Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Side 19
LAUGARDAGUR 7. júní 1997 xútlönd i9 Sprengjuvargurinn Timothy McVeigh bíður úrskurðar um hvort hann fái að lifa eða deyja: Amerískur óskapnaður sem hataði yfirvöld eins og pestina IBESTAI var hann boðinn og búinn að gera aukaviðvik ef með þurfti. Hann var líka fljótlega hækkaður í tign og gerður að liðþjálfa. Yfírmönnum unga mannsins þótti mikið til hans koma og flestir áttu von á því að hans biði glæstur frami innan hers- ins. Félagar hans í hernum sögðu hins vegar við blaðið New York Times að McVeigh hefði haft það fyrir sið að úthluta svertingjum alltaf mestu skítverkunum i herbúð- unum. Á þessum árum varð McVeigh sér úti um mikla og staðgóða þekk- ingu á sprengiefni sem átti svo sannarlega eftir að koma sér vel fyr- ir hann þegar hann skipulagði ill- virki sitt í Oklahoma. Þar kom að allar vonir og vænt- ingar um glæstan frama í Banda- rikjaher urðu að engu. Það gerðist þegar McVeigh féll á inntökuprófi í sérsveitir hersins, grænhúfurnar. Hann fékk sig leystan frá herþjón- ustu, lagðist í förumennsku og lað- aðist í æ ríkari mæli aö öfgafullum hægrisinnuðum stjómmálaskoðun- um. Innblásturinn sótti hann í áður- nefnda bók, The Tumer Diaries, og kvikmyndir á borð við Stjömustríð. McVeigh vann fyrir sér um skeið sem öryggisvörður i Buffalo í New York-ríki eftir að hann hætti her- mennsku. Hann lét pirring sinn í garð stjómvalda í ljós í bréfi til bæj- arblaðsins. „Verðum við að úthella blóði til að umbreyta núverandi kerfi? Ég vona að til þess þurfi ekki að koma. En svo gæti þó farið,“ sagði í bréf- inu því. Blaðamaður við blaðið í Buffalo skrifaði síðar ævisögu McVeighs og kallaði hana Ameriskan óskapnað. Reiði McVeighs í garð stjóm- valda, sem kviknaði fyrir alvöru á árum hans í hernum, varð enn beiskari og heiftúðugri eftir átök lögreglunnar og sértrúarsöfnuðar Davids Koresh í Waco í Texas. Þeirri viðureign lauk með dauða um áttatíu manna þegar höfuðstöðv- ar trúarhópsins brunnu til kaldra kola. McVeigh taldi að Koresh og fylgjendur hans hefðu verið myrtir að yfirlögðu ráði og að uppgjörið hefði verið skipulagt í Alfred P. Murrah-byggingunni í Oklahoma- borg. Nákvæmlega tveimur árum eftir átökin í Waco sprakk sprengjan við alríkisbygginguna í Oklahoma-borg. Örlög Timothys McVeighs ráðast að öllum likindum í næstu viku. Byggt á Reuter, Daily Mirror, The Independent Nýbýlavegur 18 • 200 Kópavogur Sími: 510-0000 • Fax: 510-0001 Útibú Suðumesjum: Brekkustígur 39 • 260 Njarðvík Sími: 421-4313 • Fax 421-4336 Ameríski draumurinn hans Timothys McVeighs snerist upp i martröð. Snyrtipinninn sem barðist fyrir föðurlandið í Persaflóastríðinu og margir áttu von á að mundi klifra upp metorðastigann í hernum situr nú í fangaklefa í Denver og bíður úrskurðar kviðdóms um hvort hann fái að lifa eða deyja. Draumur hans var að sprengja í loft upp byggingu fulla af opinberum starfsmönnum og æsa með því til nýrrar bandarískrar byltingar. Hann lét draum sinn rætast, þótt ekki hafi bylting fylgt í kjölfarið. McVeigh var fundinn sekur á mánudag um að hafa staðið fyrir sprengjutilræðinu við Alfred P. Murrah alríkisbygginguna í Okla- homaborg 19. apríl 1995. í þeirri sprengingu fórust 168 manns, ungir og aldnir. Þessi hávaxni og granni piltur, sem litur út eins og hinn dæmigerði bcmdaríski sómadrengur og ólst upp við hafnaboltaleik, hefði getað sagt sér þegar á mánudagsmorgun hver niðurstaða kviðdómsins í Denver yrði. Þann dag, eins og aðra daga, birtist stjörnuspáin hennar Jacquel- ine Bigar í blaðinu Denver Post. Þar sagði m.a. í spá hennar fyrir nauts- merkið, merki McVeighs: „Hug- mynd, sem leit út fyrir að vera stó- fengleg, gæti sprungið í höndunum á þér.“ En kannski trúir McVeigh ekki á stjömuspár. Einstaklingarnir sak- lausir en neildin sek McVeigh trúði þvi hins vegar að allir þeir sem voru inni i alríkis- byggingunni í Oklahomaborg ör- lagadaginn mikla væru hluti af hinu illa heimsveldi, eins og hann ku hafa orðað það. Hann var þó á því að hver einstaklingur út af fyrir sig væri saklaus. Ekkert varð úr því að McVeigh kæmi i vitnastúkuna í Denver, eins og hann hafði þó lofað í viðtölum fyrir réttarhöldin. Þess í stað þagði hann þunnu hljóði og lét ekkert uppskátt um hugsanir sínar og gerðir sem vitni saksóknara, þar á meðal systir hans, fyrrum herberg- isfélagi, fyrrum besti vinur hans og eiginkona vinarins, lýstu fyrir kvið- dómendum. Jafnvel þetta fólk fann sig knúið til að segja sitthvað fallegt um manninn sem ævisöguritari hans kallaði „amerískan óskapnað". honum þessum þjáning- um. Upp frá þvi fór hann að hafa mikið dálæti á skotvopnum af ýmsu tagi og stundaði skotæf- ingar í skóglendi nærri heimili sínu. Búinn undir valdatöku kommúnista Svona leit Alfred P. Murrah, alríkisbyggingin í Oklahomaborg, út eftir að Timothy McVeigh haföi sprengt sendibíl sinn þar fyrir utan. McVeigh var fundinn sekur um sprengjutilræó- iö síöastliöinn manudag. Símamyndir Reuter ef maður horfir ekki til þess sem gerðist í Oklahoma," sagði Michael Fortier, aðalvitni saksóknara. Með framburði sínum gegn McVeigh vildi Fortier gera sitt besta til að koma í veg fyrir að hann fengi sjálfur langan fangelsisdóm og að Lori, eiginkona hans, færi yfir höfuð í steininn. „Við trúðum því báðir að Samein- uðu þjóðimar stefndu að því að koma á fót einni alheimsríkisstjórn sem ætlaði sér m.a. að afvopna bandarísku þjóðina, taka vopnin okkar frá okkur,“ sagði Fortier. Lori Fortier sagði að McVeigh hefði einhverju sinni sýnt sér Erlent fréttaljós á laugardegi hvernig hann ætlaði að búa til sprengjuna sem lagði alríkisbygg- inguna í rúst. Hann notaði súpudós- ir við sýnikennsluna og sagði henni að ímynda sér að þær væru tunnur fullar af sprengiefni. Lori sagðist þó ekki hafa trúað því að hann gæti gert þetta, hvað þá að hann mundi láta verða af því. Hún sagði ennfremur að hún hefði aðstoðað við að falsa ökuskír- teini handa McVeigh á nafni Ro- berts Klings. Hann sýndi síðan öku- skírteini þetta þegar hann leigði sendibílinn sem sprengiefninu var hlaðið í. Nærðist á kynþáttafor- dómum og gyoingahatri Jennifer, systir McVeighs, sagði fyrir réttinum að bróðir hennar hefði verið gagntekinn af bókinni The Tumer Diaries þar sem kyn- þáttafordómar og gyðingahatur vaða uppi. Þar segir frá öfgasinnum sem sprengja höfuðstöðvar alríkis- lögreglunnar FBI í Washington í loft upp til að koma af stað annarri amerískri byltingu. Hann sendi henni kafla úr bókinni og í bréfi til hennar lýsti hann yfir því dag nokkurn að hann væri hættur öll- um áróðri og ætlaði nú að gripa til aðgerða. Timothy McVeigh fæddist 23. apr- íl 1968, sonur bílasmiðjuverka- mannsins Williams McVeighs. Pilt- urinn ólst upp í Pendleton, litlum bæ í vestanverðu New York-ríki. Foreldrar hans skildu þegar hann var tíu ára. Móðirin flutti til Flórída en Timothy litli og systur hans tvær urðu eftir hjá föðumum. Móður- missirinn fékk mikið á piltinn og hann hataðist út í heiminn sem olli Þegar McVeigh var fjórtán ára sagði hann vinum sínum frá því að hann væri að sanka að sér vopnum og vistum ef svo færi að kjamorku- árás yrði gerð á Banda- ríkin eða kommúnistar legðu landið undir sig. Á þessum árum var Flugnahöfðinginn uppá- haldsbókin hans. Þar segir frá hópi skóla- drengja sem verða strandaglópar og leiðast með tímanum út í alls kyns villimennsku. Að loknu framhalds- skólanámi stundaði McVeigh störf af ýmsu tagi, vann m.a. fyrir sér sem öryggisvörður fyrir verðmæta- flutningafyrirtæki. Hann skráði sig svo í herinn árið 1988. Þar kynntist hann Terry Nichols, sem er einnig ákærður fyrir sprengjutilræðið i Oklahomaborg. Réttað verður yfir Nichols siðar. í hemum fékk McVeigh orð á sig fyrir að vera mikið snyrtimenni. Einkennisbúningur hans var alltaf óaðfinnanlega pressaður, honum gekk vel á öllum prófum og alltaf Bruni höfuöstööva sértrúarsafnað- ar í Waco í Texas var korniö sem fyllti mæiinn hjá McVeigh. Nú skyldi látiö til skarar skríöa gegn stjórn- völdum. Timothy McVeigh dreymdi um að koma af staö byltingu í Bandaríkjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.