ójafna leik, enda láta flestir sér í léttu rúmi liggja, þótt þeir séu sí- fellt blekktir. í skólum mætti þó efla neytendafræðslu, svo að fólk sé betur í stakk búið, þegar það kemur út á viðskiptamarkaðinn með fullar hendur plastkorta. Þeir, sem venjast við að láta gabbast í viðskiptum, munu líka láta gabbast í stjómmálum. Þeir munu jafn- vel ímynda sér, að skipafélag hafi siglt á Everest. Jónas Kristjánsson Hætta á stöðnun í stjórn Frakklands Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, tók áhættu með því að rjúfa þing og efha til kosninga tæpu ári áður en kjörtímabilinu lauk. Kosningaúrslitin 1. júní síðastlið- inn, þegar vinstrisinnar undir for- ystu Lionels Jospins, leiðtoga sós- íalista, náðu meirihluta á franska þinginu, sýndu að forsetinn og ráðgjafar hans mátu ekki stöðuna rétt. Forsetanum tókst ekki að tryggja að næstu fimm ár starfaði hann með skoðanabræðrum sín- um. Þvert á móti er hann fyrsti hægrisinnaði forseti flmmta franska lýðveldisins, frá því að Charles de Gaulle, hershöfðingi og forseti, stofnaði það 1958, sem þarf að una sambúð við ríkisstjóm vinstrisinna. Núverandi staða í frönskum stjómmálum er einstæð. Francois Mitterrand, hinn vinstrisinnaði forveri Chiracs, þurfti tvisvar að sitja með hægrisinnaða ríkis- stjórn við hlið sér og var Chirac forsætisráðherra 1 annarri þeirra. í báðum tUvikum var mönnum ljóst, að um bráðabirgðaástand var að ræða. Nú er hins vegar að hefjast heUt kjörtímabil með þess- um pólitísku formerkjum. Þessi skipan mála veikir enn forsendur fimmta lýðveldisins. Kreppa á æðsta þrepi stjómkerfisins vegna spennu milli forseta og ríkis- stjómar er ekki í samræmi við markmið de GauUes með stjómar- skrá flmmta lýðveldisins sem átti að skapa festu í stjómarháttum. Kommúnistar í stjórn Sósíalistar fengu ekki nægUega marga þingmenn kjöma til að geta einir myndað rikisstjóm. TU þess að ná hreinum meUihluta þurfti Jospin að mynda sam- steypustjóm með kommúnistum, græningjum og Jean-Pierre Chevenement, sem stendur á miUi sósíalista og kommúnista í eigin flokki. Hann var á sinum tima andvígur aðild Frakklands að Maastricht-samkomulaginu eins og kommúnistar. Jean-Pierre Chevenement er innanríkisráðherra í stjórn Jospins, sem er mikilvægt ráð- herraembætti í Frakklandi; undir það heyrir lögreglan og málefni innflytjenda. í ríkisstjómina valdi Jospin tvo kommúnista, til að sinna samgöngu- og húsnæðismál- um annars vegar og æskulýðs- og íþróttamálum hins vegar, þá er leiðtogi græningja umhverfisráð- herra. Kommúnistar voru síðast í rík- isstjórn Frakklands 1981-84 og áttu þá fjóra ráðherra. Þeir háðu kosningabaráttu sína nú á þeirri forsendu að þeir vUdu ekki aðUd Frakklands að evrópska myntsam- bandinu. Þá krefjast þeir hækkun- ar lágmarkslauna, lækkunar á virðisaukaskatti og að einkavæð- Erlend tíðindi Björn Bjarnason ingu ríkisfyrirtækja verði hætt. AUt mun þetta auka haUann á rík- issjóði og þannig gera vonir Frakka um aðUd að evrópska myntsambandinu að engu. Myntsambandið í hættu Evrópska myntsambandið á aUs staðar undir högg að sækja eða þeir stjómmálamenn sem bíta í skjaldarrendur og segjast ætla að ganga i það 1. janúar 1999, hvað sem tautar og raular. Harðfylgi Helmuts Kohls, kanslara Þýska- lands, dugði eitt til að koma í veg fyrir það síðastliðinn miðvikudag að þýska þingið samþykkti van- traust á Theo Waigel fjármálaráð- herra fyrir að ætla að nota endur- mat á gullforða þýska seðlabank- ans til að stytta Þjóðverjum leið inn í myntsambandið. Kohl er nú eini evrópski stjóm- arleiðtoginn sem talar enn eins og myntsambandið skuli koma tU sögunnar 1. janúar 1999. Tony Bla- ir, forsætisráðherra Breta, telur land sitt ekki eiga erindi í mynt- sambandið frá fyrsta degi þess. Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, viU ekki að Svíþjóð gangi í myntsambandið. Lionel Jospin hefur sagt að hann hafi ekki áhuga á aðUd Frakklands að myntsambandinu 1. janúar 1999 nema Spánn, Ítalía og Bretland gangi samtímis í það. Ráði stefna Blairs virðist hann hafa tekið ómakið af Jospin. Á hinn bóginn segist Jospin ekki bundinn af samkomulagi leiðtoga Evrópusambandsríkjanna sem náðist skömmu fyrir síðustu jól í Dublin og átti að marka leiðina inn í myntsambandið. Stefnulaus sambúð Jospin gerði Hubert Vedrine, gamlan ráðgjafa Mitterrands for- seta, að utanríkisráðherra. Hann kynntist því á sambúðartímum Mitterrands með hægrimönnum hve furðulegir þessU stjómar- hættir geta verið, ekki síst út á við. Jospin hefur sagt að hann ætli að sækja sem flesta alþjóða- fundi sem þýðir að þar munu þeir oft sitja báðir, Chirac og Jospin, og kynna á stundum ólík viðhorf, eins og gerðist þegar Mitterrand átti ekki flokksbróður í embætti forsætisráðherra. Af kaldhæðni hafa sumir sagt, að sú staða, sem nú ríkir i frönsk- um stjórnmálum, sé hin ákjósan- legasta, því að sambúð hægri og vinstri manna valdi því að ríkis- valdið geti ekkert aðhafst. Þetta gefi einstaklingum og fyrirtækj- um þeirra aukið svigrúm. Staðan er hins vegar flóknari en þetta. Ríkisstjórn Jospins á eft- ir að heyja erflða glímu við mörg næsta úrelt stefnumál þeirra sem að henni standa og hin mörgu erf- iðu úrlausnarefni sem hvarvetna bíða. Á sama tíma berjast hægri- menn um forystu í eigin röðum þvi að nú þegar er tekist á um framboð til forseta eftir Chirac þótt enn séu fimm ár eftir af kjör- tímabili hans. Þar þykir Philippe Seguin, fyrrverandi þingforseti og andstæðingur Maastricht-sam- komulagsins, sigurstranglegastur. Lionel Jospin kveöur hér Aiain Juppé á tröppum forsætisráöherraskrif- stofunnar. Símamynd Reuter skoðanir annarra I Frönsk viðvörun | „Franskir kjósendur gerðu meira á sunnudaginn S en að neyða Jacques Chirac fórseta í óæskilega og í erflða sambúð með sósíalistum. Þeir sendu einnig ! viðvörun sem er líkleg til að enduróma um Evrópu. ; Sérstaklega í öðrum löndum Evrópusambandsins I þar sem atvinnuleysi er mikið eins og Þýskalandi, | á Ítalíu, Spáni og Grikklandi. Yflrvöld sem krefjast * niðurskurðar í velferðarkerfinu svo að hægt sé að S ganga að skOyrðum sem sett eru vegna aðildar að ; myntbandalaginu taka talsverða pólitíska áhættu. Úr forystugrein New York Times 4. júnf. ; Nóg drukkið | „Röksemdir alkóhólista eru alltaf þær að þeir eigi | ekki við vandamál að glíma. Þessar röksemdir eru hluti vandamálsins. Og þegar þjóðin öll fullyrðir I það sama þá er vandamálið verulega alvarlegt. Dan- | ir búa við alvarlegt áfengisvandamál. í skýrslu frá p heilbrigðisráðuneytinu kemur greinilega fram hvaða persónulegar og fjárhagslegar afleiðingar drykkja Dana hefur í för með sér. Milljarðar og aft- ur milljarðar króna fara í súginn á hverju ári vegna sjúkrahúsdvalar, veikindadaga, framleiðslutaps og afskipta félagsmálastofnana. Ekki er hægt aö meta kostnað vegna persónulegs fjóns en hann er hár, óhugnanlega hár.“ Úr forystugrein Politiken 3. júni. McVeigh fákk réttláta dámsmeðferð „Þrátt fyrir reiði þjóðarinnar og umfang glæpsins var Timothy McVeigh ekki dæmdur í neinu hasti. Hann fékk að njóta allra mannréttinda sinna, þar á meðal fékk hann góða lögfræðinga og réttlát réttar- höld. Kviödómendur tóku sér tíma til að vega og meta öll gögn málsins og þó að það hafi valdið nokkrum fjölskyldum í Oklahoma-borg áhyggjum á sunnudag komst kviðdómurinn að niðurstöðu sem virðist rétt í alla staði og hlýtur að vera mikil hugg- un þeim sem eftir lifa.“ Úr forystugrein Washington Post 4. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.