Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1997, Blaðsíða 21
JLf'V LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 Siguröur Kaiser og Gísli Örn Garöarsson hjá Nóttu & Degi. DV-myndir E.ÓI. „Við erum bara ruglaðir,“ sagði Gísli Örn Garðarsson, annar höfuð- paurinn í undirbúningi Bítlatón- leikanna í Háskólabíói um helgina, þegar DV spurði hann af hverju í ósköpunum þeim Sigurði Kaiser hjá Nóttu & Degi hefði dottið í hug að setja tón- leikana upp. Þeir eru haldnir i tilefni af 30 ára afmæli plötunnar Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band sem kom fyrst út í byrjun júní 1967. Fyrstu tón- leikar voru haldnir í gær- kvöldi, tvennir verða i dag og sá síðasti á morgun. Lögin af plötunni eru flutt af nokkrum af okkar vinsælustu popp- urum ásamt nokkrum liðsmönnum úr Sinfóníuhljómsveit islands. Ólaf- ur Gaukur útsetur lögin og stjórnar hljómsveitinni en tónlistarstjóri uppfærslunnar er Jón Ólafsson. Aðalsöngvarar eru KK - Kristján Kristjánsson, Daníel Ágúst Haralds- son og Stefán Hilmarsson en auk þeirra syngja Ari Jónsson, Rúnar Júlíusson, Björn Jörundur Frið- björnsson og Sigurjón Brink. Alls eru hátt í 100 manns á sviðinu í HiW«rs «vn9la«e=>'MW- ÁQÚst 09 stebb' KKDU einu. „AUir í bransanum hafa sagt að við værum geðveikir, að ætla að setja þetta upp með öllum þeim tæknilegu og flóknu hlutum sem fylgja flutningi laganna. Við höfum reynt að loka eyrunum fyrir slíku tali og framkvæmum það sem okkur dettur í hug. Annað hvort vit- um við ekki betur eða erum bara djarfari,“ sagöi Sigurður Kaiser þeg- ar DV hitti þá kappa á æfingu í vik- unni. Miðað við það litla sem blaða- maður heyrði og sá af verkinu þá er það næsta víst að frumsýn- ingargestir í gærkvöldi hafa fengið eitthvað fyrir sinn snúð og vel það.. ' Ólafur Gaukur er líklega sá fyrsti í heiminum sem útsetur lögin fyrir sinfóníuhljómsveit. Heimsfrumsýning í raun má segja að hér sé um heimsfrumsýningu að ræða því lögin af plötunni hafa aldrei, svo vitað sé, ver- ið flutt opinberlega í þessum búningi áður. Að sögn Sig- urðar og Gísla fluttu Bitlam- ir lögin aldrei í heild sinni á hljómleikum heldur einung- is eitt og eitt hér og þar. son. Hins vegar er aldrei að vita nema að andi Johns Lennons svífi Bítlarnir sem eftir lifa koma ekki í Háskólabíó um helgina en aldrei aö vita nema aö andi Lennons svífi yfir svæöinu! Þannig hafa útsetningar fyrir sin- fóníuhljómsveit aldrei verið settar áður á blað. Ólafur Gaukur er sá fyrsti sem það gerir. Þeir félagar gerðu heiðarlegar tilraun- ir til að fá eftirlif- andi Bítlana til landsins af þessu tilefni, eða fimmta Bítilinn, George Martin. Sá síðastnefndi sendi fax í vik- unni og afboð- aði sig á kurt- eisan hátt. Sagði að hefði hann fengið boðið örlítið fyrr þá hefði hann lík- lega mætt. Eins og DV hefur greint frá hringdi Ringo Starr í eig- in persónu og sagðist því miður ekki geta komið til íslands. Ekkert heyrðist frá McCartney og Harris- yfir Háskólabíói um helgina. Gegnumsýrðir foreldrar Hvorki Sigurður né Gísli Öm voru fæddir þegar Sgt. Peppers plat- an kom fyrst út. Þvi var ekki úr vegi að spyrja hvort þeir hefðu ein- hvem sérstak- an áhuga á bítlatónlist- inni. Gisli sagðist vera alinn upp af foreldrum sem hefðu verið „gegnumsýrð- ir“ eftir þetta tímabil. Hann hefði þvi oft og iðulega hlust- að á lögin með mömmu og pabba! Sigurð- ur sagðist vera að kynn- ast tónlist Bítl- anna fyrir al- vöru í fyrsta skiptið núna. Hann hefði til þessa fllað þá sem hefðbundna dægurtón- list. Núna væra þeir orðnir hans átrúnaðargoð númer eitt! -bjb IBESTAI Nýbýlavegur 18 • 200 Kópavogur Sími: 510-0000 • Fax: 510-0001 Útibú Suðurnesjum: Brekkustígur 39 • 260 Njarðvík Sími: 421-4313 • Fax 421-4336 Bítlatónleikarnir um helgina: „Bransinn" telur þá geðveika! - rætt við Sigurð Kaiser og Gísla Örn IAG UKH a/73 lDDxFM1 íCS-GrS • Utvarp meí) stöbvaminnum FM (18), MW(6) og LW(6) • 4x1 OW magnari • Auto Reverse Segulband • Fader-, Balance-, Bassa-, Diskant- og Loudness stillir • Þjófavörn Áður kr. 19.900 Tilboð Kr. 14.900 stgr. Bílgeislaspilari • Hristivörn • Útvarp meö stöövaminnum FM (18) • Þjófavörn 4x30W magnari • Fader-, Balance-, Bassa-, Diskant- og Loudness stillir Áður kr. 29.900 Tilboð Kr. 25.900 stgr. clarion Gæða hljónitæki í bílinn SjÓ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.